Tíminn - 09.03.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.03.1972, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 9. marz 1972. TÍMINN 15 Tvifari Róberts I Ameríku — Fiðlarinn á þakinu, sem Bock samdi tónlist við. Bock á Sinfóníuballið SB-Reykjavík. Sinfóniuballið '72 verður haldið i Súlnasal Hótel Sögu sunnudags- kvöldið 19.marz. Heiðursgestur á ballinu verður bandariska tón- skáldið Jerry Bock, sem hefur unnið það sér til frægðar m.a. að semja tónlistina við „Fiðlarann á þakinu". Bock er fæddur 1928 og hóf tón- skáldsferil sinn ungur að árum. 1 allmörg ár hefur hann unnið með Sheldon Harnick, sem samið hefur textana við lög Bocks. Þeir tvimenningar hafa ma.a samið „Fiorello" „Tender = loin", „She loves me" og Fiðlarann, og hafa allir þessir söngleikir hlotið f jölda verðlauna. Eitt af nýjustu verkum Bocks er „The Apple Tree", sem hlotið hefur mjög góðar viðtökur á Broadway. SVEFNBEKKIR Ódýrir vandaðir svefnbekkir til sölu að Öldugötu 33. Upplýsingar i sima 19407. Læknisfræðín og tölvutæknin Nýlokið er á vegum Lækna- felags Reykjavikur og IBM á tslandi námskeiði fyrir lækna og læknanema til kynningar á mögu- leikum tölvutækninnar fyrir nútima læknisfræði og heil- brigðisþjónustu. Námskeið þetta var haldið i Domus Medica og i húsakynnum IBM, og tóku þátt i þvi 40 læknar og 14 læknanemar. A námskeiðinu var fjallað um ýmsar greinar tölvutækninnar: Hlutverk datatækni i framkvæmd og þróun læknisfræðinnar, um grundvallartækni datavéla, um forritun og hugverk, um skipulag og meðhöndlun upplýsinga. Þá var einnig rætt sérstaklega um grundvallarnotkun tölvu i sjúkra- húsum, um databanka og um framtiðarmöguleika tölvutækn- innar fyrir heilbrigðisþjónustuna. Þátttakendum var einnig sýnd tölva við vinnu i húsakynnum IBM. Auk forstjóra IBM á Islandi, Otto A Michelsen, voru kennarar námskeiðsins Jóhann Gun- narsson, deildarstj., Jón Vignir Karlsson, deildarstj., dr. Oddur Benediktsson, fulltrúi, og Elias Daviðsson, kerfisfræðingur, sem stjórnaði námskeiðinu. Læknafélag Reykjavikur telur, að kynning þessi hafi verið mjög gagnleg fyrir lækna, og er þakk- lát IBM á Islandi fyrir að hafa boðið læknum upp á og innt af hendi merkilegt fræðslustarf. 7% hækkun Framhald af bls. 1. bæði gangandi og hjólandi. Þessvegna vantar strangara umferðareftirlit. Og þeir, sem eru i þvi starfi, eiga að fá heimild til þess m.a. að taka úr umferð þá ökumenn, sem fara á óhófíegum hraða, eða sýna gáleysi og ógæti- lega meðferð ök utækja á annan hátt. Ég tel, að það mundi reynast áhrifarikara að taka bilana af þeim 1-2 daga, sem fremja gróf brot, sé það gert strax, heldur en nokkur hundruð króna sekt. Með vinsamlegri kveðju. Daniel S. Palsson. OpÍð bréf Fra mhald af bls. 8. en 1. marz 1973, eða eftir eitt ár. Þá kemur 7% hækkun. Samk- væmt samanburði, sem Kjaradómur hefur sjáífur látið gera, liggja laun opinberra starfsmanna að meðaltali meira en 14% undir launum annarra launþega en að dómi meirihluta Kjaradóms, þolir þjóðarhagur ekki, að hið opinbera greiði opin- berum starfsmönnum réttmæt laun, og svo til ekkert fyrr en eftir eitt ár. Heildarniðurstaða sam- kvæmt dómnum, er of litið of seint. Næst komandi laugardag verður haldinn sameiginlegur fundur stjórnar BSRB og kjara- ráðs og fulltrúa frá hinum 28 bandalagsfélogum. Sá fundur mun ræða dómsniðurstöðuna og afstöðu samtakanna til dómsins. — Hvað eru það margir, Kristján, sem fá minna en 18.018 krónur i laun, og sem hækkunin nær til? — Að minum dómi þá eru það 50 — 100 manns af 6000 — 7000 manns, sem vinna hjá rikinu, sem fá hækkinuna núna. Veiði - Tilboð óskast i stangaveiði á vatnasvæði Varmár og Þorleifslækjar. Bjóða skal i veiðina, i fyrsta lagi: Allt veiðitimabilið 1972, i öðru lagi: 1 veiði á einstökum hlutum árinnar. Réttur áskilinn að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Tilboðum sé skilað til formanns félagsins Þorláks Kolbeinssonar, Þurá, ölfusi, fyrir 20. marz n.k. Nánari upplýsingar hjá for- manni. Simi um Hveragerði. Ford býður betur FORD ER LAUSNIN- viljir þú fá það bezta á sanngjömu verði. FORD býður einnig traktora I fleiri stærðarflokkum en nokkur annar. Felið FORD allt, sem þér þurfið að moka, draga, grafa, slá, og snúa. FORD hefur fullkomnasta tækni- útbúnað, sem völ er á. Gæðin tryggja lágan viðhaldskostnað og hátt endursöluverð. Þeir, sem kaupa FORD traktor njóta forréttinda. PANTIÐ FORD TRAKTOR FYRIR 20. MARZ ÞORHF &OT<l REYKJAVIK SKOLAVORÐUSTIG 25 TRAKTORAR V1D5RÞUJUR í miMu útrv«li Viðartegundir: EIK — ÁLAAUR RAAAIN —FURA —VALHNOTA TEAK — ASKUR — CAVIANA — TAAAO— KEYAKI — CAVIANA CEDRUS — BRENNI — PALISAND- ER — KOTO — og fleira. HARDVIDUR og SPÖNN, ýmsar tegundir. PLASTPLOTUR, ýmsir litir. PLASTHÚDADAR SPÓNAPLÖTUR SPONLAGDAR SPONAPLOTUR í BRENNI — EIK — TEAK — ÁLAAUR HarÖviörtfsolon sf. Þórsgötu 14 — Símar 11931 og 13670 Fyrirlestur fellur niður Bókmenntafyrirlestur Guðmund- ar G. Hagalin í Háskóla tslands, fellur niður á morgun, vegna veikinda fyrirlesarans. Oræðnm laudið grcymuni fé IBÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Gamlar góóar bækur fyrir gamlar góóar krónur BÖKA MARKAÐURINN SILLA OG VALDA- HÚSINU ÁLFHEIMUM Fulltrúastarf Opinber stofnun óskar að ráða ungan mann til starfa að sjálfstæðum reiknings- legum verkefnum. Nauðsynlegt er að við- komandi hafi próf i viðskiptafræði eða staðgóða verzlunarmenntun. Þeir sem vildu kynna sér umrætt starf leggi vinsamlega nöfn sin, ásamt upp- lýsingum um náms- og starfsferil, til af- greiðslu blaðsins fyrir 25. marz, merkt „Fulltrúastarf 1231". Auglýsingastofa Timans er i Bankastræti 7 simar 19523 — 18300.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.