Tíminn - 09.03.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.03.1972, Blaðsíða 2
TIMlINfN Fimmtudagur 9.marz 1972. 77/ skemmiunar Gylfi Þ. Glslason, formaöur Alþýöuflokksins komst heldur betur upp á milli tekjulausra hjóna I breytingatillögu, er hann hefur flutt við frum- varpiö um breytingu á tekju- skatti og eignaskatti. Fer tillagan I heild hér á eftir með innskotsskýringum Tfmans I svigum: „Rikisstjórnin skal halda áfram athugun á skattkerfinu og leggja niðurstööur þeirrar athugunar fyrir næsta Alþingi. t þvi sambandi skai athugaö sérstaklega, aö hvorf hjóna um sig verði sérstakur skatt- greiðandi, þannig að vinni annað hjóna utan heimilis, skuli sá aðili greiöa tekjuskatt af þeim tekjum, sem hann vinnur fyrir, vinni hvorugur aðili utan heimilis, skuli þeim, sem engar tekjur hefur, reikn- aður til tekna hluti af tekjum hins (sem engar tekjur hefur), þó aldrei hærri fjárhæð en helminguraf tekjum hans (þ.e. þess sem engar tekjur hefur, en skv. niðurlagi tillögunnar hefur hvorugt hjóna neinar tekjur en samt skal annað þeirra hjóna, sem engar tek- jur hefur, greiða skatta af tek- jum maka, sem engar tekjur hefur heldur!)" Þetta mun verða lang skemmtilegasta breytinga- tillaga stjórnarandstöðunnar við skattafrumvörp rfkis stjórnarinnar, en af þessum tillöguflutningi sézt glöggt af hvillkri djúphygli afstaða stjórnarandstöðunnar til skattabreytinganna er grund- völluð. Lækka — hækka — hækka Stjórnarandstaðan hefur deilt hart á skattabreytingar rikisstjórnarinnar fyrir það, sem hún kallar skerðingu á sjálfsforræbi sveitarfélaga. Jafnframt leggja þeir áherzlu á, að þeir vilji létta skattbyrði þorra gjaldenda verulega frá þvi sem rlkisstjórnin leggur til. Þeir segja sem sagt I einu orðinu, ab skattfrumvörpin taki of mikið af tekjum ein- staklinga, en i hinu orðinu að sveitarfélögin verði aö fá verulega rýmri hendur um álagningu útsvara og þar með að taka meira af tekjum einstakllnga i gjöld til hins opinbera en rlkisstjórnin leggur til. Þannig vill borgar- stjórinn I Reykjavlk og sveitarstjórinn I Garðahreppi, sem báðir eiga sæti á þingi, ganga lengra I skattheimtunni á hendur einstaklingum en rikisstjórnin leggur til, en segja samt að skattbyrðin sé of þung. Ef samtfmis á að létta sköttum til rfkisins af ein- staklingunum og auka skatta af einstaklingum til sveitar- félaga þýðir það ekki að gjaldabyrðinni sé létt af ein- staklingunum, þvi þær skatt- tekjur, sem rikissjóður léti þannig af hendi, yrði að afla með öðrum hætti til þeirra útgjalda fjárlaga, sem st- jórnarandstaðan stóft að að samþykkja, og vildi raunar ganga 500 milrjónum krónum lengra I útgjaldaaukningu rikissjóðs en rikisstjórnin! Þannig er samræmið i málflutningnum. — TK Bréfkorn til utanríkisráðherra ,,Hinn óttalegi leyndardómur," hét mjög frægur reifari, er lesinn var upp til agna á fyrri hluta þessarar aldar og þótti spennandi og góð dægradvöl. Nú er annar óttalegur leyndardómur á ferð- inni, sem þjóðin fær engar fregnir áf. Hvernig er þessi frægi land- helgissamningur, sem við- reisnarstjórnin gerði við Breta og Þjóðverja 1961? Það er ósk þjóðarinnar, að þessi frægi leynisamningur fái að sjá dagsins ljós. Blöðin eru það nauða ómerkileg dag hvern, að það myndi hressa þau mikið, ef þetta fræga plagg yrði birt þjóðinni samtimis i öllum dagblöðunum. Þar sem landhelgismálið er nú i brennipunkti og á hvers manns vörum, er ekki ósanngjarnt, að þjóðin fái sögu þessa máls, sem hefst með samningunum frá 1961. Hér með er skorað á hæstvirtan utanrikisráðherra að birta þenn- an samning nú þegar, þar sem þetta er millirikjasamningur, sem á eftir að verða mjög til umræðu á næstu mánuðum. Hjálmtýr Pétursson. Og hér kemur bréf, sem talfð er skrifað að gefnu tilefni hér I þáttunum: ÖNNUR SPÍTALASAGA. „Sjúklingur" skrifar „Timan- um" nokkur orð um vist sina á Landsspitalanum, nýlega. Hann kvartar undan slæmu fæði á sjúkrahúsinu. „Jafnvel hafra- grauturinn var kekkjóttur" segir hann. Mér er spurn: Var ekki ein- faldast að leifa bara „kekk- junum" og biðja um Ofurlitla áböt? Ég hefi tvisvar verið sjúklingur á sama sjúkrahúsi. Raunar er ég hvorki ger, eða matvandur, enda likaði mér fæðið prýðilega,svo og allur annar aðbúnaður. Annars gat það komið fyrir að ofurlltið ástarbragð væri að vellingnum, en að kvarta undan slikum smá- munum er hreinasta hótfyndni. Nýlega var ég sjúklingur um tima á Borgarspitalanum, A deild 7 herb. 703. Þaðan hef ég sömu sögu að ségja. Fæðið var óaðfinn- anlegt aö öllu leyti, hjúkrun og aðbúnaður allur eins og bezt verður ákosið. Mín reynsla er sú. að starfsliðið á þessum sjúkra- húsum sé i öllum greinum ágætis fólk, boðið og búið til að gera sjuklingunum til hæfis og vistina sem bezta og ánægjulegasta. Þó er þetta ekki alltaf auðvelt, þvi margur sjúklingurinn er keip- óttur, efiður og ódæll. Það er mesti misskilningur að sjúkrahusin eigi að vera nokkurs konar „Grand Hóíel',' þar sem hægt er að heimta allt tillitslaust eftir duttlungum hvers og eins. Að lokum bendi ég bréfritara á þá sjálfsögðu háttvisi, að honum var skylt að bera fram kvartanir sinar við yfirlækni deildarinnar áður en hann hljóp með ávirðingar sinar i dagblöðin. AnnarSjúklingur 'VARA- JHLUTIR I ]'"' r r gfagg FYRIR BIFREIÐAR FRÁ ÆC. SMURMÆLAR — AMPERMÆLAR — HITAMÆLAR PÓSTSENDUM i I I I I Ármúla 3 Sími 38900 <4D^ BILABUÐIN ¦p^v 1 rCHEVROLET á ¦k^Ji i Gamla krónan í fullu verógildi Xfb @ BOKA MARKAÐURINN * ST V*. SILLA OG VALDA- £g sfjj^ HÚSINU ÁLFHEIMUM Skrifstofustúlka óskast Trésmiðafélag Reykjavikur óskar að ráða skrifstofustúlku allan daginn. Góð vél- ritunarkunnátta áskilin. Nánari upp- lýsingar á skrifstofu félagsins að Laufás- vegi 8 kl. 10-12 og 15,30-18. Aðalfundur byggingasamvinnufélags starfsmanna rikisstofnana verður haldinn i skrifstofu félagsins Hverfisgötu 39, fimmtudaginn 16. marz n.k. og hefst kl. 5 s.d. DAGSKRÁ: venjuleg aðalfundarstörf. FÉLAGSSTJÓRNIN KARLMENN VANTAR i fiskaðgerð. Unnið eftir bónuskerfi. FISKIÐJAN H.F., Vestmannaeyjum, Simar 98-2042 og 98-2043. STARFSMANNAFÉLAG RIKISSTOFNANA AÐALFUNDUR félagsins 1972 fer fram fimmtudaginn 13. april að hótel Esju i Reykjavik og hefst kl. 20.00. Arbæ j arprestakall Aðalsafnaðarfundur verður haldinn sunnudaginn 12. marz i Ár- bæjarskóla eftir messu, er hefst kl. 2 e.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagðar fram teikningar að fyrir- huguðu safnaðarheimili og kirkju. SÓKNARNEFND. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf félagslögum 2. önnur mál. samkvæmt Tillögur um stjórnarmenn þurfa að hafa borizt kjörstjórn fyrir 19. marz. Stjórn SFR WIPAC HLEÐSLUTÆKI er handhægt að hafa f bflskúrnnm eða verkfæra- geymslunni, til viðhalds rafgeyminum. S/Uy C I LL Armúla 7 - Sími 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.