Tíminn - 09.03.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.03.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Fimmtudagur 9. marz 1972. Opið bréf til alþingismanna vegna ört vaxandi umferðarslysa t ályktun Umferðarráðs 27-10 1971, um ráðstafanir til aukins umferðaröryggis, segir m.a.: Umferðarráð vekur athygli á þvi, að sam- kvæmt tölufræðilegum skýrslum, sem fyrir liggja hefur tala umferðarslysa farið hækkandi að undan- förnu. Til að stööva þá þróun telur ráöið nauösynlegt, að hafizt veröi nú þegar handa um samræmdar ráöstafanir, sem liklegt má telja að gætu stuðlað að auknu umferöar- öryggi i Iandinu og fækkað umferðarslysum... Þetta er nú álit þeirra manna, sem haröast gengu fram i þvi á sinum tima, að telja almenningi trú um það, að ef hér yrði upp tekin hægri umferð, mundi umferðar- slysum fækka, umferöarör- yggið aukast á allan hátt, og siðastenekki sizt, hér myndi skapast varanleg umferðar- menning. Og eftirtektar- verðast var það, aö þeir, sem 500|_Fjöldi slysa héldu þessu fram þá, voru kallaðir umferðarmálasér- fræðingar. 1 þessum tölufræðilegum skýrslum, sem Umferðarráð vitnar til (þ.e. Skýrsla um ' umferðarslys 1969-1970 unnin af Hagverk H/F og gefin út af Umferöarráöi eru ýmis umhugsunarverö atriði. Þar kemur m.a. fram, að það eru yngstu ókumennirnir, sem eiga fyrstu aðild að lang- flestum umferðarslysum, og leyfi ég mér að birta eftirfar- andi upplýsingar, til þess að allir komist að hinu sanna i þvi máli. 1 kaflanum: Aldurs- dreifing þeirra, er fyrsta hlut áttu að umferöarslysi 1969 og 1970 kemur fram að: 1969 eru 275 17 ára ökumenn. 1969 eru 470 18 ára ökumenn. 1969 eru 393 19 ára ókumenn. 1969 eru 329 20 ára ökumenn. 1969 eru 283 21 árs ökumenn. 1970 eru 487 17 ára ökumenn. 1970 eru 495 18 ára ökumenn. 1970 eru 366 21 árs ökumenn. 1970 eru 465 19 ára ökumenr 1970 eru 403 20 ára ökumenn. 1970 eru 366 21 árs ökumenn. Samtals 1969 1750 (17-21 árs) 1970 2216(17-21 árs.) Aukning 466. Það skal tekið fram, að þessar tölur eru fyrir allt landið. t 27 gr. umferðarlaganna segir, að ökuskirteini séu tvennskonar, bráðabirgða skirteini og fullnaðarskir- teini. Bráðabirgðaskirteini er gefið út til byrjanda og gildir í eitt ár frá útgáfudegi. Fullnaðarskirteini gildir i 10 ár frá útgáfudegi. Auk þess er skilyröi, að umsækjandi sé fullra 17 ára. Þessu veröur Alþingi að breyta nú þegar. Það sér hver maður, að það nær ekki nokkurri átt, að unglingar 17- 21 árs séu valdir af 2216 um- ferðarslysum á ári, eins og tólur sýna að gerzt hafi á ár inu 1970, og fjölgað um 466 frá árinu áður, og siðan aí) öllum likindum enn meir 1971. I fyrsta lagi verður að telj- ast mjög vafasamt, að unglingar eigi að fá ökuskir- teinið strax 17 ára, i öðru lagi er alveg fráleitt, aö 18 ára unglingar fái skirteini til 10 ára. Hafa kannski ekkert ekið á þessu eina ári, og þvi engan veginn færir um að fara með hættuleg ökutæki svo sem bíla. Braðabirgða-skirteini eiga byrjendur ekki að fá nema til eins árs i senn a.m.k. fyrstu þrjú árin. Og sizt af öllu eiga þeir að vera rétthærri en at- vinnu menn, sem eru akandi alla dagii,þeir verða lögum samkvæmt að endurnýja sin skirteini á 5 ára fresti. I þriðja lagi verður svo alveg skil yrðislaust að þyngja öku- prófið og gera ökukennurum 10.1 Aldursdreifing þeirra, sem fyrsta hluta áttu að umferðarslysi 1969 og '70 " Ökumenn á vélknúnum ökutækjum" LANDIÐ ALLT árið 1969 árið 1970 Aldur N0RSKIR BÆNDUR ANNAST 73% LANDBÚNAÐARTILRAUNANNA SJÁLFIR skylt að láta nemendur hafa meiri og fjölbreyttari æfing- aakstur en nú er gert, áður en þeir ganga undir próf. Annað mjög umhugsunar- vert atriði kemur fram i fyrrnefndri slysaskýrslu, það er, að umferðarslysum fjölga úr 4883 á árinu 1969 f 5689 á árinu 1970, eða um 16.<%, en fjöldi umferðar- slysa með dauða eða meiðsl- um sem afleiðingu, eykst á sama tima um 22,5% úr 579 i 709. Og tala þeirra.er slasazt eykst úr 748 1969 i 931 1970. Það er ekkinægt að sjá, að þó skipun Umferðarráðs hafi verið lögfest á Alþingi, og fyrsta fjárveiting til þess, 4 1/2 milj, króna árið 1970 til aö vinna gegn umferðarslys- um hafi borið mikinn árang- ur. Og þessi óheillaþróun virð ist enn hafa farið stórvax- andi á árinu 1971 og að slys- um hafi þá fjölgað mikið. A.m.k. I iggur það ljóst fyrir samkv. skýrslum lögregl- unnar i Reykjavik, að þar urðu fleiri slys á þvi ári en nokkru sinni fyrr o'g leyfi ég mér einnig að birta tölur þaðan, og þær yfir árin 1967- 1971 en þær tölur sýna samanlagðan f jölda fólks, er verður fyrir meiðslum hvert ár: 1967 1968 1969 1970 1971 277 324 364 406 612 Athugun hefur leitt i ljós, að fjöldi slasaðra i Reykja- vik er tæpur helmingur mið- að við allt landið. Það má þvi telja vist, að ekki færri en 1200-1300 manns hafi orðið fyrir umferðarslysum á sið- asta ári, 24 látið lifið, og hver veit hvað margir verða ör kumla alla sina æfi. Það hljóta allir að sjá, að hér er um svo mikinn þjóðar- voða að ræða, að það verði að griþa til raunhæfra Aðgerða, og ég tel að þið, háttvirtir al- þingismenn, megið ekki láta þetta afskiptalaust. Flestum ber saman um. að hin geigvænlega aukning umferðarslysa siðustu árin , stafi að mjög verulegu leyti af of hröðum og ógætilegum akstri, og vist er það, að höfuðorsökin er sú, að fólk fer ógætilega, ekki aðeins ökumenn. heldur. og ekki siður, aðrir vegfarendur, Framhald á bls. 15 Búnaðarþing það, sem háö var i fyrra, markaði að ýmsu leyti stefnuskil, og bunaðarþing þaö, sem nú stendur, virðist ætla að skýra þá leið betur og fjalla um ýmis mál með lengra mið fyrir augum en oftast áður. Fyrir rúm um áratug virtist mér búnaðarþing nokkuð smámunalegt og snúast um of um staðbundin eða stundlega smámál, en ekki kosta kapps að ræða og álykta um framtiðarmál landbúnaðarins og sveita- menningarinnar i stærra samhengi eða af langsýni. A þessu hefur þó orðið veruleg breyting smátt og smátt siðasta áratug, og i fyrra virtist mér verulegum áfanga náð i viðhorfi og starfsháttum þingsins. Þá var lögð áherzla á að taka á meginmálum, og til að mynda efnt til endurskoðunar á ýmsum helztu lagabálkum, er landbúnað varða. Þá var einnig mörkuö sú stefna að þar sem keppt verði að þvi marki, að langflestir bændur hafi staðgóða búnaðarmenntun, er sé raunhæf og timabær. Halldór E. Sigurðsson land- búnaðarráðherra ræddi um það i ávarpi sínu til búnaðarþings núna, að hann vildi stuðla að úrslitaátaki þess að gera Hvanneyri að miðstöð islenzkra búvisinda, þar sem væri fullgildur búnaðarháskóli, og þangað flyttist einnig verulegur hluti rannsókna- og visindastarfs i þágu landbúnaðarins. Ýmsir hafa á það bent, að hag- kvæmara mundi að hafa visinda- starfið og háskólanámið i eða við Reykjavik i fyllri tengslum við allsherjarháskóla og aðrar aðal- stöðvar visindastarfs. Þetta á sér ef til vill nokkur rök, en unnt ætti að vera að koma þessum tengslum við, þótt visindamiðstöð land- búnaöarins væri raunverulega á Hvanneyri. Landbúnaðarráðherra sagði, að teldi þjóðin sig ekki geta stigið slikt skref til eflingar byggðajafnvægis, stæðum við mjög höllum fæti i allri þeirri nauðsyn- legu baráttu. Þessi orð eru réttmæt og sýna, að ekki má einvörðungu horfa á tölulega eða verklega hag- kvæmni i þessum málum. Þar kemur márgt fleira til.- Nú er talað um búnaðarsköla á Suðurlandi og jafnvel á Austur- landi lika. Auðvitað eru það nauð- synlegar stofnanir i hverjum landsfjórðungi, en verkaskiptingu verður að hafa, og bændaskólarnir að sinha i stórauknum mæli endur- menntun bændastéttarinnar í sarri- ræmi við þarfir nýs tima. Verða vafalaust að koma til mikil og margvisleg námskeið, sem bænd- um — einnig einyrkjum — verði gert fært að sækja. Við eyðum miklu fé i tilrauna- og rannsóknarstarf i þágu land- búnaðar, en þurfum að verja miklu meira. Tilraunastarfið, og leið- beiningaþjónustan i tengslum við það þarf að stóraukast. Ýmsir telja ef til vill, að meginhluti til- rauna og rannsóknarstarfs i þágu landbúnaðár verði að fara fram á sérstökum tilraunastöðum og slikt er ærið kostnaðarsamt. En þetta er engan veginn rett og ætti að geta breyzt mjög með vaxandi búnaðarmenntun bænda. Mér þótti fróðlegt að sjá það ný- lega i fréttabréfi norsku bænda- samtakanna, að þar i landi annast um þrjú þúsund bændur margs konar tiiraunir i landbúnaði fyrir rannsóknarstóðvarnar og undir leiðsögn og eftirliti þeirra, og þessar tilraunir i höndum bænd- anna sjálfra eru hvorki meira né minna en 73% allra tilrauna i land- búnaði af opinberri hálfu úti i héruðum landsins. Landinu hefur verið skipt i rannsóknarhverfi, þar sem tilraunum er stjórnað frá til- raunastöð, en minnstur hluti þeirra fer þar fram. Þar er aðalstarfið yfirsýn, ákvöröun. stjórn og leið- beining. í þessu norska fréttabréfi bænda er talið, aö þetta hafi gefið og gefi æ betri raun, og haldið sé sifellt lengra á þeirri braut, að bændur annist tilraunir sjálfir. Þetta sé ekki aðeins sparnaður á rann- sóknarfé, heldur beinlinis likegra til hagnýts árangurs. auk þess sem það tryggi miklu betur, að niður- stöður komi að gagni i búskapnum sjálfum. Þetta sé lika I raun og veru verklegt nám bænda i búfræði. Þessa leið hljóta islenzkir bændur lika að fara i vaxandi mæli, enda er þessum ráöum þegar að nokkru beitt. — AK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.