Tíminn - 29.03.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.03.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 29. marz 1972. TÍMINN 7 Fri í Sviss Keisarar og kóngar, kvik- myndastjörnur og annað fyrir ■ fólk gerir mikið af þvi að bregða sértil Sviss yfir veturinn og stunda þar skiðaiþróttina. Mætti helzt ætla, að allt þetta fólk væri einstakt iþróttafólk, en stundum lætur maður sér detta i hug, að það fari til Sviss allt eins mikið til þess að klæðast þar finum og flottum skiðafatnaði, eins og að renna sér þar á skiðum. Hérna hvila keisara- hjónin i tran sig á fjallabrún i St. Moritz, en þar hafa þau verið i vetur eins og venjulega og skemmtsér á skiðum. Þetta eru sem sagt Farah Diba og maður hennar, transkeisari. Kvöldstund með Nixon Ádeiluleikrit bandariska rit- höfundarins, Gore Vidals, „Kvöld með Richard Nixon* hefur komið af stað miklu fjaðrafoki i Hvita húsinu, þar sem allt er nú gert til að sýna aðeins beztu hliðar Bandarikja- forsetans, þar sem stutt er til næstu forsetakosninga. Athyglin, sem leikritið hefur vakið, hefur orðið til þess, að leikstjórinn, sem setur leikritið á svið, Hillard Elkins, hefur á hverjum morgni látið rannsaka mjög nákvæmlega, hvort um nóttina hafi ef til vill verið komið fyrir leynilegum hátölur- um, eða upptökutækjum i skrif- stofu hans. — Það er leiðinlegt, segir hann, að þurfa að standa i þessu, en svona er nú einu sinni lifið, hér i Bandarikjunum. Veikur hlekkur í öryggis- eftirlitinu Þegar Edward Heath, forsætis- ráðherra.varð fyrir þvi i Briissel nú nýlega, að stúlka nokkur kastaði i hann rauðri malningu, kom i ljós, að ekki var öryggis forsætisráðherrans nægilega vel gætt. Var þá ákveðið, að hvenær svo sem hann, eða reyndaraðrir forsætisráðherrar færu i ferðalag, skyldu þeir hafa með sér sjúkrakassa, sem i væri m.a. móteitur gegn saltsýru og öðrum álika eiturefnum. Hellti heitu vatni yfir konuna Ung kona var flutt i sjúkrahús i Tehran nýlega. Hafði hún mikil brunasár á höfðinu. Eftir að hafa fengið leyfi eiginmanns sins hafði konan brugðið sér i veizlu. Hún kom klukkutima of seint heim úr veizlunni, og beið eiginmaðurinn þá með fullan ketil af sjóðandi vatni og hellti úr honum yfir höfuð hennar. — Hann er mjög þunglyndur og fullur afbrýðisemi, sagði unga konan um mann sinn. Meö heklaða húfu Hverjum gæti dottið i hug, að forsætisráðherrafrú gæti iátið sjá sig við opinbert tækifæri með heklaða húfu á höfðinu, já og meira að segja húfu, sem hún hefði heklað sjálf. Það hefur Helle Virkner Krag gert, og vakti þetta svomikla athygli, að dönsku blöðin birtu af henni mynd með húfuna. 1 mynda- textanum stóð, að Helle Virkner Krag væri einstakiega blátt afram og skemmtileg man- neskja, og voru allir stoltir af húfunni hennar, sem fór henni greinilega mjög vel. Þakiö hrundi — fólkið dó Sex manna fjölskylda lét lifið i litlu þorpi i nánd við Ardakan Fars i Iran, þegar þakið a héwi fjölskyldunnar hrundi allt i einu. Húsbóndinn, Mirza Mohammad Mohamadi, sextiu ára, kona hans og fjögur börn þeirra voru öll i fasta svefni , þegar þak hússins hrundi allt i einu fyrir fjölskylduna og lét hún samstundis lifið. Astæðan fyrir þvi að þakið hrundi varsú, að nokkuð mikil snjókoma hafði verið að undanförnu, og þakið ekki nægilega sterkt. — Þau sátu á bekk, svolitið feimin og næstum ókunnug hvoru öðru. Loks kom hann sér að þvi að kynn a sig. — Ég heiti Pétur, en ég er nú eng- inn postuli fyrir það, segir hann. — Ja, ég veit eiginlega ekki, hvað ég á að segja, sagði hún og roðn- aði fallega. — Ég heiti nefnilega Maria. Fyrir nokkrum árum hefði konu varla dottið i hug, að biðja um plastpoka til að halda hárinu þurru, meðan hún gengi heim i rigningunni. En frúin, sem fór heim úr spilapártýinu um daginn, hikaði ekki. Hún bað húsmóöur- ina um plastpoka, fékk hann, tók af sér hárið og stakk þvi ofan i og gekk svo heim, i rigningunni. Þegar skriftin min fór loks að verða læsileg á siðustu skólaárum minum, kom i ljós, að ég kunni ekki að stafa. Litill bær er staður, þar sem mað- ur þarf ekki að útskýra, hvers vegna maður er með glóðarauga — allir vita það. — Hvað gerði Faraó við Jósef? spurði kennarinn — Hann setti hann upp á húsþak, svaraði Kalli. — Nú, stendur það i bibliusögun- um þinum? — Já, það stendur, að Faraó hafi sett Iiann yfir allt húsið sitt. — Afi, hvað gerir jólasveinninn, þegar hann er ekki jólasveinn? — Ég veit það ekki vinur minn, nema hann sé þá prentvillupúki. — Þú skalt ekki tala við mig um sjóslys og þykjast vita meira en ég. Ég, sem hef tvisvar verið til sjós, þegar skipið fjórst með manni og mús. Jafnvel þótt það sé eitthvað, sem okkur langar ekki i, þá gremst okkur, þegar hinir eignast það. — Bæöi bankastjóri og læknir hafa beðiö min, sagði Sigga sæta. — Ég veit bara ekki, hvorn ég á aö velja. — Það er erfitt, sagði vinkonan — Peningana eða lifiö. DENNI DÆAAALAUSI Hann Wilson var aö segja mér frá strák, sem hljóp að heiman, og fór i sirkus.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.