Tíminn - 29.03.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.03.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miövikudagur 29. inarz 1972 Nýtt raðhúsahverfi á Hofstaðahæð í Garðahreppi SJ-Reykjavik t vor hefjast framkvæmdir við byggingu nýs raðhúsahverfis i Garðahreppi, nánar tiltekið i norðanverðri Hofstaðhæð austan Silfurtúns. A svæðinu, sem er um 14 ha, verða 150-160 ibúðir i rað- eða keðjuhúsum i tveim stærðum, en auk þeirra 6 fjölbýlishús mis- stór með 180-200 ibúðum, verzlun og dagheimli fyrir börn. Hluta- félagið Ibúðaval byggir ibúðar- hús þessi og sér jafnframt um alla gatnagerð innan hverfisins. Þó nokkrir tugir manna munu vinna þarna i sumar. Sigurður Pálsson byggingameistari, fram- kvæmdastjóri íbúðavals sagði á blaðamannalundi, sem Ölafur G. Einarsson sveitarstjóri Garða- hrepps efndi til, að hann teldi þennan byggingarmáta hag- kvæman. Hann bjóst við að hverfið yrði fullbyggt eftir 7-8 ár. Menn eru þegar farnir að fala hús þessi, en fyrstu 20 keðjuhúsin verða vænlanlega afhent á tima- bilinu október til desemberloka 1972. Sigurður Pálsson byggði á sinum tima háhýsin við Austur- brún 2 og 4. Keðjuhúsin i Hofsstaðahæð verða seld frágengin að utan, einangruð og með hitalögn. Götur verða lagðar oliumöl og einnig bilastæði inn að bilskúrsdyrum. Þá er i ráöi að hafa eitt sjónvarps- og útvarpsloftnet fyrir allt hverfið, um 350 ibúðir. Slikt loft- net er töluvert miklu dýrara, en að hafa fleiri loftnet, sem hins- vegar eru ekki nein bæjarprýði. Kerfi þessu fylgja að sögn einnig þeir kostir, að móttaka er betri: viðhaldskostnaður nánast eng- inn: nota má myndsegulband, þ.e.a.s. vera með eigin dagskrá: og hægt er að setja upp sterkari magnara fyrir allt hverfið og ná ýmsum stöðvum, sem hafa veika útsendingu, t.d. yrði hægt að ná útsendingum frá væntanlegum gervihnöttum. A þessu ári verða væntanlega byggðar 20 ibúðir i keðjuhúsum, og siðan jafnmargar næstu ár. Stefnt er að þvi, að fyrsta sam- búlishúsið verði reist á næsta ári. Frá þvi byggð tók að þéttast i Garðahreppi fyrir 10-15 árum hafa nær eingöngu verið byggð þar einbýlishús. Nú gætir þar hinsvegar eftirspurnar eftir annarskonar húsnæði og minna. Stærri keðjuhúsin, sem Ibúða- val byggir, verða 206 fermetrar að stærð þar af 67 fermetra kjallari með rými fyrir bilskúr, bátageymslu, tómstundaher- bergi, vinnupláss o.sv.frv., þau minni verða 190 fermetrar meö jafnstórum kjallara. Arkitektarnir Ormar Þór Guö- mundsson og örnólfur Hall hafa teknaö þetta nýja hverfi og húsin. SENN HEFST BYGG 00 0 Likan af keöjuhúsunum, sem reisa á i Garöahreppi. (Timamynd GE) ÞÉTTBÝLISHROSSIN VALDA OFBE/T Á MOSFELLSHEIDI Fimmtudaginn 16. marz siðast- liðinn komu saman til fundar að Hlégaröi i Mosfellssveit, sveitar- stjórnarmenn hreppanna austan og vestan Mosfells- og Hellisheið- ar. Oddviti Mosfellshrepps, Jón M. Guömundsson, setti fundinn og stjórnaöi honum. Frummælandi fundarins var Karl Þorláksson, bóndi aö Hrauni, ölfushreppi. Fjallaöi erindi hans um ofbeit og ágang búfénaðar á afréttarlandi Mosfellsheiðar. Einkum lagöi hann áherzlu á þaö, að mikil fjölgun hrossa i afréttinum væri ef til vill megin orsök þess, hvernig komið er og ef til vill væri einasta ráðið, að takmarka eða banna með öllu lausagöngu hrossa á þessum svæðum. Þá kom einnig fram i ræöu Karls, að mikill meiri hluti þessara hrossa, sem þarna gengju, væri eign manna af þéttbýlissvæðunum, sem engin jarðarafnot heföu. Þá las oddviti Mosfellshrepps upp bréf frá Sambandi islenzkra sveitarfélaga, þar sem fjallað er um erindi Landnýtingar- og land- græðslunefndar, um gróöur- verndar-mál. Miklar og fjörugar umræður urðu um þessi mál. Þriggja manna nefnd var skipuð, til að gera ákveðnar tillögur og aðgerðir i þessu veigamikla máli. Þessir menn voru skipaðir i nefndina: Þorlákur Kolbeinsson Þurá i Ölfusi, Ársæll Hannesson, odd- viti, Stóra Hálsi, Grafningi. Haukur Nielsson, Helgafelli, Mosfellssveit. Sérlega tilnefndur nefndinni til samstarfs og ráðuneytis var skip- aður Pétur Hjálmsson héraðs- ráðunautur. ING IÞR0TTAHUSS í GARÐAHREPPI Reiðskóli og hestaferðir í Vestra - Geldingaholti SJ-Reykjavik. 1 næsta mánuði hefst bygging i- þróttahúss i Garðahreppi og mun það risa við Asgarð, sunnan Vifilsstaöavegar og neðan barna- skólans. Gert er ráö fyrir.að húsiö verði tekið i notkun i árslok 1973. Grunnflötur hússins er tæplega 1000 m4 tþróttasalnum 18x33 m verður hægt að skipta i þrjár einingar. Þá er 160 nTleiksalur i húsinu, fundarherbergi, gufubað, geymsla fyrir útiáhöld en iþrótta- svæði er viö húsdyrnar. Aætlað er að húsið kosti 38,5 milljónir króna. Manfreð Vilhjálmsson teiknaði iþróttahúsið. Bygging gagnfræðaskólans hefst væntanlega árið 1974. Leikskóli Leikskóli tók til starfa i Garða- hreppi i marz og er Sigurlaug Gisladóttir, forstöðukona hans. Skólinn er til húsa i gæzluskýlinu i Silfurtúni, sem hefur verið stækkað. Öllum umsóknum^sem bárustum vist i leikskólanum var sinnt, og eru þar nú um 35 börn. Hitaveita Viðræður standa nú yfir við borgaryfirvöld Reykjavikur um möguleika á hitaveitu fyrir Garðahrepp. Þessar viðræður tengjast viðræðum Kópavogs- kaupstaðar og þó einkum Hafnar- fjarðarbæjar um sama mál. Góðar horfur eru á, að sam- ningur verði gerður þess efnis, að Hitaveita Reykjavikur taki að ser rekstur hitaveitu i Garðahreppi og myndu þá framkvæmdir væntanlega hefjast á næsta ári. Ekki er vist að gerlegt sé eða hagkvæmt að leggja hitaveitu um öll eldri hverfi, en athugun stendur einnig yfir á þvi, hvort hagkvæmara væri að hita þau hús með rafmagni. Kaup á löndum A undanförnum árum hefur Garðahreppur keypt mikið lands- svæði bæði af rikinu og ein- staklingum. Hefur verið varið aö jafnaði 2-3 milljónum króna árlega til þessara kaupa. Nú um áramótin var gengið frá kaupum á landi jarðarinnar Sól- bakka. Er þar um að ræða allt það land, sem Silfurtúnshverfiö er byggt á, landið umhverfis Sveinatungu og hrauniö sunnan við Flatirnar. Samtals eru þetta um 35 hektarar. Landið var metið samkvæmt samningi við eigendur af þremur tilkvöddum mönnum og er mats- verðið kr. 15.471.000. miðað við útborgun, en heimilt er að greiða matsverðið á 25 árum. Framhald á bls. 19 1 sumar verður reiðskóli og hestaferðir frá Vestra-Geldinga- holti i Gnúpverjahreppi, og eru þaö hjónin Rosmarie Þorleifs- dóttir og Sigfús Guðmundsson, sem standa fyrir þessari starf- semi, en þau hafa búið þarna frá 1964 og frá byrjun haft reiðskóla fyrir börn og unglinga i þröngum húsakosti. Nú er svo komið,að hjónin eru að reisa nýtt ibúðarhús, sem mun verða tilbúið i endaðan mai n.k. Húsið, sem er tvilyft steinhús ca. 220 m að grunnfleti veröur hvort tveggja i senn ibúðarhús með 10- 12 tveggja mann herbergjum fyrir gesti. Bygging hófst i april 1971 og hefur gengið alveg sam- kvæmt áætlun. Vegna byggingar- innar hefur notið aðstoðar Ferða- málasjóðs og Landsbanka Is- lands, auk venjulegrar fyri- greiöslu um ibúðarhús i sveitum. Ferðaskrifstofan Úrval mun sjá um sölu fyrir starfsemina. Starfsemin mun hefjast með 3 námskeiöum fyrir börn og unglinga á aldrinum 8-15 ára. 1. júni fyrir stúlkur, 12.júni fyrir pilta og 23. júni fyri stúlkur. Ná- mskeiðin standa i. 12 daga og verðiö er 7.800 kr. fyrir hvern þátttakanda. Einnig er fyrir- hugað aö hafa tvö námskeið frá þvi siðast i ágúst þar til um miðjan september. Kennsla fer fram i eftirfarandi atriðum: 1. Hvernig á að ná hesti, beizla, leggja á, bursta hann og kemba. 2. Hvernig farið er á og af baki og hvað hver hluti reiðtýgja heitir. 3. Fyrstu reiötimarnir fara svo fram i reiðgirðingu til að ná jafn- vægi og öryggi. 4. Siðan verður skipt i hópa eftir kunnáttu og getu hvers og eins, og þá jafnvel kennt hindrunarhlaup. 5. Námskeiðinu lýkur svo með prófi. Auk þessa ér svo fléttað ýmis- legt inni, svo sem járnun hesta undirstöðuatriði i tamningu o.fl. Bóklegt er svo um vit og skynjun hesta og helztu likamshlutir þeirra, gangtegundir o.s.frv. A kvöldin eru kvöldvökur og þá sýndar kvikmyndir, farið i leiki og sungið. Þá ber þess að geta, að fjölbreyttur búskapur er rekinn að Vestra Geldingaholti og geta börnin fylgzt með öllu sem þar fer fram. I júli og a'gúst er svo gert ráð fyrir að fjölskyldur og ein- staklingar, innlendirsem útlendir geti dvalizt á staðnum um lengri eða skemmri tima. Þar geta gestir kynnzt og fylgzt með lifi og starfi á sveitaheimili, auk þess, að geta farið i útreiðar með eða án tilsagnar. Nýja húsið i Vestra Geldingaholti er neðst til hægri á myndinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.