Tíminn - 29.03.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 29.03.1972, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 29. marz 1972 TÍMINN 17 ERj-ENDIR ÞJALFARAR TIL ÍSLANDS AAares kemur til Víkings. Önnur félög á höttum eftir erlendum þjálfurum Það eru allar lfkur á þvi, að langþráður draumur handknatt- leiksdeildar Vikings rætist nú i ár — en handknattleiksdeild Vik- ings, hcfur i mörg ár dreymt um að fá hingað til landsins erlendan þjálfara til að þjálfa meistara- flokk félagsins. begar pólski landsliðsþjálfar- inn i handknattleik, Bregula, kom hingað til landsins i stutta heim- sókn i júni 1967 — á vegum Sigurðar Jónssonar og Karls Benediktssonar, leituðu hand- knattleiksdeildir Vikings og Fram til hans og buðu honum að gerast þjálfari hjá 1. deildar- liðum félaganna, keppnistima- bilið 1967-68. Bregula tók boði félaganna, og var hann ráðinn þjálfari fyrrnefnt keppnistimabil. —Þegar hann fór svo til Póllands, var ákveðið að hann kæmi aftur til landsins i byrjun október. — Var Bregula búinn að afla sér nauðsynlegra leyfa i heimalandi sinu, en þá var SPA madurinn Spámaður Timans að þessu sinni er Stefán Traustason, yfir- verkstjóri hjá Eddunni, en hann hefur tekið þátt i getraununum fr£ ■upphafi og orðið vel ágengt, en alls hefur hann hlotið vinninga fimm sinnum. A sinum yngri árum lék Stefán knattspyrnu með KA á Akureyri og var þekktur undir nafninu „Stoffi”. Er hann fluttist til Reykjavikur gekk hann i Viking. Stefán hefur fylgzt með knattspyrnunni í Reykjavik, og má heita að það sé undantekning, ef hann vantar á leiki á Mela- vellinum og Laugardalsvellinum. c>-x í'i.Ix-U+,,« |,nnnÍK ,',f . Lelkir 8. april 1972 1 X 2 Arsenal — Wolves / Chelsea — C. Palace / Huddersfield — Ipswich X Leicester — Manch. Utd. X Manch. City — West Ham L Nott’m For. — Newcastle X Sheffield Utd. — Derby X Southampton — Everton 1 Stoke — Leeds X W.B.A. — Tottenham X Hull — Q.P.R. / Oxford — Portsmouth / það pólska Olympiunefndin sem setti strik i reikninginn á siðustu stundu. Olympiunefndin synjaði honum um leyfi til að fara úr landi, þvi að honum var ætlað stórt hlutverk i Póllandi — þjálfa landslið Pól- lands i handknattleik, körfuknatt- leik og blaki. Ekki lét handknattleiksdeild Vikings þetta á sig fá, þvi aö árið eftir bauð deildin hinum heims- fræga tékkneska handknattleiks- manni, Mares, að koma hingað og þjálfa hjá félginu. Mares hafði mikinn áhuga á að koma til íslands og þjálfa hjá Vikingi, og voru samningar vel á veg komnir. En Mares var synjað um að fara úr landi eins og Bregula árið áður. Astæðan fyrir að Mares komst ekki, var að innrásin i Tékkóslóvakiu var ný af staðin. Nú virðist hinn langþráði draumur Vikings loks vera að rætast. Ef ekkert óvænt kemur fyrir mun Mares koma til Islands og þjálfa Viking næstu tvö árin. Hann hefur verið ráðinn hjá Vikingi frá og með 1. ágúst n.k. Mares er ekki með öllu óþekktur hér. Hann hefur komið til Islands þrisvar sinnum. Hann kom hingað fyrst með Dukla Prag 1966. Siðan kom hann með tékk- neska landsliðinu 1967 og 1969. Varhann þá sagður „tekniskasti” handknattleiksmaður heims. 1 þeim fjórum landsleikjum, sem hann hefur leikið hér, hefur hann skorað 17 mörk. Þá hafa iþróttasiðunni borizt þær fréttir, að önnur félög hafi einnig áhuga á að fá erlenda þjálfara. Ef af þvi verður aö fleiri félagslið fái erlenda þjálfara verður satt að segja dálitið for- vitnilegt að fylgjast meö hvort þau lið verða i sérklassa næsta vetur. SOS Frískar stúlkur! Þær voru ekki pempiulegar stúlkurnar, sem tóku þátt i Víða- vangshlaupi tslands um síðustu helgi, og settu það ekkert fyrir sig, þótt þær yrðu að skipta um búning í snjónum, eins og sést á þessari mynd, sem Ijósm. Timans Róbert, tók. * Víðavangshlaup IR fer fram sumardaginn fyrsta Viðavangshlaup 1R fer fram i 57. sinn á sumardaginn fyrsta — 20. april nk. — og mun það hefjast eins og undanfarin ár kl. 14.00. Hlaupaleiðin veröur svipuð og áður. Hlaupið mun hefjast á vesturbakka tjarnarinnar i Hljómskálagarðinum, en i honum verða hlaupnir um 800 m,en siðan verður hlaupið suður i Vatns- mýrina, hlaupinn þar hringur og endað með að hlaupa norður gegn um Hljómskálann og norður Fri- kirkjuveginn og endað við norður horn Menntaskólans við Tjörnina. Vegalengdin, sem hlaupin verður, er um 3,3 — 3,5 km. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til þjálfara tR-inganna, Guðmundar Þórarinssonar, Baldursgötu 6, eigi siðar en að kvöldi sunnudagsins 16. april. Keppt verður um einstaklings- verðlaun karla og kvenna, en auk þess veröur keppt um bikara fyrir 3ja manna, 5 manna og 10 manna sveitir karla og 3ja manna sveit kvenna. Kristján Þórarinsson: Yfirburðasigur KR í sveitaglímunni Laugardaginn 25. þ.m. var sveitarglíma KR háð í sjöunda sinn. Þátttakendur aö þessu sinni voru sveitir Vikverja og KR. KR- ingar fóru meö sigur af hólmi og unnu þar meö bikar, sem keppt var um i þriöja sinn, en Víkverjar hafa einu sinni unnið slikan bikar til eignar. Þaö var áriö 1969. Keppninni lauk þannig, aö KR hlaut 17 1/2 stig en Vikverjar 7 1/2. Þarna voru glimdar margar góðar glimur að vanda, en eins og áður sáust einnig slæmar glimur. KR-ingar, sem að öðru leyti glima með ágætum, virðast hafa tamið sér þann leiða sið að koma á báðar hendur yfir andstæðing sinn, sem er að minu viti mjög ljótur leikur. Sama er að segja um það, aö fylgja of eftir, þannig að þótt andstæöingurinn sé komi- inn i handvörn, þá hreinlega hætta þeir ekki fyrr en þeir hafa komið honum niður, jafnvel þótt þeir verði að hrekja hann eftir glimuvelli. Stefán Traustason NEMANDI HANS A HEIMS- METIÐ í SLEGGJUKASTI Heldur fyrirlestra fyrir íslenzka frjálsíþróttamenn Vestur-Þýzki þjálfarinn Peter Tschiene frá Darmstadt kom hingað til lands i gærk- völdi, er þjálfaranámskeið FRl verður sett i Leifsbúð Loftleiða i dag (miðvikudag) ki. 2. Siðan verður æfing á Melavelli kl. 5.15 sama dag. Alla páskahelgina verður dagskrá þessa námskeiðs sem hér segir: Kl. 10,15 i Laugar- dal, æfing i Baldurshaga og einnig utanhúss fyrir hlaupara, kl. 14 verður fyrir- lestur i Leifsbúð og kl. 17.15 verður æfing á Melavelli. Tschiene er þekktur þjálfari landsliðsþjálfurum V.-Þjóð- verja. Sérsvið hans er kraft- þjálfun. Einn af nemendum hans er heimsmethafinn i sleggjukasti. Sérstök nefnd þjálfara ser um skipulag námskeiðsins, en formaður hennar er Jóhannes Sæmundsson, landsliðs- þjálfari. Auk hans eru Guð- mundur Þórarinsson og Haukur Sveinsson i nefndinni. '&'-iÍÍM':;:. Þetta er að minni hyggju laga- brot, en dómarar virðast ekki þekkja þessi lög, sem er að finna á bls. 7-8 i glimulögum. Þessi sömu lagabrot komu greinilega fram hvað eftir annað i Skjaldar- glimu Armanns, sem háð var fyrir skömmu. Glimudómarar viröast hreint ekkert hafa lært af þeim mistökum, sem þar urðu. Það er von margra, sem áhuga hafa á þessari fornu iþrótt, að harðar veröi tekið á niði og öðrum óþokkabrögðum en verið hefur. manita Hvað ætlar sjónvarpið að bíða lengi? Margt hefur verið skrifað i þetta pósthólf, og hafa spjótin aðallega beinzt að iþróttafor- ystunni i landinu, með nokkrum undantekningum þó. Ég hef ekki hugsað mér að fara að skammast út i neinn með skrifum þessum, heldur langar mig til að koma með tvær athugasemdir, og vona ég, að þær verði ekki illa upp teknar. Fyrri athugasemd min er i sambandi við þátttöku IBK 1970 i Evrópukeppninni i knattspyrnu. IBK dróst á móti hinu fræga liði Everton frá Englandi, eins og menn muna eflaust. Fyrri leikinn spiluðu þeir i Englandi og þótti hann all sögulegur, en honum lauk með sigri Everton 6-2. IBK liðinu var mikið hrósað fyrir leik þennan, og öfluðu þeir liði sinu, og isl. knattspyrnu almennt, margra struðningsmanna þar ytra. Þá kemst ég loks að efninu, i Timanum var viðtal við Pétur Guðfinnsson yfirmann sjónvarps- ins og hann m.a. spurður, hvort ekki væri hægt að ná i mynd af leik þessum og sýna hana i sjón- varpinu. Pétur sagði það hægða- leik einan, en rétt væri að biða smá tima, þar sem vara af þessu tagi hrapaði mjög fljótt i verði. Nú er mér spurn, ætlar sjónvarp- ið að biða svo lengi, að mynd þessi fáist gefins? Nú eru liðin tæp 2 ár siðan leikurinn var leik- inn, og er mér og minum likir farin að leiðast biðin. Hin athugasemdin er i sam- bandi við hvernig sjónvarpið tekur á málinu um auglýsingar á búningum félaganna. Viö sem búum úti á landsbyggðinni söknum mjög mikið að geta ekki séö áhrifamiklar glefsur úr þýöingarmiklum leikjum i Islandsm. i handknattleik. Þaö er kannski skömm að vera að þessu jarmi út i sjónvarpið, þvi að þar eru iþróttunum gerð góö skil. Ég þakka einnig Tlmanum fyrir frá- bærar Iþróttasiður. Með fyrirfram þökk, Eyjabúi. Hljóm- skála- hlaup ÍR Hljómskálahlaup IR mun fara fram i 4.sinn á þessum vetri mánudaginn 3.april — á annan i páskum — og mun hefjast eins og venjulega kl. 14.00 Þátttaka I Hljómskálahlaupum vetrarins hefur verið mjög góð og farið sifellt vaxandi, svo að þegar tekið er tilliti til þess, að þátttöku- met var sett I slðasta Breiðholts- hlaupi IR-inga og hinnar feikna- miklu þátttöku i viðavangshlaupi Islands um siðustu helgi, rhá gera ráð fyrir enn aukinni þátttöku i hlaupinu. Þvi eru nýir þátttakendur enn einu sinni minntir á að mæta timanlega til skrásetningar, og helzt eigi siðar en kl. 13.30. Það skal og tekið fram, að hlaupið er opið öllum, sem vilja reyna hæfilega á sig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.