Tíminn - 06.04.1972, Qupperneq 2

Tíminn - 06.04.1972, Qupperneq 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 6. april 1972. 1 fyrradag gaf fjármála- ráðuneytið út nýja reglugerð um innflutningsgjaid af bif- reiðum, og fclur hún I sér liækkun á gjaidinu í 25% af cif- vcrði, og hefur það i för mcð sér um 11% hækkun á útsölu- vcrði bifreiða. Hér er um fjáröflun fyrir vcgasjóð að ræða, og verður þetta fé notað til vegagerðar skv. vegaáætlun 1972. Staða vegasjóðs er mjög slæm. Búið er að eyða tekju- stofnum sjóðsins á þessu ári fyrir fram mcð lántökum, sem búið er að vinna fyrir. Verk- efnin i vegamálum blasa alls staðar við, og er fjárþörfin gifurlcg. Þessi fjáröflun mun hrökkva skammt til að mæta þeim miklu þörfum, en áætlað er að liækkun leyfisgjaldsins muni gefa Vegasjóði 100 niilljónir króna miðaö viö óbreyttan innflutning á bif- reiðum frá þvi sem verið hef- ur. ótrúlegt veröur hins vegar að telja, að innflutningur verði jafn mikill á næstu misserum og verið hefur undanfarin misseri, þvl að bflinnflutning- ur hefur verið I algjöru há- marki, og iná þvi búast við aö markaöur sé a11 mettaöur nú. Það er stefna núverandi rikisstjórnar að gera stórátak i vegamálum og að allar nýjar álögur á umfcrðina renni i Vegasjóö til aö standa undir vegaframkvæmdum og sóma- samlegu vegaviðhaldi, sem hefur vcrið svo ófullnægjandi á undanförnum árum, að til skammar verður að teljast. i rauninni hafa islendingar hagað sér mjög óskynsamlega i samgöngumálum sinum. Vegakerfið hefur verið mjög ófullkomið og vcgir viða svo illir yfirferðar, að valdið hefur stórskemmdum á farartækj- um og þau gengiö úr sér á skö- mmum tima. Á sama tima hefur verið flutt inn mikið magn nýrra og dýrra bifreiða, sem siniðaðar liafa verið með notkun á góðum og sléttum veguni i liuga. Þessar bif- reiðar höfum við svo hrist i sundur á okkar hálfófæru veg- um á skömmuni tima með ótrúlega háuni viðhalds- kostnaði. Ilér hefur þvi átt sér stað óskynsamleg sóun verð- mæta. Skynsamlegra hefði verið að tryggja þessum bif- reiðum vegi til aö aka á, áður en þær voru keyptar til lands- ins i jafn rikum mæli. Nýtum tekjur okkar skynsamlega Þeir sem aka suður til Keflavikur eða austur um Svinahraun vita gjörla, hver munur er á að aka á vegum mcð varanlegu slitlagi. Rann- sóknir sýna glöggt, hve gifur- legur sparnaöur það er I rekstri og viöhaldi bifreiðar að aka á slikum vegum miðað við malarvegi, hvað þá „þvottabrettin”, sem algeng- ust eru i vegakerfi okkar. Auðvitað cru allar verð- hækkanir óvinsælar. En það er ekki sama hvers konar verð- hækkanir er um að ræða. Verðhækkanir sem brenna upp i eldi verðbólgu eru verst- ar. Verðhækkanir, sem fara til uppbyggingar og tryggja betri nýtingu fjármuna þjóðfélags- þegnanna eru skástar. Sú hækkun, sem nú hefur orðið á bifreiðum, mun renna til þess að stuöla aö betri nýtingu bif- reiöa á islenzkum vegum. —TK Um fjaðurpenna og önnur skriffæri 1 II ||||J|Elir|| MB B ft M, Iffl!! ffl ffl i! jffl H Hér kemur hréfkorn til Indriða G. Þorsteinssonar frá Bjarna Guðmundssy ni, póstmanui i Iteykjavik. Bjarni scgir við In- driða: ,,Ég pára þér nokkrar linur að gefnu tilefni. Fyrst vildi ég leyfa mér að þakka fyrir þáttinn i sjón- varpinu um daginn um skrif- færin. Þú varst dálitið hissa á að heyra, að penni hafði verið gerður úr álftarfjöður (ég lika). En þessa visu rakst ég á i bókinni ,,Ég skal kveða við þig vel”, á bls. 93. Bókin er tekin saman af Jóhanni Sveinssyni frá Flögu. Skjaldan get ég skrifað hreint, skal það bleki kenna. Aldrei hef ég áður reynt æðarblika penna. Höfundarnafn er ekki vitað. Ungur að árum læröi ég þessa (næstu) visu. Var mér sagt, að hún væri gáta eftir Hallgrim Pétursson: I Hafnarskógi var ég grein vaxin meðal blóma. En lifi nú við mannleg mein millum fingurgóma. Ráðningin á að vera pen- nastöng. Og að endingu kærar þakkir. Mætti maður e.t.v. eiga von á þætti um skriffæri frá fyrstu tið og áfram stig af stigi alla leið til okkar i dag, þar sem við sitjum og lesum off- sett—prentuð blöð og bækur? I áðurnefndri bók er einnig vísan um hrafnspennann, sem þú fórst með, og þar endar hún svona: Gunnlaugur að nafni. Kærar kveðjur. Bjarni Guðmundsson.” manni öðrum handleggnum eða jafnvel sjálfuin persónu- leikanum. Bréfið er svo: „Landfieygi Landfari. Ekki er ein báran stök, þegar skörin tekur að færast upp i bekkinn með miklum bægsla- gangi. Þegar ég las lofgjöröina um bók mina, Hryöjuverk og hring- hendur, i dálkum þinum þann 23. f.m., varð mér i fyrstu innan brjósts eins og lúsugum strák, sem fær stóran iúsakamb i af- mælisgjöf. En þegar ég upp- götvaði siðar, að „grasbiturinn” notaði nafnnúmerið mitt til að fela sig á bak við, duttu mér allar lýs dauðar úr höfði. Ekki leið langur timi þar til raddir heyrðust og grunsemdir vöknuðu hjá ýmsum um að ég mundi sjálfur hafa skrifað og sent þér „lofrolluna” til birtingar, og ber smáklausa i dagblaðinu Visi i gær þvi glöggt vitni, i hvaða bobba „grasætan” hefur komið mér með þvi að nota nafnnúmer mitt, án minnar heimildar un dir skrif sin. Ég hef enga hugmynd um, hver þessi „forfallna grænmetisæta” er, hef þó grun um, að hún muni vera mér eitthvað kunn, sjálfsagt ætlað að gera mér einhvern „greiða” með þessu uppátæki sinu, en óafvitandi — eða máski viljandi — gert mér hinn mesta óleik. Ég þarf ekki á neinum aug- lýsingabrellum að halda fyrir þessa bók, sem hefur selzt betur en ég þorði að vona. En mér ér hulin ráðgáta, hvernig „grasætan” hefur komist yfir nafnnúmerið mitt, þótt raunar ætti engun, sem nennir að leggja sig fram um það, að vera neinn vandi að verða sér úti um þessa tölu, sem ekki hvilir meiri hula yfir en minu eigin nafni. Til að mynda set ég nafnnúmer mitt á allar ávisanir, sem ég gef út og ýmis önnur opinber plögg. Það er á ökuskirteininu, vegabréfinu að ógleymdri skattskýrslunni, og siðast en ekki sizt i sjálfri þjóð- skránni. Ailir heilvita menn hljóta að sjá, að hefði ég sent þér þennan ( að öðru leyti þennan þakksamlega) „lofsöng”, hefði ég aldrei gert mig sekan um þá forheimskun að auðkenna hann svona rækilega. Ég hefði þá alveg eins getað notað mitt rétta nafn með heimilisfangi og öllum persónulegum upplýsingum, svo að ekkert færi milli mála. Hvort sem „grasætan” er karl-' kyns eða kvenkyns (eftir orða- laginu i greininni sennilega karl- kyns) er hún að minum dómi mikil smekkmanneskja, enda leynir hrifning hennar á bókinni sér ekki. Hún (grasætan) gefur það fyllilega i skyn, að hún hafi ekkert vit á skáldskap, og sannar það betur en allt annað, hve eðli- legt er að „Hryðjuverkin” fái góðan hljómgrunn hjá bréfritara. Hryðjuverkin eru ekki annað en gáskafull ádeila á þennan nýja, hálfleyga, óskiljanlega og jafnvel heimskulega „bragarhátt” skáldskapar, sem rutt hefur sér til rúms hér á landi. Ég leitast jafnan við að gera kvæði þannig úr garði, að ekki þurfi hámennt- aða spekinga til að skilja, hvað þau fela i sér, enda hef ég sann- frétt, að 9 ára telpuhnokki hafi lesið bókina mina þrisvar, og alltaf með jafnmikilli ánægju. Ég ætla mér ekki að feta i fót- spor Roberts Fischers, sem telur sig mesta skáksnilling heims, og halda þvi fram, að ég sé skáld, enda er smekkur manna á þvi eins misjafn og þeir eru margir. En ég er i rauninni á móti þessum nýja ljóðstil, sem þó er mun þjálli i meðförum en hinn gamli og góði, og ég játa, að i honum er þægi- legra að koma hugsunum sinum á framfæri óþvingað, en mér finnst ekki mega misnota hann eins herfilega og margir gera með þvi að hnoða þar saman einhverri þvælu, sem enginn skilur, ekki einu sinni „spekingarnir”. Það er ekki að ástæðulausu, að ég nota „Kálhausinn” sem skálkaskjól við framleiðslu „Hryðjuverka” minna. En það er ekki þetta, sem mestu skiptir i þessu bréfi minu, heldur hitt, að leiðrétta leiðan misskilning um þessa „forföllnu grænmetisætu”. Þótt það beri sennilega litinn árangur, vil ég fara góðfúslega fram á það við „grasbitinn” að gefa sig fram við mig eða þig, Landfari góður, og það sem allra fyrst. Ég ætla þó ekki að sækja hann til saka fyrir heimildafölsun, af þvi að ég hef lúmskan grun um, aðhann sé mér kunnur, jafnvel kollegi eða ættingi. Ég vil aðeins að hann gefi viðhlitandi skýringu á þvi, hvar hann gróf upp nafnnúmer mitt og hvers vegna hann misnotaði það. Að svo mæltu óska ég lands- mönnum gleðilegra páska og sumars og bið þig, Landfari sæll, að birta þetta sem allra fyrst eftir hátiðarnar, ef þér reynist kleift að stauta þig fram úr skriftinni. Keflavik 29. marz 1972 S. Þorvaldsson 7941 — 1205". Hver gróf upp nafnnúmerið? Og hcr kcmur annað bréf, og ber bréfritari sig upp undan þvi, að cinhver liafi stolið fra sér nafn- númerinu, cn það er svipaður glæpur nú til dags og stela af Mikil páskatónlist á Húsavik ÞJ—Húsavik Leikfélag Húsavikur hefur nú sýnt Júnó og Páfuglinn alls fjórum sinnum og ávallt undir- fullu húsi og við ágætar undir- tektir. Næstu sýningar - verða á miðvikudags— og föstudags- kvöld. Helgitónleikar voru haldnir i Húsavikurkirkju á föstudaginn langa, og voru flytjendur þar Kirkjukór Húsavikur, Stein- grimur M. Sigfússon organisti, Björn H. Jónsson sóknarprestur og Sigurður Arason flautuleikari. Einsöngvarar með kórnum voru Emilia Friðriksdóttir, Ingvar Þórarinsson og Kristján Jónas- son. Meðal verka, sem flutt voru, má nefna Forspil og Akall, eftir sr. Friðrik A. Friðriksson, og frumflutt var Pater Nostra eftir Steingrim M. Sigfússon, en það verk tileinkar hann Kirkjukór Húsavikur. Messað var kl. 8 á páskadagsmorgun. Ferðafélagsmenn i Kverkfjallaskála ÞJ—Húsa vik Niu menn frá Ferðafélagi Húsavikur, þrir frá Fljótsdals- héraðiog einn frá Grimsstöðum á Fjöllum, fóru um páskana suður i Kverkfjallaskála. Skáli þessi var rcistur af ofangreindum félögum, ásamt Ferðafélagi Vopnfirðinga, i fyrra. Ætlunin er, að skálinn verði vigðurog honum gefið nafn á vori komanda. Ferð þrettán- menninganna um páskana gekk vel, farið var á hjarni, og nýfallinn snjór ofan á varð ekki til trafala. Á heimleiðinni fóru þeir austur yfir Kreppu og Gæsadal, sér til skemmtunar. Mikill fjöldi hesta á Stór-Reykjavíkursvæðinu Klp-Reykjavik. Margir hestaeigendur á Stór Reykjavikursvæðinu notuðu góða veðrið um helgina til að skreppa i útreiðatúr. Var mjög margt um hesta og menn á þeim slóðum, þar sem hestamenn venja komu sina eins og t.d. upp við Selás og suður á Kjóavöllum, sem eru rétt hjá Vifilstöðum. Þetta eru fjölförnustu leiðirnar, en um marga aðra staði er að velja, þvi að hesturinn er ekki svo kröfuharður um veginn, sem farinn er. Áætlað er, að i Reykjavik, Kópavogi og Hafnarfirði séu hátt á annað þúsund hestar, sem eru i einkaeign. — Hjá Hestamanna- félaginu Fák eru þeir um 1200 talsins og hjá Gusti i Kópavogi eitthvað um 1000. Það er þvi ekki að undra þótt margir séu á ferð- inni i góðu veðri, eins og var t.d. á sunnudaginn. Hestamenn og gæöingar þeirra hafa kunnaö vel aö meta góöa veöriö undanfarna daga. (Tímamynd Róbert)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.