Tíminn - 06.04.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.04.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 6. april 1972. Níu krundir almenn bréf Leikfélagiö Grimnir I Stykkishólmi hefur nú sýnt sjónleikinn Pilt og stúlku eftir Emil Thoroddsen sex sinnum i Stykkishólmi viömjög góöa aösókn. Leikstjóri er Jóhann ögmundsso . Eftir páskana er ætlunin að sýna leikinn i Röst.Hellissandi og siðar i Dalabúö i Búðardal. Myndin var tekin af leikendum og leikstjóra (Ljósm. Bæring Cecilsson) Frá Heimskringlu: Ný skáldsaga eftir Ölaf Jóhann og Jóhannesar SB—Reykjavik Hjá Heimskringlu eru nú komnar út tvær nýjar bækur, ..lireiöriö” eftir ólaf Jóhann Sigurösson og fyrsta bindi af Ijóöasafni Jóhannesar úr Kötlum, sem i cru tvær fyrstu ljóðabækur hans. Hreiðrið ber undirtitilinn ..varnarskjal”. Þetta er skáld- saga, 260 blaðsiður að stærð, og er aðalsögupersónan rithöfundur. Ijóðasafn úr Kötlum Hreiöriö er 18. bók höfundar, en hann hefur skrifað bæði fyrir börn og fullorðna. i ljóðasafni Jóhannesar úr Kötlum, fyrsta bindinu, eru tvær fyrstu bækur hans, ,,Bi bi og blaka” og „Álftirnar kvaka”, en þær komu út 1926 og 1929. Jóhannes úr Kötlum hefur sent frá sér 14 ljóðabækur og fyrir þá siðustu., ,,Ný og nið”, fékk hann silfurhestinn fyrir tveimur árum. 1 fréttatilkynningu frá Póst og simamálastjórninni um hækkanir segir m.a., að burðargjald fyrir almenn bréf verði nú 9 krónur og ársfjórðungsgjald af sima verði 1100 krónur og hvert umfram simtal kosti nú kr. 2.10. Aðalatriði hækkunarinnar eru annars svo sem hér segir i frétta- tilkynningu: „Ný gjaldskrá pósts og sima gengur i gildi 1. aprfl 1972. Felur húnisérhækkun þjónustugjalda, sem gefur pósti og sima um 10% tekjuaukningu. Hinsvegar hefur ekki verið komizt hjá þvi, að hækkum hinna ýmsu taxta yrði nokkuð mismunandi, sem or- ■ sakast m.a. af þvi, að hækkun launa og verðlags hefur breytileg áhrif á hina einstöku þjónustu- þætti svoog hin öra þróun, sem er i þjónustu pósts og sima. Hluti af gjaldskrá fyrir póst- þjónustu, hækkar 1. april 1972. Verður t.d. burðargjald almennra bréfa 20 gr nú 9 kr. Burðargjald fyrir 20 gr flugbréf til Norður- landa verður 12 kr. Ýmis gjöld hækka ekki, eins og fyrir böggla- sendingar, póstávisanir, blöð o. fl. Söluskattur verður ekki inn- heimtur af póstþjónustugjöldum. Breytingar á gjaldskrá sima- þjónustunnar eru m.a. þær, að af- notagjald sima hækkar úr 1000 kr. á ársfjórðungi i 1100 kr. 1 afnota- gjaldinu felast 525 teljaraskref á ársfjórðungi, nema þar sem not- endafjöldinn er yfir 20 þúsund á sama s-töðvargjaldsvæði, þar verða 400 skref innifalin i afnota- gjaldi á ársfjórðungi. Gjald fyrir umframsimtöl hækka úr kr. 1,90 i kr. 2.10 fyrir hvert teljaraskref. Gjöld fyrir skeyti og handvirk simtöl hækka hlutfallslega. Stofngjald sima, sem tengdur er við sjálfvirka kerfið, hækkar úr kr. 7.500.— i kr. 8000.—. Þá er felldur inn i nýju gjald- skrána taxtinn fyrir langlinusim- töl, sem valin eru sjálfvirk á timabilinu frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 7.00 næsta morgun og gildir þetta frá mánudegi til föstudags, og frá kl. 15.00 á laugardögum til kl. 7.00 næsta mánudagsmorgun og er sá taxti lægri en dagtaxtinn, þannig að hver minúta verður i flestum tilfellum helmingi ódýt^ari. Simskeytagjöld til allra Evrópulanda, nema Norðurlanda hækka um kr. 2,30 fyrir orðið og byggist sú hækkun eingöngu á framkvæmd millirikjasamninga. Söluskattur verður innheimtur af simaþjónustunni. Af erlendu simaviðskiptunum er þó aðeins innheimtur söluskattur af hluta Islands, sem er miklu minni. Að lokum má geta þess, að þróunin hefur verið sú s.l. áratug að simaþjónustan hefur stöðugt orðið ódýrari i hlutfalli við launa- þróunina i landinu”. Sexa Fiugféiagsins hefur sig til flugs af Akureyrarflugvelli um páskana. (Timamynd Haddi) Allt á loft sem gat flogið Flugfélagið flutti alls 7200 manns um páskana KI.P—Reykjavik. Mikiö annriki var á innanlands- lciöum Flugfclagsins i páska- vikunni, sem flugfclagsmenn telja frá þriöjudegi til þriðjudags. Á þessum lima fluttu vélar fél- agsins um 7200 farþega, sem er um 1500 fleiri en á sama tima i fyrra. 1 fyrsta sinn voru þotur fél- agsins notaðar að marki á innan- landsleiðum, en þær fóru nokkrar ferðir frá Akureyri til Reykja- vikur. Annars var allur flotinn i gangi i þessari páskahrotu og voru flestar ferðirnar farnar á milli Reykjavíkur — Akureyrar og isafjarðar. Auk þess var mikið að gera á öðrum flugleiðum eins og t.d. til Vestmannaeyja, Egil- staða, Húsavikur og f.l. staða. Bandalag kvenna í Reykjavík: Hvetur mjög til meira sam- starfs skóla og heimila AK.Kvik. — Á aðalfundi Bandalags kvenna i Reykjavik, sem haldinn var snemma í vetur, var samþykkt allöng ályktun um uppeldis— og skolamál, þar sem meðal annars er lagt til aö auka mjög samvinnu skóla og heimila, og sé æskilegast, að foreldrar livers árgangs i skóla bindist samtökum. 1 ályktuninni er einnig lýst ánægju yfir kennslu i sjónvarpi og talið rétt að auka hana, til að mynda að halda áfram þýzku- kennslu, eðlisfræðikennslu og mengjakennslu. Einnig er lýst ánægju með uppeldisfræðiþætti útvarpsins s.l. vetur. Þá mæltist fundurinn til þess við barna- verndarnefnd Reykjavikur, að birtar væru sem oftast i fjöl- miðlum áminningar um löglegan útivistartima barna. Einnig er fagnað siaukinni umferðakennslu lögreglunnar og mælzt til,að hún haldi áfram allt skyldun áms- stigið og i framhaldsskólum, og telur bandalagið rétt að koma á ökukennslu i unglingaskólum. Þá minnti fundurinn á nauðsyn auk- innar umferðargæzlu við skóla. Fundurinn fagnaði stofnun fisk- vinnsluskóla og hvetur til að stuðlað verði að vaxandi verk- menningu i skólastarfi. Loks bendir fundurinn á nauðsyn þess að ætla hjólreiðafólki rúm á götum, skipað sé i starfshópa i skólum til þess að halda uppi reglu á skólaskemmtunum, og við samningu námsskrár sé séðum, að piltar og stúlkur eigi frjálst val um handavinnugreinar á skyldu- stigi. Flutt út fyrir milljarö í febrúar í febrúar voru fluttar út vörui fyrir rúman milljarð, og þar al var ílutt út ál og álmelmi fyrir 17: milljónir. Innflutningurinn mánuðinum nam 1.3 milljörðum og vöruskiptajöfnuðurinn var óhagstæður um 282 milljónir, en var óhagstæður um 356 milljónir á sama tima i fyrra. 1 janúar og febrúar var vöruskiptajöfnuður inn óhagstæður um samtals 446 milljónir, en var óhagstæður um 536 milljónir sömu mánuði 1971. Kvikmyndatökuvél Ósvalds varð eftir í sprungunni á Vatnajökli Klp—Reykjavik. Eins og kom fram i viðtali við Magnús M. Magnússon, sem hrapaði i sprunguna á Vatnajökli á skirdag, varð allur hans útbún- aður eftir á syllunni, sem hann dvaldi á þar til honum var bjarg- að eftir nær 4 tima setu þar. Meðal þess sem varð eftir þar, var kvikmyndatökuvél i eigu Ós- valdar Knudsen, sem Magnús hafði verið beðinn um að halda á niður af jökli. Þetta er mikið og dýrt tæki og hefur Ósvaldur átt það lengi og tekið á það margar frægar myndir eins og t.d. Surts- eyjarmyndina. Ósvaldur sagði i gær, að hann hefði að sjálfsögðu áhuga á þvi að fá vélina aftur, en óvist væri að það heppnaðist. Hann sagðist sjá eftir vélinni ef hún næðist ekki, þvi þetta væri góð vél og hefði hann átt margar ánægjustundir með hana i höndunum. En mest um vert hafi verið að drengnum hefði verið bjargað úr þessum lifsháska. Samkvæmt þeim upplýsingum sem okkur tókst að afla í gær, er talið heldur vafasamt að ná dót- Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.