Tíminn - 06.04.1972, Page 10

Tíminn - 06.04.1972, Page 10
TO__________ TÍMINN Fimmtudagur 6. april 1972. HINN HVÍTIBLÁFJALLAGEI Rætt við Eystein Jónsson um skíðamiðstöð í Bláfjöllum, fólkvang á Reykjanesi, „fjörupark” fyrir neðan Korpúlfs — Hvaö vetrarútivist ibúa Reyk- javfkur og nágrennis snertir hefur nú oröiö hrein bylting meö tilkomu bílvegar suöur i Bláfjallaendann. Þar hafa nú opnazt nýir mögu leikar hvaö iökun skiöaiþróttar- innar snertir, en i Bláfjöllum er oftast nær skiöasnjór allan vetur- inn allt, fram i maíog júni. Viö sem höfum fylgzt meö þessu svæöi I nokkra áratugi, vitum aö þaö er engum öörum staö likt um snjósæld. Svo fórust Eysteini Jónssyni alþingismanni orö er viö hittum hann aö máli nú eftir páskana. Eysteinn hefur um langt skeiö haft mikinn áhuga á útilifi og unniö manna kappsamlegast að fram- gangi þeirra mála, sem þvi gætu orðið til eflingar. A þessum ár- stima eru þessi mál ofarlega i huga, og þótti okkur þvi timabært að inna Eystein eftir skoöunum hans á þeim. Bláfjöllin, hinn nýi vinsæli skiöastaöur Reykvikinga, komu fyrst til tals, en einnig bar á góma önnur hugsanleg útivistar- svæöi i nágrenni Reykjavikur. Eysteinn varði eins og svo margir aörir Reykvikingar dr- júgum hluta páskaleyfisins á skiðum i Bláfjöllum. — Viö, ég og fjöldkylda min, erum alltaf á skiöum á páskum, ef þvi veröur með nokkru móti við komiö og höfum verið áratugum saman, sagöi Eysteinn. — En ég man tæpast eftir svona páskum áður, veörið hefur verið svo frá- bært. Það er stórkostlegt að hafa slikt skiðasvæði i aðeins um 34 kiló- metra fjarlægð frá Reykjavik og fólk virðist kunna að meta það Lögreglan segir að þarna hafi verið um 2000 bilar á föstudaginn langa, svo dæmi sé nefnt. Skiðaráð Reykjavikur hefur fyrir nokkru samþykkt að gera þetta svæði i Bláfjöllum að skiðamiðstöð. Okkar gömlu skiðastaðir eru jafn- mikilsverðir fyrir þvi. Hér er orð- inn svo mikill mannfjöldi, að það þarf fleiri en einn skiðastað. En i Bláfjöllum verður vafalaust aðal- miðstöðin. Samt sem áður verða hinir staðirnir i fullu eildi. Bláfjöllin hafa lika þann kost, að þar er ekki siður ánægjulegt að vera á sumrin. Nú opnast miklir möguleikar til að hafa þessar slóðir fyrir göngusvæöi á sumrin. — Hverjar aðrar skoðanir hefur Stutt samstarfsbréf til Sighvats Björgvinssonar, ritstjóra: Samvinna og sameining, eðo Kæri Sighvatur Björgvinsson. t sólskinsbirtu páskanna bar svo viö á hvildarstund, að ég tók mér Alþýðublaðið i hönd og las með at- hygli þátt þinn „Eftir helgina”. Ég les þá þætti jafnan, þvi að mér finnst þú oft ræða þar ihugunarverð mál' af góðri skynsemi og glögg- skyggni, og ég vil þakka þér fyrir þessa þætti. Þú gafst þættinum á miövikudaginn 29. marz nafnið „Samvinna — sameining” og fjall- ar þar um viöræður vinstri flokk- anna um svonefnt sameiningar- mál. Margt, sem þú segir þar, er allrar athygli vert, en mest finnst mér til um einlægan vilja, sem fram kemur i greininni, og skarpa viðleitni til þess að brjóta málið til mergjar. Þó eru þar nokkur atriði, sem ég lit ekki alveg sömu augum, þótt mér sé ljóst, aö viðhorf okkar eru aðeins tvær hliðar á sama hlutnum. Mér þótti þátturinn svo ihugunarverður, aö ég gat ekki stillt mig um aö setjast viö ritvél- ina og skrifa þér bréfkorn, þvi aö þetta er mál, sem um er vert að ræöa. Þú segir i upphafi greinar, að þrátt fyrir miklar annir stjórn- málamanna undanfarnar vikur, sé sifellt unniö að sameiningar- málinu, unghreyfingar flokkanna hafi haldiö sameiginlega fundi viðs vegar um land, nefndir flokkanna ræözt við, og muni þær viðræður vafalitið aukast á næstunni. Málið hafi alls ekki verið látið niöur falla, og almenningur sýni þvi enn sama áhugann. Hafi það komiö glöggt i ljós á þessum fundum, sem yfirleitt hafi verið vel sóttir og jákvæðir. Þetta veit ég aö rétt er og gott að heyra. Siöan ferðu að ræða málið nánar og segir m.a.: „Þótt samstarf og sameining geti verið skyld mál, þá ber þó aö leggja áherzlu á, að á sameiningarmálinu annars vegar og hugsanlegri flokkasamvinnu hins vegar er mikill munur, bæði eðlismunur og stigsmunur, og varasamt er að ræða þau mál, án þess að skilja þar glöggt á milli”. Mig langar til aö láta það álit i ljós, að þessi tvö mál getiekki að- eins verið skyld, heldur séu það meira að segja samtvinnuö, og þvi sé beinlinis varasamt aö skilja á milli þeirra i viðræðum flokkanna. Þetta stafar liklega af þvi, hvaða skil ég vil hafa milli flokkasam- vinnu og annars konar viðskipta flokka. Auðvitað er samvinna og sameining flokka ekki nákvæmlega hið sama, en leiöirnar eru samhliða eða ein eftir atvikum. Það væri órökrétt að ræða samvinnu flokka, en útiloka með öllu hugsanlegan möguleika sameiningar sem af- leiðingu góðs samstarfs i fyllingu timans. Eins væri það fráleitt að ræða um sameiningu tveggja flokka eða fleiri, án þess að hugsa sér að samstarf og samstaða gæti komið til greina a.m.k. sem áfangi að markinu. Þetta viðhorf er að minum dómi miklu liklegra til árangurs. Að skilja á milli sam- vinnu og sameiningar þegar i upp- hafi umleitana er hins vegar bæði óviturlegt og varasamt. Þetta við- horf, sem mér finnst miklu ráð- legra, hindrar þó engan veginn tvo flokka innan fjögurra flokka hóps- ins að ræða sin á milli um nánara form og framkvæmd samvinnu eöa sameiningar þegar i stað, eins og þeir teldu sér henta. Þaö mundi á engan hátt spilla heildarviöræðum, jafnvel miklu fremur liklegt að það auðveldaði heilarsamstarf vinstri fylkingarinnar i landinu, ef rétt er aö staðið. Þú segir ennfremur i grein þinni: „Þegar stjórnmálaflokkar ák- veða að vinna saman, er sú sam- vinna byggð á ákveðnum sam- vinnusamningi. Með samvinnunni hefur það einfaldlega gerzt, að tveir eða fleiri flokkar með ólika stefnu i ákveðnum grundvallar- atriðum ákveða að vinna saman i tilteknum málum, sem þeir hafa komið sér saman um”. Um þessa skilgreiningu á sam- vinnuflokka get ég ekki verið þér sammála, og kemur þá að þvi, sem ég var aö tæpa á áðan, hvað væri

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.