Tíminn - 06.04.1972, Side 11

Tíminn - 06.04.1972, Side 11
Fimmtudagur 6. april 1972. TÍMINN n ég vona,að samvinna náist um það við önnur sveitarfélög á þessu svæði. barna mundi koma eitt merkasta útivistarsvæði. A þvi yrðu m.a. tvö stór stöðuvötn, Elliðavatn og Kleifarvatn. Við Kleifarvatn væri hægt að hafa aðstöðu til að stunda margs konar iþróttir, sem eru tengdar vatni, svo sem siglingar, veiðar o.sv.frv., o.sv.frv. t þessum fólkvangi yrði lika laxá og fuglabjarg. Og þetta svæði mætti gera ákaflega aðlaðandi, enda er það afar fjölbreytt frá náttúrunnar hendi. Á þessu svæði eru einnig Austurháls og Vesturháls, mjög skemmtilegt fjalllendi og sumt af þvi vel gróið. Ég tel þýðinjarmest i útivistar málunum hér i grenndinni, að þessari hugmynd verði fylgt fast eftir. Einnig er Botnsdalur inn af Hvalfirði og svæðið úr Botnsdal og upp að Hvalvatni alveg valið úti- vistarsvæði fyrir byggðarlögin Reykjavik og nágrenni, Akranes og nálægar sveitir. Mjög væri skemmtilegt, ef þessi byggðarlög gætu sameinzt um að gera þarna lika fólkvang áður en langt um liður. Mikill fjöldi fólks var i Bláfjöllum um páskana, enda var veður einstaklega gott. istaði og fleira þú á útivistarsvæðum hér í nágrenninu? — Ég tel mikilsverðast fyrir Reykvikinga að gera félagsskap við önnur byggðarlög hér við sunnanverðan Faxaflóa um stóra fólkvanginn, sem raunar er byrjað að vinna að og á að koma i fram- haldi af Heiðmörk til suðurs og kemur til með að ná alveg frá Elliðaárvogi og suður á Krisu vikurberg. Þetta mál hafa bæjar yfirvöld Reykjavikur tekið upp, og Þá eru einstök minni svæði, sem mjög mikil ástæða væri til að sinna. Ég vil sérstaklega i þvi sambandi nefna Gálgahraun, einkum norður- hluta þess, og ströndina við Lam- bhúsatjörn og Arnarnesvog. Ennfremur get ég um svæðið fyrir neðan Korpúlfsstaði, t.d. frá tanganum fyrir neðan Korpúlfs- staði og inn i Blikastaðakró, þar sem áin kemur til sjávar. Þetta svæði væri alveg tilvalið til að gera úr ,,fjörupark”, og eigin- lega eini möguleikinn fyrir Reyk - vikinea til bess að eignast slikan náttúrugarð við sjóinn er að taka þetta svæði og friða það. Þarna er mjög fjölbreytt dýra- og fuglalif. Selur og fugl er við fjöruna, og upp af henni mjög sérkennilegt land- slag, klettabelti og mýrasund, og þar eru þvi einnig mófuglar og vað- fuglar. Það væri mjög sérkennilegt að eignast slikt svæði, sem senni- lega yrði svo að segja i miðri borg- inni áður en nokkur vissi. Þarna er alveg ósnortin fjara og sennilega eini möguleikinn fyrir okkur Reykvikinga að gera slikan „fjörupark.” Seltirningar hins- vegar eiga ennþá kost á sliku, þar sem þeir eiga ennþá Eiðið, Sel- tjörnina og Bakkatjörnina að mestu óspillt. Náttúrlega er sérstök ástæða til að minnu á þetta svæði, sérstak- lega Bakkatjörnina, sem er ein- stök, og Grandann. Þar er ennþá ákaflega merkilegt fuglalif, þótt umferð sé raunar orðin nokkuð mikil á þessu svæði. Það þyrfti fyrir alla muni að friða Grandann og svæðið kringum tjörnina. Við þökkum Eysteini spjallið. S.J. i kaupskapur andstæðnanna samvinna flokka. Að minum dómi er samvinna flokka það, þegar tveir eða fleiri flokkar með lika stefnu i ákveðnum grundvallar- atriðum, en ágreining um minni mál, ákveða að standa saman, til að mynda i kosningum eða rikis- stjórn. Samstarf flokka með ólika stefnu i grundvallaratriðum getur ekki talizt samvinna, heldur kaup- skapur andstæðnanna, þar sem annar flokkurinn kemur fram einu góðu máli frá sinu sjónarmiði, gegn þvi að þola framgang annars ills máls, sem andstæðingurinn ber fyrir brjósti. Þessi kaupskapur andstæðnanna er einhver mesta meinsemd i is- lenzkum stjórnmálum á siðustu áratugum, og það dylst væntanlega engum, að það er einmitt þessi kaupskapur andstæðnanna, sem knúið hefur fram hinn mikla áhuga fólks i öllum vinstri flokkunum á nánari samvinnu þeirra eða sam- einingu. Aðeins einn flokkur á land- inu, Sjálfstæðisflokkurinn, er þeim örlögum seldur að eiga ekki aðra völ en kaupskap andstæðnanna til þess að komast i stjórn, af þvi að hann á ekki kost á samvinnu við neinn flokk. Enginn flokkur hefur lika stefnu i ákveðnum grund- vallaratriðum. En gömlu vinstri flokkarnir hafa allir verið honum einkar hjálplegir og myndað stjórn með honum i krafti kaupskapar andstæðnanna. Um þau verk þurfa þeir ekki að metast, þótt hin siðasta kaupskapartið hafi orðið öllu lengst. Enginn skyldi þó segja, að slik stjórnarmyndun yfir marka- linuna geti ekki átt sinar afsakanir, en frá sjónarhóli vinstri manna varla nema þjóðarnauðsyn krefjist þeirrar lausnar i miklum vanda vegna sérstakra, timabundinna aö- stæðna, og þá helzt með þjóð- stjórnarsniði, en slikt er ekki eðli- legt stjórnarfar á venjulegum timum. Kaupskaparstjórn andstæðnanna á venjulegum timum er oftast far- vegur stjórnmálaspillingar, af þvi að hún er ekki samvinna byggð á likri stefnu i ákveðnum grund- vallaratriðum. Hafa menn ekki heyrt talað um hrossakaup? Það orð er oftast notað, þegar kaup- skaparstjórn andstæðnanna situr. Þú vilt greina alveg milli sam- vinnu og sameiningar flokka og segir af þvi tilefni, að „sam- einingarmálið sé þvi sameining jafnaðarmanna, og aðeins tveir flokkar, Alþýðuflokkurinn og Sam- tökin, kenni sig við jafnaðar- stefnu". Getur veriö, og vel mega þeir flokkar ræða um að verða eitt. Það er spor i rétta átt, spillir ekki fyrir neinum, allra sizt þeim sem vilja samvinnu eða sameiningu á breiðari grundvelli, ef þessir flokk- ar draga sig ekki um leið út úr aðalviðræðunum og skilja, að þar eiga þeir heima, þótt þeir hafi ef til vill náð nánara samkomulagi sin á milli i fyrstu atrennu. En eins og þú sérð, Sighvatur, nægir slik sameining engan veginn félagshyggjufólkinu i landinu eins og ástatt er. Það er að leita og þarf að leita að stærri samnefnara, ef þvi á að takast að útrýma kaup- skap andstæðnanna úr islenzku stjórnarfari. Sameining getur lika verið með ýmsu móti, og fleira er sameinine en beinlinis að tvna persónuleikanum. Samnefnari er til að mynda sameining brota, en þau eru til eigi að siður i dæminu. Við gætum kallað slika sam- einingu, slikan samnefnara, Bandalag vinstri manna, eða Bandalag félagshyggjumanna eða eitthvað annað, en stuölar hans gætu verið misjafnlega nánir hver öðrum. Brotin eða stuðlarnir i þessari sameiningu gætu til að mynda verið þrir — eða fleiri. — Jafnaðar- stefna, samvinnustefna og lýð- ræðislegur sósialismi eru að sjálf- sögðu ekki alveg eins, en i vitund félagshyggjufólks eru þau systkin, og „almenningur, sem sýnir mál- inu sama áhugann”, eins og þú sagðir, er að biðja þessi systkin að taka höndum saman til þess að Frh. á bls. 13.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.