Tíminn - 15.04.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.04.1972, Blaðsíða 16
N-Vietnamar réðust á Saigon — reknir út úr An Loc í gær NTB-Saigon Norður-vietnamskt stórskota- lið réðist i gær á úthverfi i Saigon. Samkvæmt fyrstu frétt- um felldu þeir 18 manns og særðu 8. Árásin á höfuðborgina er sú fyrsta síðan sókn norðan- manna hófst fyrir hálfum mán- uði. Samtimis geisuðu harðir bardagar i An Loc, um 100 km norðar og sögðu heimildir hers- ins, að norðanmenn hcfðu verið reknir á flótta út úr borginni. 1 árásinni á úthverfi Saigon eyðilagði sprengja þrjú hús og biðu 12 manns þar bana, þar af konur og börn. önnur sprengja sprakk á torgi, þar sem fólk var samankomið við að hlusta á tón- list og féllu sex manns þar. Talsmenn hersins i Kambódiu tilkynntu, að bardagar geisuðu i Kompong Trach, 112 km sunnan viö Pnom Penh, þar sem herir kommunista reyna að brjóta sér leið suður i Mekong-óshólma Suður-vietnamska herstöðin Bastogne, sem er 19 km sunnan við Hue, er enn i höndum kommúnista. Bastogne er mikilvæg stöð fyrir varnir Hue borgar. bá tilkynntu talsmenn hersins i Saigon, að herir þjóð- frelsisfylkingarinnar hefðu gert 107 árásir siðustu 24 klukku- stundirnar fyrir sólarupprás i gær. Er það hæsta tala árása á einum sólarhring siðan i TET- sókninni 1968. Thieu, forseti S-Vietnam flaug i gær inn yfir landið til miðhá- sléttunnar, þar sem stórskotalið norðanmanna gerði margar árásir á stöðvar sunnanmanna i gær. Það voru aðallega hermenn úr lifverði forsetans, sem ráku norðanmenn út úr An Loc borg i gær, en þeir voru i þeim hópi, sem reynt hefur i fjóra daga að komast til borgarinnar i gegn um skothrið norðanmanna. Þeir voru loks sóttir 30 km leið suður fyrir borgina i þyrlum og fluttir á leiðarenda, þar sem þeir hóf- ust handa með fyrrgreindum árangri. TUPAMAROS LÆTUR ENN TIL SKARAR SKRÍÐA — myrtu fjóra embættismenn í gær NTB-Monteviedo Félagar I Tupamaros-skæru- liöasamtökunum I Uruguay skutu til bana fyrrveraudi innanrikis- ráðherra landsins i gær. Nokkru áður höfðu þeir gert tveimur yfir- mönnum ílögreglunni og liöþjálfa I flotanum sömu skil. Bordaberry forseti kallaði þeg- ar saman rikisstjórnina á auka fund, er fréttist um morðið á ráð- herranum fyrrverandi, en hann var skotinn,er hann var að yfir- gefa heimili sitt i einu af finu hverfunum i Monteviedo. Fyrr um daginn skutu Tupamaros tvo yfirmenn i lög- reglunni og særðu lögreglustjór- ann hættulega, þar sem hann ók bil sinum um miðborgina. Lið- þjálfinn var skotinn i Las Piedras, sem er skammt noröan við höfuðborgina. Eins og kunnugt er af fréttum, tókst 15 Tupamarosmönnum að flýja úr Punta-Carrets-fangelsinu i Monteviedo fyrir nokkrum dög- NTB-Stokkhólmi Þriðji hver sænskur unglingur hefur misnotað fiknilyf, þynni eða læknislyf. Misnotkunin hefur auk- i/.t mjög undanfarið og hefur þriöji hver piltur i Stokkhólmi og fjórði hver f Málmey neytt fíkni- lyfja- um, gegn um jarðgöng, sem graf- in höfðu verið inn til þeirra frá skólpleiðslukerfi borgarinnar. Tupamaros-hreyfingin hefur Þessar upplýsingar voru lagðar fram á fimmtudaginn og eru niðurstöður rannsóknar. Mis- notkun lyfja er algengust i stærri borgum og bæjum, en hefur vaxið mest siðustu 5 árin. Af öllum 18 ára piltum i landinu höfðu um 17% misnotað einhverja framan- margsinnis valdið stjórnvöldum i Uruguay höfuðverk með ótal bankaránum, mannránum, morðum og árásum á þorp og herstöðvar. greinda tegund fyrir 2 árum. Asamt aukinni misnotkun þess- ara efna, hefur áfengisneyzla einnig aukist. Þeir, sem neyta lyfjanna, drekka oftar en hinir. t greinargerð með niðurstöðunum segir, að þarna sé um mikið þjóð- félagsvandamál að ræða. Þriðji hver sænskur ungling- ur misnotar vímugjafa — Laugardagur 15. april 1972. Svart: Reykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guð-, mundsson. ABCDEFGH o» o» ABCDEFGH Hvítt: Akureyri: Sveinbjorn Sigurðsson og. Hólmgrimur Heiðreksson. > 11. leikur Akureyrar: Rf3-g5 Flugræningin hélt ræðu NTB-Los Angeles. Maður af mexikönskum upp- runa rændi á fimmtudagskv. bandariskri flugvél af gerðinni Boeing 737, með 41 farþega innan- borðs. Krafðist ræninginn þess, að á flugvellinum i Los Angeles fengi hann öll þau tæki er til þarf, til að halda ræðu i sjónvarp og út- varp. Fékk hann það og með byssuna i hendinni talaði hann i 35 min. um óréttlætið, sem Mexikanir i Bandarikj. ættu við að búa. Talið frá vinstri: Sigrún hjá veggskjöldunum, Einar tekur við viöurkenningu úr hendi Birgis Finnssonar og Kristin hjá merkjum sinum. (Tímamyndir Gunnar) Konurnar hrepptu verðlaunin í merkiasamkeppni Hátíðar 74 Klp-Reykjavik. Úrslit í samkeppni um þjóð- hátiðamerki fyrir þjóðhátiðina 1974 á 1100 ára afmæti tslands- byggðar og þrjár myndskreyt- ingar (teikningar) til nota á vegg- skiidi, voru tiikynnt i gær. Fór at- höfnin fram i kjallara Norræna hússins aö viöstöddum nokkrum gestum. Þar hefur öllum hug- myndunum að merkjunum verið haglega komið fyrir, en þær eru hátt á fimmta hundraö talsins, og veröur haidin sýning á þeim, sem standa mun næstu daga. Eins og fyrr segir bárust hátt á fimmta hundrað hygmyndir til dómnefndarinnar, þar af flestar eftir að skilafrestur hafði verið framlengdur. Athyglisvert er, að Matthias Johannessen, formaður Þjóðhátiöarnefndar margar myndir hafa borizt frá börnum og unglingum viðsvegar að af landinu, og segir það sina sögu um áhuga þeirra á þjóð- hátiðinni, sem i vændum er. Trúlega hefur verið erfitt að velja úr þessum mikla fjölda hug- mynda, en dómnefndin, sem skipuð var þeim Birgi Finnssyni, Herði Agústssyni, Haraldi Hannessyni, Steinþóri Sigurðs- syni og Helgu Sveinbjörnsdóttur, komst að einróma niðurstöðu um veitingu verðlauna. Fyrstu verðlaun kr. 70 þús. fyrir hugmynd að þjóðhátiðar- merki hlaut Kristin Þorkels- dóttir, Lindarhvammi 13, Kópa- vogi. I úrskurði dómnefndar segir, að þessi hugmynd sé frum- leg, formsterk og vel hugsuð, auk þess sem hún hefur þann mikla kost að vera einföld. Merkiö sýnir eldtungur og ártalið 1100. Svohljóðandi tilvitn- un er úr greinargerðinni: ,,Þá var sett sú regla aö enginn karlmaður skyidi mega nema við- áttumeira land en það, sem hann gæti farið eldi um á einum degi.” „Eldheigun á ónumdu landi var aðallega með tvennu móti: Annaðhvort var kveikt bál við ós hvers fljóts, er rann til sjávar innan þeira takmarka, er land skyidi nema — og helgaði þá bálið hvern fljótsdal svo langt sem hann náði — eða þá landareignin var oll umkrmgd roö af logandi eldum, sem hvcr varð að sjást frá öðrum, og allir voru kveiktir á einum og sama degi.” Fyrstu verðlaun fyrir teikn- ingar á veggskildi, kr. 60 þús., hlaut Sigrún Guðjónsdóttir, Lauf- asvegi 7, Reykjavik. Sendi hún alls sjö tillögur, eins og Kristin, en verðlaunin hlýtur hún fyrir þrjá kringlótta veggskildi. Er einn þeirra blár með tveim and- litsmyndum, annar brúnn með andlitsmynd og fugli, og sá þriðji blágrænn,á honum fimm sam- tengdar mannverur ásamt tveim fuglum. Dómnefndin telur þessar myndir fagurlega gerðar. Þær minni, að hennar áliti, mjög vel á sagnir um landnám Islands og muni njóta sin vel i nánari út- færslu. Þá samþykkti nefndin enn- fremur að benda Þjóðhátiöar- nefnd á sex tillögur að ferhyrnt- um veggskjöldum, sem gerðar voru af Einari Hákonarsyni, Austurbrún 37, Reykjavik. Allir eru verðlaunahafarnir lærðir teiknarar. Kristin Þorkels- dóttir er eigandi Teiknistofu Kristinar i Kópavogi, sen sú teiknistofa hlaut m.a. l.verðlauni samkeppni um beztu sjón'varps- auglýsinguna — auglýsinguna frá verzluninni Adam. Kristin hefur tvivegis áður hlotið verðlaun i hugmyndasamkeppni um merki. I fyrra skiptið var það merki Iðn- sýningarinnar 1966 og I siðara skiptið fyrir merki Náttúruvernd ’arráðs. Sigrún Guðjónsdóttir er lærður teiknikennari og hefur m.a. stundað nám hér heima og er- lendis. Hún rekur nú leikera- smiðastofu ásamt eiginmanni sinum Gesti Þorgrimssyni. Einar Hákonarson, sem hlaut viður- kenningu, er listmálari og kennari i myndlistaskólanum Myndsýn, sem hann veitir for- stöðu. Sýning á hugmyndum, sem bárust verður opin i kjallara Nor- ræna hússins frá kl. 14.00 til 22,00 i dag og á morgun og síöan út alla næstu viku frá kl. 17.00 til 22,00. Þjóðhátiðarmerkið 1974. Kaupið fjöður berjumst gegn blindu Söludagar 15. og 16. aprfl Lionsumdæmið á Islandl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.