Tíminn - 23.04.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.04.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 23. april 1972. TÍMINN 92Q£ Tuttugu ár í valdastóli Tuttugu ár eru nú senn liðin sið- an Elizabeth Bretadrottning tók við völdum i Englandi. Þykir mörgum sem timinn hafi liðið hratt, en reyndar má sjá það á andliti drottningar, að hún hefur breytztá þessum 20 árum. Enda er það ekki nein furða, þvi hún var aðeins 25ára gömul stúlka, þegar hún varð drottning. Þá var hún reynslulitil, og undi sér betur meðal hestanna sinna, heldur en i hópi ráðherra og stjórnmálamanna. Á þessum tuttugu árum hefur hún orðið sviðsvanari, og á ekki lengur i neinum erfiðleikum með að koma fram. Hún hefur dregið nokkuð úr þeim föstu reglum, sem tröllriðu öllu i sambandi við kóngafólkið i Englandi og fram- komu þess, og framkomu al- mennings gagnvart þvi. Fyrir það hefur hún hlotið nokkrar vinsældir. Hún er nokkuð vel liðin af þegnum sinum, en ekki elska þeir hana neitt sérlega mikið. Skoðanakannanir hafa sýnt, að meiri hluti Englendinga vill hafa konungsriki áfram þar i landi, svo Elisabeth þarf ekki að óttast, að missa atvinnu sina. Ný vinkona Brandos Marlon Brando hefur að undan- förnu verið i Paris, þar sem hann hefur leikið i kvik- myndinni Guðfaðirinn. Þar hefur hann átt vingott við bandarisí.a sýningarstúlku og ljósmyndafyrirsætu, Joan að nafni. Marlon gengur sjálfur um götur Parisarborgar með sitt hár og hárband, og i galla- buxum, eins og hreinn og beinn hippi. Mikið hefur verið skrifað um Brando og son hans, sem talið var, að hefði verið rænt. Sonurinn heitir Christian og er 13 ára gamall, sonur Brandos og fyrrverandi konu hans önnu Kashfi. Þau Anna og Marlon skildu árið 1959 og siðan hefur Marlon gert allt, sem i hans valdi hefur staðið til þess að fá forráðarétt yfir syni sinum, en það hefur ekki gengið. Nú siðast, þegar .allir héldu að syninum hefði verið rænt, reyndist hann vera i haldi hjá konu nokkurri, sem Anna borgaði 30 þúsund dollara fyrir að fela hann fyrir föðurnum. Eftir þetta siðasta uppátæki móðurinnar þykir liklegt, að Marlon fái að taka soninn til sin. Spádómur Christina prinsessa i Sviþjóð á að gifta sig á þessu ári, ef spá- dómur dönsku stjörnuspákon- unnar Ruth Wennerholm reyn- ist réttur. Eginmaðurinn verður þó ekki Tord Magnusson, sem Christina hefur mikið skemmt sér með undanfarin ár, og við höfum oft talað um hér i Speglinum. Ekki getur spákon- an sagt frá þvi, að Karl Gustaf bróðir Christinu gifti sig fljót- lega. Hann kemur til með að velja sér konuefni af skyldu- rækni en ekki af ást, segir spá- konan. Kannski er það þess vegna, sem hann skemmtir sér svona mikið og vel með alls kyns kvenfólki, segja sænsku blöðin, sem eru orðin heldur þreytt á prinsinum sinum, og vinkonum hans. Hjartaflutningur Kúreki nokkur i Bandarikjunum var lagður inn á sjúkrahús i þeim tilgangi að láta skipta um hjarta. Honum var gefinn kost- ur á þremur hörtum. Eitt var hjarta ungs iþróttamanns, ann- að var hjarta ungrar konu, en þriðja hjartað var ú 69 ára gömlum bankastjóra. Kúrekinn valdi hjarta bankastjórans, og gaf þá skýringu, að það væri hjarta, sem trygging væri fyrir, að aldrei hefði verið notað, og þvi ætti að vera bezt að fá það. Rithöfundur með ferðaskrifstofu Ferðabókahöfundurinn við- frægi, Jörgen Bitsch, er lagður Dýrt baðherbergi Það er nokkuð misjafnt, hvað fólk leggur mikið upp úr þvi, sem i kring um það er. Söngvar- inn Engilbert Humperdinck á nóg af peningum, og hann vill hafa fina, eða að minnsta kosti dýra hluti á heimili sinu. Bað- herbergið hans eitt er sagt kosta 720 þúsund krónur, og ætti að vera gaman að baða sig i sliku herbergi. Flestir veggir eru þaktir speglum, og i baðher- berginu er lika sjónvarp, svo ekki á söngvarinn að þurfa að missa af neinu, sem fram fer á skerminum, þótt hann sé að skola af sér óhreinindin. af stað til Galapagoseyjanna við Suður-Ameriku. Það þykir vist engum merkilegt, þvi hann hef- ur verið á stöðugu ferðalagi frá þvi hann var 16 ára, og nú er hann 50 ára. Það óvenjulega við þetta ferðalag er, að hann fer þessa ferð með eigin ferða- félagi, og hver einasti þátttak- andi i ferðinni hefur greitt um 150 þúsund krónur fyrir þriggja vikna ferð og uppihald. Bitsch héfur sagt, að hann geti safnað saman þátttakendum i einar 10 til 15 aðrar ferðir á borð við þessa, og þar að auki i 25 minni ferðir á einu ári. Ekki segist hann vera að keppa við ferða- skrifstofurnar Spies og Tjære- borg, heldur geri hann þetta vegna þess, að honum finnst sjálfum skemmtilegt að ferðast og hafa með sér fólk, sem hann getur frætt um allt það, sem hann sjálfur veit. Fyrsta ferðin, sem Bitsch skipulagði var til pýramidanna i Egyptalandi fyr- ir sjö árum. Siðan hefur hann farið i óteljandi stuttar og lang- ar ferðir, og það eina, sem hann krefst af samferðamönnum sin- um er, að þeir geti tekið þvi, sen að höndum ber með ró og stillingu. Hann vill heldur ekki, að fólk búi á lúxushótelum, þvi þar sé allt of mikið af ferða- mönnum, og þar sem ferða- mennirnir eru, sést ekki hið raunverulega þjóðlif hvers lands. islendingur inn á Strikinu tslendingurinn Otto Sigvaldi, sem hefur gengið árum saman um Strikið i Kaupmannahöfn með barnavagn á undan sér, er sagður hafa gefið út 34 bækur Þykir það vel af sér vikið, en ekki vitum við nákvæmlega um hvað allar þessar bækur eru. — Blöndungurinn, sem þér selduð mér, sparar mér 45% af bensini, kertin 45% og loftsian 25%. Nú verðið þér að selja mér eitthvað, sem kemur i veg fyrir, að bensinið fljóti alltaf út úr geyminum. Fyrsti flakkari: — Ég vildi óska, að ég ætti milljón krónur. Annar flakkari: — Mundirðu þá gefa mér helminginn? Fyrsti flakkari: — Nei, þú getur sjálfur óskað þér hennar. Frá sér munin af hrifningu sat fallega, unga stúlkan og horfði á orðurnar á brjósti sjóliðsforingj- ans. Hún benti loks á eina og spurði fyrir hvað hann hefði feng- ið hana. — Þessa fékk ég fyrir 10 ára góða hegðun, svaraði hann. — Almáttugur! Hafið þér aldrei fengið landgönguleyfi? Sér til undrunar sá læknirinn, að flaska með engum miða stóð á hillunni innan um allar þær merktu i apótekinu. — Hvað er i þessari flösku? spurði hann lyfsalann. ¦— Þetta hefur bjargað mörgum mannslifum, svaraði hinn. — Já, en hvað er það? — Vatn. Það notum við, þegar við getum ekki lesið á lyfseðlana yðar. DENNI DÆAAALAUSI Tvo miða i viðbót, og þá eruð þið mamma orðin jöfn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.