Tíminn - 26.04.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.04.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Miðvikudagur 26. april 1972 IÐNÞRÓUNARSJÓÐUR HEFUR RÁÐSTAFAÐ 504,3 MILUÓNUM frá því hann tók til starfa 650 þúsund bárust á Fórnarvikunni Framlög til Hjálparstofnunar kirkjunnar vegna fórnarvikunn- ar, sem haldin var 19.-26. marz, nema nií um 650 þús. króna.Enn berast þó stöðugt framlög, sér- staklega utan af landi, þannig að gera má ráð fyrir, að þessi upp- hæð muni eitthvaö hækka á næst- unni. Þetta er i þriðja sinni, sem fórnarvika er haldin. Tekjur hafa áður verið um 250-300 þús. Aukn- ingin i ár er þvi um 350-400 þiis., sem ber þess glöggt vitni, að fórn- arvikan hefur öðlazt fastan sess með þjóðinni, og boðskapurinn, að fólki beri að leggja eitthvað að sér trúar sinnar vegna á föstunni, hefur góðan hljómgrunn. Sjö börn og stjórnandi þeirra, sem fram komu i „Stundinni okk- ar" i sjónvarpinu, gáfu þóknun sina fyrir þáttinn til Hjálpar- stofnunarinnar. Taliö frá vinstri: Salóme Tynes, Rannveig Olafsdóttir, Agústa Helga Sigurðardóttir, Svava Bernharðsdóttir, Sverrir Tynes og Halldór Guðnason. Sitj- andi er stjórnandi þáttarins frú Hrefna Tynes. A myndina vantar Gunnar Pál Þórisson. Átján ára megi drekka áfengi í vínveitingahúsum Frumvarp um breytingu á áfengislögum lagt fyrir þingið í gær Hinn 24. þ.m. var haldinn i Reykjavik fundur stjórnar, Iðn- þróunarsjóðs, en i henni eiga sæti fulltrúar Noðurlandanna fimm. A fundinum voru samþykktir ársreikningar sjóðsins fyrir árið 1971 og gengíð frá ársskýrslunni, sem birt verður bráðlega, og i koma fram itarlegar upplýsingar um starfsemi á liðnu ári. Fyrir fundinum lágu tillögur frá framkvæmdastjórn sjóðsins um lánveitingar að upphæð 47,0 millj. kr. og voru þær sam- þykktar. Einnig samþykkti stjórnin heimild til framkvæmda- stjórnarinnar til ráðstöfunar á 50,0 millj. kr. til viðbótar fyrri heimildum og heimild til veitingar styrkja og sérstakra lánveitinga að upphæð 5,0 millj. kr. Frá upphafi hefur stjórn sjóðsins samþykkt ráðstöfun á 504,3 millj. kr. A fundinum voru rædd framtiðarverkefni sjóðsins, og af hálfu framkvæmdastjórnarinnar gerð grein fyrir þeim athugunum, sem fram hafa farið á ýmsum iðngreinum og störfum nefnda, sem iðnaðarráðuneytið hefur skipað til að ,t*ka til- lögurnar til athugunar og fram- fylgja þeim. Hefur þegar verið hafizt handa um aðgerðir á sviði vefjar- fata- og prjónaiðnaðar. Á' fundi stjórnarinnar var dr. Jóhannes Nordal endurkjörinn formaður til eins árs. Aðrir sem sæti eiga i stjórn sjóðsins eru: Frá Danmörku H. Aaberg, forstjóri, frá Finnlandi J. Lassila, seðlabankastjori, frá Noregi O.Ckr. Múller, ráðuneytisstjóri og frá Sviþjóð O.Söderström, forstjóri. Formaður fram- kvæmdastjórnarinnar, er Bragi Hannesson, bankastjori. Rangar myndir Með grein Þorsteins Matthi- assonar Þræðir frá siðasta sumri, sem birtist i blaðinu fyrir nokkru komu rangar myndir. Attu aðfylgja greininni myndir af þeim Kolbrúnu Jóhannesdóttur og Sveini Magnússyni. Leiðréttist það hérmeð. EB-Reykjavik Lagt var fyrir Alþingi i gær frumvarp flutt af þingmönnum úr öllum stjórnmálaflokkunum þar sem m.a. er kveðið á um það, að þeir sem náð hafa 18 ára aldri fái að kaupa áfengi i vinveitinga- húsum til að ,,leiðrétta það mis- ræmi sem verður við það, að unglingum, sem orðnir eru 18 ára, er heimilt að dvelja á veitinga- stað, þar sem vinveitingar eru leyfðar, en þó má eigi selja, veita eða afhenda áfengi yngri mönnum en 20 ára" eins og segir i Andlegt þjóðaráð kjörið á íslandi OÓ—Reykjavik. Kosning Andlegs þjóðaráðs Bahá ia fer fram á þjóðþingi, sem haldið veröur I Glæsibæ 28. til 30. april n.k. Þar mætir fulltrúi Alþjóðahúss réttvisinnar, sem er aðalstöðvar Baha' i-trúarinnar i Haifa i ísrael, en hann heitir Enoch Olinga og er frá Uganda. Einnig munu megin- landsráðunautar Evfópu verða fulltrúar Alþjóðahúss rétt- visinnar á þjóðþinginu. Frá Kanada koma einnig fulltrúar þjóðarráðs Baha' ia og aðstoða við þessa fyrstu kosningu Andlegs þjóðarráðs á Islandi, en Kanada hefur, hingað til aðstoðað fram- göngu málstaðarins á Islandi og lagt þar til fjármagn og braut- ryðjendur. , Andleg svæðisráð eru riu i Reykjavik, Kópavogi, Hafnar- firði og Keflavik og eitt er nýstofnað á Akureyri. Hópar og .ráð starfa nú i öllum stærri kauptúnum og kaup- stöðum á landinu. greinargerð frum varpsins. „Verði þetta misræmi afnumið, má ætla, að auðveldara reynist en nú er að hafa strangt eftirlit með þvi, að ákvæðum laganna um þetta efni sé fylgt I framkvæmd" segir ennfremur i greinargerð- inni. Þá kemur fram i greinar- gerðinni, að þetta frumvarp er flutt i samráði við áfengisvarnar- ráðunaut. Aðrar breytingar á áfengis- lögum, sem felast i þessu frum- varpi, miða að þvi að veita áfengisvarnarnefndum aðstöðu til aukinna áhrifa með þvi að gera það skylt að leita umsagnar á- fengisvarnarnefndar i hlutaðeig- andi sveitarfélagi áður en veitingahúsi er veitt vinveitinga- leyfi. Enn fremur er lagt til, að á- fengisvarnarnefndir skuli vera ólaunaðar. Flutningsmenn frumvarpsisn eru þeir Páll Þorsteinsson (F), Oddur Ólafsson (S), HelgiJ. Seljan (AB), Jón Armann Heðinsson (A) og Björn Jónsson (SFV). MAI FEKK 50 T0NN í EINU HALI Þó—Reykjavik Togarinn Mai kom i fyrra- dag til Hafnarfjarðar með 350 lestir af fiski. Þennan afla fékk skipið á hálfum mánuði og mestan hluta aflans var að fá 60 milur VSV af Reykjanesi, á miðum, sem islenzkir togarar hafa ekki stundað veiðar á áður. Mai fékk mestan hluta aflans á siðustu fjórum dögunum, þar af voru 50 tonn i siðasta' toginu, sem er algjört einsdæmi. Þýzkir togarar hafa verið á þessum miðum undanfarið, en eins og fyrr segir, þá er Mai fyrsti isl. togarinn, sem reynir á þessum miðum. Astæðan fyrir þvi, að islenzkir togarar hafa ekki stundað þessi mið, er sú að hér er um misjafnan botn að ræða, og þvi hætt við festum. Að sögn skipverja á Mai, þá virðist vera mjög mikilí fiskur á þessum slóðum. 3100 LESTIR AF SKREIÐ V0RU FLUTTAR ÚT ÁRIÐ 1971 llla lítur út með skreiðarframleiðsluna ef Nígeríumarkaðurinn opnast ekki ÞÓ—Reykjavik. Arið 1971 voru fluttar út 3100 lestir af skreið, og þar af tæp- lega 2800 lestir til ltaliu. Það land, sem keypti næst mest af skreiðinni, var Belgia með litil 90 tonn. Fob—verð- mæti þessa magns er röskar 247 milljónir króna. Þetta geturaðsjá i grein, sem Bragi Eiriksson, ritar i nýjasta hefti Ægis um skreiðarfram- leiðsluna 1971. 1 greininni segir, aö rúmum 800 lestum meira af skreið hafi verið selt til ítaliu á árinu 1971, en 1970. Allmargir kaup- endur á Italiu gerðu meö sér félagsskap til innkaupa á allri Eddu-skreið, sem til var hjá hinum ýmsu sölufélögum skreiðarinnar og voru birgðir frá 1969, 1970 og 1971. Sem stendur eru engar skreiðarbirgðir til i landinu af Eddu-skreið. Talið er, að Island eigi öruggan markað fyrir um 2000 lestir af vel- verkaðri Eddu-skreið á Italiu árlega. Bragí segir, að hann telji nauðsynlegt að halda bessum markaði með öllum tiltækum ráðum. Ef Islendingar fram- leiöi ekki næga skreið á árinu 1972, þá tapist þessi markaður um leið. — A siðasta ári fluttu frændur okkar Norðmenn 5118 lestir af skreiö til Italiu. A árunum 1968 og 1969 haföi Island um 50% af skreiðar- markaðinum i Kamerún, en nú er svo komiö, að Island er næstum dottið út úr myndinni, sem útflytjandi á skreið til Kamerún, og það þrátt fyrir samstöðu um verölag á skreiðinni við Norðmenn. En Norðmenn hafa yfirtekiö markaðinn að mestu, sem sést bezt á þvi, að á siðasta ári seldu Norðmenn 1583 tonn af skreið til Kamerún, en Islendingar ekki nema 83 lestir. Skýringuna á þessu telur Bragi vera m.a.,að Kamerún vilji hlezt kaupa smáfisk, en af honum er mjög litið til á Islandi, þar sem Island hefur selt næstum alla smáskreiðina til Júgóslaviu, eða samtals 482 lestir á árinu 1970 og 1971. I öðru lagi er skýringin sú,. að Noregur getur boðið meira af sér- stökum tegundum, og að Noregur veitir betri verzlunarkjör en ísland. Þá veltir Bragi skreiðar- verzluninni við Nigeriu fyrir ser. Telur hann engan vafa leika á þvi, að hægt væri að selja talsvert magn af skreið til Nigeriu ef skreiðar- flutningur yrði aftur leyfður, en hann hefur alveg legið niðri siðan Biafra-styrjöldinni lauk. Ástæður fyrir innflutnings- banninu, þegar það var sett á voru taldar vera: 1. Gjaldeyrisvandamál. 2. Óhagstæður verzlunar- jöfnuður Nigeriu við ísland og Noreg. 3. Stefna Nigeriustjórnar að vernda og auka eigin fisk- iðnað. Bragi segir, aö nú eigi þessi rök ekki lengur við. Gjaldeyr- isstaðan sé orðin göo og vegna tekna af hinum auðugu olíu- lindum Nigeriu, er ekki.um nein gjaldeyrisvandamál að ræða. 1 verzluninni við Noreg t.d. hefur verzlunarjöfnuður- inn verið hagstæður fyrir Nigeriu. Um þriðja atriðið segir Bragi, að hægt sé að fullyrða, að þörf Nigeriumanna fyrir fiskmeti sé miklu meiri en eigin framleiðsla geti fullnægt og þessvegna muni inn- flutningur á skreið ekki hafa nein teljandi áhrif f þá átt að draga úr eigin framleiðslu. Astæðurnar fyrir inn- flutningsbanninu telur Bragi einkum vera skreiðar- sendingar Norðmanna til Biafra á meðan striðinu stóð og að nú .... fari fram ein- hverjar refsiaðgerðir gegn Ibóuni, sem voru annaraðilinn i stríðinu, og fyrir striöið fór 80% af innflutningnum þangað. Að lokum veltir Bragi þvi fyrir sér, hvað sé fram undan i skreiðarverkun, ef Nigeriu- markaðurinn opnist ekki. Segir hann, að það sé ljóst, að ekki 'sé hægt að framleiða skreið, nema hægt verði að selja hana til Nigeriu, að undanskyldu þvi magni, sem reynt verði að verka fyrir ítaliumarkað, og smáskreið sem hægt er að selja til Kamerún og Júgóslaviu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.