Tíminn - 26.04.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 26.04.1972, Blaðsíða 20
Norðanmenn ryðjast áfram þrátt fyrir sprengjuregn - Erlendir borgarar fluttir brott frá Kontum NTB-Saigon Bandariskir og evrópskir borgarar voru i gær fluttir li;í borginni Kontum I mibhálendi S- Vietnam, meban stjórnarherinn bjósig undirab mæta skribdreka- sveitum norbanmanna skammt norban vib borgina, en herinn ruddist þar fram eftir þjób- veginum og þúsundir flótta- manna fóru á undan. Samkvæmt heimildum eru i þessum her norðanmanna um 4000 fótgönguliðar, studdir skrið- drekum og stórskotaliði. Kommúnistar hafa fram að þessu náð að minnsta kosti niu stöðvum á hálendinu og farið framhjá limm öðrum, þrátt fyrir stanzlaust sprengjuregn bandariskra flugvéla. Ein stórsveit úr her S-Vietnam hefur heitiö, að verja bæinn Dak To, 40 km NV af Kontum, „til siðustu stundar" þrátt fyrir fyrir- skipanir um, að hörfa. Dak To er umkringd og sam- kvæmt sumum fréttum er bærinn þegar fallinn. Nú hafa norðanmenn setið um An Loc i 19 daga og segja heimildir, aö þar standi varla steinn yfir steini, en samt er barizt þar grimmilega um allar götur. Allt í lagi um borð NTB-Houston bremenningarnir i Apollo 16. f'engu að sofa fram yfir áætlun, meðan geimfarið bar þá nær jörðu. Klukkan 20 i gærkvöldi fór Mattingly i gönguferð i geimnum til að sækja 2 km af filmum, sem voru i hylki utan á farinu. Hraðinn var þá 48 þús. km á klst. Búizt er við góðu veðri á lendingarsvæðinu á morgun. Staðurinn er um 2400 km sunnan við Honolulu. I fótspor innbrotsþjófs OO-Reykjavik. Hann þótlist öruggur með sig náunginn, sem var að bera segul- bandstæki milli húsa i Reykjavik s.l. sunnudag,en einhverjum, sem til sá, þótti hann grunsamlegur og lét lögregluna vita. Kom I ljós, að þarna var stolið tæki, og var þjófurinn að koma þvi i örugga geymslu. Segulbandstækinu var stolið i heildverzlun J.P. Guðjónssonar við Skúlagötu S.febrúar s.l. en þá var brotizt þar inn og stolið segul- bandstækjum að verðmæti 119 þús. kr. En það tæki sem nú kom i leitirnar, er stórt og kostar 40 þús. kr. Sá handtekni harðneitaði aö hafa stolið öðru úr verzluninni og viðurkennir jafnvel ekki að hafa brotizt þar inn. Hann segist hafa verið á gangi framhjá verzluninni umrædda nótt, og séð brotinn glugga, sem hægt var að komast inn um. Fór hann inn, leizt vel á umrætt tæki og labbaði með það út um gluggann. Hins vegar segir hann, að sér hafi aldrei dottið i hug, aö fara að brjótast inn. Sá sem greiddi götuna fyrir siðari þjófinn, stal nokkrum minni segulbandstækjum. Farið hefur verið fram á mun meiri hækkanir en leyfðar hafa verið OO-Reykjavik. Viðskiptaráðuneytið lét gera yfirlit um helztu ákvarð- anir verðlagsnefndar og ráðu- neyta um hækkanir, sem leyfðar hafa verið á vörum og þjónustu eftir 4. des. 1971, vegna fyrirspurnar Gylfa. Þ. Gislasonar, á Alþingi um verðlagsmál. Astæðan fyrir þeim hækkunum, sem leyfðar hafa verið eru vegna hækkun- ar vinnulauna, lækkunar á. niöurgreiðslum, hækkana á einstaka vörutegundum á heimsmarkaði og aukins rekstrarkostnaðar fyrirtækja. 1 allmörgum tilfellum hefur verið farið fram á leyfi til mun meiri hækkana, en leyfðar voru. 14. des. 1971 samþykkti verðlagsnefnd að Meistara- félagi byggingamanna, Meistarafélagi járniðnaöar- manna og Bilgreinasamband- inu að hækka útsöluverð um 5% vegna nýgerðra kjara- samninga. I. febrúar lá fyrir beiðni kexverksmiðjanna um 12% hækkun og var hún heimiluð. Astæðan var veruleg hækkun á sykri á heimsmarkaðsverði og vinnulaunahækkunin i des. s.l. Ofnasmiðjan bað um 12.6% hækkun á framleiðsluvörum sinum vegna hráefnahækkana og vinnulaunahækkana. Var 12% hámarkshækkun leyfð. II. febrúar var brauð- gerðarhúsum heimilað að hækka framleiðsluvörur sinar um 12% til 13%, en þó vinar- brauö um 19%. Bakarar fóru fram á 24% til 32% hækkun. Astæðan fyrir hækkuninni voru kauphækkanirnar 1. jan. og hækkun á efnisvörur til brauðgerðar, sérstaklega verðhækkun á sykri. Beðið var um 35-50% hækk- un á oliuflutningum innan- lands með skipum, en rikis- stjórnin ákvað 20% hækkun vegna hallareksturs skipanna á s.l. ári og aukins reksturs- kostnaðar, m.a. vegna launa- breytinga. Hárskerameisturum var heimiluð 21.7% hækkun. 12. jan. var samþykkt að hækka hámarksverð á unnum kjötvörum frá 8.4% til 18% i smásölu, og var þá reiknað meö óbreyttri 'smásólu- álagningu i Ícrónum. Astæðan var lækkun á niðurgreiöslum á kjöti og hækkun á vinnulaun- um. Fyrirtækjum i málmiðnaði og öðrum hliðstæðum rekstri var heimilað að hækka álagn- inguna um 69 kr. á hverja unna klukkustund, miðað við þriggja ára svein, en farið var fram á 104 kr. álagningu. Beðið var um 61 kr. hækkun á álagningu i byggingariðnaði miðað við unna klukkustund, en leyfð var 25 til 30 kr. álagn- ing. Heimiluð var hækkun á fiski til neyzlu innanlands um 7.3% til 10.9% og var ástæðan hækk- un fiskverðs og einnig smá- vægileg hækkun álagningar, sem þýðir hækkun á launum fisksalans. 25. febrúar fengu veitinga- hús leyfi til að hækka verð á veitingum, annarra en áfengis öls og gosdrykkja. Farið var fram á 14% hækkun en 10% hækkun leyfð. Eigendur leigu- og sendibila, báðu um 9,3% hækkun en var heimiluð 8% hækkun, vegna hækkunar á vinnuliðum i rekstrargrundvelli og hækkun erlendis á bilum og varahlut- um. Hárgreiðslustofum var leyfð 21,7% hækkun á þjónustu, en farið var fram á 60-70% hækk- un. 3. marz var leyfð hækkun á unnum kjötvörum sem nam 9,5-12,1% vegna verðákvörö- unar Framleiösluráðs land- búnaðarins á landbúnaðarvör- um 1. marz. Fínpússningagerðin fór fram á 25% hækkun 10. marz. Rikis- stjórnin ákvað 10% hækkun. Björgun h.f. bað um að fá að hækka verð á sandi um 24,2% og á möl 33%. Rikisstjórnin leyfði 10% hækkun. Steypustóðvar fóru fram á 34-39% hækkun, en fengu að hækka um 10%. Bilaryðvörn og Ryðvörn h.f. báðu um 10-13% hækkun, al- gengust 6-8% hækkun, en fengu heimild til allt að 10% hækkunar. Beðið var um 28-30% hækk- un á öli og gosdrykkjum, en heimilað var 12% hækkun vegna verulegrar hækkunar á sykri og á vinnulaunum. Heimiluð var 13-15% hækk- Framhald á bls. 19 Taka varð fótinn af konunni 30-Reykjavik. Aðfaranótt föstudagsins 21.april s.l. skaut maður á eiginkonu sina með hagla- byssu og lentu öll höglin i öðrum fæti hennar. Var sárið svo mikið að taka varð fótinn af konunni og var aðgerðin framkvæmd i Borgar- spitalanum i fyrradag. Hlaup byssunnar var rétt við hné konunnar, þegar skotið reið af, og lentu höglin hnjáliðnum og umhverfis hann. Eins og sagt var frá Timanum varð atburður þessi svefnherbergi hjónanna. Kvöldið áður voru þau i sam- kvæmi, en þegar þau komu heim um nóttina sinnaðist manninum eitthvað við konuna og endaði það með þvi að hann greip haglabyssu, sem hann átti, hlóð hana, og veifaði vopninu i svefn herberginu fyrir framan konu sina, og svo fór að skot hljóp i fót hennar. Fór þá maöurinn út, en 15 ára gömul dóttir þeirra, vaknaöi og hringdi þegar i lög- reglu og sjúkralið. Var konan flutt i Borgarspitalann, en er lögreglumenn voru enn að rannsak vettvang, kom maðurinn heim. Viöurkenndi hann þegar, að vera valdur að meiðslum konu sinnar. Var hann úrskurðaður i 6 vikna gæzluvarðhald. Konan er 33 ára gömul en maðurinn 37 ára. Miðvikudagur 26. april 1972 Svart: Reykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. ABCDEFGH ABCPEFGB Hvitt: Akureyri: Sveinbjorn Sigurðsson Heiðreksson. og: Hólmgrimur 14. leikur Reykjavikur: Bc8 * e6 Chi-Chi er að deyja úr elli SB-Reykjavfk Pandabirnan Chi-Chi, sem búib hefur i dýragarbinum I London i 12 ár, virbist nú komin ab fótum fram. Sfbustu vikurnar hefur hún legib og sofib næstum allan sólar- hringinn, hvab sem á gengur i kring um hana. Chi-Chi er nú 15 ára og er þab mjög hár aldur i Panda-árum. Eins og kunnugt er, hafa verið gerðar árangurslausar tilraunir til að koma á sambandi milli Chi- • Chi og An-An sem er karlpanda 11 dýragarðinum i Moskvu. Cavalien VÖNDUÐ HJÓLHÝSI FYRIRLIGGJAMH: HJÓLHÝSI JEPPAKERRUR HESTAKERRUR MEÐ BEZTU KVEÐJU Gísli Jónsson & Co. h.f. Skúlagötu 26. Sími 11740

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.