Tíminn - 04.05.1972, Side 3

Tíminn - 04.05.1972, Side 3
Fimmtudagur 4. mai 1972. TÍMINN 3 "Stabat Mater" Dvoraks á tónleikum í kvöld SB—Reykjavik. Á aukatónleikum sinfóníu- hljómsveitarinnar i kvöld, fimmtudagskvöld 4. mai verður Stabat Mater eftir Dvorak frum- flutt hér á landi. Flytjendur verða eiusöngvararnir Guðrún A. Si- monar, Svala Nielsen, Magnús Jónsson og Jón Sigurbjörnsson, ásamt óratóriukórnum og Karla- kór Reykjavikur. Stjórnandi verður Ragnar Björnsson dóm- organisti. Alls taka um 160 manns þátt i flutningi þessa verks, sem tekur um hálfa aðra klukkustund i flutningi. A fundi með frétta- mönnum sagði stjórnandinn, Ragnar Björnsson, að Stabat Mater gerði miklar kröfur til ein- söngvaranna. Þá gat hann þess, að Guðrún A. Simonar, sem fram til þessa hefur sungið sópran, syngi nú mezzósópran i fyrsta sinn. Um verkið sjálft er það að segja, að það er einskonar sorgaróður Dvoraks eftir missi þriggja barna sinna. Latneski textinn,sem er undirstaða verks- ins, er eignaður Franziskana- munkinum Jakobone di Todi og lýsir þjáningum Mariu guðsmóð- ur við kross Krists á Golgata. Ekki færri en 30 tónskáld hafa samið tónverk við þetta kvæði, en Dvorak leysir viðfangsefnið á sinn persónulega hátt. Hann vakti heimsathygli er verkið var frum- flutt i Prag 1880. Þingeyingar sýna á Seltjarnarnesi SB—Reykjavik. Leikfélag Húsavikur er nú i sinni fyrstu leikför til Suðurlands og sýnir nú um helgina leikritið Júnó og páfuglinn i félagsheimil- inu á Seltjarnarnesi. Leikflokkur þessi er Norðlendingum að góðu kunnur og mun vera einn þjálfað- asti áhugamannahópur á landinu. Þingeyingar sýndu Júnó og pá- fuglinn 9 sinnum á Húsavik við góða aðsókn og 2svar á Akureyri við ágæta aðsókn og undirtektir. Júnó og páfuglinn er eftir irska skáldið Sean O’Casey og fjallar um þau átök, sem átt hafa sér stað i irsku þjóðlifi siðustu ára- tugina og fréttir eru nú daglega sagðar af. Með aðalhlutverk i leiknum fara þau Sigurður Hall- marsson, Herdis Birgisdóttir og Arnina Dúadóttir, en alls eru hlutverkin 14. Leikfélag Húsavikur hefur starfað stöðugt um margra ára skeið, og eru áhugaleikarar þess orðnir vanir og hafa leikið i fjöl- mörgum þekktum leikritum, m.a. Volpone i útvarpið. Starfsemin er til húsa i gömlu samkomuhúsi og þykir furðu sæta, hversu vel hefur tekizt að gera sýningarnar úr garði, þvi aðstæður eru hinar erfiðustu. Sýningarnar hér fyrir sunnan verða á föstudags- og sunnudags- kvöld kl. 20.30, og á laugardag kl. 16. Forsala aðgöngumiða er f Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar. Úr Júnó og páfuglinum. F.v.: Sigurður Hallmarsson, Arnina Dúadótt- ir, Ingimundur Jónsson, Kristján E. Jónsson. Herdis Birgisdóttir, Kristjana Helgadóttir og Jón Guðlaugsson i hlutverkum sinum. Efnt verði til samkeppní um skipulag nýja miðbæjarins A fundi Borgarstjórnar Reykjavikur i dag, verður m.a. rætt um tillögu Kristjáns Frið- rikssonar varaborgarfulltrúa Framsóknarflokksins, en Kristj- án leggur til að efnt verði til sam- keppni um skipulag nýrrar mið- borgar. Tillagan er svohljóðandi: Borgarstjórn ályktar að efna til almennrar samkeppni um til- lögugerð að skipulagi nýrrar mið- borgar, sem staðsett yrði á svæði þvi, sem áður hefur verið fyrir- hugað til þessara nota. — En þó skal þessi skipulagstillaga miðuð við allt svæðið, suður að Foss- vogslæk, — enda verði með þess- ari skipulagningu hugsað fyrir miðborgarsvæði, er duga mætti um næsta 150 til 200 ára tímabil, eða um ófyrirsjáanlega framtíð. Svæðið yrði skipulagt með það fyrir augum að byggja miðborg, þar sem sérkenni lands og þjóðar fengju notið sín, sbr. greinargerð. Rými þyrfti að áætlast m.a. fyrir eftirgreindar byggingar: 1. Ráðhús. 2. Borgarlistasafn. 3. Borgarleikhús. 4. Útvarps- og sjónvarpshús. 5. Borgarbókasafn. 6. Þjóðbanka (þ.e. Seðlabanka). 7. Viðskiptabanka. 8. Verzlunarmiðstöð I. þ.e. fyrir fyrri hluta verzlunarsvæðis. 9. Verzlunarmiðstöð II, sem yrði siðari hluti verzlunarsvæðis. 10. Hótel, með meiri háttar ráð- stefnuhöll. 11. Almennt hótel með skemmtistöðum. 12. TónlistarhOll (óperu). 13. Veðurstofu. 14. Kirkju. 15. Kvikmyndahúsi. 16. Borgarspitala. 17. Tómstundaleikvangi. 18. Sædýra- og sjóminjasafni. 19. Skemmti- bátahöfn við Skerjafjörð. 20. Bað- strönd, sérstakrar gerðar við Skerjafjörð, o.s.frv. Nokkrum af þessum bygging- um hefur þegar verið valinn stað- ur á svæðinu, og sumar þegar byggðar, en það er einn þáttur til- lögunnar að innbyrða þær i hið nýja miðborgarskipulag. Enn fremur skal skilgreint sem efnisatriði tillögunnar, að svæðið verði hannað þannig, að útsýni til norðurs verði ekki skert, og ekki til vesturs við Skerjafjörðinn, en stórt opið miðsvæði kjarnans gefi rými fyrir viðamiklar stækkanir af höggmyndum hinna fremstu listamanna vorra i þeirri grein, þannig að listást og listsköpun þjóðarinnar verði látin gefa hinni nýju miðborg það andrúm, sem ekki eigi sinn lika i öðrum stöð- um. Einsöngvarar og stjórnandi „Stabat Mater” F.v.: Ragnar Björnsson, Svala Nielsen, Magnús Jónsson, Guðrún Á. Simonar og Jón Sigurbjörnsson. (Timamynd Gunnar) 100 ÁR FRÁ TILSKIPUN UM SVEITARSTJÓRNIR Norrænt sveitarstjórnarþinghérá landi í sumar ÞÓ—Reykjavik. I dag, 4. mai, eru liöin 100 ár frá útgáfu konunglegrar tilskipunar um sveitarstjórn á tslandi. Með tilskipun þessari endurheimtu sveitarfélögin það sjálfstæði, er þau höfðu smám saman misst, og að fullu 1809, er rikisvaldið tók til að skipa menn til starfa i sveitar- stjórnum. Segja má, að með útgáfu tilskipunarinnar hafi i stórum dráttum verið lagður grundvöllurinn að sveitarstjórn nútimans. Samband islenzkra sveitar- félaga, og fleiri aðilar, minnast þessara timamóta á marg- vislegan hátt, og ber þar hæst útkomu fyrra bindis af „Sögu sveitarfélaganna”, eftir Lýð Björnsson sagnfræðing. Saga sveitarfélaganna, sem kemur i bókaverzlanir i dag, er gefin út af Almenna bókafélaginu, en er samin fyrir tilstilli Sambands isl. sveitarfélaga. Það var árið 1966, sem fulltrúaráð Sambands isl. sveitarfélaga samþykkti að gangast fyrir ritun bókarinnar. Til verksins var ráðinn Lýður Björnsson sagnfræðingur, en AB var fengið tii að sjá um útgáfuna. Sá hluti verksins, sem nú kemur út á afmælisdegi tilskipunar- innar, spannar yfir timabilið frá upphafi hreppa á Islandi til þess, að sveitarstjórnarlögin voru sett af Alþingi 1872. 1 siðara bindinu, sem á að koma út á 1100 ára afmæli tslandsbyggðar 1974, verður fjallað um þróunina frá 1872 I bókinni er m.a. greint frá hug- myndum um uppruna hreppanna og leiddar likur að þvi, að hann megi rekja til norrænna fyrir- mynda Þá er verksviöi hreppanna lýst, stjórn þeirra og tekjustofnun á þjóðveldisöld, oe drepið á islenzk gildi á siðmið’ öldum. Þá er sagt frá þvi, hvernig hrepparnir glata smám saman hinu forna sjálfstæði sinu til rikisvaldsins, unz hrepp- stjórarnir, embættismenn sveitarfélaganna, eru gerðir rikisstarfsmenn 1809. Allar þekktar breytingar á hreppa- skipan fyrir 1872 eru raktar og dregið upp likan af vorþingum og hreppum á þjóðveldisöld. Lýður Björnsson sagnfræðingur sagði á blaða- manna fundi i gær, að hann hefði unnið við þetta verk alveg frá árinu 1966, og hefði hann mest notað frumheimildir eins og t.d. skjalasöfn, fornbréfasafn, Alþingisbækur og Lovsamling for tsland. A sinum tima skipaði sam- bandið sérstaka nefnd til að vera höfundi til ráðuneytis við ritun sögunnar, en i henni hafa setið frá byrjun þeir Jónas Guðmundsson fyrrv. formaður sambandsins. Ólafur Jóhannesson forsætisráð herra, Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur og Páll Lindal for- maður Sambands islenzkra sveitarfélaga, en hann ritar for- mála bókarinnar. Fyrra bindi Sögu sveitarfélag- anna á tslandi er stór bók og efnismikil, sem skiptist i 9 kafla. Bókin er 264 blaðsiður, og i henni eru 23 ljósmyndir og kort, og eru ýmsar myndanna fágætar. Bókin er prentuð og bundin i tsafoldarprentsmiðju, hf., en Torfi Jónsson teiknaöi kápu. Timarit Sambands islenzkra sveitarstjórna, sem einnig kemur út i dag, er tileinkaö afmælinu. Forseti tslands dr. Kristján Eldjárn skrifar ávarp Lýður Björnsson sagnfræöingur skrifar grein um tilskipunina 1872, einnig er birt viðtal við Karl Kristjánsson heiðursfélaga sam- bandsins. Þá gefur Póst- og sima- málstjórnin út frimerki i tilefni afmælisins. Frimerkiö er teiknað af Gisla B. Björnssyni, og er það útfært á sama hátt og á kápusiðu sveitarstjórnarmála, táknmynd um sveitarfélögin á tslandi. Frimerkið, sem er að verðgildi 16. kr., kemur út 14. júni. 1 tilefni afmælisins heldur Samband islenzkra sveitarfélaga norrænt sveitarstjórnarþing að Laugar- vatni dagana 18,—23. júni. Þátttakendur veröa um 120, þar af 80 fulltrúar sveitarfélaga annars staðar á Norðurlöndum. Afmælisfrímerkið um tilskipun um sveitastjórn á tslandi. .hhm.hh Ml,tm ‘M ■■fiJJJi.JB .M.iiU BllMÍWtiHliMHlllli Með höfuðið á hnakkanum Blanda söng hann i svefn, þegar hann hafði hallað ungu höfði sinu á hnakkinn i áningar- stað á Stórasandi. Sakhæf móðir fylgdi honum látin i báti á ferju- stað. isareið Odds á Miklabæ glumdi honum við eyru, en upp frá iandinu og sögunni hóf hann raust sina unz sólkerfin gáfu sig undir tungutak hans og skilning I veldisoröum hrikafleygs ljóð- máls, sem stundum gat orðiö eins óljóst og fjarviddirnar, en hvarf alltaf aftur til upprunans, Stóra- sands, fylgjugeigsins og iisareið- innar, hversu ákaft sem hann kaus sér að eiga bústað meðal stjarnanna. Þannig var Einar Benediktsson. Veraldlegir búst. hans voru svo á reiki, að varla er hægt að telja honum heimili á einu stað frekar en öðru, nema ef vera skildi I Herdisarvik. Sjálfur hvilirhanni þjóðgrafreitnum á Þingvöllum, þar sem engir eru grafnir utan hann og Jonas. önnur minni eigum við ekki um þennan mann — þetta mikla eldgos — sem hefur talað hæst og mest og af þyngstum móði skálda vorra, svo að eftir hans dag hurfu menn I helzt að vögguljóðum örþreyttir af að hlusta. Varla mun til svo fátækt byggðarlag, að það vilji ekki i cinhverju minnast sinna ágæt- ustu manna. Þau hin meiri reisa jafnvel heilar kirkjur einstak- lingum til heiðurs, fylla auð hfbýli þeirra munum úr eigu þeirra og kosta öllu til við að hafa þá örlitið lengur i nærver- unni, þótt ekki sé nema I penna- hnif eða stóli, skældu skrifborði, nokkrum bókum. Þetta hefur tekizt vel. t slfk hús ganga kom- andi kynslóðir með lotningu. En enginn byggir slfkan staö yfir Einar Benediktsson. Það er helzt á Akureyri, sem þeir sinna slikum minjum. Hér á horni Suðurlands er bara gert út. Hús það, sem Einar Benedikts- son byggði i Herdisarvik stendur enn. Það er að visu orðið nokkuð laskað og virðist notað fyrir sumarbústaö. En það cr enn með fyrri ummerkjum. Eigur Einars Benediktssonar munu að ein- hverju leyti hafa lent í vörziu Háskóla islands, að minnsta kosti skilst manni að tveir leður- stólar og sófi úr búi hans hafi verið dregnir mygiaðir úr sllkri geymslu og fengnir sjónvarpinu, sem m.a. notaði húsgögnin sem „inventar” i sjónvarpsleiknum Heddu Gabler. Þar er þetta sett geymt sem hvert annað leikhús- dót. En þessar aðfarir er enn hægt að bæta fyrir. Það á að reisa minningarsafn um Einar Bene- diktsson I Herdisarvlk. Úrtölu- menn munu segja, að Herdisar- vlk sé ekki staðurinn. En það er ósatt. Einar Benediktsson átti þar heima, alveg eins og hann átti heima i Osló, Kaupmanna- höfn, Róm, London og Marokko eða Héðinshöfða og Þrúðvangi. i Herdisarvik var hann kominn i áfangastað — loksins. Þar gisti hann siöustu árin, betur búinn tii svefnsins en á Stórasandi forðum og stórusöndum ævi sinnar siðan, þar sem hann iöngum lét nægja að leggja höfuðið á hnakkinn undir nótt — og þeir, sem einkum huga að útgerðinni hér syðra, þurfa ekki að óttast að þorskurinn hætti að ganga á Sel- vogsmiðin, þótt hlúð sé að minn- ingu hans sem horfði til stjarn- anna. Svarthöfði

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.