Tíminn - 04.05.1972, Page 15

Tíminn - 04.05.1972, Page 15
. Fimmtudagur 4. mai 1972. TÍMINN 15 Frá setningu umdæmisþings Kiwanisklúbbanna. Páll H. Pálsson, Evrópustjóri Kiwanis, flytur ávarp. Umdæmisþing Kiwanis OÓ—Reykjavik Annað umdæmisþing Kiwanis- klúbbanna á íslandi var haldið i Reykjavik dagana 28. til 30. april Þingið sátu á þriðja hundrað Að lokinni ráðstefnu Frh. af 8. siðu. jafnaðar, samvinnu og lýð- ræðis. Þeirri skoöun, að mögu- legt sé að mynda slikt sam- eiginlegt stjórnmálaafl, hefur siðan sifellt verið að aukast fylgi, bæði meðal hinna al- mennu vinstri manna, meðal forráðamanna vinstri flokka- nna og meðal þeirra fjöl- mörgu, sem virkast taka þátt i flokksstarfi þessara stjórn- málaflokka. Þetta kom berlega fram i ályktun þeirri, sem samþykkt var á ráðstefnu Félags ungra framsóknarmanna i Reykjavik um..- Fram- sóknarflokkinn i nútið og framtið nú um helgina. Sú ályktun ber með sér þá skoðum umgs fólks, að Framsóknarflokkurinn eigi að beita sér fyrir þvi,að við- ræður þær, sem nú eru i gangi um mótun sameiginlegs stjórnmálaafls allra þeirra, sem aðhyllast hugsjónir jafnaðar, samvinnu og lýð- ræðis, eigi á næstu mánuðum að snúast um itarlega könnun á málefnalegri samstöðu og hugsjónagrundvelli. Jafnframt er i þessari ályktun minnt á þá skýru og ótviræðu vinstri stefnu, sem mótuð var á siöasta flokks- þingi Framsóknarflokksins, en höfuðþættir hennar eru jafnrétti og jafnræði allra þegna þjóðfélagsins, félags- leg samstaða um lausn þjóð- félagsvandamála, skipuleg uppbygging efnahagslifsins og nýting islenzkra auðlinda, verndun og efling menningar- legs, efnalegs og stjórnar- farslegs sjálfstæðis þjóðar- innar, og nýjar leiðir til að gera lýðræðið virkara i framkvæmd og tryggja áhrif þegnanna. Það er vissulega athyg; lis- vert, og gefur góða hugmynd um þann mikla og vaxandi styrk, sem krafan um myndun sameiginlegs stjórn- málaafls lýðræðissinnaðra jafnaðar- og samvinnumanna hefur á bak við sig, að þegar haldin er ráðstefna um Framsóknarflokkinn i nútið og framtið, þá er það einmitt þetta mál, sem hæst ber og sem itarlega er ályktað um. Slik áherzla er lögð á það meðal ungs vinstrisinnaðs fólks i höfuðborginni, að sundrungunni linni, svo vinstri stefna verði ráðandi i stjórn landsins um ókomin ár. manns, en nú eru starfandi 16 Kiwanisklúbbar á landinu, og tveir eru um það bil að taka til starfa. Eru Kiwanisfélagar alls 585. Auk þess starfa sjö kvenna- klúbbar, og eru i þeim tæplega 300 eiginkonur Kiwanisfélaga. Eiginlegt þinghald hófst á laugardagsmorgun. Auk þing- setningar og ávarpa voru flutt nokkur erindi, og var siðar f jallaö um efni þeirra i hringborð umræðum. Páll Gislason skáta- höfðingi talaði um samstarf við æskuna, Sigurður Blöndal skógarvörður flutti erindi um umhverfisvernd og Matthias Jóhannessen formaður þjóö- hátiöarnefndar 1974 talaði um þjóðhátiðina. A sunnudag fóru fram umræður og kosningar til embætta innan félagsskaparins. Tímaritið Frímerki Nýkomið er til okkar fyrsta blað þessa árgangs af timarit- inu Frimerki, en þetta er árs- fjórðungsrit, útgefið af Fri- merkjamiðstöðinni. 1 leiðara skýrir ritstjóri blaösins, Finnur Kolbeinsson, sennilega i fyrsta skipti frá þvi á prenti, að hér á landi er til nokkuð sem heitir frimerkja- útgáfuráö, sem skal vera póst- stjórn til ráðuneytis um val nýrra frimerkja, mynd og til- efni. 1 þvi eru nú Jón A. Skúla- son póst- og simamálastjori, ~ Rafn Júliusson póstfulltrúi, Gisli Sigurbjörnsosn forstjóri, Höskuldur Ólafsson banka- stjóri, og Siguröur H. Þor- steinsson kennari. Þá er i blaöinu grein i greinaflokki, 1 heimsókn hjá Thomas de la Rue, og er sú grein um takkanir frimerkja og þau afbrigði, sem fram geta komiö i þeim. Næst er grein, sem nefnist, „Frimerkingarvélar á Islandi siðan 1930”, og fjallar hún um allar þær frimerkingarvélar, sem hér hafa verið notaðar frá upphafi og notendur þeirra. Framhald af skrá yfir islenzk frimerki er og i blað- inu, en hún á siðar að koma sérprentuð. Eru reitir aftan við upptainingu frimerkjanna, i stað verðs og geta menn merkt þar i, hvort þeir eiga hin ýmsu merki eða ekki, og þá i ferns konar ástandi, t.d. notuð, ónotuð, fyrstadags bréf og fjórblokkir. Grein er um Islandssýning- una á Postmuseet i Stokk- hólmi, sem nefnist „Stórsigur fyrir Island, — Allting — ’72” eftir Axel Miltander, með mörgum myndum frá opnun sýningarinnar. Þá er i blaöinu Frimerkja- markaöurinn, auk margra smáfrétta, eons og um meda- liu þá, er Þjóðverjar létu slá i tilefni heimsóknar Nixons Bandarlkjaforseta til Kina, og fleira eftis fyrir myntsafnara. Blaðið er 40 siður og allt hið vandaöasta. Kostar það i lausasölu 50,00 krónur, en áskrift 150 krónur á ári. Siguröur H. Þorsteinsson. Valtýr Guðjónsson: Skólaseturmót norðri Allir barnakennarar þekkja þessa sögu. Það fæddist krakki utan I Stap- anum norðanverðum um alda- mótin 1600—1700, nánar til tekið i Innri-Njarðvik: þetta var drengur og skirður Jón, sonur riks manns, Þorkels að nafni, og bjó hann i Innri-Njarðvik. Innri-Njarðvik var þá eins og sú allra snotrasta byggð á mæli- kvarða samtiðarinnar, land dálitið grösugt, grænir móar og rimar að sumri, en bleikir um haust og vetur, lá vel við Njarð- víkurhöfn, þaðan sem margir bátar reru til fiskjar undir Stapa. Drengnum var komið til náms i Skálholti. Þar var þá Jón Vidalin biskup. Um hans daga stóð sá skóli i blóma, vei gert við guðfræðinema, þeir látnir læra trúfræðina og hin fornu mál af mikilli elju. Jón lauk námi sinu á skömmum tima, vegna námshæfileika og rikdóms, og sigldi til Kaup- mannahafnar að svo búnu til að nema þar guðfræði og ýmis önnur þeirra tima visinda. Hann var þvi fjölfróðari flestum Islend- ingum um sina daga. Um stund vann hann að fræðigreinum sinum ytra bæði i Þýzkalandi og Danmörku, en kom heim um þritugt. Þá var Jón Vidalin fallinn i Biskupsbrekku. Jón Þorkelsson tók við skólastjórn i Skálholti. Er sagt, að hinn ný i rektor hafi gegnt starfi sinu af framúrskarandi áhuga, en ekki likað, hversu aðbúð nemenda var bág i skólanum. Biskupinn yfir staðnum var fjárhagslegur faðir skólarekstursins, og tók i skóla- gjöld fisk og smjör og tólg, hangikjöt o.fl., i meðgjöf með hverjum sveini, sjálfsagt eftir riflegri áætlun eins og enn gerist um áætlanir. Hann vildi gæta hófs um alla eyðslu, svo að skammtur skólapiltanna varð rýr. Þetta likaði hinum unga rektor, Jóni Þorkelssyni ekki. Hann vildi ekki hafa nemendur vanfóðraða, hvorki efnalega né andlega, og eftir niu ára skóla- stjórn sneri hann aftur til Kaup- mannahafnar og kærði atlætið i Skálholti fyrir kóngi. Af þeirri kæru kom þaö, að. konungur sendi Harboe til Is- lands, til að kynna sér kristnihald þar og aðra menntunarstöðu og var Jón Þorkelsson i fylgd með honum um landið sem túlkur. Þeim félögum var tekið fálega i fyrstu. Þeir voru grunaðir um hnýsni varðandi þrifnað, kunn- áttu presta i latinu og grisku. Það fylgdiog lika útfararsögunni, að þeir félagar myndu brennimerkja þá fyrirmenn i andlegri stétt og flengja hreppstjóra, sem ekki gætu nokkurn veginn skrifað nafnið sitt. Raunin varð sú,að Harboe og Jón ferðuðust um allt ísland mik- ið til óáreittir, tóku skýrslur af mönnum, alveg eins og gerðist undir Jökli hér um árið, voru hógværir og velviljaðir almenn- ingi en menntunarskorturinn leyndi sér ekki. Ferð þessara tveggja manna var upphafið að þvi, að farið var að huga að almennri uppfræð- ingu fólksins i landinu. Gerðu þeir tillögu um þau efni, og komust sumar i framkvæmd um þeirra daga, þótt hvergi væri reistur nýr skóli. Ferðin um landið tók fjögur ár, ogJón og þeir félagar fóru aftur til Kaupmannahafnar. Harboe var þá gerður að Sjálands- biskupi, og lifði lengur en Jón. Þegar Jón dó, sá biskup um út- för hans. Geta má þess til, að erfðaskrá Jóns hafi verið gerð með vitund biskups, en hún reyndist heimahögum hans hag- felld. Jón var rikur mjög af jörðum, fyrstaf arfi eftir foreldra sina, og siðan af störfum sem sennilega hafa veriö launuð vel. Kom arfurinn niður i þvi héraði sem við byggjum, og var stórfé, Torkelli-sjóður. Hann skyldi notaöur til að reisa skóla fyrir fátæk börn i héraðinu, en jjað voru flest börn á þeim árum. Jarðirnar, sem Jón átti,voru seld- ar smátt og smátt.þeim breytt i spesiur og aðra gjaldgenga mynt, en hún hefur að visu alla tið boriö i sér þá tilhneigingu að rýrna meira en moldin og grjótið við það að fara i gegnum viðreisnar- hendur kynslóðanna allt fram á þennan dag. Kannske eru ekki miklar sögur af þvi, að fé úr Torkellisjóði hafi runnið hingað á Suðurnesin, og þó mun það eitthvað hafa komiö. Skólar voru reistir um Inn-nesin fyrir fé úr sjóðnum, og beinir styrkir hafa komiö að góðu haldi þar sem þeir komu niður. Héðan af er heldur ekki aðalatriði hversu féð nýttist. Höfundur þess var Jón Þorkelsson, upp- hafsmaður alþýöufræðslunnar á Islandi, eins og hverju barni er kennt i Islandssögu. Jón Þorkelsson Torkelli er upprunninn hér á Suðurnesjum, og átti hér ættir sinar. Hann átti ekki afkomendur sjálfur, en vel má vera,aö gamlir innfæddir Njarðvikingar eigi hann að frænda, að sama blóð hafi runnið i æðum Sveinbjarnar Egilssonar, og séra Snorra Norð- fjörð, sem um skeið var ástgoð Þuriðar Kúld. Hann lagði fram allt fé sitt á sinum tima, til að undirstrika hugsjón sina um nauðsyn á menntun almennings, og allra helzt þá i þessu héraði. Hér er hann sögupersóna, jafnvel hin eina, sem veruleg spor hefur markað i söguna. Sagan hér á Suðurnesjum getur að minni hyggju ekki um aðra merkari, Nú höfum viðfyrir löngu byggt okkar barnaskóla, og gagn- fræðaskóla, og búið þá sæmilega að tækjum, varið til þeirra miklu fé. I þessum skólum hefst skóla- gangan hér. Siöan sækir hugurinn viðar. Hér eru ekki framhalds- skólar enn, sem fólki er nauðsyn að sækja. Ungt fólk héðan hefur orðið að sækja slika skóla utan héraðsins eins og kunnugt er. Risa n ú „menntaskólar” viða um landið, á Vestfjörðum, Austurlandi, i Arnesþingi. Menntaskóli er á Akureyri, nokkrir i Reykjavik, og i Hafnarfirði veröur slikur skóli i tengslum við Flensborg. En enginn hérenn. Mættum við biðja alla þingmenn kjördæmisins að huga að þessu, bæði þá, sem náð hafa kjöri og eins hina, sem kjörnir eru óbeint inn á Alþingi með okkar atkvæðum? Mennta- skóli i Verkmenntaskóli, Sam- einaöur framhaldsskóli — nýtt ameriskt orð — slik stofnun þarf að risa hér. Hér er þéttbýli^ungt fólk vill eiga stutt i skólann eins og til'dæmis á Vestfjörðum. Hvará stofnumin að standa hér? Til að gera langt mál stutt, er bent á Innri-Njarðvík. Staðurinn er miðsvæðis merkur i sögunni eins og að framan getur, vega- lengdir þangað allsstaðar að af Suðurnesjum ekki mikið meiri en úr nýbyggðum Reykjavikur- borgar- niður i gamla bæinn. Allan hallann suður af Stapa- koti og upp þangað sem hæst ber á Stapanum, á að skipuleggja undirskólasetur. Skólasetrið á að standa nokkuð ofarlega i brekku- drögunum. þannig að við blasi byggðin i Njarðvikum báðum og Keflavik. Þaðan séi vel ú.t á fió- ann. Skólasetrið veit þar vel móti norðri, og fer ágætiega á þvi. Af Keflavikurflugvelli, sem er þegar aöalumferðamiöstöö þjóöarinnar, mundi hið nýja höfuðból blasa við vegfarendum utan af heimsbyggðinni, — þaö þarf að vera stilhreint með frjálslega heiðaviðáttu um- hverfis, þar sem hinn forni jökul- ruðningur fær að standa vafinn lyngl og grængresi, án þess að úr verði tún. Oll íslandsbörn ætti staðurinn að minna á hinn gamla Skálholtsrektor, sem gerði ferö suður i Kaupmannahöfn til að rétta hlut sinna nemenda, og varð upphafsmaður að byltingu i fræðslumálum almennings. Hann mætti lika minna á fyrsta mál- ræktarmann á Islandi Svein- björn Egilsson, Bessastaöa- rektor, sem héðan var ættaður. I meðförum góðra arkitekta ætti bygging skólasetursins að geta orðið tákn þess kraftaverks, sem hér er sivarandi i ellefu hundruð ár, nefnilega mannlif, sem alið hefur verið á trosi úr ólgusjónum út frá Stapanum. Umhverfið er ákjósanlegt og frumlegt. Ekki skjólrik dvalhvos, heldur áveðurs móti norðri, þarna myndi næða islenzkur svali, andblær samgróinn Islend ingunum gegnum aldirnar. A eyðimörkum munu musterin risa og þaðan koma spámenn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.