Tíminn - 07.05.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.05.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 7. mai 1972. TÍMINN 11 RA iRNÁMI anurn í Reykjavík istarskóla Kópavogs. Uuörún Birna Hannesdóttir. dag Tónlistarskólann, og heldur auk þess uppi tónleikahaldi. Páll hefur starfað sem verzlunarmaður og gerir raunar enn, að visu i hálfu starfi frá ára- mótum og tvær siðustu Vikur hefur hann tekið sér fri vegna prófanna. Hann hefur einnig kennt sellóleik i Tónlistarskóla Kópavogs undan- farin ár og stjórnað skólahljóm- sveitinni þar. Og við spyrjum Pál um nám hans i Tónlistarskólanum. — Það er i tveim liðum, segir Páll, — annars vegar aukafög, hljámfræði, tónheyrn, tónlistar- saga, og svo þurfa strengjaleikarar að læra svolitið1 að leika á pianó. Hins vegar er hljóðfærið sjálft og er Einar Vigfússon kennari minn i sellóleik. Prófið i sellóleik er tólgið i þvi að leika einleik með hljóm- sveit á tónleikum og ennfremur að halda sjálfstæða tónleika með pianóundirleik. Fyrri tónleikarnir hafa þegar farið fram, en þeir sið- ari verða 12. mai n.k. Eðlilegt tjáningarform — Þú hefur kennt tónlist, hvað segirðu um tónlistarkennsluna hér á landi? — Mér virðist almennur tón- listaráhugi mikið vera að aukast bæði með börnum og fullorðnum. Ég vona, að skólayfirvöld sjái sér hag i að auka tónlistarmenntun þvi hún er afarholl. Einhverjar rann- sóknir hafa verið hér i gangi á áhrifum tónlistarnáms á náms- árangur almennt og mér er nær að halda að þær bendi til þess að aukin tónlistarfræðsla hafi jákvæð áhrif á annað nám. Eitt er vist að bórnum er „rytmi" i blóð borinn, hvert barn dillar sér eftir hljómfalli á vissu aldursskeiði. Og það er mis- skilningur, að tónlistarnám þurfi endilega að vera stundað i atvinnu- skyni, og nemandi þurfi aö hætta af r^J^ f r Arni Kristjánsson kennir pianó'nemcnda. gutlma hjá Þorkatli Sigurbjörnssyni. þvi að hann hafi takmarkað ahæfi- leika. Tónlistarnám stuðlar að al- mennum þroska og engu siður en t.d. móðurmálsnám. Og börnum er mjóg mikilvægt að læra að tjá sig, fá útrás fyrir tilfinningar sinar i tulkun. Það er jafnnauösynlegt að læra að tjá sig i tónlist og i stil, raunar held ég að islenzk málfræði sé allt annað en eðlilegur tján- ingarmáti, þá er tónlistin flestum miklu auðveldari. Viða erlendis held ég að sé annar og betri skilningur á tónlistar- menntun en hér. Við erum eigin- lega á frumbýlingsárum hvaö han snertir og satt að segja er menningararfur okkar á sviði tón- listar afarrýr. — Hvernig eru atvinnuhorfur hjá tónlistarmönnum hér nú? — Þær eru nokkuð góðar. Reynd- ar verða þeir f lestir að tviskipta sér milli kennslu og þess að leika í sinfóniuhljómsveitinni. En það voru þó ekki atvinnuhorfur, sem réðu þvi að ég fór i tónlistarnám ,,á gamals aldri" þvi ég hef verið i ágætu starfi. Hinsvegar á tónlistin sterk itök i mér og ég held það hafi ráðið. En framtiðin er alveg óákveðin hjá mér Byrjaði strax aö kenna. Loks hittum við Eddu Erlendsdóttur, en hún er að út- skrifast úr pianódeild. Hún byrjaði sjö ára gömul að læra i einkatimum, siðan i Tónlistar- skólanum. Hún stundaði pianó- námið jafnframt menntaskólanámi og tók stúdentspróf fyrir tveim árum en fór þá i pianókennara- deildina. Viðspyrjum hana um inn- tökuskilyrðin þar. —Við þurfum að vera komin á tt.stig eða lokastig i pianónáminu, svarar Edda. — Æskilegt væri einnig, að við hefðum aukagreinar, en það er erfitt meðöðru námi, sem flestir nemendur Tónlistarskólans stunda jafnframl. Það eru þvi ekki nema einstaka nemendur, sem ljúka þeim. Ég var t.d. aðeins búin með tónfræðina, þegar ég fór i kennaradeildina. — Og hvernig er svo námið i pianó- kennaradeild? — Við fáum strax nemendur og byrjum aö kenna þeim heima hjá okkur. Við förum yfir allt náms- efni, sem byrjendur i pianóleik taka, eða 4 stig af 8. Þótt við höfum sjálf spilað þetta áður þá þurfum við að gera okkur grein fyrir, hvernig við ætlum að kenna það. Kennslan hjálpar manni mikið hvað eigin pianóleik snertir. Þegar maður þarf að hjálpa nemendunum við vandamál og segja þeim frá, skýrist margt fyrir manni sjálfum, sem áður lá ekki ljóst fyrir. Þetla hefur hjálpað mér i sambandi við ýmis læknileg atriði. Margir kennarar segja lika, að kennara- nám sé nauösynlegur liöur I námi' i hljóðfæraleik. Reyndar verða nú flestir hljóðfæraleikarar lika að fara út i kennslu að einhverju leyti. Ég hef haft sex pianónemendur og það er vist lágmark. En ég ætla mér að halda áfram að læra hljóö- færaleik og hef lagt mikið upp úr pianóspilinu sjálfu. Arni Kristjáns- son er kennari minn i pianóleik. Hermína Kristjánsdóttir var æfingakennarinn minn og kom ég stundum með nemendur mina i tima,þar sem hún hlustaði á mig kenna þeim. Hun kom á tónleika og próf hjá þeim og fylgdist vel með kennslunni. Ég gat einnig alltaf leitað til hennar, ef vandamál voru i samhandi við einstaka nemendur. Prófið i kennslunni er svo 1 1/2 klst. Ég kenni tveim nemendum i (Tima niyíidir (iunnar) viðurvist kennara og prófdómara og er siðan spurð um ýmis kennslu- atriði á eftir. Góöar atvinnuhorfur. — Er nóg að gera fyrir pianó- kennara? — Já, ég hefði þegar i vetur getað fengið 20 - .!() nemendur. — Hvaða aðrar námsgreinar hefur þú lært i deildinni? — Tónlistarsögu, hljómfræði, og kontrapúnkt, sem var frjálst nám. Einnig hef ég verið i e.k. föndur- tima hjá Ijorkatli Sigurbjörnssyni, ég vil ekki kalla það tónsmiðar, en við höfum búið til smáverk og flutt þau. Þeir fundust mer einna skemmtilegustu timarnir. Álitiö tómstundariðja — Ætlarður þá að fará i einleikara- deildina næsta vetur? — Það er óákveðið, hvort ég verð heima eða fer út. Það eru góðir kennarar hér og ég get lært margt meira af þeim. En umhverfið er neikvætt gagnvart fólki, sem er við tónlistarnám. Það er ekki nógu mikill áhugi á tónlist hér og þvi skortir tónlistarnemendur upp- örvun. Fólk litur á tónlistarnám sem e.k.tómstundaiðu, en það getur það aldrei verið, ef árangur á að nást. Margir eru undrandi yfir þvi, að við þurfum að æfa okkur mikið og gera sér ekki grein fyrir að á bak við eitt verk er kannski margra vikna og mánaða vinna. Gamall maður sagði einu sinni við mig, þegar hann heyrði mig spila, að kannski væri þetta list, en sér finndist það rétt eins og hrært væri i potti. En ef til vill er þó skilningur fólks á tónlist að aukast. Ég held það þurfi að kynna tónlist meira en gert er, hún er ekki svo opin fyrir Framhald á bls. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.