Tíminn - 07.05.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.05.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 7. mai 1972. ar ofanundir og ljósin slökkt, fór ég að velta þessu öllu saman fyrir mér. Já, vonlitið var það, en ekki ómögulegt. Og það var ég sem varo að reyna að gera eitthvað henni til hjálpar. Ég svaf frameftir næsta morgun, og Lindsay færði mér morgunverðinn i rúmið. Hvorug okkar talaði orð um hennar mál- efni. Það var næstum eins og hún iðraðist eftir þvi að hafa trúað mér fyrir svo miklu. Steinhljóð var í öllu húsinu þegar ég kom niður. Jónatan og Maeve voru farin til Lundúna fyrir löngu. Stella hafði farið með börnin i skólann. Chris og Fleur voru einhversstaðar úti, en frú Blaney og Lindsay fann ég i eld- húsinu. Frú Blaney brosti til min. — Ég vona að þú hafir sofið vel á divan- inum? — Já takk, næstum þvi of vel. Lindsay hefði átt að vekja mig iyrr. — Frú Blaney hló glaðlega. — Hún haföi skipun um að lofa þér að sofa. Þú hefur starfað mikið undanfarið. — Ekki meira en Lindsay, sagði ég blátt áfram. Frú Blaney brosti enn. — En Lindsay getur ekki án þess verið, satt min kæra? — Já, hún mun reynast ein- staklega góð og farsæl húsmóðir, sagði ég með nokkurri áherzlu. Það varð þögn, og frú Blaney fór að tala um annað. Er það nokkuð sérstakt, sem þig langar i til kvöldverðar, Kay? — Eg verð ekki hér til kvöld- verðar, frú Blaney. Eg verð að fara til Lundúna i dag. — Æ, Kay, það var synd. A ég að skilja þetta svo að Jónatan komi ekki heldur til kvöldverðar? — Nei, alls ekki, sagði ég frem- ur kuldalega. Hún fékk þetta til að lita út eins og Jónatan væri brúða — ef ég ekki léki mér að honum, þá vildi hún fá leyfi til þess. Ég skal hringja hann upp i Lundúnum, sagði ég. — &g verð að hitta umboðsmann minn i dag — hann er vist búinn að útvega mér hlutverk. — Fleur og Chris komu nú inn i eldhúsið. Það leit út fyrir að þau hefðu orðið ósammála, kinnar Fleurs sjúklega rauðar, og munn- svipur Chris ærið hörkulegur. Fleur gekk til móður sinnar og faðmaði hana að sér. — Chris er alvegóþolandi — hann segist fara til borgarinnar núna strax fyrir hádegi. - Það eru vissir hlutir, sem ekki geta beðið til mánudags, flýtti Chris sér að segja. — Ég var lengur f Ameriku en ég ætlaði — vegna dóttur yðar, frú Blaney. Hann brosti bliðlega til FMeur. Hún bránaði strax og svaraði honum geislandi brosi. — Hann segir þetta allt svo satt og fallega, sagði Fleur. — Ég er búin að fyrirgefa honum. Frú Blaney sagði dálitið von- svikin: — Æ, min kæru, fjöl- skyldan er ekki fyrr sameinuð, en þið tvistrizt öll sitt i hvora áttina. Kay er að fara frá okkur, og nú þú og Chris, Fleur. — Mamma, ég ætla ekkert að fara, sagði Fleur, Við höfum svo margt að spjalla um, og Chris kemur aftur til kvöldverðar, ekki satt Chris? — Ég vona það. Ef mér seinkar hringi ég. — Við skulum taka til mat handa þér, Chris, sagði frú Blaney glaðlega. 011 óánægja var rokin á braut. Chris snéri sér aö mér. Hvenær leggur þú af stað, Kay? Get ég ekið þér? — Ég verð tilbúin eftir tiu minútur, svaraði ég. Þegar við ókum af stað frá Fairfield, var eins og létt væri af mer þungu fargi. Nú fannst mér ég vera frjáls og hamingjusöm. Nú var ég komin til sjálfrar min aftur, — Kay Lausiston — ekki aðeins stúlkan, sem Jónatan ætl- aði að giftast. Chris ók hratt, án þess að segja nokkuð. Hinir löngu sterku fingur voru um stýrið, og hann tók aldrei augun af veginum framundan. Ég horfði á hann um stund — hið vel lagaða höfuð með dökka hdrinu, skarpleitt niður- andlitið og þétta litla munninn, sem gat á snöggu andartaki þiðnað i hlýju brosi. Skyndilega hemlaði Chris, og stöðvaði bilinn á vegabrúninni. — Attu ekki fjarskalega ann- rikt? — Nei — ég þarf aðeins að heimsækja Max einhverntima seinnipartinn. Ég þáði sigarett- una, sem hann bauð mér, og augu okkar mættust. An þess að taka augu sin frá minum, kveikti hann i sigarettunum. Það er nú einmitt að opnast fyrir nér núna, Kay, að með þvi að kvænast Fleur, hef ég i raun og veru gifzt allri Blaney-fjölskyld- unni. Likar þér sú hugsun að hið sama hendi þig ef þú giftist Jónatan? Mér varð talsvert um það að heyra allt i einu minar eigin hugs- anir komnar i orð. Ég reyndi að vikja mér undan spurningunni. — Hvernig geturðu vitað þetta eftir svo stutta viðkynningu? — Ég fann það á sama augna- bliki og ég setti fótinn inn fyrir dyrnar á Fairfield. Frú Blaney er hreinræktuð hæsnamamma. Hún elskar börnin sin, og sleppir þeim ekki frá sér. — Heldurðu að þú gangir ekki of langt. . . . Hann horfði fast á mig. — Get- urðu virkilega sagt við mig með höndina á hjartastað, Kay, að þú sért ekki sama sinnis. Ef þú segir „nei" mun ég ekki trúa þér — þú ert alltof lik mér sjálfum til þess að hafa ekki rekið augun i þessa augljósu staðreynd. — Já, einmitt. Þú og ég, Kay, erum sama manngerðin, þótt að sjálfsögðu sé nægilega mikill munur á okkur til þess að kunn- ingsskapur er áhugaverður. — Við munum alla tima standa utanvið fjölskylduhringinn, Kay, við verðum aldrei hluthafar þar. Ég varð satt að segja hrædd, og dálitið reið við hann af þvi það var honum að kenna. Ég sneri mér undan. — Þú færð þetta til þess að lita alveg hræðilega út, sagði ég. — Já, það er ekkert liklegra en að eitthvað hræðilegt geti gerzt i þessu sambandi — en ég ætla bara ekki láta það gerazt. Það er þessvegna, sem ég fór til borg- arinnar i dag. Ég ætla að finna einhvern stað, þar sem við Fleur getum búið. Ungkarlaibúð mina kemur ekki til greina. Ég skal finna nýjan stað handa okkur strax i dag, án tillits til þess hvað hann kostar. Fleur álitur, að við getum búið á Fairfield um sinn, en ef við eigum að vera hamingu- söm, verðum við að fara þaðan eins fljótt og mögulegt er. Hönd hans snerti mina. — Ef þú ert með öllu viti, þá munt þú gera það . sama — haltu þér utanvið fjöl- skylduhringinn. Hann hentar sjálfsagt Stellu og Dorian, en ekki mér — og hann mun heldur ekki henta þér, Kay. — Jónatan væntir þess ekki að ég búi þar, sagði ég kuldalega. — Ef til —vill byggjum við, og búum á meðan i ibúðinni minni, sem betur fer er hún nægilega stór fyrir tvo. — Glæsilegt, sagði Chris og setti bilinn i gang. Ég hafði ekki rétt góða samvízku, þvi ég hafði hagrætt sannleikanum. Jónatan hafði i seinni tið verið eins og á báðum áttum með það hvort við ættum og gætum búið i minni ibúð. En hvað sem öðru leið, ætluðum við fyrst að bregða okkur til Ameriku, og mér fannst ég vera nokkuð örugg um að fá mitt fram. Þegar Chris leysti svo greinilega frá pokanum, fann ég löngun og reyndar þörf til þess að verja sjálfa mig og Jónatan. Hann hleypti mér út úr bilnum utanvið ibúðina mina, og ég bauð honum upp á drykk, en hann hristi höfuðið og brosti. — Þakka, ég vildi það svo . gjarnan, en þaö er ekki hægt i dag — ég á það bara inni. Hann tók hönd mina og hélt henni andar- tak. — Gangi þér allt að óskum, Kay, ég vona að Max hafi aðal- hlutverk handa þér. — Hver veit, sagði ég. — Gangi þér svo allt að óskum i leit þinni að ibúðinni. Ég hringdi til Jónatans strax og ég kom upp i ibúðina. Hann varð alveg hissa. — Hvaða ósköp liggur þér á. Hversvegna varstu ekki kyrr á Fairfield til mánu- dags, eins og um var talað. — Max vill tala við mig um nýtt hlutverk. 1101 Lárétt 1) Fugl — 6) Tungumál — 10) Nes — 11) Timi — 12) Anganin —- 15) Æsingur — Lóðrétt 2) Gruna — 3) Svei — 4) Smá -5) Krakka — 7) Svik — 8) Fugl — 9) Bókstafi — 13) Samfarir — 14) Rani — Káöning á gátu No 1100 Lárétt 1) Sviss — 6) Astkona — 10) Te — 11) El — 12) Afbrots — 15) Gráti — Lóðrétt 2) Vot — 3) Svo — 4) Bátar 5) Valsa —7) Sef — 8) Kór 9)Net —13) Ber— 14) Oft - _---------^^-----BB77--------- HVELL G E I R I D R E K I Enginn eltir okkur. Auktu hraöann, Hvellur! SUNNUDAGUR 7. maí 8.30 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dag- blaðanna. 9.15 Morguntónleikar. 11.00 Almennur bænadagur. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Sjór og sjávarnytjar, 14.00 Miðdegistónleikar: Hljóðritun frá útvarpinu i Leipzig. 15.30 Kaffitiminn. Hljómsveit Jacques Loussiers leikur léttar útsendingar á klassiskum verkum. 15.50. Fréttir. Skáldsagan „Virkisvetur" eftir Björn Th. Björnsson. 16.55 Veðurfregnir. 17.00 Barnatimi 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Stundarkorn með Vladimir Asjkenazí. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Bækur og bókmenntir. 20.00 Strengjakvaitett I G-dúr eftir Antónin Dvorák. 20.35 „Hreiðrið". 21.10 Haraldur Sigurðsson pianóleikari frá Kaldaðar- nesi áttræður. 21.45 Astin, vorið, ættjörðin. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.25. Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 8.mai 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Búnaðarþáttur. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Síðdegissagan: „Stúlka i april" 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar 16.15 Veðurfregnir. Létt lög 17.00 Fréttir Tónleikar. 17.30 Saga frá Afriku „Njagwe" eftir Karen Herold Olsen 18.00 Fréttir á ensku- "18.10 Létt lög. Tilkynn- ingar. 19.00 Fréttir. Tilkynningar 19.30 Daglegt mál. 19Í35 Um daginn og veginn. 19.55 Mánudagslögin 20.30 tþróttalif. örn Eiðsson 20.55 Konsert fyrir pianó 21.20 fslenzkt mál. 21.40 Samtimatónskáld. 22.00 Fréttir. 22.35.. Hljómplötusafnið 23.30. Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 7.maí 17.00 Endurtekið efni Það er svo margt. 17.30 Suzanne Brenning 18.00 Helgistun'd 18.15 Stundin okkar 19.00 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 A dansskónum 20.50 A Myrkárbökkum 21.30 Maður er nefndur 22.00 Landsleikur i knattspyrnu inilli Breta og Vestur—Þjóðverja 23.30 Dagskrárlok MÁNUDAGUR 8. maí 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Skólahljómsveit Kópa- vogs léikur Stjórnandi Björn Guðjönsson. 20.50' Baráttusætið Leikrit eftir Agnar Þórðarson 21.55 Ur sögu siðmenningar Fræðálumyndaflokkur frá BBC 5. þáttur. 22.45 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.