Tíminn - 07.05.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.05.1972, Blaðsíða 13
Sunnudagur 7. mai 1972. TÍMINN 13 Tónlist Framhald af bls. 11. fólki. Það er þreytt á sinfóníunum i útvarpinu og hefur þvi andúð á þeim, en ég held, að það sé af þvi að það skilur þær ekki. Og svo mikið er vist, að fólk, sem þekkir inn á tónlist kann undantekningalaust að meta hana. Tónlistin gefur svo mikið. Það sést bezt á þvi, að ungt fólk, sem er i tónlistarnámi, lifir hreint og beint fyrir tónKstina. Þegar aðrir fara á skiði, þá sitja þau heima og æfa sig. Mikill áhugi. — Hvernig eru framtiðarhorfur fyrir einleikara hér? — Þær eru ekkert sérlega bjartar. Satt að segja fá tónlistarmenn ó- trúlega litið greitt fyrir að leika á tónleikum. Flestir kenna þvi mikið og verða jafnvel að æfa sig á nóttunni til að halda eigin hljóð- færaleik við, ég tala nú ekki um, ef þeir ætla að halda tónleika. En það er áhuginn, sem ræður að fólk heldur samt áfram. — Hvert eru að hugsa um að fara, ef þú ferð til titlanda. — Ég hef svolitið hugsað um Frakkland, en aðalatriðið er að finna góðan kennara, maður getur lært sáralitð jafnvel þótt maður sé i heimsfrægum skóla ef maður er ekki hjá góðum kennara. Það verður lika gaman að koma i tónlistarháskóla erlendis, þar sem meira félagslif og sameiginlegar tónlistariðkanir nemenda en i skólanum hér,þar sem flestir eru i öðrum skólum lika. TéUa HEYHLEÐSLU VAGNAR NÚ — PÓSTSENDUM — Almennur fundur Á friðardaginn 8.mai halda islenzka friðarnefndin og Menningur og friðar- samtök islenzkra kvenna almennan fund i Glæsibæ (stóra salnum) kl. 20.30 Fundarefni: 1. Avarp flytur Ingimar Erlendur Sigurðsson rithöfundur 2. ræðu Hytur Ronesh Chandra, framkvæmdastjóri Heimsfriðarráðsins 3. ræðu flytur Matti Kekkonin, frá forsætisnefnd Heims- friðarráðsins og munu þeir einnig svara fyrirspurnum fundargesta. Þýðandi á fundinum verður Sverrir Hólmarsson, menntaskólakennari 4. Guðrún Tómasdóttir, söngkona.syngur islenzk þjóðlög. Kynnir verður Briet Héðinsdóttir, leikkona. Stjórnir ísl. friðarnefndarinnar og MFIK býður enginn betur. Sérstakir samningar hafa náðst um í takmarkað magn af Fella Junior 24 rúmm sjálfhleðsluvögnum á sérstak-' lega lágu verði. Kostar nú aðeins um kr. 176 þúsund. 20 þúsund ódýrari en áður. Gæði Fella sjálfhleðsluvagnanna eru öllum bændum kunn. Það er enginn vafi á yfirburðum Fella vagnanna hvað styrkleika, afköst og tæknilegan" 'búnað snertir. Kynnið yður niðurstöður prófana Bútæknideildarinnar að Hvanneyri. Ánægðir eigendur Fella vagnanna mæla með þeim af eigin reynslu. Með því að hafa samband við okkur strax, ertækifæri á að tryggja sér vagn á þessum óvenju hagstæðu skilmálum. Fáið nánari upplýsingar hjá okkur, um Fella sjálfhleðsluvagnanna. Globusn LÁGMÚLI 5, SIMI 81555 Kf. Rangæinga Viljum ráða vélsmiði, plötusmiði og bif- vélavirkja til starfa i smiðjum vorum að Hvolsvelli. Einnig ófaglærðir menn, sem eru slikum störfum vanir koma til greina. Upplýsingar gefur Ólafur Ólafsson kaup- félagsstjóri Rangæinga, Hvolsvelli. Hálfnið erverk þá halið er sparnaður skapar verðmati Samvinnnbankinii BÆNDUR Kona með 2 börn óskar eftir að fá vinnu á sveitaheimili I Borgarfirði. Er vön alls konar sveitastörfum. Upplýsingar i sima 93-1415, Akranesi kl. 16-18 daglega. Skrifstofustarf Stúlka óskast til skrifstofustarfa i rikis- endurskoðuninni (tolladeild). Verzlunarmenntun eða hagnýt reynsla m.a. við tollútreikning áskilin. Umsókn ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist rikisendur- skoðun Laugavegi 105 fyrir 18 mai n.k.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.