Tíminn - 07.05.1972, Blaðsíða 9
Sunnudagur 7. mal 1972.
TÍMINN
9
ýjgefandl: Frawíí>l<tt»rfiofckurinn
iFramkvwnvdðatÍdrn :Kr.l$1:(án::S«nftd)k(sSðd;:'Kitatldran :t>órarirtb:
Þórarinsson [álj)r Awdrés KrWjánsson, Jin Hoíjatön, thdríSI
C. t>orsl«insson og Tdmas Ksdsson. Angiýsingastiári: Stoirt-
grimur Gíslason. Rltstíórnarskriistotur I íddu'húswHf/ sfmar
Ifiaðo — 1S3Q6, Skrif?tofvr ^ankastrœH 7. ~~ AfffroitSriusfrrvi
1Í3Í3. Auglýsíngasimi 19523, Aírar skrifstofyr simi T830Q,
Áskriftargjald kr, Í2S.00 á mánuSt Innanlands. í taUsafólgi
kr. 15.00 álntáktts. - ðláSáþrent h.f. [Öffcátf
Firrur Morgunblaösins
Leiðari Mbl. á fimmtudag fjallaði um það
ákvæði nýs frumvarps til laga um Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins, sem gerir ráð fyrir
heimild til að leggja gjald á innflutt kjarnfóður
til verðjöfnunar vegna útflutnings.
Ljóst er, að höfundur Mbl.-leiðarans hefur
annað hvort ekki getað skilið eða ekki viljað
skilja þann þátt lagafrumvarpsins, sem hann
þó fjallar um.
Samkvæmt gildandi lögum um Framleiðslu-
ráð, sem endurskoðuð voru tvisvar á ,,við-
reisnarstjórnarárunum”, ábyrgðist rikis-
sjóður fé til útflutningsuppbóta, sem nema allt
að 10% af heildarverðmæti landbúnaðarfram-
leiðslunnar.
Útflutningsuppbætur hrukku ekki til á árun-
um 1966-1969. Var þá lagt á innvigtunargjald á
mjólk og sauðfjárafurðir til verðjöfn-
unar. Á þessum árum var bændastéttin
þannig halla af útflutningi, sem nam hátt á
annað hundrað milljónum króna. Var það
mikið fé á þeim tima.
1 Framleiðsluráðsfrumvarpinu er nú gert
ráð fyrir, að heimilt sé að gripa til gjaldtöku af
kjarnfóðri til verðjöfnunar, ef forystumönnum
bændasamtakanna sýnist það heppilegra ráð
en beita innvigtunargjaldi. Þetta má þó aðeins
gera i nauðvörn til að leysa innbyrðis vanda-
mál bændastéttarinnar. Ekkert af þvi fé, sem
kynni að verða innheimt á þennan hátt, fer til
annarrar ráðstöfunar, en þeirrar, sem bændur
ákveða sjálfir.
Úrlausnir vanda eins og þess, sem
skapaðist i útflutningi og sölu landbúnaðar-
vara 1966-1969, verða aldrei vinsælar. Inn-
vigtunargjaldið i ráðherratið Ingólfs Jóns-
sonar var ekki vinsælt. En önnur úrræði
fengust ekki til að leysa þann vanda.
Nú ræðst Mbl. gegn þeirri hugmynd, að verð-
jöfnunargjald megi taka með öðrum hætti en
sem innvigtunargjald.
Engin ástæða er til að ætla, að sá vandi sé á
næsta leiti að gripa þurfi til heimildar um
kjarnfóðurgjald, en ef það væri innheimt
myndi það nema 150 milljónum króna á ári nú.
Ef 150 millj. kr. gjald yrði innheimt af inn-
vigtaðri mjólk, þyrfti að taka sem svaraði kr.
1: 40 af hverju kilói. Visitölubúið þyrfti þá að
greiða 40 þús. kr. i slikt gjald eða helmingi
hærri upphæð en kjarnfóðurgjaldið yrði.
Af þeim firrum, sem fram koma i umrædd-
um Mbl.-leiðara má draga þá áætlun, að höf-
undur hafi aldrei lesið til hlitar þetta laga-
frumvarp.
Fyrrverandi landbúnaðarráðherra kom ekki
i veg fyrir innvigtunargjaldið. Nú kann Mbl.
ráð: Umfram allt ekki gjald á kjarnfóður. Hins
vegar er ekki bent á nein önnur úrræði. Minnir
þetta ekki á strútinn, sem að visu ber sig vel og
lætur skina á fjaðrirnar, þegar allt leikur i
lyndi, en kann það ráð bezt, ef vanda ber að
höndum, að stinga höfðinu i sandinn? -TK
Geoffrey Wansell, The Times:
Heimsmálin eru vinsælt
efni í skáldsögur
Metsölubækur brezka blaöamannsins Fredericks Forsyth
Krederick Forsyth
FYRSTA skáldsaga Freder-
icks Forsyth, The Day of the
Jackal, færir honum sennilega
yfir 450 þúsund sterlingspund i
aöra hönd á fimm árum.
Næsta saga hans The ODESSA
File, verður ekki gefin út fyrri
en i september i haust, en
hann hefir þegar fengið fyrir
hana yfir 315 þúsund pund.
Þriðja saga hans verður svo
tilbúin til prentunar fyrir árs-
lok en hann ætlar ekki að
skrifa fleiri sögur.
Forsyth skrifar þrjár sögur
á tveimur árum, og öruggt má
telja, að hann verði þá orðinn
einn af þeim örfáu skáld-
sagnahöfundum, sem fá i rit-
laun yfir eina milljón sterl-
ingspunda. ,,En enginn getur
skrifað sögu eins og The Jack-
al hvenær sem honum sýnist”,
sagði hann um daginn. „Ég
get ekki imyndað mér, að ég
skrifi 40-50 skáldsögur. Ég
held ekki að ég skrifi fjórar
eða fimm, hvað þá meira.”
„TAKIST mér að skrifa
þrjár sögur, er nóg komið. Ég
verð reiðubúinn að hvila mig
að þvi loknu og geri ekki ráð
fyrir að semja fleiri sögur. Ég
kæmist ekki hjá að slaka á
kröfunum og fara að skrifa
vegna teknanna, og það vil ég
ekki gera.”
Bókaútgáfufyrirtækið
Hutchinsons gefur bækur
Forsyth út og hagnast
óneitanlega vel á þeim, en for-
rdðamönnum þess geðjast
ekki að þessum áformum
hans. En þeim er efalaust
ánægjuauki að þvi, að fjögur
útgáfufyrirtæki skyldu hafna
The Day of the Jackal áður en
þeir samykktu að gefa hana
út, „Það er gaman að gefa
bókina út vegna þess, að út-
gefendurnir, sem höfnuðu
henni, eru grænir af öfund,”
segir höfundurinn.
FORSYTH er alveg óráðinn
i þvi,hvað hann taki sér fyrir
hendur ef hann hættir að
semja sögur. Sennilegast er,
að hann snúi sér á ný að blaða-
mennsku, sem hann hefir
stundað i ellefu ár, enda eru
sögur hans byggðar á þvi, sem
á vegi hans varð i þvi starfi.
The Day of the Jackal segir
af stakri nákvæmni frá til-
raunum atvinnumorðingja,
sem OAS kaupir til þess að
myrða de Gaulle forseta árið
1963. Sagan er öll að heita má
byggð á staðreyndum og sögu-
persónurnar eru raunveru-
legar, að örfáum undantekn-
um. Nöfnum þeirra og útliti er
breytt til þess að komast hjá
meiðyrðamálum og bóta-
kröfum. Ef til vill lýsir sagan
raunverulegri tilraun til að
myrða forsetann, enda voru
að minnsta kosti gerðar sex
tilraunir til þess, meðan hann
sat að völdum.
„ÉG er ekki gæddur þvi
imyndunarafli, að ég geti
smiðað sögupersónur úr
engu”, sagði Forsyth. „Þær
sárafáu óraunverulegu per-
sónur, sem við sögu koma i
bókum minum eru sniðnar eft-
ir raunverulegu fólki, sem ég
hefi einhvern tima komizt i
kynni við”.
„Ég kynntist Sjakalanum i
raun og veru, en hann var ekki
jafn snjall og háll og ég læt
hann vera. Hann var raunar
ekkert annað en atvinnumorð-
ingi”. Forsyth kynntist hinum
óæðri liðsmönnum OAS i
Frakklandi og þekkti
æviatriði yfirmanna þeirra.
Sagan greinir nákvæmlega frá
uppbyggingu leyniþjónust-
unnar og lögreglunnar
frönsku alveg eins og OAS.
Forsyth vann hjá fréttastofu
Reuters i Paris árin 1963-1965
og safnaði þá efnivið i bók
sina.
„SAGT er, að ég hafi notað
nýja aðferð, en mér var það
ekki ljóst sjálfum. Mér fannst
hins vegar ástæðulaust að
segja frá tilbúnum forseta
þegar öllum hlaut að vera
ljóst, að de Gaulle var forseti
Frakklands árið 1963. Og hvi
skyldi ég vera með upploginn
innanrikisráðherra o.s.frv?”
Raunar eru mörkin milli rit-
höfundarins og frétta-
mannsins ákaflega óljós i bók
Forsyth.
Hann forðaðist vendilega að
skera úr um, hvort söguþráð-
urinn sjálfur væri raunveru-
legur eða ekki, eða hvort sú
lausmælgi yfirmanna leyni-
þjónustunnar, sem hann segir
frá, væri sannsöguleg.
„Sambönd min eru mjög
góð”, sagði hann aðeins. „Ég
lýsi i Sjakalanum fjórtán
mönnum i sambandi við ráð-
herrafund. Ellefu þeirra eru
raunverulegir, og hinir þrir
eru meira eða minna sann-
sögulegir.”
Forsyth ritaöi Sjakalann á
timabilinu frá 1. janúar til 10.
febrúar 1970, eða á 35 virkum
dögum. Að sex mánuðum liðn-
um var Andre Malraux fyrr-
verandi menningarmálaráð-
herra búinn að lesa hana og
samþykkja og Forsyth búinn
að undirrita samning við
útgáfufyrirtækið Hutchin -
sons um útgáfu þriggja bóka.
„Ég þyrfti ekki aö skrifa
meira en Sjakalann, en ég gat
ekki setið auðum höndum”,
sagði hann um daginn.
THE ODESSA File byggist
einnig á reynslu Forsyth með-
an hann vann hjá fréttastofu
Reuters, Hann starfaði þá i
eitt ár I Austur-Berlin og
fylgdist með atburðum i
Austur-Þýzkalandi, Ung-
verjalandi og Tékkóslóvakiu.
Bókina skrifaði hann i gisti-
húsum i Austurriki og Þýzka-
landi haustið 1971. Hún fjallar
um eltingaleik við fyrrverandi
yfirmann fangabúða, sem
dvelur i Suður-Ameriku. Nafn
sögunnar á rætur að rekja til
samtaka fyrrverandi SS-
manna, sem ætlað er að varna
bvi, að upp um þá komizt.
Báðar þessar sögur Forsyth
á að kvikmynda. Fred Zinne-
man kvikmyndar Sjakalann,
en hann stjórnaði töku mynd-
arinnar A Man for all Seasons.
Edward Fox leikur aðalhlut-
verkið, atvinnumorðingjann.
Töku myndarinnar verður
lokið seint á þessu ári. Sagan
The ODESSA File verður
kvikmynduð siðar. Forsyth
fær ekki mikið i aðra hönd
fyrir kvikmyndun Sjakalans,
en liklegar vinsældir myndar-
innar hljóta að auka stórlega
sölu bókarinnar i vasaút-
gáfum, og hugsanlegt er, að
salan nemi fimm milljónum
eintaka.
ÞRIÐJA bók Forsyth nefn-
ist The Dogs of War, og er að
lang mestu leyti byggð á sann-
sögulegum atburðum. Hún
fjallar um málaliða i Afriku og
segir meðal annars frá vopna-
smygli þangað frá Evrópu.
Forsyth starfaði við brezka
útvarpið (BBC) i upphafi
borgarasfyrjaldarinnar, i
Nigeriu og segir i bókinni frá
atburðum meðal Biafra-
manna. Hann hafði verið
stjórnmálafréttaritari hjá
BBC, en sagði þvi starfi upp til
þess að fara til Biafra og
starfa þar sem striðsfréttarit-
ari. Meðan hann gegndi þvi
starfi, skrifaði hann bók fyrir
Penguin-útgáfuna, sem nefnd-
ist Saga Biafra, og seldist hún
i 30 þúsund eintökum, en hann
fór ekki frá Biafra fyrri en i
desember 1969, fáeinum vik-
um áður en striöinu lauk.
„Sé á sögurnar litið sem
samfellu þriggja sagna”,
segir Forsyth, „lýsir Sjakal-
inn mestri kænsku, The
ODESSA File er alvarlegust,
en Dogs of War skýrir frá
mestu ofbeldi.”
Framhald á bls. 19
- ?