Tíminn - 07.05.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.05.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 7. mai 1972. TÍMINN SUMARMALABRÉF FRÁ STYKKISHÓLMI Ekki er hægt að segja annað, en að Stykkishólmsbúar hafi haft það gott þennan vetur sem nú er að kveðja. Hann var mjög mildur frá áramótum en nokkuð storma- samur með köflum. Ishroði hefur aldrei sést i fjöru, og jörð oftast verið klakalaus. Gróður fór að sjást i jahúar i feitum eyjum og túnum og fölnaði hann aldrei að fullu, þótt nokkuð kaldara væri siðustu vikurnar. Svona hlýr vetur hefur ekki kom- ið hér siðan 1964, enda var hann með eindæmum góður. Þá var kominn svo mikill gróður í góðar eyjar hér, í miðjum marz, að út- göngufé beit eingöngu nýgræðing, og hefur slikt varla gerst áður á þessari«-öld. Þess er þó rétt að geta i sam- bandi við liðinn vetur, að sunnu- daginn 12. desember hlóð niður miklum snjó og um kvöldið brast á norðan stórhrið. Fé Stykkis- hólmsbænda var þá flest i úteyj- um og hrakti það og fennti viða. Er það mjög fátitt i Breiða- fjarðareyjum. Var verið að leita að týndu fé i fönn næstu daga, og fannst sumt ekki fyrr en eftir viku og þá fyrir aðstoð góðs minka- hunds, sem Bergsveinn Gestsson frá Hrappsey á, fimm kindur höfðu þá farist,flestar fyrir það að sjór hafði fallið undir þær í fönn- inni. Atvinna var mjög jöfn og góð allan veturinn. Það er ekki langt slðan að vetrarvinnan hér byggð- ist svo til eingöngu á útgerð og fiskverkun, og ef vertið brást eða var léleg var strax um atvinnu- leysi að ræða.Nú hafa aflabrögð að visu verið sæmileg en þó nokk- uð misjöfn, en hitt ræður þó meiru, að nú byggist atvinnullfið á miklu breiðari grundvelli. Hér hefur verið að þróast siðustu ár visir að nokkrum iðnaði. Hér eru nú starfandi tvö trésmlðaverk- áife stæði, tvær skipasmiðastöðvar vélsmiðja, húsgagnagerð, tvö bif- reiðaverkst., rörsteypa og múr- hiiðun. Þetta eru að visu ekki stór fyrirtæki, þau stærstu eru með um fjörutiu menn og svo allt niður i tvo hjá þeim smæstu, en I þeim öllum munu að jafnaði vinna 120- 130 manns og það er stór hluti af vinnuafli kauptúnsins. Enda er oftast skortur á fólki i fiskverk- unarstöðvunum, sem stafar að nokkru af þvi hve vinna er stopul. Þá eru hér i byggingu tvö stór- hýsi á okkar mælikvarða, og hef- ur verið unnið I þeim báðum i vet- ur, annað er félagsheimili og hótel, en hitt skipasmiðahús. Félagsheimilið er þriggja hæða bygging auk jallara, á neðstu hæð sem er 900 fermetrar er gert ráð fyrir veitinga og samkonusölum og eldhúsi, en á efri hæðunum 28 gestaherbergjum, I kjallara er íbúð fyrir húsvörð. Varla er hægt að ætla.að húsið geti tekið til starfa fyrr en að ári liðnu. Skpasmiðahúsið, sem Skipa- smiðastöðin Skipavlk h.f. er að byggja við dráttarbrautina I Skipavik, er nu að verða fokhelt. Þetta er stærsta hús sem byggt hefur verið i Stykkishólmi 24000 rúmmetrar. Þar inni eiga að geta staðið samhliða, þrjú 100 lesta skip með rá og reiða. Skipasmiðatöðin afhenti elleftu nýsmiði sina siðast liðinn skir- dag, fimmtiu tonna bát Geir Jónasson AR 35. Eigandi hans er Hraðfrystihús Stokkseyrar h.f. Hann er þriðji báturinn sem stöð- in smiðar fyrir þann aðila og sá fjórði hleypur af stokkunum næstu daga. Geir Jónasson er mjög vel búinn bátur. Allar vind- ur eru háþrýstar og mun það vera alger nýjung i islenzku fiskiskipi, hægt er að stjórna togvindum bæði frá þilfari og stjórnpalli, og getur þvi skipstjóri séð um tog og hlfingu vörpunnar. Bátar frá Skipavik h.f. hafa Hk- að mjög vel, enda er mikil eftir- spurn eftir þeim. Upppantað er hjá stöðinni til 1975. Samvinna hefur jafnan verið milli Vél- smiðju Kristjáns Rögnvaldssonar s.f. og Skipavikur h.f. um bygg- ingu bátanna, vélsmiðjan hefur annast allt málm og járnsmiði, niðursetningu véla og tækja. Þrátt fyrir mikla vinnu hefur félags og skemmtanalif verið nokkuð hér i vetur, einkum hafa klúbbarnir, sem virðast nú mjög i tizku, verið starfssamir. Meðal annars i fjársöfnun til ýmissa nauðsynjamála. Hér eru starf- andiRótary, Lions og hjónaklúbb ur. Þorrablót var haldið með myndarbrag að venju og leik- félagið Grimnir sýndi sjónleikinn Pilt og Stúlku 6 sinnum við góða aðsókn. Helstu fyrirhugaðar fram- kvæmdir 1 sumar eru endurbætur á báðum hraðfrystihúsunum, og lagning nýrrar vatnsveitu. Fund- ist hefur mikið og gott vatn upp við Svelgsárhraun, verður það beislað og lagt I plast pipum frá Reykjalundi til bæjarins um 14 km leið. Aætlað er að 8-9 km klár- ist I sumar. Ég held, að Hólmarar séu yfir- leitt bjartsýnir á framtlðina og búizt við góðu sumri eftir góðan vetur. Fréttaritari. ^iiiiiiiiiiiKiíi iPWlÍpiÍlllllHll i n. —_____...... , .. M^xmmSSmSsJSLAS-- Félagsheimilið. Skipasmíðahúsið BÆNDUR 12 ára drengur óskar að komast á gott heimili i sveit. Upplýsingar i sima 31023. TIL S0LU Nokkrar kýr, vor og sumarbærur. Einnig John Deer dráttarvél með ámoksturs- tækjum og sláttuvél. Ennfremur gamlar vélar. Semja ber við SIGURD SIGURÐSSON STEINMÓÐARBÆ, simi um Hvolsvöll Nýi báturinn.Geir Jónasson Sfraumlo CUT-OUT í flestar gerðír bifreiða HVÉRGI LÆGRAVERÐ HABERG Skeífunní 3e-Símí 3-33*45 PLÖTUR - HARÐVIÐUR - SPÖNN SPÓNAPLÖTUR, I. fl. finnskar GABONPLÖTUR (birki og brenni) HAMPPLÖTUR WIRUPLAST (plasthúð, spónaplötur) HARÐTEX (venjul., oliusoðið og gatað) HARÐPLAST (nýtizkulegir litir) MAHOGNI — TEAK — ABACHI — BRENNI — ASKUR Allar ofangr. vörur eru geymdar i upp- hituðum vörugeymslum. SPÓNN (gullálmur, eik, oregon pine, teak o,fl.) PÁLL Þ0RGEIRSS0N & C0. Ármúla 27 — Simi 86-100. # $ ->-J Flestar gerbir ávallt fyrirliggjandi Fljótoggóbþjónusta fcX^ Úrvalshjólbaröar Hjólbarda vibgerb *£> IftlttlijíÍ GARÐAHREPPS Æg| <>

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.