Tíminn - 07.05.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.05.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Sunnudagur 7. mai 1972. Steinbjörkin á Kamtsjatka Eitt al' sérkennum Kamtsjatka- skagans eru steinbjarkar- skógarnir, sem þekja 5,6 milljónir hektara lands, og trjámagn þeirra mun nema um 500 milljón- um rúmmetra. A tertiertímanum uxu miklir skógar af birki, náskyldu Kamtsjatkabjörkinni, um allt norðurhvel jarðar. A jöklaskeiði kvartertímabilsins hurfu þeir viðast hvar á meginlandinu nema SU'inhjörk vio IjallsiiHiu . á stöku stað i háfjöllum, í 1500- 1800 m hæð yfir sjó. A Kamtsjatka varð jökla- myndunin ekki mikil. Milt og rakt loftslag ásamt þvi, að skaginn greindist snemma frá meginland- inu, stuölaði að viðhaldi og út- breiðslu steinbjarkarinnar. Næstum alls staðar á skagan- um myndar steinbjörkin efsta trjábeltið i fjallendi, og sýnir það, hve harðgerð hún er og sættir sig vel við erfið loftslags- og jarð- vegsskilyrði. Vaxtartimi trjáa þeirra, sem á mörkum trjábeltisins liggja i norðri og i fjóllum, er aðeins um 50 dagar á ári. Sleinbjörkin hefur óvenjulega öfluga rót, sem gerir henni kleift að vaxa i 40 gráða halla. Hún er vindþolin með af- brigðum, bregður sér ekki við brennisteinsgufu i loftinu, stend- ur af sér djúp snjóalög, verndar jarðveginn fyrir uppblæstri og kemur i veg fyrir snjóflóð i fjalla- hliðum. Það hefur enn ekki verið til fulls metið, hve vel þessi trjátegund er til gróðurverndar og jarðabóta i fjallendi fallin, en óhætt er að lullyrða, að i nánustu framtíð muni hún skipa verðugan sess i skógræktarmálum viðar en á Kamtsjatka. Eitt einkenni frumskóga stein- bjarkarinnar er það, hve gisnir þeireru. Þeir minna á ræktartré, gróðursett i trjágörðum. Það stuðlar einnig að hreinleik og „snyrtileik" þessara skóga, að steinbjörk þornar smám saman og rotnar í rótina, þ.e.a.s. „deyr standandi". I 6-7 m hæð greinist slofninn venjulega i digra kvisti, sem mynda margofna, breiða Dg skringilega krónu. 1 skjóli steinbjarkarinnar una berjaruhnar og grös hag sínum hiðbezta.Sumir runnarnirná 2ja metra hæð. Þetta eru afar eft- irsóttar veiðilendur. 1 frumskóg- um steinbjarkárinnar eru tré á öllum aldri, en hin ungu eru greinilega i miklum meirihluta. Meðalævi trjánna er 300-350 ár, en einstakir öldungar lifa i 7-8 aldir. Gagnsemí steinbjarkarinnar er margþætt, en hæst ber verndun jarðvegs og vatnsgeymd. 1 fjall- lendi með erfiö gróðurskilyrði og margar hrygningarár eru þessir þættir veigamestir. Þegar fella skal tréf til nytja, eru valin þau tré, sem náð hafa 24 sm þvermáli í brjósthæð og ekki standa i verulegum halla. Sem efniviður hefur steinbjörk- in i Kamtsjatka marga kosti fram yfir evrópskt birki, og áferðin stenzt samanburð við Kareliu- björk. Alþýða manna þar eystra hefur fyrir löngu tekið að notfæra sér styrk og endingu hennar til smiða húsbygginga, i hunda- og hreindýrasleða og margvísleg veiðitæki. A siðustu árum hefur hagnýting bjarkarinnar numið ný lönd. Sér- fræöingar ljúka miklu lofsorði á „parkett" úr steinbjörk. Verið er að kanna, hversu hún gefst til húsgagnasmiða. Pressaður stein- Kræklótt steinbjórk við strönd. bjarkarviður getur komið i stað litmálma til margra þarfa. Á sumum trjám myndast hnúðar úr óvenjustyrkum við, sem notaður er til að smiða sérstaka muni og minjagripi. Ýms japönsk fyrirtæki, sem viðskipti eiga við Sovétrfkin, hafa látið í ljós mikinn áhuga á stein- bjarkarviði. Allt virðist benda til þéss, að innan skamms veröi orð- in gifurleg eftirspurn á honum, bæði á innan- og utanlands- markaði. VladimirSjamsin. . (APN). Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag OMEGA Nivada @imm PIERPOflí Jllpina. gnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Simi 22804 UTANLANDSFERÐIR VIÐ ALLRA HÆFI LONDON frá kr. 14.102,- Beint þotuflug báðar leiðir, brottför vikulega. Innifalið: gisting og morg- unverður á fyrsta flokks hóteli. 011 herbergi með baði og sjónvarpi. Ferð- ir milli hótels og flugvallar og ýmis- legt fleira.. Þetta verða vinsælar ferðir til milljónaborgarinnar. Leikhús og skemmtanalif það viðfrægasta í ver- öldinni, en vöruhúsin hættulega freistandi. li ,á£>. '¦¦'SiiiV^1 "V KAUPMANNA- HÖFN frá kr. 12.950,- Brottför i hverri viku. Innifalið: beint þotuflug báðar leiðir. gistingog tvær máltiðir á dag. Eigin skrifstofa Sunnu i Kaupmannahöfn með islenzku starfsfólki. Hægt að velja um dvöl á mörgum hótelum og fá ódýrar fram haldsíerðir til flestra Evrópulanda með Tjæreborg ag Sterlíng Airwavs. Nú komast loksins allir ódýrt til Kaup- mannahafnar Allra leiðir liggja til hinnar glaðværu bg skemmtilegu borgar við sundið. **&æ&\ ¦ -¦¦¦¦¦".":¦ £ F~^3f7v3w&i MALLORCA frá kr. 12.500,- Beint þotuflug báðar leiðir, eða með viðkomu i London. Brottför hálfs- mánaðarlega til 15. júni og i hverri viku eftir það. Frjálst val um dvöl í íbúðum i Palma og i baðstrandabæi- unum (Trianon og Granada) eða hin- um vinsælu hótelum Antillas Barba- dos, Playa de Palma, Melia Magaluf og fl. Eigin skrifstofa Sunnu í Palma með islenzku starfsfólki veitir öryggi og þjónustu. Mallorka er fjölsóttasta sólskinsparadis Evrópu. Fjölskylduafsláttur. 'a' frá kr. 12.500,- Brottför hálfsmánaðarlega, og i hverri viku eftir 27. júli. Beint þotu flug báðar leiðir, eða með viðdvöl i London. Sunna hefir samning um gistirými á 3ftirsóttúm hótelum Torremolinos (Alay og Las Palomas) og ibúðum, luxusibúðunum Playa mar í Torremolinos og Soficobygg- ingunum Perlas og fl. í Fuengirola og Torremolinos. Islenzkir fararstjórar Sunnu á Costa del Sol hafa s^rifstofu- aðstöðu í Torremolinos, þar sem alltaf er auðvelt að ná til þeirra. Costa del Sol er næst fjölsóttasta sólskins- paradis Evrópu og Sunna getur boðið upp á beztu hótel og ibúðir á hag- J<væmum kjörum. Norðurlandaferð 15 dagar, brottför 29. júní. Kaupmannahöfn, Oslo, Þelamörk og Svíþjóð. Kaupmannahöfn - Rinarlónd 15 dagar, brottför 6. júlí og 3. ágúst. Ekið um Þýzkaland til Rinarlanda. Kaupmannahöfn - Róm - Sorrento 21 dagur, brottför 13. júlí. Vika i Kaupmannahöfn vika i SorrentoiOg viku i Rómarborg. Paris - Rinarlönd - Sviss 16 dagar, brottför 20. ágúst. Landið helga - Egyptaland - Libanon 20 dagar, brottför 7. október. Kynnið ykkur verð og gæði Sunnu ferðanna með áætlunarflugi eða hinu ótrúlega ódýra leiguflugi. SUNNA gerir ollum kleíft að ferðast. Súnna er aiþjóðleg IATA . ferðáskrifstofa FERHASKRIFSTOfAN SUNNA BANKASTRSTI7 1640012070

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.