Tíminn - 07.05.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.05.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 7. mai 1972. Umsjón: Einar Björgvin lan Gilling með lifrar- bólgu í 7.9 millj. húsi lan (lilling fyrir utan nýja húsið. mánuði. Þær miklu tekjur, sem það hef- ur i för með sér að vera söngvari i brezku hljómsveitinni Deep Purple, ásamt þeim rúmlega fjóru krónum.sem sá söngvari fær i hvert sinn,sem eintak af „Jesus Christ-Superstar"selst, hafa gert Ian Gilling kleift að festa kaup á húsi i útjaðri London. 1 langan tima hef ég litið ver- Ilann ætlar nú að hvllast I tvo ið heima, en það var þó ágætt með fjöldanum af þægilegum atburð- um. En svo varð ég veikur af lifr- arbólgu, og læknirinn hefur skip- að mér að taka mér tveggja mán- aða hvild, segir Ian. Fyrir húsið greiddi Ian Gilling 7,9 milljónir isl. króna — og hann telur, að hið 275 fermetra hús sé þeirra peninga virði. ,MANDALA" VERÐUR AÐ VERA GÓÐ L- Gunnar Þórðarson Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem cg hef fengið, verður hin nýja LP-plata Trúbrots, „Mandala", komin I hljóm- plötuverzlanir um 20. mai næst komandi. Nokkur spenna rikir um útkomu þessarar plötu, þar sem margir telja, að hún sanni hvar Trúbrot er statt þessa stundina. Trúbrot hefur nú undanfarið leikið talsvert á opinberum stöðum, bæði hér i Reykjavik og annars staðar. Hljómsveit- in hefur hlotið misjafna dóma, flesta neikvæða fyrir hana. Hins vegar er það ekki stimp- ill á gæði hljómsveitarinnar, þar sem hún fór þegar að spila á opinberum stöðum, þegar þeir félagar i henni komu frá Kaupmannahöfn, eftir mikla vinnu við gerð LP-plötunnar. Ef platan er góð, á Trúbrot enn mikið undir sér. t þessu sambandi sakar ekki að taka fram, að ég er þeirrar skoðunar, að Trúbrot hefði ekki átt að byrja þegar að spila á opinberum stöðum, eft- ir að vinnan við LP-plötuna var að baki. Þeir Trúbrots- félagar hefðu átt að gefa sér einhvern tima til æfinga fyrir tónlistarflutning á skemmti- stöðum, áður en þeir fóru á staðina. Völd Náttúru hafa alls ekki verið skert með hingaðkomu Trúbrots aftur, og Svanfriður sækir enn á. Það er þvi mikið i húfi fyrir Trúbrot. LP-plata hljómsveitarinnar verður að vera göð, eigi hljómsveitin að halda stöðu sinni. Hér er kominn Óttar Felix - og hefur sitthvað að segja Ekki alls fyrir löngu kom sá maður hingað til lands, sem lengi hefur verið beðið eftir, „leiðandi kúltúrhetja" ungu kynslóðarinnar á Fróni. Maður, sem um árabil hefur blásið þreki i brjóst sam- ferðarmanna sinna — þreki til að standa á rétti nýrra við- horfa og nýs gildismats — og hefur öðrum fremur rutt úr vegi ihaldssömum skoðunum og kafaldshugsunarhætti.— Hér er komin Frónverji framtiðarinnar, Óttar Felix Hauksson. — Heimferðin gekk vel fram að tollskoðun, segir Ottar, — en þá gerðu rikisstarfsmenn svo öfluga leit að „hug- vikkunarefnum", að ég missti af öllum bilferðum i bæinn. — Nú hefur þú dvalizt i Kaupmannahöfn um tima, Óttar P'elix, hvernig finnst þér að vera kominn heim? — Mér finnst ánægjulegt að vera kominn heim. Ég finn ætið til velliðunarkenndar þegar ég sný aftur heim til vina minna og föðurlands eftir langar fjarvistir. — Hvað er nú efst á baugi i Kaupmannahöfn? — Otul barátta mennta- manna og annarra þióðfélags- legra þenkjandi manna gegn ¦ yfirvofandi hættu á inngöngu Dana i Efnahagsbandalag Evrópu, og má segja,að þar sé danska þjóðin betur á verði gegn auðvaldinu en við Frón- verjar — og einkennast dag- blaðaleiðarar og fjöldafundir þar af hatrömmum deilum um jákvæði og neikvæði EBE. — Hvað finnst þér mest skorta þar um hér á landi? — öfluga upplýsingaþjón- ustu, sem vinstri menntamenn ættu að koma á hið fyrsta, opna skrifstofu og gefa út upplýsingabæklinga um eðli og tilgangs Efnahagsbanda- lagsins. — Er aukaaðild Islands að Efnahagsbandalaginu rétt- lætanleg? — Þar sem Rómarsáttmál- inn felur ekki i sér úrgöngu- heimild, hvorki fyrir fullgilda- né aukaaðild, er innganga landsins i bandalagið bein ógnun við lýðræðislegt hag- kerfi. — Nú hefur þú, Óttar Felix, dvalizt erlendis i tæpt ár sam- fleytt. Hverjar voru þær breytingar, sem þér bar fyrst fyrir augu hingaðkominn aftur? — Þær óheillavænlegu brautir, sem áberandi hluti islenzks æskufólks stefnir inn á — sá hluti æskufólks, sem ég vona að sé minni hluti, en fær tveggja ef ekki þriggja tima þáttt i sterkasta fjölmiðlunar- tæki þjóðarinnar, sjónvarpinu til að útbreiða að nýju þá firru, að baráttán fyrir betri heimi sé fólgin i upphafningu ofur- mennisins, i þessu tilfelli trúin á „ofurmennið" Jesú Krist og hráar kenningar bibliunnar. Ætti fólk þetta hið skjótasta, i krafti æsku sinnar, að snúa sér að áþreifanlegri baráttu fyrir hamingjusamari og lifvæn- legri afkomu einstaklingsins. Nú var tekið upp heldur léttara hjal. Öttar Felix var spurður að þvi, hvort hann teldi islenzku popphljóm- sveitirnar góðar miðað við hljómsveitir frænda okkar i Danaveldi. —- Ég tel, að islenzkir hljóm- listamenn standi Dönum ekki að baki, en þó finnst mér hæst borguðu dönsku hljómsveitir- nar ná mun betur saman en þær hæst borguðu islenzku, enda er það ekki nema eðli- legt, þar sem dönsku hljóm- sveitirnar hafa mun betri upp vaxtarskilyrði i fjölmennara þjóðfélagi. — Hvað hefur þú að segja um poppheiminn hér? — Á þvi ári, sem ég hef verið erlendis, hefur tónlistarmönn- um farið mikið fram, en þvi miður hefur mér ekki tekizt að heyra I þeim öllum. Ég var viðstaddur á lokadegi upptöku Trúbrots á nýjustu LP-plötu hljómsveitarinnar, „Mandala", og varð satt að segja stórhrifinn. Mér finnst platan skemmtileg framför frá „Lifun", meiri andstæður i tónlistinni, betra form og lit- rikari — og hefði 'ég gaman af, ef hljómsveitin hlyti fljótlega þá alþjóðlegu viðurkenningu, sem hún á skilda, þvi að félagarnir i Trúbroti eru heiðárlegir listamann. ROBERT PLANT í HEY- SKAP- INN Robert Plant söngvari Led Zeppelin er nú að hugsa um að eyða þessu sumri á rólegan hátt á sveitabæ sinum og hjálpa til við uppskeruna og önnur störf, sem vinna þarf þar á bænum. Hjá ná- grönnum sinum hefur hann lært að aka dráttarvél — og siðan hef- ur verið sagt að talsvert bónda- efni sé i Róbert. — I marga mánuði hafði ég ekki séð konu mina og'son, svo að s einungis fyrir þá sök er ágætt að vera heima, vera I umhverfi, sem ekki minnir neitt á skemmtana- iðnaðinn. Ég vil ekki einu sinni hengja gullplötur Led Zeppelin upp á veggi sem minjagripi — mér finnst þær viðbjóðslegar og algjört skrum. Robert Plant — lfklega orðinn þreyttur I „bransanum"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.