Tíminn - 07.05.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.05.1972, Blaðsíða 15
Sunnudagur 7. mai 1972. TÍMINN 15 Vilja íþrótta- kennaraskólann burt frá Laugarvatni S.l. fimmtudag boðaði stjórn tþróttakennarafélags tslands blaðamenn á sinn fund og kyiinti skoðanir stjórnarinnar á mál- efnum tþróttakennaraskólans og þvi frumvarpi um skólann, sem Alþingi fjallar nú um. I greinargerð stjórnar Iþrótta- kennarafélagsins, en formaður stjórnarinnar er dr. Ingimar Jónsson, segir svo: „Rétt fyrir þinglok vorið 1971 lagði fyrrverandi menntamála- ráðherra Gylfi Þ. Gislason fyrir Alþingi frumvarp til laga um Iþróttakennaraskóla Islands. Megninefni frumv. var að breyta skyldi skólanum, er hingað til hefur starfað sem eins árs skóli (9 mán.) i tveggja vetra skóla. Frumv. gerði ráð fyrir að skólinn yrði á Laugarvatni. Iþróttakennarafélag Islands séndi menntamálaráðherra, Magnúsi Torfa Ólafssyni umsögn um frumvarpið þann 21. okt. 1971. I umsögninni segir 'm.a.: „Stjórnin dregur mjög i efa, að þær breytingar á skólanum, er frumvarpið gerir ráð fyrir, séu nægjanlegar til að koma menntun iþróttakennara i viðunandi horf og getur þvi ekkki lýst yfir stuðningi sinum við frumvarpið, heldur telur nauðsynlegt,að itar- leg endurskoðun á þvi fari fram hið bráðasta og áður en það verður tekið til umræðu á ný á Alþingi." Ennfremursegir: „Það er skoðun stjórnarinnar, að við endurskoðun á frumvarpinu beri að athuga gaumgæfilega, hvort ekki væri ákjósanlegra að menntun iþróttakennara fari fram við Kennaraháskóla Is- lands." Um mánaðarmótin janúar/febrúar lagði mennta- málaráðherra frumvarpið, Htið eitt breytt, á ný fyrir Alþingi. Menntamálanefnd neðri deildar Alþingis óskaði eftir um- sögn félagsins um frumvarpið. I þeirri umsögn itrekaði stjórnin fyrri afstöðu sina og rökstuddi hana ýmsum, rökum, sem tilfærð verða hér á eftir. Menntamála- nefnd neðri deildar tók litið tillit til röksemda þeirra, er fram voru settar I umsögn félagsins um frumvarpið, en gerði óverulegar breytingar á þvi. Neðri deild Alþingis hefur nú afgreitt frum- varpið til efri deildar. Afstaða stjórnar Iþrótta- kennarafélags tslands til frum- varpsins og menntun iþrótta- kennara er i stuttu máli þessi: 1. Frumvarpið gerir ekki ráð fyrir, að menntun iþróttakennara skuli vera á háskólastigi eins og almennt kennaranám og t.d. handa vinnukennaranám. Almennt kennaranám og handa- vinnukennaranám er nú sbr. lög Kennaraháskóla íslands 3ja ára nám að loknu stúdentsprófi eða igildi þess. Frumvarpið gerir hins vegar ráð fyrir 2ja ára Iþrótta- kennaranámi og mun minni kröfum til undirbúnings- menntunar. Samkv. frumv. nægir próf með ákveðinni lágmarks- einkunn frá framhaldsdeild gagn- fræðaskóla og jafnvel gagnfræða- próf (sbr.aths.meðfrumv.) til að hefja nám við tþróttakennara- skóla Islands. Ekki fer á milli mála, að með samþykkt frumv. er menntun iþróttakennara sett skör lægra en almennt kennaranám og t.d. handavinnukennaranám og miklu minna metin en kennara- menntun fyrir æðri skólastig. Aö áliti stjórnar Iþrótta- kennarafélagsins er þessi stefna frumv. ekki aðeins i mótsögn við mikilvæei líkamsuppeldi og iþrótta fyrir islenzku þjóðina heldur háskaleg, þar sem hún býður þeirri hættu heim að ó- heppileg viðhorf skapist til iþróttakennara og íþróttakennslu og fþrótta yfirleitt. Auk bess bendir stjórnin á, að samþykktfrumvhlýtur að hafa þá afleiðingu i för með sér, að iþróttakennarar njóti ekki sömu launakjara og aðrir kennarar við sömu skólastofnun. 2. Samkv. frumv. veitir próf frá tþróttakennaraskóla Islands aðeins réttindi til iþróttakennslu, sem þýðir að hrofiö er frá þeirri stefnu, sem mótuð var með lögum nr. 16, 12.marz 1947 um menntun kennara, en þar er kveðið á um.að kennarar i sérgrein skuli hafa al menn kennararéttindi. Þvi verður varla á móti mælt, að æskilegt væri, ekki sizt með tillíti til þarfa minni skóla úti á landsbyggðinni, að Iþrótta- kennarar hefðu einnig réttindi til kennslu I öðrum kennslugreinum. 3. Frumvarpið gerir ráð fyrir að bundið verði I lögum að tþrótta- kennaraskóli Islands skuli stað- settur á Laugarvatni. Að dómi stjórnar Iþróttakennarafélagsins er útilokað, að menntun iþrótta- kennaraskóla Islands komist i viðundandi horf i náinni framtiö, ef hún á að fara fram að Laugar- vatni. Að Laugarvatni er aðstaða fyrir starfsemi skólans alsendis ófullnægjandi núogtil þess að hiin verði viðunandi þarf að reisa a.m.k. stórt Iþróttahús, sundlaug, leikvelli, kennsluhúsnæði, kennaraíbúðir, stærri heimavist og fl. Með tilliti til fjárveitinga skólans fram til þessa, má telja fullvíst, að seint gangi að reisa slikar byggingar er kosta munu rikissjóð tugi milljóna króna. Aö auki má benda á, að rekstur Iþróttakennaraskólans er rikis- sjóöi mjög dýr. Arið 1970 var kostnaður við rekstur skólans tæpar 70 þiis. kr á nemanda. Til samanburðar má geta þess að kostnaður við rekstur Mennta- skólans á Akureyri var kr. 35 þús. á nemanda árið 1970. Stjorn tþróttakennarafélagsins bendir einnig á, að staðsetning skólans að Laugarvatni hefur i för með sér, að iþróttakennara- efni geta tæplega notið hand- leiðslu sérmenntaðra íþrótta- kennara- og þjálfara, sem völ er á hér á landi i hinum ýmsu Iþrótta- greinum. Að siðustu bendír stjórn Iþróttakennarafélagsins á, að staðsetning skólans að Laugar- vatni torveldi mjög, að menntun iþróttakennara sé jafnan I nánum og lifrænum tengslum við Iþrótta- starfsemina i landinu og að Laugarvatni sé þess tæplega kostur að kynna iþróttakennara- efnum starfsemi iþróttafélaga, þjálfun iþróttamannna, skipu- lagningu iþróttamóta- og sýninga. Það er álit stjórnar tþrótta- kennarafélagsins, að þessi rök gegn frumv. séu það þung á metunum að taka verði tillit til þeirra. Stjórnin er þeirrar skoðunar, að samþykkt frum- varpsins seinki þvi um of að menntun iþróttak.komist ivið- unandi horf og hvetur til þess, að menntun iþróttakennara verði tekin til ítarlegrar yfirvegunar. I þessu sambandi vill stjórnin undirstrika þýðingu likams- uppeldis og íþrótta fyrir iselnzka menningu. Iþróttir eru snar þáttur I lifi þjóðarinnar og i sam- skiptum hennar við aðrar þjóðir. Það er skoðun stjórnar íþrótta- kennarafélagsins að ef stefna eigi að framförum á sviði likamsupp- eldis og iþrótta hér á landi verði menntun iþróttakennara aö grundvallast á visindalegri þekkingu og vera i samræmi við nútímaleg íþróttafræði. Að dómi stjórnarinnar verður slik menntun aðeins tryggð með þvi, að hún fari fram á háskóla- stigi. Stjórnin telur þvi eðlilegt.að athugun fari fram á þvi, hvort Kennaraháskóli Islands geti tekið að sér menntun iþróttakennara og bendir í þvi sambandi á, að á næsta vetri eigi að endurskoða lög Kennaraháskólans." 4il Það var Cató hinn gamli, sem endaði ræður sinar með þvi að leggja til, að Karþagó yrði lögð I rúst. Gekk honum heldur treglega að afla kenn- ingu sinni fylgis i senatinu i Róm, og rann mikið vatn til sjávar, áður en Karþagó var 511. Enn þann dag i dag eru til menn, sem taka Cató karlinn sér til fyrirmyndar, og hér á Islandi hefur hann eignazt lærisveina,sem nota kenningu hans óspart. Er nú hafin skipulögð aðfÖr að tþrótta- kennaraskóla Islands að Laugarvatni — sbr. frétt hér til hliðar á siðunni — undir for- ustu dr. Ingimars Jónssonar, formanns Iþróttakennara- félags íslands, og stjórnar hans. Takmarkið virðist að leggja tþróttakennaraskólann að Laugarvatni i rúst, en i staðinn skulirísa öflug iþrótta- deild innan Kennaraháskól- ans, þar sem tryggt verði, aö nemendur fái staðgóða og raunhæfa iþróttakennslu, en það er álit núverandi forustu manna Iþróttakennarafélags- ins, að Iþróttakennaraskólinn á Laugarvatni sé allsendist ófær um að gegna skyldum sinum, og frumvarp það til laga, sem nú er i meðförum Alþingis, um breytingar á skólanum, gangi allt of skammt. Ekki er hægt að neita þvi, að i fljótu bragði virðist margt af þvi, sem dr. Ingimar og félag- ar hans, hafa til málanna að leggja, orka sannfærandi, og efast ég ekki um, að þeim gengur gott eitt til. En það vill oft verða þannig, þegar mönn- um hleypur kapp i kinn, að þeim yfirsést margt, og fyrir kemur, að tilgangurinn er lát- inn helga meðalið. Eins og kunnugt er, hefur staðið til alllengi að gera breytingar á tþróttakennara- skólanum, m.a. að lengja námið um helming, og auk þess ýmsar aðrar breytingar, m.a. með strangari inntöku- skilyrðum i skólann en verið hefur. Ég held, að allir sann- gjarnir menn, sem fylgzt hafa með málefnum skólans, geri sér grein fyrir, að þessar breytingar séu ekki endanleg- ar, heldur aðeins skref eða áfangi i þeirri viðleitni að gera skólann nýtizkulegri og hæfari til að gegna hlutverki sinu. Hefur núverandi skólastjóri, Arni Guðmundsson, barizt lengi fyrir umbótum á skólan- um, en ávalit talað fyrir dauf- um eyrum, þar til nú, að unnið er að þvi á Alþingi að fá vissar breytingar i gegn. En að halda, að þar með hafi skólinn • fengið eitthvert eilifðarform, er alger misskilningur, þvi að sömu lögmál gilda um Iþróttakennaraskólann og aðra skóla, að hann þarf stöð- ugt að vera i endurskoðun. 1 athugasemdum sinum um frumvarpið lætur stjórn tþróttakennarafélagsins i ljós áhyggjur af þvi, að námið skuli aöeins vera tveggja ára nám á meðan almennt kenn- aranám og handvinnu- kennaranám sé þrjú ár, auk þess, sem minni kröfur séu Aðförín að íþróttakennara- skólanum að Laugarvatni gerðar um inntökuskilyrði i Iþróttakennaraskólann. Með þessu sé menntun iþrótta- kennara sett skör lægra en annað kennaranám. Ekki virðist stjórn Iþrótta- kennararfélagsins hafa kynnt sér frumvarpið nægilega vel, hvað þetta atriði áhrærir, þvi að i frumvarpinu er gert ráð fyrir, að nemendur taki að sér störf hjá iþróttahreyfingunni á milli ára (þ.e. sumarið eftir fyrra árið) og skoðast þau störf sem liður i náminu. Með þessu er námið a þriðja ár. Það er svo annað mál, að sjálfsagt er að lengja námið frekar, en hæpið er að taka of stórt stökk i einu. Hins vegar ber hiklaust að stefna að þvi, að lengja námið t.d. i þrjú eða fjögur ár, innan fárra ára. Um inntökuskilyrðin er það að segja, að i frumvarpinu eru þau hert, og er greinilega stefnt að þvi, að i framtiðinni verði stúdentspróf gert að inn- tökuskilyrði. I öðrum lið athugasemdar stjórnar tþróttakennara- félagsins er sagt, að með frumvarpinu sé horfið frá þeirri stefnu, að kennarar i sérgreinum skuli hafa almenn kennararéttindi. Vitandi eða óafvitandi geng- ur stjórn Iþrótlakennara- félagsins framhjá þeirri stað- reynd, að ráð er fyrir þvi gert i frumvarpinu, að nemendur tþróttakennaraskólans hafa möguleika á að verða sér út um almenn kennararéttindi með eins árs setu i Kennarahá skólanum eftir að námi I tþróttakennaraskólanum lýk- ur. Þetta er mjög veigamikið atriöi. t þriðja lið athugasemdar stjórnar Iþróttakennara- fél. er talið útilokað að hafa skólann að Laugarvatni, þvi að núverandi aðstaða sé ónóg og dýrt sé að reisa mannvirki að Laugarvatni. Mér er spurn, er eitthvað miklu dýrara að reisa iþróttamannvirki á Laugarvatni en i Reykjavik? Þarf ekki alveg eins að reisa þessi mannvirki i Reykjavik, eða telur, stjórn tþrótta- kennarafélagsins, aö þau séu fyrir hendi? Einnig væri fróðlegt að fá svör við þvi, hvernig stjórn tþróttakennarafélagsins hefur farið að þvi að reikna það út, að kostnaður við nemenda á tþróttakennaraskólanum á Laugarvatni hafi verið 70 þús- und krónur á meðan kostnaður við menntaskólanema á Akur- eyri er aðeins 35 þúsund krón- ur. Það villsvo til, að ég hef um margra ára skeið fylgzt með málefnum skólans og veit, að fyrrgreinda talan er alröng, og sennilega hefur stjórn tþróttakennarafélagsins fallið i þá gildru að taka með i reikninginn kostnað við jþróttamannvirkin á Laugar- vatni, t.d. reksturinn á iþróttahúsinu, sem notað er af öllum nemendum hinna mörgu skóla að Laugarvatni, og jafnframt kostnað við rekstur Iþróttavallanna, sem ekki einungis eru notaöir af nemendum tþróttakennara- skólans heldur og af sumar- búðaunglingum á vegum ISI. Er auðvitað mjög auðvelt að hækka kostnað við hvern nem- anda Iþróttakennaraskólans, ef slikri reiknislist er beitt. Um það atriði i gagnrýni stjórnar tþróttakennara- félagsins, að iþróttakennara- efnin geti ekki notið hand- leiðslu sérmenntaðra iþrótta- kennara af þvi að skólinn sé staðsettur að Laugarvatni, er það að segja, að slik gagnrýn fellur um sjálfa sig. Nú er til að mynda starfandi að Laugarvatni iþróttakennari, sem hefur knattleiki að sér- grein, landsliðsmaður i tveim- ur greinum og hefur staðgóða þekkingu á hinni þriðju. Efast ég um, að hæi'ari mann sé að finna annars staðar hérlendis. Hvers vegna ættu slikir menn ekki að fást til starfa úti á landi sem annars staðar? I lokaorðum athugasemdar stjórnar Iþróttakennara- félagsins segir, að með stað- setningu skólans að Laugar- vatni, sé komið i veg fyrir, að menntun iþróttakennara sé jafnan i nánum tengslum við iþróttastarfsemina I landinu! Þýðir þetta kannski, að iþrótt- ir séu hvergi iðkaðar i landinu, nema i Reykjavik? Fróðlegt væri að ræða margt fleira i greinargerð og athugasemdum stjórnar lþróttakennarafélagsins, en það verður látið biða betri tima. En það verður að segj- ast eins og er,að ótrúlegur ein- strengingsháttur einkennir allan málflutning dr. Ingi- mars og hans manna, eins konarCató-ismi. Til að mynda loka þeir algerlega augunum fyrir þeirri staðreynd, að jafn- hliða uppbyggingu mann- virkja við tþróttakennara- skólann að Laugarvatni, er verið að reisa glæsilega ibróttamiðstöð fyrir börn og unglinga, aðallega frá þett- býlissvæðinu, en með þvi fæst fullkomin nýting á dýrum mannvirkjum. Hefur iþrótta- l'orustan i landinu fagnað þessari uppbyggingu og tekur heilshugar þátt i henni, en hér er átt við tSl. I annan stað vex dr. Ingimar ogí'élögum allt of mikið i augum fjarlægðin milli Reykjavikur og Laugarvatns. Með batnandi vegakerfi, steyptum og malbikuðum veg- um, styttist leiðin, auk þess, sem ráð er fyrir þvi gert i frumvarpinu, að skólinn geti, eins og hann hefur jafnan gert, flutt sérstaka þætti starfsemi sinnar á aðra staði. Til að mynda hefur skiðakennsla skólana ávallt farið fram fyrir norðan eða vestan, a.m.k. hin siðari ár. Það er hægt aö taka undir með stjórn Iþróttakennara- félagsins að gera þurfi strang- ar kröfur til iþróttakennara- náms. Um það held ég, að allir séu sammála. En það er alger misskilningur að halda, að iþróttakennaramenntun taki framförum með þvi að leggja tþróttakennaraskólann að Laugarvatni niður og gera hann að deild i Kennara- háskólanum. Þvert á móti á að slá skjaldborg um skólann að Laugarvatni og reyna með öllum ráðum að efla hann, bæði með nýjum mannvirkj- um og tækjabúnaði, auk þess, sem gera verður eðlilegar breytingar á námsefni hans eftirþvi, sem kröfurnar breyt- ast. Þannig verður iþrótta- kennaramenntun á tslandi bezt borgið. -alf. Auglýsingar, sem eiga að koma f blaðinu á sunnudögum þurfa aö berast fyrir kl. 4 á föstudögum. Augl.stofaTimanserf Bankastræti 7.Simar: 19523 -18300.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.