Tíminn - 07.05.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.05.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Sunnudagur 7. mai 1972. + Rauði krossinn Reykjavikurdeild. SUMARDVAUR Þeir, sem að ætla að sækja um sumardval- ir fyrir börn hjá Reykjavikurdeild Rauða kross íslands, komi i skrifstofuna, öldu- götu4, dagana 8. og9. mai kl. 9-12 og 13-18. Tekin verða börn fædd á timabilinu 1. júni 1965 til 1. sept. 1963. Ætlunin er að gefa kost á 6 vikna eða 12 vikna sumardvöld. Stjórn Reykjavikurdeildar, Rauða kross íslands. ÚTBOÐ Tilboð óskast i smiði og uppsetningu loft- ræsikerfis i stöðvarhús Laxá III við Laxá, S. Þingeyjarsýslu. Útboðsgögn verða afhent gegn 1.000 kr. skilatryggingu á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen s.f., Ármúla 4 og skrifstofu Laxárvirkjunar, Akureyri, frá og með 8. mai. m . m . ja.sjonvarp Verzlunin GELLIR selur v-þýzkar úrvalsvörur frá ITT SCHAUP-LORENZ. Kynnist tæknilega fullkominni framleiðslu. Ferðaviðtæki, segul- bönd, STEREO-hljómtæki og sjónvörp. Það borgar sig að kaupa það vandaða. Veitum heiðruðum viðskiptavmum okkar full- komna varahluta- og viðgerðaþjonustu. Vjerzlunin GELLIR Garöastræti 11 sím Stundaglasið 20080 Margir tala um himnariki eilifðar, sem taki við eftir lfkams- dauðann. ¦ Og vissulega eru þar vegir til allra átta samkvæmt kenningum Krists: ,,Sjá, ég lifi og þér munuð lifa". „Sjá, ég fer burt að búa yður stað". ,,t húsi mins him- neska föður eru margar ibúðir". — Fyrirgefið mina þýðingu að orðalagi. En hann sagði lika: „Sjá, himnariki er hið innra I yður", notið hverja stundina til að skapa það og móta. Gæfuhöllin er sem sagt i eigin barmi, lögð i hendur persónuleikans og er þó hluti hans og timinn er verksviö og verkfæri i senn. Og eilifðin metur verkið og verður mótuð af þvi að einhverju leyti fyrir hvern einstakling. Mér skilst þvi, að sá, sem gaf lif I þessum heimi, hljóti að telja það mest og æöst aö verja timanum rétt. Og þá þurfum við ekki að hafa, hvorki áhyggjur né vanga- veltur yfir þvi, sem við tekur. ,,Guð það hentast heimi fann", að vita sem fæst um framhaldið. Hann hlýtur að hafa sinar ástæð- ur fyrir þvi, eins og hinu, að við munum og vitum flest ekkert eftir þvi, hvað við vorum og hvaðan við komum. Ekki þar fyrir, að hann banni leit og rannsóknir eftir megni manns á þokuslóðum mannlegrar hugsunar. Og allir þeir stærstu og langskyggnustu hafa lifað A mörkum tveggja eða fleiri ver- alda og horft til allra átta með engla og spámenn að viðmælend- um og til leiðsögu. „Timinn er peningar", segja margir nútimamenn. Og það er aldrei nema satt. En hann er ó- endanlega miklu meira. Timinn er efnið, sem eilifðin er mynduð Hinn frægi og vitri erkibiskup Svia talaði einu sinni á barna- samkomu i litlu fiskiveri. A predikunarstólnum fann hann dá- litið stundaglas. „Hvað minnir stundaglasið ykkur á? " spurði biskupinn. „Það minnir á dauðann", svaraði eitt af börnunum. Þá bað biskupinn einn af drengjunum að koma til sin og snúa glasinu. Og meðan sand- kornin sáldruðust löturhægt nið- ur, flutti hann ógleymanlegt ávarp til barnanna um gildi lifs- ins og komu dauðans og auðlegð eilifðarinnar. Ein setning úr þeirri ræðu má gjarnan komast hér að: „Minúturnar fljúga fram hjá. Fyllum þær eilifð: Tryggð, elsku og gleði". Ofterfurðulegt, hvernig gott og gáfað fólk getur þráttað og deilt um Krist og kristindóm, alls kon- ar umbOtðir og aukaatriöi, sem hlaðizt hefur um þessa æðstu vizku lifsins á leiðinni gegnum aldirnar. Meira að segja Kristur Drottinn sjálfur er dæmdur úr leik af mis- vitrum mönnum vegna einhverra kenninga, sem . kirkjuþing og þröngsýnir prelátar löngu liðinna alda hafa lagt honum i munn. Sumir telja hann og lifsskoðun hans bera ábyrgð á grimmdar- æði, ofsóknum, skelfingum og kúgun styrjalda og heimsdrottna. Ekkert er fjarri sanni. En vita skulu menn að meira að segja „Faðir vorinu" hefur verið snúið upp á djöfulinn- og striö og mann- dráp háö i nafni Krists. Þess vegna verða allir að gæta sin i myrkviði mannvonzku og fræði- iðkana, sem afvegaleiða — jafn- vel heilaga. Guðsrikið, hugsjón Jesú Krists er frelsiog friöur, sem ber ávöxt i kærleika. Það er merkið á hans yfirskrift. „Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá," sagði hann sjálfur. Ög það eru ávextirnir, sem stundaglasið þarf að minna á til þroska og efl- ingar. Þar sem ekki er frelsi og friður þar rikir ekki andi Krists og þar er ekki guðsriki, jafnvel þótt það væri i kirkju hans og viö- altari hans. Og þar sem frelsi og friður rik- ir, þar er Kristur á ferð og guðs- rikishugsjón hans göfguð, jafn- vel, þótt sú hending tækist, að það væri i borg eða landi, þar sem enginn væri skirður og fermdur og nafn hans hefði aldrei verið nefnt. Kraftur þessa nafns, andi þessa æðsta persónuleika i mann- slikama bæri þar ávexti og hlyti þvi að vera þar að verki i réttri notkun stundanna, timans, sem mannlif er mótað i og mótað af. Kristnir menn, kristnar þjóðir hafa sorglega oft svikið þennan kraft og falsað merki hans yfir aðgerðum sínum og ætlunum. En þrátt fyrir öll mistök og hörm- ungar, sem þar hafa orðið, getur enginn neitað þvi, að meðal krist- inna þjóða hefur kærleikur, sann- leikur og réttlæti samt náð hæst á vegum mannkyns, þótt enn sé óralangt að takmarki Kristhug- sjónarinnar. ,,En af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá". Og ávextir anda og kenninga Krists eru: Kærleikur, gleði, friour, biðlund, gæzka, góö- vild, trúmennska, hógværö og bindindi. Eftir magni þessara auðæfa i sálum og samfélagi verðum viö dæmd á vegum stunda — og ei- lifðar. AreliusNiesson. KÓRÓNA eim má treysta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.