Tíminn - 07.05.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.05.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 7. ma! 1972. 'sm VAXANDISKILNING TÓNLIST OG TÓNUSTA Rætt við þrjá nemendur, sem útskrífast i vor úr TónlistarskólcA Skólum er nú almennt að ljúka. Sumir nem- endur eru þegar komnir i sumarleyfi og sum- arvinnu, en aðrir eiga enn nokkrar vikur eftir af námstimanum. Nemendur Tónlistarskólans i Reykjavik hafa verið mjög önnum kafnir undanfarið, ekki sízt þeir, sem taka lokápróf i vor. Þo tókst okkur að handsama þrjá þeirra stutta stund og tókum þá tali. Tónlistárskólinn var stofnaður 1930 og hefur verið starfræktur af Tónlistarfélaginu æ siðan, en nýtur styrks frá riki og Reykjavikurborg. í vetur voru um 260 nemendur i skólanum, flestir i hinum al- menna skóla og voru i öðru námi eða starfi jafnframt. Hins vegar er fagskóli með einleikaradeild, pianókennaradeild, blásarakennaradeild, fiðlukennaradeild og söngkennaradeild. Ellefu nemendur útskrifast i vor úr fagskólanum. Þrengsli há nú starfsemi Tónlistarskólans. Skólanum verður slitið 26. mai. Sjállstætt starf. Pyrsta hittum við að mali Ouð- iuiiu Itii'nú llaiiiicsdótlur, sem cr að Ijúka námi i söngkennaradeild cftir þriggja velra nám. Þrir nemendur Ijúka nú söngkennara- námi og er það annar hopur söng- kennara, sem útskrifast eítir þriggja ára nam, en deildin var áour Ivö ár. lnnlökuskilyrði i söngkennara- deild eru gagnfræðapróf eða lands- próf, nokkur kunnálta i pianóleik og loks er inntökupróf, þar sem m.a. er könnuð þekkíng i tónfræði. tónheyrn, islenzku og væntan- legur nemandi látinn syngja og spila á piano. Við Tonlistarskól- ann starfar undirbúningsdeild fyrir söngkennarandmið og eru nem- endur oft 1-2 iir i henni áður en þeir komasl i sjáli'a söngkennaradeild- ina. — Ég byrjaði að læra á pianó 9 ára gömuí, sagði Guðrún Birna. — ()g tónlist hel'ur alltal' verið mitt áhugamál. Ég held, að það sé mjög gött l'yrir alla að kynnast tónlist, að það að læra að hlusla á tónlist og meta hana opni nýja veröld fyrir öllu lólki. — Nú varst þú komin i annað starf. hvað olli að þú byrjaði aftur tónlistarnám? — Jú, ég vann á skrifstofu og likaði i sjáll'u sérágætlega. En mig langaði alltaf að bæta við mina tón- listakunnáttu og lika að fá þessi réttindi. Það freistaði min mjög að geta átt kost á sjálfstæðu starfi. Annars er söngkennaradeild eiginlega rangnefni, þvi við erum ekki sérhæl'ð i að þjálfa upp ein- stakar raddir. Við fáum mjög al- hliða tónlistarmenntun og lærum sérstaklega að kenna börnum á skyldunámsstigi. Við lærum að kenna þeim aö syngja fallega, þroska tónlistarsmekk þeirra, tón- næmi og ekki sizt tonlistargleði. Þetta er hægt að gera t.d. i tengslum við leiki, söng, dans, teikningu og rytmik. Einnig eigum viö, ef aöstæður eru fyrir hendi, að geta kennt á ásláttarhljóðfæri, blokkflautur og byrjendum á pianó. Takmarkalaust hugmyndaflug. —Hvernig notið þið teikningu i kennslunni? Kennarinn getur t.d. teiknað sjálfur myndir af einhverju úr eíni texta lagsins, sem börnin eru að læra að syngja. Ef um litil börn er að ræða vekur mikla ánægju að geta gert viðfangsefnið einnig myndrænt. Þá geta börnin lika sjálf teiknað. Ég var t.d. með 8 ára bekk i æfingakennslu og kenndi þeim lagið um góð börn og vond. Siðan bað ég þau að teikna heima það, sem þeim dytti i hug i sam- bandi við lagið, og i næsta tima íékk ég 30 ddsamlega skemmti- legar útgáfur af góðum börnum og vondum. A þessum aldri hafa börn- in svo takmarkarlaust hugmynda- flug. —i Höfðuð þið mikla æfinga- kennslu? — Tvo siðari veturnar eigum við að hafa tvo bekki að staðaldri allan veturinn, sem hvor um sig hefur einn söngtima á viku. Minn æfinga- kennari var Jón G. Þórarinsson. og hann fylgdist með kennslunni hjá mér og sagði mér til. —Hvernig er námiðað öðru leyti? — Við lærum einar 12-14 náms- greinar og ljúkum lokaprófi i nokkrum þeirra eftir annað árið. Við höfum mikla heimavinnu og timaskyldu. og svo þurftum við að sækja námið á marga staði, svo það var nóg að gera. t vetur lærðum við að stjórna barnakór undir handleiðslu Her- disar Oddsdóttur kennara i Hvassaleitisskóla. Þetta var e.k. tilraunakór, sem var myndaður fyrir okkur. t honum voru 30 stúlkur. sem voru valdar úr stærri kór með tilliti til. að þær hefðu hreinar og góðar raddir. En það er erfitt fyrir viðvaninga að fást víð óhreinar raddir. Kórstjórnarpróf. Þá 'lærðum við einnig kórstjórn hjá dr. Róbert Abraham Ottóssyni og tökum sérstakt kórstjórnarpróf hjá honum. Við lærðum kór- stjórnina i tvo vetur bæði i timum og með þvi að æfa okkur á að stjórna kór Tónlistarskólans, en æf ingar voru 2-3 i viku en 1 sinni hjá barnakórnum. — Er ekki talsvert um að þið kennið með náminu? — Jú, það er hægt að kenna svo- litið me.ð siðasta veturinn, en ekki fyrstu tvo, en alls ekki mikið ef vel á að vera. Ég held að hámarkið sé svona 10 kennslustundir á viku. Hins vegar hafa margir orðið að vinna meira með náminu. — Hefur þú kennt með skólan- um? —Já, i fyrra kenndi ég svolftið i Listdansskóla Þjóðleikhúsins og i vetur kenndi ég vangefnum börn- um á Skálatúnsheimilinu. Kennslan i vetur var mjög lær- dómsrik, og ég hafði mikla ánægju af henni. Vangefin börn eru mörg ákaflega tónnæm. Þau eru opin og eiga auðvelt með að tjá sig i söng og lónlist. Og þau hreint og beint elska að leika allt, sem þau syngja um. Mörg þessara barna eru full- fær um að læra bæði tónfræði, nótnalestur og að leika á hlióðfæri. — Hvernig eru atvinnuhorfur fyrir nýútskrifaða söngkennara? — Það er skortur á söngkennur- um, sérstaklega úti á landi. Ég er heimilisföst hér i Reykjavik svo ég fer ekki út á land og það er allt óráðið hvað ég geri næsta vetur, en ég vona að nóg verkefni fáist. Aukið tónlistarnám yrði vinsælla og árangursrikara — Og hvernig lizt þér á söng- kennslu á skyldunámsstigi? — Söngkennarinn hefur ekki nema einn tima i viku með hverj- um bekk og aðeins 40 minutna tima i barnaskólunum. Við vonum að þessi timi veröi aukinn, og það er trú min, að tónlistarnámið verði þá bæði árangursrikara og vinsælla. Yngstu börnin eru næstum búin að gleyma söngkennaranum,þegar þau hitta hann aftur eftir vikuna, sem liður á milli tima. Ef söng- kennsla verður aukin verða tengsl nemenda og kennara nánari. Söng- kennarar eru lika nær einu kennararnir, sem oft á tfðun hafa alla bekki skólans. Hin vegar finnst mér, að tón- listarnám eða söngnám eígi að vera valgrein eftir að barnaskóla lýkur. Hún má aldrei verða stagl. — Er nokkuð, sem þii hefur sér- stakt dálæti á að kenna i tónlistar- timum? — Ég reyni nokkuð oft að kenna börnunum gömul islenzk lög og segi þeim e.t.v. þjóðsögur i sam- bandi við þau. Þá eru þulurnar skemmtilegt viðfangsefni að ógleymdum gömlu vikivökunum. Þetta geri ég vegna þess að mér finnst rétt að viðhalda þessum menningararfi okkar. En ég sakna þess, að ungu tón- skáldin skuli ekki sýna barnalög- unum enn meiri aliið en þeir hingað til hafa gert. Tónlistin á sterk itök i mér — Ég er vist svo seinþroska, að ég er núna fyrst að nálgast þaö aö Páll Oröndal stjórnar hljómsveit TónlistJ vita hvað ég vil, sagði Páll Gröndal, sem er að ljiika námi i sellóleik úr einleikaradeild Tón- listarskólans, en hann hóf nám þar 1969. Páll var 9 ára gamall þegar hann byrjaði i flaututimum 1944 bg siðan lærði hann á selló i 4 1/2 ár hjá dr. Heinz Edelstein. t millitiðinni hefur hann haldið sellóleiknum við af og til með þvi að spila kammermúsik með föður sinum og föðurbróður, þeim Hauk og Inga Gröndal. Ingi var um tima i Sinfóníuhljómsveit- inni, en Haukur hefur tónlistina, sem áhugamál. Hann er reyndar einn af postulunum tólf, sem allt tónlistalif hér á landi hvildi á á sinum tima, þ.e.a.s. einn af stofn- endum Tónlistarfélagsins, sem stofnaði og rekur enn þann dag i Edda Erlendsdóttir. Tónlistarskólanemendur I sögui

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.