Tíminn - 07.05.1972, Qupperneq 10

Tíminn - 07.05.1972, Qupperneq 10
10 TÍMINN Sunnudagur 7. mai 1972. Sunnudagur 7. mai 1972. TÍMINN 11 Skólum er nú almennt að Ijúka. Sumir nem- endur eru þegar komnir i sumarleyfi og sum- arvinnu, en aðrir eiga enn nokkrar vikur eftir af námstiinanum. Nemendur Tónlistarskólans i Ileykjavik hafa verið mjög önnum kafnir undanfarið, ekki sizt þeir, sem taka lokapróf i vor. Þó tókst okkur að handsama þrjá þeirra stutta stund og tókum þá tali. Tónlistarskólinn var stofnaður 1930 og hefur verið starfræktur af Tónlistarfélaginu æ siðan, en nýtur styrks frá riki og Reykjavikurborg. i vetur voru um 2(50 nemendur i skólanum, flestir i hinum al- menna skóla og voru i öðru námi eða starfi jafnframt. Hins vegar er fagskóli með einleikaradeild, pianókennaradeild, blásarakennaradeild, fiðlukennaradeild og söngkennaradeild. Ellefu nemendur útskrifast i vor úr fagskólanum. Þrengsli há nú starfsemi Tónlistarskólans. Skólanum verður slitið 26. mai. Sjálfstætt starf. Kyrsta liittum vift aft máli (luft- rúiui Hiriiii llannosdóUur, sem er aft Ijúka námi i söngkennaradeild el'tir þriggja vetra nám. Urir nemendur Ijúka nú söngkennara- námi og er þaö annar hopur söng- kennara, sem útskril'ast eftir þriggja ára nám, en deildin var áður tvö ár. lnnlökuskilyrði i söngkennara- deilderu gagnl'ræðapról'eða lands- pról'. nokkur kunnáita i pianóleik og loks er inntökupróf, þar sem m.a. er könnuð þekking i tónfræði. tónheyrn, islen/.ku og væntan- legur nemandi látinn syngja og spila á pianó. Við Tónlislarskól- ann starfar undirbúningsdeild fyrir söngkennaranámið og eru nem- endur oft 1-2 ár i henni áður en þeir komast i sjáll'a söngkennaradeild- ina. — Ég byrjaði að læra á pianó 9 ára gqmul. sagði Guðrún Birna. — Og tónlist hel'ur alltaf verið mitt áhugamál. Ég held, að það sé mjög goll fyrir alla að kynnast tónlist.aö það að la-ra að hlusta á tónlist og meta hana opni nýja veröld l'yrir öllp fólki. — Nú varst þú komin i annað starf, hvað olli að þú byrjaði aftur tónlistarnám? — Jú, óg vann á skrifstofu og likaði i sjálfu sér ágætlega. En mig langaði alltaf að bæta við mina tón- listakunnáttu og lika að fá þessi réttindi. t*að freistaði min mjög að geta átt kost á sjálfstæðu starfi. Annars er söngkennaradeild eiginlega rangnefni, þvi við erum ekki sérhæfð i að þjálfa upp ein- stakar raddir. Við fáum mjög al- hliða tónlistarmenntun og lærum sérstaklega að kenna börnum á skyldunámsstigi. Við lærum að kenna þeim að syngja fallega, þroska tónlistarsmekk þeirra, tón- næmi og ekki sizt tónlistargleði. Þetta er hægt að gera t.d. f tengsium við leiki, söng, dans, teikningu og rytmik. Einnig eigum við, ef aðstæður eru fyrir hendi, að geta kennt á ásláttarhljóðfæri, blokkflautur og byrjendum á pianó. Takmarkalaust huginyndaílug. —Ilvernig notið þið teikningu i kennslunni? Kennarinn getur t.d. teiknað sjállur myndir af einhverju úr efni texta lagsins, sem börnin eru að læra að syngja. Ef um litil börn er að ræða vekur mikla ánægju aö geta gert viðfangsefnið einnig myndrænt. Þá geta börnin lika sjálf teiknað. Ég var t.d. með 8 ára bekk i æfingakennslu og kenndi þeim lagið um góð börn og vond. Siðan bað ég þau að teikna heima það, sem þeim dytti i hug i sam- bandi við lagið, og i næsta tima l'ékk ég 20 dásamlega skemmti- legar útgál'ur af góðum börnum og vondum. A þessum aldri hafa börn- in svo takmarkarlaust hugmynda- flug. — tlöfðuð þið mikla æfinga- kennslu? — Tvo siðari veturnar eigum við að hal'a tvo bekki að staðaldri allan veturinn, sem hvor um sig hefur einn söngtima á viku. Minn æfinga- kennari var Jón G. Þórarinsson, og hann fylgdist með kennslunni hjá mér og sagði mér til. —Hvernig er námið aö öðru leyti? — Við lærum einar 12-14 náms- greinar og ljúkum lokaprófi i nokkrum þeirra eftir annað árið. Við höfum mikla heimavinnu og timaskyldu. og svo þurftum við að sækja námið á marga staði, svo það var nóg að gera. J vetur lærðum við að stjórna barnakór undir handleiðslu Her- disar Oddsdóttur kennara i Hvassaleitisskóla. Þetta var e.k. tilraunakór, sem var myndaður fyrir okkur. t honum voru 30 stúlkur, sem voru valdar úr stærri kór með tilliti til að þær hefðu hreinar og góðar raddir. En það er erfitt fyrir viðvaninga að fást við óhreinar raddir. Kórstjórnarpróf. Þá 'læröum við einnig kórstjórn hjá dr. Róbert Abraham Ottóssyni og tökum sérstakt kórstjórnarpróf hjá honum. Viö lærðum kór- stjórnina i tvo vetur bæði i timum og með þvi að æfa okkur á að stjórna kór Tónlistarskólans, en æfingar voru 2-3 i viku en 1 sinni hjá barnakórnum. — Er ekki talsvert um að þið kennið með náminu? — Jú, það er hægt að kenna svo- litið me.ð siðasta veturinn, en ekki fyrstu tvo, en alls ekki mikið ef vel á að vera. Ég held að hámarkið sé svona 10 kennslustundir á viku. Hins vegar hafa margir orðið að vinna meira með náminu. — Hefur þú kennt með skólan- um? — Já, i fyrra kenndi ég svolitið i Listdansskóla Þjóðleikhúsins og i vetur kenndi ég vangefnum börn- um á Skálatúnsheimilinu. Kennslan i vetur var mjög lær- dómsrik, og ég hafði mikla ánægju af henni. Vangefin börn eru mörg ákaflega tónnæm. Þau eru opin og eiga auðvelt með að tjá sig i söng og tónlisl. Og þau hreint og beint elska að leika allt, sem þau syngja um. Mörg þessara barna eru full- fær um að læra bæði tónfræði, nótnalestur og að leika á hlióðfæri. — Hvernig eru atvinnuhorfur fyrir nýútskrifaða söngkennara? — Það er skortur á söngkennur- um, sérstaklega úti á landi. Ég er heimilisföst hér i Reykjavik svo ég fer ekki út á land og það er allt óráðið hvaö ég geri næsta vetur, en ég vona að nóg verkefni fáist. Aukið tónlistarnám yrði vinsæila og árangursrikara — Og hvernig lizt þér á söng- kennslu á skyldunámsstigi? — Söngkennarinn hefur ekki nema einn tima i viku með hverj- um bekk og aðeins 40 minutna tima i barnaskólunum. Við vonum að þessi timi veröi aukinn, og þaö er trú min, að tónlistarnámið veröi þá bæði árangursrikara og vinsælla. Yngstu börnin eru næstum búin að gleyma söngkennaranum.þegar þau hitta hann aftur eftir vikuna, sem liður á milli tima. Ef söng- kennsla verður aukin verða tengsl nemenda og kennara nánari. Söng- kennarar eru lika nær einu kennararnir, sem oft á tiðun hafa alla bekki skólans. Hin vegar finnst mér, að tón- listarnám eða söngnám eigi aö vera valgrein eftir að barnaskóla lýkur. Hún má aldrei verða stagl. — Er nokkuð, sem þú hefur sér- stakt dálæti á að kenna i tónlistar- timum? — Ég reyni nokkuð oft að kenna börnunum gömul islenzk lög og segi þeim e.t.v. þjóðsögur i sam- bandi við þau. Þá eru þulurnar skemmtilegt viðfangsefni að ógleymdum gömlu vikivökunum. Þetta geri ég vegna þess að mér finnst rétt að viðhalda þessum menningararfi okkar. En ég sakna þess, að ungu tón- skáldin skuli ekki sýna barnalög- unum enn meiri alúð en þeir hingað til hafa gert. Tónlistin á sterk itök i mér — Ég er vist svo seinþroska, að ég er núna fyrst að nálgast þaö aö VAXANDI TÓNUST OG Rætt við þrjá nemendur, sem útskrifast i vor úr Tónlistarskólanum í Reykjavík SKILNINCU R TÓNLISTARNÁMI Tónlistarskólanemendur I sögutfma hjá Þorkatli Sigurbjörnssyni. þvi að hann hafi takmarkað ahæfi- leika. Tónlistarnám stuðlar að al- mennum þroska og engu siður en t.d. móðurmálsnám. Og börnum er mjög mikilvægt að læra að tjá sig, fá útrás fyrir tilfinningar sinar i túlkun. Það er jafnnauðsynlegt að læra að tjá sig i tónlist og i stíl, raunar held ég að islenzk málfræði sé allt annaö en eðlilegur tján- ingarmáti, þá er tónlistin flestum miklu auðveldari. Viöa erlendis held ég aö sé annar og betri skilningur á tónlistar- menntun en hér. Við erum eigin- lega á frumbýlingsárum hvað han snertir og satt að segja er menningararfur okkar á sviði tón- listar afarrýr. — Hvernig eru atvinnuhorfur hjá tónlistarmönnum hér nú? — Þær eru nokkuð góðar. Reynd- ar verða þeir flestir að tviskipta sér milli kennslu og þess að leika i sinfóniuhljómsveitinni. En það voru þó ekki atvinnuhorfur, sem réðu þvi að ég fór i tónlistarnám ,,á gamals aldri” þvi ég hef verið i ágætu starfi. Hinsvegar á tónlistin sterk itök i mér og ég held það hafi ráðið. En framtiðin er alveg óákveðin hjá mér Byrjaði strax að kenna. Loks hittum við Eddu Erlendsdóttur, en hún er að út- skrifast úr pianódeild. Hún byrjaði sjö ára gömul að læra i einkatimum, siðan i Tónlistar- skólanum. Hún stundaði pianó- námið jafnframt menntaskólanámi og tók stúdentspróf fyrir tveim árum en fór þá i pianókennara- deildina. Viðspyrjum hana um inn- tökuskilyrðin þar. —Við þurfum að vera komin á 8.stig eða lokastig i pianónáminu, svarar Edda. — Æskilegt væri pianóncmenda. einnig, að við hefðum aukagreinar, en það er erl'itl með öðru námi, sem flestir nemendur Tónlistarskólans stunda jafnframt. Það eru þvi ekki nema einstaka nemendur, sern ljúka þeim. Ég var t.d. aðeins búin með tónfræðina, þegar ég fór i kennaradeildina. — Og hvernig er svo námið i pianó- kennaradeild? — Við fáum strax nemendur og byrjum að kenna þeim heima hjá okkur. Við förum yfir allt náms- efni, sem byrjendur i pianóleik taka, eða 4 stig af 8. Þótt viö höfum sjálf spilað þetta áður þá þurfum við að gera okkur grein fyrir, hvernig við ætlum að kenna það. Kennslan hjálpar manni mikiö hvað eigin pianóleik snertir. Þegar maður þarf að hjálpa nemendunum við vandamál og segja þeim frá, skýrist margt fyrir manni sjálfum, sem áður lá ekki Ijóst fyrir. Þetta hefur hjálpað mér i sambandi við ýmis tæknileg atriði. Margir kennarar segja lika, að kennara- nám sé nauðsynlegur liður i námi- i hljóðfæraleik. Reyndar verða nú flestir hljóðfæraleikarar lika að fara út i kennslu að einhverju leyti. Ég hef haft sex pianónemendur og það er vist lágmark. En ég ætla mér að halda áfram að læra hljóð- færaleik og hef lagt mikið upp úr pianóspilinu sjálfu. Arni Kristjáns- son er kennari minn i pianóleik. Hermina Kristjánsdóttir var æfingakennarinn minn og kom ég stundum með nemendur mina i tima, þar sem hún hlustaði á mig kenna þeim. Hún kom á tónleika og próf hjá þeim og fylgdist vel með kennslunni. Ég gat einnig alltaf leitað til hennar, ef vandamál voru i sambandi við einstaka nemendur. Prófiö i kennslunni er svo 1 1/2 klst. Ég kenni tveim nemendum i dag Tónlistarskólann, og heldur auk þess uppi tónleikahaldi. Páll hefur starfað sem verzlunarmaöur og gerir raunar enn, að visu i hálfu stárfi frá ára- mótum og tvær siðustu Vikur hefur hann tekið sér fri vegna prófanna. Hann hefur einnig kennt sellóleik i Tónlistarskóla Kópavogs undan- farin ár og stjórnað skólahljóm- sveitinni þar. Og við spyrjum Pál um nám hans i Tónlistarskólanum. — Það er i tveim liðum, segir Páll, — annars vegar aukafög, hljómfræði, tónheyrn, tónlistar- saga, og svo þurfa strengjaleikarar að læra svolitið' að leika á pianó. Hins vegar er hljóðfærið sjálft og er Einar Vigfússon kennari minn i sellóleik. Prófið i sellóleik er lólgið i þvi að leika einleik með hljóm- sveit á tónleikum og ennfremur að halda sjálfstæða tónleika með pianóundirleik. Fyrri tónleikarnir hafa þegar farið fram, en þeir sið- ari verða 12. mai n.k. Eðlilegt tjáningarform — Þú hefur kennt tónlist, hvað segirðu um tónlistarkennsluna hér á landi? — Mér virðist almennur tón- listaráhugi mikið vera að aukast bæði með börnum og fullorðnum. Ég vona, að skólayfirvöld sjái sér hag i að auka tónlistarmenntun þvi hún er afarholl. Einhverjar rann- sóknir hafa verið hér i gangi á áhrifum tónlistarnáms á náms- árangur almennt og mér er nær að halda að þær bendi til þess að aukin tónlistarfræðsla hafi jákvæð áhrif á annað nám. Eitt er vist að börnum er „rytmi” i blóð borinn, hvert barn dillar sér eftir hljómfalli á vissu aldursskeiði. Og það er mis- skilningur, að tónlistarnám þurfi endilega að vera stundað i atvinnu- skyni, og nemandi þurfi að hætta af Arni Kristjánsson kennir viðurvist kennara og prófdómara og er siðan spurð um ýmis kennslu- atriði á eftir. Góðar atvinnuhorfur. — Er nóg að gera lyrir pianó- kennara? — Já.éghefði þegar i vetur getað fengið 20 - 30 nemendur. — Ilvaða aðrar námsgreinar helur þú lært i deildinni? — Tónlislarsögu, hljómfræði, og kontrapúnkt, sem var frjálst nám. Einnig hef ég verið i e.k. föndur- tima hjá Þorkalli Sigurbjörnssyni, ég vil ekki kalla það tónsmiðar, en við höfum búið tii smáverk og flutt þau. Þeir fundusl mér einna skemmtileguslu timarnir. Álitið tómstundariðja — Ætlarður þá að fara i einleikara- deildina næsta vetur? — Það er óákveðið, hvort ég verð heima eöa fer út. Það eru góðir kennarar hér og ég get lært margt meira af þeim. En umhverfið er neikvælt gagnvart fólki, sem er við tónlistarnám. Það er ekki nógu mikill áhugi á tónlist hér og þvi skortir tónlistarnemendur upp- örvun. Fólk litur á tónlistarnám sem e.k.tómslundaiðu, en það getur það aldrei verið, ef árangur á að nást. Margir eru undrandi yfir þvi, að við þurfum að æfa okkur mikið og gera sér ekki grein fyrir að á bak við eitt verk er kannski margra vikna og mánaða vinna. Gamall maður sagði einu sinni við mig, þegar hann heyrði mig spila, að kannski væri þetta list, en sér finndist það rétt eins og hrært væri i polti. En ef til vill er þó skilningur fólks á tónlist að aukast. Ég held það þurfi að kynna tónlist meira en gert er. hún er ekki svo opin fyrir Framhald á bls. 13 Páll Gröndal vita hvað ég vil, sagði Páll Gröndal, sem er að ljúka námi i sellóleik úr einleikaradeild Tón- listarskólans, en hann hóf nám þar 1969. Páll var 9 ára gamall þegar hann byrjaði i flaututimum 1944 óg siðan lærði hann á selló i 4 1/2 ár hjá dr. Heinz Edelstein. 1 millitiðinni hefur hann haldið sellóleiknum við af og til með þvi að spila kammermúsik með föður sinum og föðurbróður, þeim Hauk og Inga Gröndal. Ingi var um tima i Sinfóniuhljómsveit- inni, en Haukur hefur tónlistina, sem áhugamál. Hann er reyndar einn af postulunum tólf, sem allt tónlistalif hér á landi hvildi á á sinum tima, þ.e.a.s. einn af stofn- endum Tónlistarfélagsins, sem stofnaði og rekur enn þann dag i (Tim a in yiid ir G ii ii na r) Edda Erlcndsdóttir. Guórun Birna Hannesdóttir. stjórnar hljómsveit Tónlistarskóla Kópavogs.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.