Tíminn - 07.05.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.05.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Sunnudagur 7. mai 1972. AAálflutningur stjórnar- andstöðunnar Almenn glamuryrði í staðinn fyrir stefnu Þótt tslendingar séu ósammála um margt, munu nær allir á einu máli um, að ekki séu dæmi um mótsagnakenndari og stefnuminni málflutning en bann, sem haldið er uppi af nú- veröandi stjórnarandstööuflokk- um undir forustu þeirra Jóhanns Hafstein og Gylfa Þ. Gislasonar. Þetta álit kom glöggt i ljós i ræðu, sem Ólafur Björnsson prófessor flutti nýlega á fundi Hagfræöinga- fétagsins og Félags viðskipta- nema. Ölafur lagði megin áherzlu i ræðu sinni á það, að breyttir starfshættir stjórnmálaflokka væru forsenda fyrir heilbrigðri efnahagsþróun. Um þetta efni fórust honum svo orö: ,,Ég hef engin snjallræði á tak- teinum til þess að koma þessari breytingu fram. En til þess þyrfti að breyta algjörlega starfshátt- um stjórnmálaflokkanna. Kjós- endur á tslandi hafa látið stjórn- arandstöðuna á öllum timum . komast upp með að vera algjör- lega óábyrga. Hún þarf aldrei að gera ákveðnar tillögur til laúsnar vandamálunum. Kjósendur heimta ekki annað af henni en að hún maldi i móinn, þegar rikis- stjórnin gerir eitthvað. 1 nágrannalöndum okkar er öðru v- isi háttað i þessum efnum. Það var fyrir nokkrum árum i Dan- mörku, þegar stjórn borgara- flokkanna var við völd, að hún bar fram heildartillögur i efna- hagsmálum. Jafnaðarmenn létu sér ekki nægja að vera á móti, þeir vissu, að kjósendur mundu ekki una þvi og þess vegna lögðu þeir fram fullkomnar tillögur af sinni hálfu. Svona er þetta einnig i Bretlandi. Hér er þetta öðruvisi. Flokkarnir gera ekki grein fyrir stefnu sinni i efnahagsmáium,, nema með almennum glamur- yrðum." Þaðfer ekki á milli mála, hvert Ólafur Björnsson beinir orðum sinum. Þau eru óbein, en vel rök- studd, ádeila á forustumenn núv. stjórnarandstöðuflokka fyrir að hampa „almennum glamuryrð- um" i umræðum um efnahagsmál i stað þess að benda á leiðir og Ur- ræði og rökstyðja gagnrýni sina á þann hátt. Ummæli Ólafs Björns- sonar eru jafnframt krafa um það til kjósenda, að þeir þoli ekki stjórnarandstöðunni slik vinnu- brögð. Verðhækkanirnar og friðarkrafa Birgis Aróður stjórnarandstöðuflokk- anna i sambandi við verðhækk- anir þær, sem hafa orðið að undanförnu, eru ljóst dæmi um stefnulausan og ábyrgðarlausan málflutning. Stjórnarandstæðing- ar vita mætavel, að verðhækkanir þessar rekja að miklu leyti rætur til rekstrarhækkana, sem voru orðnar áður en núverandi rikis- stjórn kom til valda. Að öðru leyti rekja þær rætur til verðhækkana erlendis og til kauphækkana og vinnutimastytt- ingar, sem urðu á siðastl. vetri með fullu samþykki stjórnarand- stöðuflokkanna. Óhjákvæmilegt er, að þetta komi eitthvað fram i verðlaginu. En þrátt fyrir það, þótt stjórnarandstöðuflokkarnir beri þannig enn rikari ábyrgð á orsök verðhækkananna -en nú- verandi stjórnarflokkar, látast þeir mjög lineykslaðir yfir verð- hækkunum og þykjast þar hvergi hafa komið nærri. En þetta er ekki öll sagan. Jafnhliða þvi, að blöð Sjálfstæðis- flokksins fordæma verðhækk- anirnar, skammast þau lika yfir þvi, að rikisstjórnin sé að gera „aðför að Reykjavik " með þvi að leyfa ekki borgaryfirvöldunum meiri hækkanir á heitu vatni, raf- magni og fargjöldum strætis- vagnanna. Og Mbl. hefur bætt þvi við, að verið sé að grafa grunninn undan verzluninni og fleiri at- vinnugreinum með þvi að leyfa ekki riflegri hækkanir!! Einna greinilegast hefur annar aðalleiðtogi Sjálfstæðisflokksins i borgarstjórn Reykjavikur, Birgir tsl. Gunnarsson, borið fram þá kröfu. að rikistjórnin hamli ekki gegn verðhækkunum. t grein, sem hann ritar um þessi mál i Mbl. 7. april s.l., fórust honum orð á þessa leið: „Það hlýtur að vera krafa Reykvikinga, að rikisstjórnin hætti þessum afskiptum af sjálfs- ákvörðunarrétti borgarstjórnar og gefi löglega kjörnum borgar- fulltrúum tækifæri til að starfa i friði að þeim verkefnum, sem þeir eru kjörnir til að annast". Þannig heimta stjórnarand- stæðingar nú ýmist, að verðhækk- anirnar séu sem minnstar eða að þeir, er vilja hafa þær sem mest- ar, fái ,,að starfa i friði"! Ahrif verðstöðvunarinnar í athyglisverðri ræðu, sem Gunnar J. Friðriksson, formaður Félags isl. iðnrekanda, hélt á árs- þingi félagsins nýlega, ræddi hann m.a. áhrif verðstöðvunar- innar á iðnaðinn. Hann sagði m.a.: „Nauðsynlegt er að fara nokkr- um orðum um þróun verðlags- mála. Þegar verðstöðvunin var sett á, 1. nóv. 1970, hafði fjöldi iðnfyrirtækja ekki enn reiknað inn i verðlag vöru sinnar þær hækkanir, sem orðið höfðu undangengna mánuði, auk þess varð veruleg hækkun á þjónustu- og flutningsgjöldum skömmu eft- ir að verðstöðvunarlögin tóku gildi. Þessi fyrirtæki voru þvi þegar i upphafi verðstöðvunar mjög illa sett. Auk þessa urðu allt verðstöðvunartimabilið stöðugar hækkanir á aðfengnum rekstrar- vörum iðnaðarins, sérstaklega þegar kom fram yfir mitt ár, en þá varð veruleg hækkun á hrá- efnum frá þeim þjóðum, sem sjá iðnaðinum fyrir megninu af þeim erlendu hráefnum, sem hann not- ar, vegna breytinga á gengi gjaldmiðils þeirra. Allar þessar hækkanir varð iðnaðurinn að taka á sig án þess að geta borið þær uppi i hærra verði á framleiðslu- vörum sinum". Gunnar rakti þetta svo itar- legar og var lokaniðurstaða hans þessi: „Ahrif verðstöðvunarinnar á iðnaðinn er þvi sú, að hann mun um nokkurt skeið verða þrótt- Djúpivogur. minni til framkvæmda og i sam- keppni og þarf auk þess mun meiri hækkun á útsöluverði vöru sinnar en ella hefði orðið." Margar atvinnugreinar aðrar en iðnaðurinn hafa svipaða sögu að segja um áhrif verðstöðvunar- innar. Forvigismenn núverandi stjórnarandstöðuflokka vita þaö manna bezt, að margar þær verð- hækkanir, sem orðið hafa undan- farið, rekja rætur að mestu eða öllu leyti til orsaka, sem voru orðnar til áðUr en verðstöðvunin gekk i gildi. Vitanlega er með öllu rangt að færa þær á reikning nú- verandi rikisstjórnar. Vísitölubannið og vitnisburður Gylfa Eitt aðalefnið i málflutningi þeirra Jóhanns og Gylfa um þess- ar mundir er aðdróttun um að verið sé að falsa visitöluna. Slikt er þó algerlega út i loftið, þvi»ná- lægt útreikningi hennar að rikis- stjórnin eða stjórnarflokkarnir koma ekki neitt nálægt Utreikni igi hennar heldur er það mál i höndum sérstakrar nefndar, sem er skipuð valin- kunnum mönnum. En fyrst þeir félagar, þykjast nú hafa slikan áhuga á visitöl- unni, er ekki úr vegi að rifja upp forsögu þeirra i þessum efnum. Hún hefst i ársbyrjun 1960, eða rétt eftir valdatöku viðreisnar- stjórnarinnar. Hún setti þá svo- kölluð viðreisnarlög og var það eitt aðalákvæði hennar að banna að greiða visitölubætur á kaup i einu eða öðru formi. 1 greinar- gerð fyrir þessu var þvi haldið fram.að visitölukerfið hefði „ekki orðið launþegum til neinna varanlegra hagsbóta." En ekki þótti nóg að halda þessu fram i greinargerðinni, heldur taldi Gylfi Þ. Gislason sér skylt að vitna um þetta i umræðunum á Alþingi. Hinn 15. febrúar 1960 fór- ust honum m.a. svo orð i neðri deild: „Það er nauðsynlegt að afnema visitölukerfið, af þvi að það færir launþegum engar varanlegar kjarabætur, engar varanlegar hagsbætur, heldur stuðlar að hækkunum kaupgjalds og verð- lags á vixl, færir launþegum fleiri krónur, enekki bætt kjör". (Alþt. 1959. B-879). Hver truir þvi, að maður sem hefur þessa skoðun, geri það vegna hagsmuna launþega að lát- ast nú vera sjálfkjörinn verndari visitölunnar? Afleiðingar vísitölubannsins Visitölubannið gekk i gildi i árs- byrjun 1960. Sú kenning reyndist meira en illa, að það nægði til að stöðva kapphlaupið milli verðlags og kaupgjalds. Frá þvi i ársbyrj- un 1960 og fram á mitt ár 1964 jókst dýrtiðin um hvorki meira né minna en 87%En jafnframt- varð svo hvert stórverkfallið öðru meira á þessum tima, þar sem verkalýðssamtökin urðu að knýja fram grunnkaupshækkanir til að tryggja hlut félagsmanna sinna. Arið 1961 námu tapaðir vinnudag- ar vegna verkfalla ekki minna en 278 þUs., árið 1962 100 þús. og árið 1963 207 þús. Aldrei áður hafði orðið jafnmikið tjón vegna verk- falla. Þegar kom fram á árið 1964, gerðu hyggnari leiðtogar „við- reisnarinnar" sér ljóst að skyn- samlegast væri að gefast upp við visitölubannið. Þess vegna var gert hið fræga júni-samkomulag við verkalýðshreyfinguna 1964. Samkvæmt þvi féllu verkalýðs- samtökin frá verulegum grunn- hækkunum, en fengu það loforð i staðinn, að visitölubætur á laun yrðu teknar upp að nýju. Til þess að sýna, að hér ættu ekki að vera ' nein svik i tafli, ákvað „viðreisn- arstjórnin" að lögfesta visitölu- bæturnar. Samkvæmt þvi voru sett lög á haustþinginu 1964 um verðtryggingu launa. Þessi lög voru talin jafnmikið bjargráð þá og visitölubannið var talið i árs- byrjun 1960. Heimsmet Gylfa og Jóhanns En Adam var ekki lengi i Paradis. Haustið 1967 var efna- hagsástandið komið i slikt öngþveiti, að mati valdhafanna sjálfra, að þeir töldu ekki annað úrræði fyrir hendi en að fella krónuna. Þeir álitu hinsvegar gengisfellinguna koma að litlu haldi, meðan lögin um verðtrygg- ingu launa væru i gildi. Þess- vegna varð það lika fyrsta verk þeirra á Alþingi eftir þingkosn- ingarnar 1967 að rjúfa júni-sam- komulagið frá 1964 og afnema verðtryggingarlögin. I kjölfarið fylgdi tvær stórar gengisfelling- ar, sem höfðu i för með sér stór- fellda kjararýrnun fyrir laun- þega. Atvinnurekendur neituðu að taka dýrtiðarbætur eða verð- tryggingu launa upp i kjarasamn- inga og vildu heldur ekki fallast á grunnkaupshækkanir. Afleiðing- arnar urðu stórfelld verkföll á ár- unum 1968, 1969 og 1970. Arið 1968 töpuðust 216 þús. vinnudagar vegna verkfalla, árið 1969 143 þús. vinnudagar og árið 1970 296 þús. vinnudagar. Til samanburðar má geta þess, að meðan verðtrygg- ingin var i gildi á árunum 1965 og 1966 urðu engin teljandi verkföll, Hin miklu verkföll, sem urðu hér á árunum 1961-1963 og 1968-1970, þegar visitölubætur voru ekki greiddar á laun, gerðu tsland að mesta verkfallslandi i heimi á siðastl. áratug samkvæmt skýrslum Alþjóðlegu vinnumála- stofnunarinnar. Verkföllin á árunum 1968-1970 voru fyrst og fremst háð til að fá visitölubætur á laun teknar upp að nýju. Stjórnarflokkarnir þá- verandi, Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, hvöttu at- vinnurekendur eindregið til þess að láta hér ekki undan siga. Nú þykjast leiðtogar þessara flokka, Gylfi Þ. Gislason og Jóhann Haf- stein allt i einu vera orðnir hinir miklu varðmenn framfærsluvisi- tölunnar! t Fölsunin 1970 Það var fyrst eftir verkföllin miklu, sem urðu hér 1970, að at- vinnurekendur fengust til þess að taka upp fullar visitölubætur. Samningar um það voru gerðir i júni þetta ár. En stjórnarflokk- arnir þáverandi höfðu ekki áhuga á, að þetta samkomulag yrði haldið. Þá höfðu þeir aldeilis ekki slikan áhuga á óskertri og ófals- aðri visitölu og þeir þykjast hafa nú. Haustið 1970 beittu þeir sér fyrir setningu svokallaðra verð- stöðvunarlaga. Eitt aðalefni þeirra var ákvæði um að fresta greiðslu tveggja visitölustiga og að breyta visitölugrundvellinum þannig, að visi talan lækkaði um tvö stig. M.ö.o.: Lög voru sett um það að hafa fjögur visitólustig af launþegum. En þá töluðu Mb. og Visir og Alþýðublaðið ekki um kauprán og fölsun, heldur kölluðu þe 11 a „v e r ð s t öð v u n ". Skattarnir og Geir Stjórnarandstæðingar hafa reynt að gera mikið veður Ut af nýju skattalögunum og reynt að tUlka þau á þá leið, að þau hækki skattana verulega. Fáir hafa haldið þvi eindregnara fram en varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, Geir Hallgrimsson borgar- stjóri. I verki hefur hann svo ekki tekið þennan áróður sinn alvar- legar en það, að hann hefur haft forustu um það i borgarstjórn Reykjavikur að hækka fasteigna- skattana um 50 % og útsvörin um 10%. Til þess að geta réttlætt þetta, nær tvöfaldar hann fram- lög til fjárfestingar á fjárhags- áætluninni eða hækkar þau i 577 millj. króna i ár úr 297 millj. króna i fyrra. Þetta er gert á tima, þegar viðurkennt er að of- þensla sé á vinnumarkaðinum og samkvæmt gamalli og nýrri kenningu Sjálfstæðismanna á hið opinbera heldur að draga ur framkvæmdum en hitt undir slik- um kringumstæðum. En glöggt sýnir þetta tvöfeldni varaformanns Sjálfstæðisflokks- ins i stjórnarandstöðunni. A Al- þingi teiur hann skattana of háa, en stórhækkar þá svo i borgar- stjórn, algerlega að þarflausu. Hver tekur mark' á slikri stjórnarandstöðu. Stefnulaus og stjórnlaus stjórnarandstaða Fleiri dæmi lik þeim, sem hér hafa verið greind, mætti nefna til að sýna hinn mótsagnakennda óábyrga og stefnulausa málflutn- ing stjórnarandstöðunnar. Allur hennar ferill einkennist af þessu. Þetta stafar að sjálfsögðu af þvi, Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.