Tíminn - 09.05.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.05.1972, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 9. mai 1972. TtMINN 3 Hjálparstofnun kirkjunnar: Gaf 100 þúsund til hjálpar holdsveikum í heiminum Hjálparstofnun kirkjunnar hefur nýlega sent kr. 100 þús. til hjálpar holdsveikum i heiminum, en þeir eru nú um 20 milljónir talsins. Hjálparstofnunin vakti m.a. sérstaka athygli á hörmungum holdsveikra á fórnarvikunni 19. - 26. marz, sl., sérstaklega með tilliti til þess, að þarna væri verk að vinna, sem mannlegur máttur gæti einhverju um þokað, þar sem visindin eru komin á þann veg( að unnt mun að koma i veg fyrir holdsveiki, en það kostar mikið fé og mikla vinnu. Fólk sýndi þessu mikinn skilning, og talsvert mörg framlög bárust sérstaklega ætluð þessu verkefni. Hjálparstofnun kirkjunnar mun reyna að halda áfram stuðningi við útrýmingu holdsveikinnar. 38 FÆREYSKIR SKIPBR0TS- MENN A LEIÐ TIL REYKJAVÍKUR Togari þeirra sökk norður af Nýfundnalandi á sunnudaginn ÞÖ-Reykjavik. Færeyski togarinn Sundaberg frá Klakksvik, sökk norður af Nýfundnalandi i fyrradag. Ahöfninni 38 manns var bjargað um borð i tvo brezka togara og eru þeir nú á leið til Reykjavikur með skipbrotsmennina. Frásagnir af atburðinum eru allar frekar óljósar enn, þar sem illa hefur gengið að ná sambandi við brezku togarana. Ole Johannsen, framkvæmdastjóri, J.F. Kjölbro h.f. i Klakksvik, en það félag er útgerðarfélag Sundaberg sagði i viðtali við Timann i gær, að Sundaberg hefði verið búinn að vera 48 daga á veiðum við Nýfundnaland, er óhappið vildi til. Var Sundaberg búinn að fá 450 tonn af saltfiski og var lagður af stað heim, er hann sökk. Ole sagði, að eftir þvi, sem hann bezt vissi, þá hefði það verið um kl. 13 i fyrradag, er skipverjar urðu fyrst varir við, aö leki var kominn að skipinu. Sundaberg byrjaði þá að hallast á stjórn- borða, og varö þá ljóst, aö leki var kominn að skipinu^en hann fannst aldrei, þar sgm allar lestar voru yfirfullar af saltfiski, og þvi engin leið að komast i lestarnar. Þegar Sundaberg byrjaöi að hallast á stjórnborða var strax byrjað að dæla oliu yfir i bakborðstanka og reynt að halda i við lekann með dælum. Um þrjú- leytið var orðiö ljóst, að ekki yrði ráðið við lekann, og var þá kallaö út neyðarkall og allir nema skip- stjóri og stýrismaður yfirgáfu skipið. Þessum 36 mönnum var skömmu siðar bjargað um borð i togarann Othello frá Hull. „Dagar okkar í kartöflu- rækt eru taldir ef sveppurinn breiðist út" segir Sigurbjartur Guðjónsson í um sveppategund sem herjará Þö-Reykjavik „Við erum ekki allir jafn bjart- sýnir á framtið kartöfluræktunar hér i Þykkvabænum og við vorum siðastliðið haust,” sagði Sigur- bjartur Guðjónsson, er við ræddum við hann. — Ástæðan fyrir þvi er sú, að i vetur hefur sveppategund herjað mjög á kartöflurnar, og þar af leiðandi hefur mikið magn af kartöflum eyðilagzt. Ef þessi sveppategund nær að breiðast út, sagði Sigur- bjartur, þá eru okkar dagar taldir i kartöflurækt. Sigurbjartur sagði, að ráðu- nautar hefðu ráðlagt kartöflu- bændum, að skipta um garðlönd, þ.e. að fara i ný lönd. Þessu væru kartöflubændur i Þykkvabæ ekki sammála, þvi þeirra reynsia væri sú, að sveppurinn herjaði mest i nýju landi. I Þykkvabæ eru menn nú byrjaðir að huga að görðum Þykkvabænum kartöflurnar sinum, en ekki er fariö að setja niður að neinu marki ennþá. Or- koma hefur verið mikil og garö- landið þvi blautt. i rokinu i siöustu viku fauk sándur i frá- rennsluskurði og stiflaði þá, en nú er von á verkfærum til að hreinsa þá fram. Sigurbjartur sagði, að hann byggist ekki við,að almennt yrði farið að setja niður fyrr en um miðjan mai, en það er svipaður timi og verið hefur undanfarin ár. •■■■. 'ii iiiiiimmiim ili 1.11111111.1 Hin skjóta sókn Þegar búið er að leggja svo- nefndan varanlegan veg nær austur að Selfossi, en vegarlagn- ingu er lokið allt að virkjunar- mannvirkjum á hálendinu, þá liggur það eiginlega i augum uppi, að innan tiðar verður vegur lagður þennan spotta,sem eftir er, til byggða norðaniands Þetta mæðist svona áfram, en hingað til hafa ekki heyrzt margar raddir um hagræðið af slikum vegi. Hann myndi þó eitthvað stytta leiðina til Norður- og Norðaustur- lands, en getur sem hæglegast greinzt i sundur á hálendisbrún niður i hinar ýmsu byggðir, sem að hálendinu liggja. Þögnin og áhugaleysið á slikum vegi talar sinu máli um óttann við þá rösk- un, sem slíkur hálendisvegur er talinn hafa i för með sér, en auð- vitað hafa menn engan áhuga fyr- ir að rýra atvinnuveg þeirra, sem hafa komið sér upp gistiskálum og benzinsöium við þjóðveginn norður. Og dýr myndi Hafliði all- ur, ef meta ætti hreyfingu um- verðarinnar i likingu við skaða- bæturnar, sem greiddar voru, þegar brúin hjá Hellu var færð á sinum tima. En þvi er ekki að neita, að það eru meiri fjármunir i húfi en þeir, sem kynnu að tapast við minnk- andi umferð eftir núverandi leið norður, yrði hálendisvegurinn lagður á næstunni. Óhjákvæmi- legt er að halda áfram gerð varanlegra vega, unz allir helztu vegir landsins eru komnir með varanlegt slitlag. Greinist fram- kvæmdin I tvær áttir strax hér við ÍÉÍÉiiliÉBl PiPlllllll Reykjavik, og hefur þeirri leið, sem liggur til þéttbýlisins á Suðurlandi miðað meira áfram. Varanlegt slitlag á vegi skemm- stu leið milli landshluta, sem auk þe ss hefur þegar verið lagður nokkur stúfur af, er þénanlegt dæmi til umhugsunar. Það tæki lengri tíma I árum að setja varanlegt slitlag á veginn til Akureyrar eins og hann er nú, en koma varanlegum vegi áfram frá Selfossi um Skeið og Þjórsárdal og norðuryfir. Þetta mundi þó ekki þýða, að ekki yrði lagt varanlegt slitlag á hina venjulegu leið norður. Aðeins yrði hægt að komast fyrr norður á varanlegum vegi yrði fyrri kosturinn valinn. Slikur vegur yfir hálendið myndi fljótt taka við þungaflutn- ingum, og létta þannig á leiðinni um Borgarfjörð með þeim afleið- ingum, að sá vegur myndi strax stórbatna og þurfa minna viðhald á meðan verið væri að koma hon- um i varanlegt horf. Vaxandi bilaeign landsmanna og vaxandi umferð ásamt tilkomu hringveg- ar myndi áfram sjá fyrir þokka- iegum hagnaði af greiðasöiu við þjóðveginn. Og þessi tiihögun myndi i engu breyta þeirri stað- reynd, að nauðsynlegt er að fá bilferjur hið fyrsta, sem gangi milli Reykjavikur og Akrancss. Þegar lagt er i dýrar vega- framkvæmdir þá hlýtur styzta leiðin milli tveggja staöa aö vera girnilegust svona i upphafi, eink- um þegar mikill hluti þeirrar ieiðar er auðveldur undir veg, og sumt af vegalengdinni þegar komið með varanlegu slitlagi, en aðrir hlutar hans víða þannig undirbyggðir aö ekki þarf þar um að bæta. Allt mælir þetta meö Þjórsárdalsleið norður. Eigi framkvæmdir I landinu skipu- lagslega séö eitthvað sammerkt með hernaði, þá hefur hin skjóta sókn ætlð þótt nokkurs verö. Slik sókn noröur yfir hálendið kemur einnig heim og saman við hug- myndir um þjóðveg orkunnar norður, sem myndi þá liggja i hæfilegri hæð yfir ollumölinni. Svarthöföi VÖRUBÍLL Til sölu nú þegar BENZ1418,13 tonna með lyftihousingu. Upplýsingar i sima 99-1461 i kvöld og næstu kvöld. — Skipstjórinn og stýri - maðurinn, sagði Ole, yfirgáfu ekki skipið fyrr en rúmlega hálf fjögur, og tuttugu minútum siðar var Sundaberg sökkinn. Var skipstjóranum og stýrimanninum bjargað um borö i annan togara frá Hull, Kingston Amber. Að lokum sagöi Ole, að öllum skipbrotsmönnum liði vel og væru brezku togararnir væntaniegir með þá til Reykjavikur á miðvikudagsmorgun. Sundaberg var smiðaður i Þýzkalandi árið 1952 og var 623 brúttólestir að stærð. Skipið var búið að fá 450 lestir af saltfiski og verðmæti aflans er talið vera i kringum 20 milljónir isl. króna. Ole Johannsen sagði, að færeysku fiskiskipin hefðu fiskað mjög vel á djúpmiðum i vetur, bæði við Island, Grænland og Nýfundnaland. Sem dæmi um það má nefna, að fyrir stuttu kom einn færeyskur linuveiðari til Reykjavikur og var hann meö 80 lestir eftir 6 lagnig og aflann hafði hann fengið langt utan 50 milnanna. Færeyski skutt- togarinn Sjutraberg, sem er i eigu Kjölbro i Klakksvik hefur fariö tvær ferðir til veiöa i salt siöan um áramót. Kom hann með 860 lestir eftir fyrri feröina og 420 lestir eftir þá seinni. Alls er verð- mæti þessa afla rúmar 100 milljónir isl., eða álika og skuttogarar þeir kosta^ sem ts- lendingar eru að kaupa. Kjölbro útgerðarfyrirtækið i Klakksvik verður ekki lengi að fá skip i stað Sundaberg, þvi á næstunni fær það nýjan skut- togara og á þann þriðja i pöntun. HÚSVARÐARSTAÐA LAUS TIL UMSÓKNAR Oss vantar mann til að gegna húsvarðar- stöðu i stóru sambýlishúsi, sem enn er i byggingu. Reglusemi er skilyrði, og lipurð i samskiptum er nauðsynleg. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu vorri (ekki i sima) að Siðumúla 34. B.S.A.B. KENNARAR Norræna félagið i Danmörku býður 20 islenzkum kennurum að dveljast i boði þess, dagana 5-26. ágúst. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu Norræna félagsins i Reykjavik, fyrir 20. mai. Nánari upplýsingar hjá skrifstofu Norræna félagsins og Páli Guðmundssyni skólastjóra Mýrarhúsaskóla. Undirbúningsnefnin Sinfóníuhljómsveit íslands Tónleikar i Háskólablói fimmtud. 11. mal ki. 21.00 Stjórnandi Bohdan Wodiczko. Einleikari Sidney Sutcliffe óbóleikari frá Bretiandi. Flutt veröa verk eftir Vivaldi/Bach, Cimarosa, Rawst- horne, Respighi og Stravinsky. Aðgöngumiöar i bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustlg og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti. Úrvalsfijólbaröar & fyrirliggjandi FúótoggóÖ þjónusta Kaupfélag HÉRADSBÚA EGILSSTÖÐUM JSS &

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.