Tíminn - 09.05.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 09.05.1972, Blaðsíða 20
HÆTTIR NIXON VIÐ MOSKVUFÖRINA ? Enn allt á huldu um nýjar aðgerðir í Víetnam NTB-Washington A mvðan bandarlskar flug- vélar hófu á ný árásir slnar á herstöðvar i grennd við Hanoi i gær, átti Nixon Bandaríkja- forseti injög leynilegan fund með öryggisráði Bandarikj- anna um, hvað gera skyldi I Vietnam. Kogers, utanrlkis- ráðherra var, sem kunnugt er, kallaður heim frá Bonn til að sitja þennan fund og Kissing- er, öryggisráðgjafi forsetans, frestaði i annað sinn fyrir- hugaðri fiir sinni til Japans. Kissinger er formaður öryggisráðsins, en i þvi eiga einnig sæli varaforsetinn, landvarnarráðherrann, utan rikisráðherrann og yfirmaður leyniþjónustunnar. öryggisráð Bandarikjanna er aðeins kallað saman, þegar taka á mikilvæga ákvörðun, en i gærkvöldi var ekki hið minnsta vitað enn, hvað ákveðið hafði verið á þessum fundi. Stjórnmálamenn og sér- l'ræðingar ræddu mjög um það sin á milli, hvaða ráðstafanir Nixon hygðist gera til að reyna að stöðva sókn N-Viet- nama fyrst og fremst, en koma siöan á raunhæfum samningaviðræðum. Fjöl- miðlar i Bandarikjunum gera mjög mikið úr öllu og láta jafnvel að þvi liggja, að ein- hverjir erfiðleikar séu innan stjórnarinnar sjálfrar. Stjórnmálamenn benda á, að gripi Nixon til umfangs- mikilla hernaðaraðgerða i Vietnam nú, geti farið svo, að Moskvuferðalag hans verði i hættu. Undirbúningur ferðar- innar, sem hefjast á 22. þ.m. er sagður ganga samkvæmt áætlun. Nixon forseti vill fremur ræða viö ráðamenn, þegar hann stendur vel að vigi, en hitt, og nú álita margir, að honum sjálfum finnist til- gangslaust að ræða við leiö- toga Sovétrikjanna, þegar svona illa stendur á i Vietnam, sem raun ber vitni. Nixon hefur áður lagt áherzlu á, að hann muni beita öllum tiltækum ráðum — nema kjarnorkusprengju og landgönguliði Bandarikjahers — til að koma i veg fyrir hernaðar1egan sigur kommúnista. í fyrri viku gaf þó varnarmálaráöuneytið i skyn, að nauðsynlegt kynni að reynast, að setja á land her- menn úr fiotanum til að vernda eða flytja brott banda- riska borgara i S-Vietnam. Þróun mála i Vietnam veld- ur Nixon einnig vandræöum i innanrikismálunum. Demó- kratar i öldungadeildinni kröfðust þess i gær, að hann boðaði þegar i stað til fundar með leiðtogum beggja flokka þingsins og skýrði fyrir þeim ástandið. Lögð var áherzla á, að það hefði mikla þýðingu, að þingið vissi áætlanir forsetans, áður en greidd verða atkvæði i öldungadeildinni um, hvort þingið, sem löggjafi eigi að hlutast til um að Bandarikin dragi sig út úr síyrjöldinni i Vietnam. t öldungadeildinni er ágreiningur um, hvort taka skuli það mál upp nú, eða biöa með það, þar til Nixon kemur aftur frá Moskvu, ef af heim- sókninni verður. ........."" Þriðjudagur 9. mai 1972. - Svart: Keykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. ísland er lílið, en getur lagt mörkum til friðar - segir frkvstj. Heimsfriðarráðsins, sem hér er i heimsókn SBll-Keykjavík Ilér á landi eru nú staddir þrir fulltrúar Heiinsfriðarráðsins, þeirllomesh t'handra frá trlandi, sem cr fram kvæmdastjóri ráðsins, Kazimierz Kielan, ritari þess, en hann er frá Póllandi og Matti Kekkonen formaður finnsku friðarnefndarinnar. Þeir munu ræða við utanrfkisráðherra i dag og hafa látið I ljós óskir um viðræður við formenn allra þing- flokkanna. Eitt af umræðuefnum fulltrúanna við islenzka ráða- menn er friölýsing Atlantzhafsins, en um þaö er ráðið mjög áhuga- samt. A fundi með fréttamönnum i gær, sagði R. Chandra, að þótt ekki hefði verið um heimsstyrjöld aö ræða siöustu 27 árin væri siður en svo friðsamlegt um að litast i heiminum og bæri Viet-nam- styrjöldina hæst. Friðelskandi fólk um allan heim hlyti að for- dæma glæpsamlegar aðgerðir Bandarikjamanna þar. —Við vitum ekki, hversu lengi þessi styrjöld kann að standa, sagði Chandra, — en hún hlýtur að enda með frelsi. Aðspurður kvaðst Chandra auðvitað vona, að ekki kæmi til nýrrar styrjaldar fyrir botni Miðjaröarhafs, en á deilunni þar væri engin pólitisk lausn hugsan- leg, nema Israelsmenn kölluðu heim herlið sitt frá herteknu svæðunum úr sex daga striðinu. Heimsfriðarráð er aðili að Sameinuöu þjóðunum og munu fulltrúar þess sitja ráöstefnu þá i Stokkhólmi, sem fjalla á um um- hverfisvernd. Chandra sagði, að fulltrúarnir myndu þar skýra fyrir öllum aöilum, hvaöa áhrif eiturefnahernaöur Bandarikja- manna i Vietnam og Portúgala i Angóla hefðu til mengunar. Þá sagði Chandra, að þrátt fyrir að Nato væri fordæmt fyrir að leggja Portúgölum til vopnin, OÓ-Reykjavfk. Sjö mánaða gömul telpa slasaðist mikið i gærdag, er henni var hvolft úr barnavagni niður i kjallaratröppur. Barnið var i vagninum utan viö heimili sitt og er ekki vitað, hver var þarna að verki. Var komið að barninu í kjallaratröppunum og sem þeir beita í Angóla, þá ættu alls ekki öll Nato lönd þar jafnan hlut að máli. Mörg þeirra veittu þjóðfrelsishreyfingunni styrk. Eitt af þvi, sem Heimsfriðarrdðið vonaðist til að yrði árangur feröarinnar til Islands, væri stuöningur við frelsishreyfingar i kúguðum löndum. Um útfærzlu Islenzku land- helginnar i 50 milur, sagöi Chandra, að hvert land hefði ótvi- ræðan rétt til að gæta hagsmuna sinna og láta ekki vaða yfir sig. — ísland er litiðen þó nægilega stórt til að gegna miklu hlutverki, þegar friður I heiminum er annars vegar, sagði hann. — Þið hafið nákvæmlega jöfn réttindi og önnur rlki innan SÞ, sem eru eitt atkvæði. er greinilegt að vagninum var hvolft. Telpan er talin höfuðkúpu- brotinn, auk annarra meiðsla. Sennilegt er talið að krakkar hafi velt vagninum um, en' ekki er vitað hverjir það voru. Þegar aö var komið, lá barnið slasað I tröppunum. Atburður þessi varð í Arbæjar- hverfi. Barni hent úrvagniog stórslasað h ulltrúar Heimsfriðarráðsins. F.v. Kielan, Kekkonen og C'handra mikið af Hvítt: Akureyri: Sveinbjorn Sigurðsson og Hólmgrlmur Heiðreksson. 17. leikur Akureyringa: e x d5 Frystikista I lúxusklassa Af fjölbreyttu úrvali ITT frystikista og kæliskápa viljum við vekja sérstaka athygli | á þessari 250 litra frystikistu sem er í lúxusklassa en það þýðir að frágangur allur er til fyrirmyndar Ljós er í loki, læsing, og hjól undjr kistunni VERÐIÐ ER KR. 29.500 VERZLUNIN mm Skólavörðustíg 1-3 - Sími 13725 (Timamynd Gunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.