Tíminn - 09.05.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.05.1972, Blaðsíða 1
IGNIS K/ELISKÁPAR RAFTORG SIMI: 26660 RAFIÐJAN SÍMI: 19294 * *# , fV_ %&& 1 103. tölublað — Þriðjudagur 9. mai 1972 — 56. árgangur. *• Onnur þotu- braut ÞÓ-Reykjavík. Nú er hafin endurbygging á austurenda austur-vestur flugbrautarinnar á Reykja- vikurflugvelli. Upp úr enda brautarinnar verða grafnir 50 þús. kúbikmetrar og siðan verður fyllt upp með efni, sem verður þjappað og mal- bikað verður ofan á það. Gunnar Sigurðsson, flug- vallarstjóri, sagði, að þetta verk kæmi i framhaldi af þvi, sem þeir hefðu áður gert á fíugvellinum, en á norður- suður brautinni hafa verið styrktir kaflar á þennan hátt, og er þessu verki væri lokið, þá væri búið að styrkja brautirnar það mikið að þær tcldust góðar. Sagði Gunnar, að þegar verkinu væri lokið, þá gætu allar vélar athafnað sig með góðu móti á þessari braut, jafnt þotur Fí, sem aðrar vélar, en brautin kemur lika til með að lengjast nokkuð, — en fram til þessa hefur brautarlengdin ekki verið það mikil, að þoturnar hafi getað athafnað sig á austur- vestur brautinni, nema þeg- ar vindur hefur verið næg- ur. Hér er unnið aö ja r ð v e gss k ip t in u á Reykjavikurflugvelli i gær. Timamynd Gunnar. RIKIÐ BYÐUR LÆKNUM 130 ÞÚS. ÁMÁNUÐI Fjármálaráðherra skorar á lækno að endurskoða afstöðu sína EB-Reykjavik. — Þeim læknum, sem nú eru að segja lausum stöðum sinum hafa nii þegar verið boðin laun, sem eru með hóflegu vinnuálagi, sem svarar 110-130 þús. kr. á mánuði fyrir sérfræðinga og 90-100 þús. kr. fyrir aðstoðarlækna, og hækkunin ein, sem þeim hefur verið boðin, er 24-30 þús. á mánuði, sagði Halldór E. Sigurbsson, fjármálarábherra á Alþingi i gær, er hann utan dag- skrár svaraði fyrirspurn frá Bjarna Guðnasyni um saninga- viðræðurnar um kjör lækna, sem staðið hafa yfir undanfarið. Fjármálaráðherra sagði I lok ræðu sinnar, að hér væri á ferð- inni mál, sem telja yrði, að varð- aði alþjóð að vissu marki, og hann kvaðst leyfa sér að fara þess á leit við þá lækna, er hér ættu hlut að máli, að endurskoða afstöðu slna til þessa máls, og taka það til meðferðar á ný, og þá I ijósi þess, að á þessi mál sem önnur yrði ab lita frá sjónarmiði þjóðfélagsins I heild. Þegar f jármálaráðherra svaraði fyrirspurn Bjarna Guðnasonar i þinginu i gær, minnti hann i upphafi máls slns á, að 1966 kom til harðvitugrar deilu milli sjúkrahúslækna og vinnu- veitenda þeirra um kjaramálin. 1 tengslum við þá deilu sögðu allir læknar sjúkrahúsanna upp störf- um aö undanskildum yfirlæknum. Samningar tókust um siðir og höfðu þeir I för með sér stórkost- lega hækkun á launaútgjöldum spitalanna. Lýsti þáverandi fjár- málaráðherra samningunum svo I fjárlagaræðu haustið 1966, að læknar hafi neytt þeirrar aðstöðu sinnar að hafa I bókstaflegri merkingu lif fjölda fólks i sinni hendi, og hefðu samningarnir af hálfu ríkisins veriö algerir nauð- ungasamningar. — Siðan sagöi Halldór E. Sigurðsson, fjármála- ráðherra: „I stórum dráttum urðu þær breytingar á kjörum lækna árið 1966, að fasta kaup þeirra hækkaði mjög mikið, en hins vegar áttu þeir aö skila lengri vinnutima gegn þessu kaupi en almennt tiðkaðist. Læknarnir sættu sig og við yfirvinnukaup, sem telja verður að hafi verið mjög hógvært miöaö við föstu. launin. Form ráðningarinnar breyttist þannig, að gert var ráð fyrir tveggja mánaða uppsagnar- fresti af hálfu beggja samnings- aðila. Samningum þessum frá 1966 hefur slðar verið breytt, en eigi geta þær breytingar talist urskeiðis miðað við almenna launaþróun i landinu. Var það von manna að átökin 1966 og eftirköst þeirra hefðu gert læknum Ijóst, aö þeir væru ekki eins einangruö stétt I þjóðfélaginu og þeir hafa oft haldið fram, og að þjóðfélagiö sem slikt, gæti þvi illa unað, að ein stétt gæti nánast helgað sér hluta af ráðstöfunarfé þjóðfélags- ins að vild. Eins og getið var um hér aö framan settu læknar fram kjara- kröfur sinar 24. janúar s.l. Skrif- Framhald á bls. 19 Toppfundur í London Einar Agustsson KJ-Reykjavik — Undanfarna mánuði hafa embættismenn fjallað um landhelgismálið, en við teljum nú, og Bretar einnig, að málið sé komið á það stig að ráð- herrar ræðist við, sagði Einar Agústsson utanríkisráðherra i viðtali við Timann i dag um fyrirhugaðan fund i London 23. mai. Utanrikisráðuneytið til- kynnti i dag, að Einar Agústs- l.únvik Jósefsson son utanrikisráðherra, og Lúðvik Jósefsson sjávarút- vegsráðherra myndu fara til London 23. mai, til við ræðna við Alec Douglas — Home utanrikisráðherra, og aðra brezka ráðamenn um útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Þetta verður fyrsti formlegi fundurinn, sem izlenzkir og brezkir ráðherrar eiga um landhelgismálið, og er þess að Sir Alec væntatað fundur þessi marki timamót i landhelgismáiinu. Embættismenn beggja rikj- anna hafa á undanförnum mánuðum átt tiðar viðræður um fyrirhugaða útfærslu fisk- veiðilandhelginnar, en eins og utanrikisráðherra sagði við Timann, þá er málið nú komið á það stig, að heppilegt þykir, bæði hér og i Bretlandi, að ráðherrar ræði saman um málið. Fólk býður gistingu fyrir einvígisgesti Guðmundur G. Þórarinsson í sjónvarpssamningum í London Þó-Reykjavík „ Fólk er þegar farið að hringja til okkar og bjóða herbergi eða íbúö- ir til leigu á meðan ein- vigið milli þeirra Fisch- ers og Spassky stendur yfir" sagði Guðjón Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Skáksam- bands islands, er við ræddum við hann Guðjón sagði, að þetta sýndi viðbrögð fólks glögglega, og persónulega teldi hann hótel- vandamálið ekkert verulegt vandamál. I þessari viku mun Skáksambandið opna skrif- stofu og er nú verið að ráða starfsfólk til vinnu við undir- búning einvigisins. Guðmundur G. Þórarinsson fór út til Bretlands i fyrradag og á hann þar viðræður við sjónvarpsstöðvar um sýn- ingarrétt á skákunum. Mun Guðmundur ræða við nokkra menn frá sjónvarpsstöðvum i Evrópu og einn aðilinn er BBC i Bretlandi. Guömund- ur er væntanlegur til landsins i dag, og mun hann þá skýra stjórnarmönnum skáksam- bandsins frá viðræöunum. A næstunni munu forráða- menn skáksambandsins eiga viðræður við fleiri sjónvarps- stöðvar þar á meðal bandariskar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.