Tíminn - 09.05.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.05.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriftjudagur 9. mai 1972. Þriftjudagur 9. mai 1972. TÍMINN 11 Við Langholtsskólann er skóla- stjóri Kristján Gunnarsson. Hann hefur á mörgum §viftum komift viö sögu menntamála borgar innar, enda lengi átt sæti i fræftsluráfti. Kristján hefur fallizt á aft ræða hér dálitið um skólamál, bæði al- mennt og starfið i sfnum skóla. — Skólakerfið, eins og það er hjá okkur nú, er orðið gamalt. Það er miðað við að taka á móti þeim nemendum, sem eru tilbún- ir að taka viö verkefnum og leysa þau undir tilteknum, fyrirfram- gefnum kringumstæðum. Þeir eru móttakendur verkefnanna og verða að leysa þau viö fyrirfram ákveðnar aðstæöur. Þetta gekk ágætlega fyrir svona fimmtiu ár- um, en nú er þetta breytt, sér- staklega i Keykjavik, sem orðin er borg. Nemendurnir hafa allt önnur viðhorf. Þeir eru orðnir vanir miklu meiri tilbreytingu og hreyfingu. Þeir eru sjálfráðir um flest, sem þeir taka sér fyrir hendur og framkvæma bæði heima hjá sér og annars staðar. Þcss vegna eiga þeir erfitt með að þola það stranga aðhald, sem skólinn setur þeim. 1 öðru lagi held ég, að það sé ekki rétt af skólanum að taka sér vald til að segja nákvæmlega til um hvað lærl skuli, eins og við gerum nú, nema i tungumálum og stærð- Iræði, þar sem námsefnið er i eðli sinu nokkuð afmarkað og verður að vinna innan ákveðins skipu- lags. 1 öðrum greinum held ég að hverfa verði að frjálsari vinnu- brögðum og gefa nemendunum kost á að koma og leita sér þekk- ingar, hverjum á þvi sviði, sem stendur huga hans næst, og gefa þoim aðstöðu til að finna svör við þvi, sem þeir vilja vita. Mér linnst ekki skipta öllu máli, að unglingarnir kunni heila námsgrein i samhengi eins og við ætlumst lil nú, heldur að þeirgeti leitað sér að svörum eftir þvi,sem þeir kjósa. Frófin væru svo i þvi fólgin t.d. að gera ritgerð um ákveðið efni, sem nemandinn hefur ætlað sér þekkingará. Það er alveg hægt að dæma það. Gg er heldur ekki viss um að það, sem við setjum fram i námsbókunum, séu alltaf aðal- atriðin. Þau geta lika verið orðin gömul og úrelt. Frjálsræði, sem unglingunum væri gefið til að vinna á þennan hátt, leysir nokk- urn veginn upp þetta gamla skipulag, þar sem þeim er bara ætlað að sit ja og taka við þvi, sem þau eru mötuð á. fcg hef kynnzt þessu i nokkrum skólum erlendis, og það er eftir- tektarvert. að þar kemur ákaf- lega erfitt timabil meftan gamla skipulagið er að leysast upp og það nýja að koma i staðinn. É talaði viö kennara i nokkrum skólum. sem höföu tekið upp þessi nvju vinnubrögö og starfað svona 4-(> ár. Fldri'kennarar, sem öðru voru vanir, töldu, aö fyrstu árin eitt og tvö hefðu verið afskaplega erfiður timi. Grundvöllurinn al- veg hrunið, krakkarnir hefðu hvorki lært né verið hægt aö hafa Matthias Iiaraldsson stjórn á þeim. En þegar skólinn hafði starfað svona i fjögur til sex ár, kváðust þeir ekki geta hugsaö til aö breyta yfir i gamla kerfið aftur. Þá var búið að mynda ann- an grundvöll og bæöi kennarar og nemendur búnir að ná þar fót- festu. En þegar við erum að tala um þessar breytingar, verðum við að gera okkur grein fyrir þvi, að til að byrja með fáum við upp ástand, sem orsakar mikla ringulreið. Foreldrar verða óró- legir, nemendur órólegir, og álagið á kennarana verður af- skaplega mikið, og segja má, aö þetta geti komið illa niður á nem- endum i tvö, þrjú ár. En ef byrjað er á skynsamlegum stað i skóla- kerfinu, ekki allt lagt undir i einu, en það tel ég alveg ótækt i svona tilfellum, þá held ég, að krakkarnir vinni nú nokkuð upp það, sem þau tapa. Við byrjuöum með sex ára börn hér i fyrrahaust. Var þar unnið nokkuð frjálst með stóran hóp. Ég hafði hug á að halda þessu áfram i vetur með sjö ára börnin, en þá strandaði á húsnæöinu. Skólar okkar eru ekki skipulagðir i sam- ræmi við þessi nýju vinnubrögð. Þau eru að mjög litlu leyti fram- kvæmanleg þar sem húsnæðinu er skipt upp i óhreyfanlegar stof- ur. Þessi möguleiki með sex ára börnin skapast við það, að við notum samkomusalinn, sem ekki er ætlaður sem kennsluhúsnæði. Börn er aldrei hægt að flokka i einn hóp. Viö höfum alltaf haft eitthvað af erfiðum krökkum og einnig aðra, sem unnið hafa vel undir þvi skipulagi, sem við höf- um búið við, og það höfum við ennþá. En ég held, að nú sé ef til vill að stækka sá hluti nemenda, sem sættir sig illa við hinar ströngu kröfur skólans um reglu- semi, hljóðláta framkomu og vakandi eftirtekt i kennslustund- um. Hins vegar á nýtt fyrirkomulag á kennsluháttum, ekki að valda truflun á vinnu nemenda, ef húsa- kynni eru fyrir hendi, sem henta þvf fyrirkomulagi. Þetta nýja kerfi leysirað miklu leyti þann vanda, að hægt er að miða námsefnið meira við getu hvers einstaklings. Við erum með svo stóran hóp nú, sem alls ékki ræður við þau verkefni, sem boðið er upp á. Það álit ég höfuðgallann við okkar gamla kerfi. — Hvað segirðu um viðhorfið, sem skapazt hefur við það, að heimilin eru i raun og veru leyst upp klukkan átta aö morgni og heímilisfólkið kemur ekki saman aftur fyrr en kl. 5-6 að loknum vinnudegi? — Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir, hvað kemur út úr þvi, en ég get ekki neitaö þvi, aö ég hef áhyggjur af þessari breytingu og afleiöingum hennar. Ég held það sé ákaflega varasamt skipulag. Það kann að vera, að skóladag- heimili bæti þarna eitthvað um komist þau upp. En þar er geysi- lega mikið verkefni, eigi þau að koma að almennum notum. framtiðina. hvernig þessi kynni verða. — „Lengi býr að fyrstu gerð.” Það er ekki annað að sjá, en þessir litlu angar uni sér vel. Kennslan skilst mér að sé félags- vinna, framkvæmd á skýran og skemmtilegan hátt. Vafalaust er hér talsvert sundurleitur hópur. Sum koma frá hlýjum foreldraheimilum, þar sem þau hafa notið umönnunar frá fyrstu bernsku hennar. önnur bera að einhverju leyti svipmót verksmiðjuiönaðarins. — Já, viö höfum trú á,að þetta sé rétt leiö inn á skólabrautina, segja ungu konurnar. Og svo syngur allur hópurinn glaða skólasöngva og snýr sér svo á leikrænan hátt aö alvöruverkefni dagsins — tölum og mengi — ellegar kannski lestri og teikningu, þeir sem eru hinum megin við pappaspjöldin, hinn imyndaöa vegg milli starfs- hópanna. Þorvaldur Sæmundsson er i stofu 5. Hann er enginn vtövaningur á fjölunum. Hér eru 12 ára nemendur, sem ljúka eiga barnaprófi fyrsta áfanganum á námsbrautinni í vor. Kennarinn hefur sagt þeim, að á miklu geti oltið fyrir fram- tiðina, að þau gangi þar til leiks með þvi hugarfari, að bregðast i engu skyldu sinni og vinna svo vel sem hæfileikar duga til. Væntan- lega hafa þau sömu heimanfylgju i skólann, og er þess þá að vænta að vel takist. Gunnar Hrólfsson þreklegur piltur og ljós yfirlitum, situr hér á fremsta bekk. — Jú, hann er farinn aðhugsaum framtiðina, og það i fullri alvöru. Ætli hann fari ekki á sjóinn eins og faðir hans og afi. Þeir hafa reynzt þar liðtækir vel, og þvi skyldi hann ekki geta orðið það lika? • Kagnheiöur Finnsdóttir er búin að kenna sem næst þrjá áratugi og veit þvi oftast að hverju hún gengur, þegar hún fer inn i skólastofuna. — Af þessu þrjátiu ára starfi hef ég lært að gera mér fljótlega grein fyrir, hvaða manngerð ég tala við hverju sinni og hegða mér þareftir. A ég þar fyrst og fremst við nemendur mina, og foreldra eða aöstandendur þeirra. É g hef oftast haft duglegar bekkjardeildir, sem þolað hafa mikið álag, og mér finnst stundum, að i skólakerfinu sé framúrskarandi nemendum ekki gefiö tækifæri sem skyldi til að njóta námshæfileika sinna og komast áfram feti framar en aldur þeirra segir til um. Þroskinn mætti að minu viti ráða meira. Þaö er hrein tilviljun,að ég varð kennari en ekkert starf hefði ég getaö stundaö, sem hefði veitt mér meiri lifsánægju, þótt áhyggjur hafi verið þar með i för. Mér þykir vænt um ungt fólk og ber mikiðtraust til þess. Mætti ég snúa til baka og velja mér braut Bekkjardcild i Langholtsskóla. Kagnheiftur Finnsdóttir Vilborg — Já, það held ég. Og ætli maður sé ekki nú fyrst að ná sér á strik. Nu eru kennaranámskeið á hverju sumri. Þau gleðja og hressa og yngja mann í starfi. Að visu er þetta talsverð viðbót við árlegan starfstima kennarans, ef sumarleyfið fer að mestu i nám- skeiösdvöl. Og ekki kemur önnur greiðsla fyrir þá vinnu en gleðin af að læra og ef til vill aukinn ávöxtur i starfi. En kennarar eru ólatir, einkum konurnar. Þetta eru myndarlegir krakkar. Sum eru þegar farin aö hugsa til þess tima, er þau komast i tölu hinna fuilorðnu. Katrin Ellertsdóttir ætlar að verða kennari. — Hvers vegna Katrin? — Þaö er svo gaman. — Heidur þú, að Elinu þyki gaman að kenna þér? — Það ætla ég að vona. Tryggvi Tryggvason annast hjálparkennslu þeirra, sem sein- færir eru eða einhverra hluta vegna hafa dregizt aftur úr. Einu sinni sátum við saman á skólabekk. Þá vorum við báðir ungir. Siðan hljóta að vera tals- vert mörg ár. — Ég byrjaði aö kenna haustiö 1934 og hef siðan stundað það starf frávikalitið. Lengi kenndi ég við Melaskólann, og þá oftast yngri aldursflokkum. Ég kann vel við aö starfa með börnum, þau hafa alla tið verið mér vinveitt og fús að láta að vilja minum. Nú á seinni árum, þegar öldurót þjóð- lifsframvindunnar ris hærra en áður var, verður maður var við meiri sjálfbirgingshátt hjá börnum, enda mörg .heimili lausari i reipum en áður var. Undirstaða þess, að börn vaxi upp og verði nýtir menn er,að þau eigi gott heimilisathvarf. Ég álit skaðlegt fyrir mörg börn, ef báðir foreldrarnir vinna úti og eru fjarri heimilum sinum hvern vinnudag. — Hvað er þá til úrbóta? — Það er vandamál, sem margir glima við, þvi að svo virðist, sem sómasamleg f járhagsafkoma heimilanna sé talin byggjast á þvi, að þessu sé þann veg háttað. Ungu mennirnir, sem njóta að- stoðar Tryggva við nám sitt, eru sammála um það, að þeir verði að öðlast einhverja hagnýta þekkingu. Þá verði þeir meiri menn og komist betur áfram i lifinu. Og hér er þann veg að þeim búiö, sem illa þola truflun, að þeir geta verið út af fyrir sig, ^n þess að frelsi þeirra sé skert a úeinn hátt umfram eðlilegan aga. 1 samkomusal skólans er glatt á hjalla. Þar eru yngstu nemendurnir við vinnu sína. Meö . þeim starfa þrjár ungar kennslu- A konur, Kristin Þorsteinsdóttir, 1 Guftrún Sigurftardóttir og Þor- gerftur Sigurðardóttir. Þetta unga fólk kom fyrst til skólans i haust, aðeins sex ára, fullt forvitni og eftirvæntingar. Það skiptir þvi miklu máli fyrir Katrin Ellertsdóttir Sex ára. að nýju, mundi ég tvimælalaust fara sömu leið. Erling Tómasson, yfirkennari. — Jú, skólastarfið gengur sæmi- lega að öllum jafnaði. Þó veröur ekki annað sagt en, að talsverð áraskipti eru að þvi, hvernig fólk reynist, sem kemur til náms i skólanum. Það er alltaf leiðandi hópur hverjum aldursflokki. Stundum er sá hópur jákvæður i viðhorfi sinu og vinnur vel, stundum þvert á móti. Þetta hefur áhrif á skólalifið. Næst er aðálykta.að þessu valdi ólik upp- eldisáhrif eöa heimanfylgja hverju sinni. Þegar ég lit á skólastarfið gegn um árin, þá finnst mér, að við kennararnir náum ekki eins vel til krakkanna og áður var. Ahrif skólans fara þverrandi. Þetta er ef til vill eðlilegt, aðrir áhrifa- valdar i þjóðlifinu eru orðnir umsvifamiklir. Ég held, að við þurfum að breyta um starfshætti, hafa skólann einsettan og lengja skóla- timann. Það er litil von til þess, að skólinn hafi veruleg uppeldis- áhrif, þegar nemendurnir eru þar aðeins fáar stundir hvern vinnu dag og aldrei þess utan. Það hlýtur að vera markmið, sem stefna ber að, að sem mest af starfi nemandans fari fram innan skólans eða undir handleiðslu hans, og að þvi sé hagað þannig, að hver einstaklingur fái sem bezt notið hæfni sinnar. Það er oft talað um,að skólinn eigi að rækja að miklum hlut uppeldisstarfið i þjóðfélaginu, en þetta er út i bláinn mælt, meðan honum eru engin skilyrði sköpuð til að vera þess megnugur. Það námsskipulag, sem viö búum við, er ekki samkeppnis- fært við umhverfið. En kannski er það þó mesta vandamálið, að fá fólkið til aö sýna fullan heiðar- leika og trúnað i störfum. Ef þar væri engu áfátt, mundi naumast vera mikið rætt um vandamál, þvi aö þau væru þá varla umtals- verö. Eirikur Stefánsson hefur kennt rúmlega hálfan fjóröa áratug og hefur á þvi timaskeiði haft fjöl- mennan nemendahóp og eignazt þeirra á meðal marga góða vini, sem lengi munu minnast hans góðu leiðsagnar. Þetta veit ég frá fyrstu hendi, þvi að sonur minn var einu sinni nemandi hans. Framhald á bls. 19 Tryggvi Tryggvason Eirikur Stetánsson ur Porarmsson Ég held, að það sé mjög óheppi- legt i sambandi við vinnu fólks ut- an heimilis, að foreldrarnir vinni bæði úti allan daginn. Hinsvegar væri þetta nokkurn veginn leyst, ef þau ynnu á vixl, þannig að ann- að þeirra væri heima, svo að börnin hefðu alltaf heimili að að hverfa. Og það er eitthvað óeðli- legt við það, ef ekki er hægt að komast hjá þvi, að bæði faðir og móðir vinni stöðugt fullan vinnu- dag úti. Annað hvort er, aö kröfurnar eru þá of miklar, eða þærbeinastað einhverju þvi, sem væri hægt að vera án, og ég held, aö eitthvað af þeim hlutum sé ekki svo mikilsvert, að ekki sé meira virði að gefa börnunum tima. — Gæti það ekki leyst einhvern vanda, ef fjölskyldutengslum Kristján Gunnarsson skólastjóri væri þannig við haldið, að gamla fólkið hyrfi ekki af heimilunum um leið og það hættir að vera fyr- irvinna? — Það væri áreiðanlega mjög mikið til bóta. En þarria kemur „arkitektúrinn” inn i samfélagið. Hvernig byggt er, hefur mikil áhrif á sambýlismöguleika fólks. Hér hygg ég, að tilhögunin væri bezt sú, að gamla fólkið hefði hús- næði tengt aöalibúðinni, en þó sér. — Hér i Langholtsskóla eru nú 1070 nemendur, þar af 720 i barnaskólanum, 240 á gagnfræöa- stiginu og rúmlega 100 i sex ára deildum — forskóla. — Hvað um það að raða i bekkjardeildir þvi nær eingöngu eftir aldri, eins og gert hefur ver- ið? Ég held, að ekki sé rétt að miða eingöngu viö aldur. Og ef hægt væri að byggja upp kerfi i skólan- um.þar sem námsefnið er brotið upp i einingar en ekki sérstaklega ætlað ákveðnum aldursflokki, þá skiptir aldurinn ekki máli náms- lega. miklu fremur félagslega. A þvi sviði væri ef til vill óheppilegt, að aldursmunurinn væri ákaflega mikill. Við erum alveg lausir hér i skólanum við áfengisneyzlu- vandamál meðal unglinga. -Ég held, að tengsl milli heimila og skólans hafi fremur aukizt á siðustu árum, sérstaklega heimila og viðkomandi bekkjar- kennara. Nú hefur hver kennari viðtals- tima einu sinni i viku, og svarar þá i sima. Auk þess höfum við foreldradaga. Hins vegar getur verið, að auka ætti samskipti milli foreldranna og skólans, sem stofnunar, t.d. boða til fræðslu- funda i skólanum. En allt slikt út- heimtir geysimikla vinnu. Kennsluálag kennara er meira hér á Islandi en vlðast I erlendum Erling Tómasson yfirkennari skólum, og þess vegna hafa þeir takmarkaðri tima til annarra starfa. Vikulegur kennslustunda- fjöldi hvers kennara erlendis er mun minni, en aftur á móti eru þeir skyldir til að starfa meira að félagsmálum bæði með nemendum og foreldrum. Min skoðun er sú, að skólinn hafi að ýrpsu leyti batnað sem stofnun nu á seinni árum, fyrir þá, sem vilja nýta hann vel, og það gerir töluvert stór hluti nemendanna. Hinn hlutinn aftur á móti, sem vegna þjóðlifs- breytingar hefur orðiö skólanum fráhverfur, hann er, að ég hygg, verr settur en áður var. Elin Vilmundardóttirkennir 11 ára bekk. Hún hefur kennt við Langholtsskólann frá stofnun hans. Einu sinni áttum við Elin dreng saman, það er að segja hún kenndi syni minum. Siöan hefur hún verið virt og metin af okkar fjölskyldu. — Gaman að kenna, Elin? V'ilhjálmur Þorsteinn Helgason Gunnar lirólfsson. ÞORSTEINN MATTHÍASSON SKÓLALÍF IV í LANGHOLTSSKÓLA Flasa flýtir fyrir hárlosi rr ~r B| ■il SULFRIN Hreinsið flösuna burt og notið ■CIERSCHUPPEI UHD HAAHOlERFETTURI ‘MUL SULFRINfcsULFRIN HARVATN og SHAMP00N Spcvxial I laar W'assc'r QEQEN SCHUPPEN gegn flösu Þýzk gæðavara Póstsendum Ivakarastofan Kluppursíig Laugaveg 20 b S. /2725 Shampoon hreinsar hársvörðinn SNYRTIVÖRUDEILD Hárvatn notast eftir höfuðbað

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.