Tíminn - 11.05.1972, Page 6

Tíminn - 11.05.1972, Page 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 11. maí 1972 Nægileg heimild fengin til að koma leiklistarskóla á fót - ef frumvarpið um Þjóðleikhús verður samþykkt á þessu þingi með ákvæðinu um stofnun skólans, sagði Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra KB-Ruykjavik. — Ki' irumvarp til laga um l>j(>ðh‘ikhús vcrður samþykkt á þcssu þingi mcð ákvæðinu um stofnun lciklislarskóla, cr fcngin nægilcg hcimild til þcss að koma skólanum á fót og láta hann þró- ast smátt og sinátt. Kins og i greinargcrð Irumvarpsins cr tck- ið fram, kann reynslan að lciða i ljós, að rcltara væri að sctja um skólann scrstaka liiggjöf siðar, sagði Magnús Torfi ólalsson, mcnntainálaráðhcrra, á lundi i Samcinuðu þingi i lyrradag, cr hann svaraði l'yrirspurn frá (íylfa l>. (iislasyni (A) um hvort rikis- stjórnin hyggðist lcggja fyrir Al- þingi fruinvarp um I.ciklistar- skóla rikisins, sbr. álit ncfndar, scm mcnntainálaráðuncytið skipaði 15. júli 1969. — Með bréfi dagsettu 20. september 1968 fór Félag islenzkra leikara þess á leit við þáverandi menntamálaráðherra, dr. Gylfa b. Gislason, að sem fyrst yrði samin löggjöf um leik- listarnám hér á landi og stofnað- ur einn leiklistarskóli fyrir allt landið, rekinn af rikinu, sagði Magnús Torfi Ólafsson, mennta- málaráðherra i upphafi svars sins. — Leiklistarskólinn skyldi vera sjálfstæð stofnun, óháð leikhúsum höfuðstaðarins. En eins og kunn- ugt er voru starfandi hjá leikhús- um höfuðstaðarins tveir leik- listarskólar. Veruleg stefnuákvörðun. Með bréfi dags. 20. janúar 1969 ritaði menntamálaráðuneytið Félagi islenzkra leikara, bjóð- leikhúsinu, Leikfélagi Reykjavik- ur og fjármálaráðuneytinu og lýsti þeirri ákvörðun sinni að skipa nefnd til þess að athuga .möguleika á þvi, að sameina leik- skóla þá, sem voru reknir i Reykjavik i einn skóla, sem væri t.d. rekinn á hliðstæðum grund- velli og tónlistarskólar. Nefndin skyldi gera áætlun um stofn- kostnað og rekstrarkostnað sliks skóla. Voru nefndir aðilar beðnir að tilnefna fulltrúa i fyrirhugaða nefnd. Fjármálaráðuneytið svar- aði þessu bréfi 31. janúar 1969, og telur sér ekki fært að svo stöddu að fallast á aðild að fyrirhugaðri nefnd menntamálaráðuneytisins. Segir fjármálaráðuneytið orð- rétt: „Ráðuneytið telur nefndarskip- un af þessu tagi vera visbendingu um vilja af hálfu rikissjóðs til að taka þátt i að standa straum af starfsemi eins og leikskólum að einhverjum hluta. Slika ákvörðun litur ráðuneytið á sem verulega stefnuákvörðun, sem nauðsynlegt sé að hyggja nánar að en ráðu- neytinu er kunnugt um, að gert hafi verið”. Varð það að samkomulagi milli þáverandi menntamálaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gislasonar, og þá- verandi fjármálaráðherra, Magnúsar Jónssonar, að fyrir- huguð nefnd skyldi skipuð án fulltrúa frá fjármálaráðúneytinu. Hinn 3. marz 1969 hafði bor; stjóranum i Reykjavik ver:' skrifað frá menntamálaráðu neytinu með beiðni um, að Reykjavikurborg tilnefndi fulltrúa af sinni hálfu i nefndina. Magnús Torfi Ölafsson. 15. júli 1969 var nefndin skipuö, þannig: Af hálfu Þjóðleikhússins Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleik- hússtjóri, af hálfu Leikfélags Reykjavikur Sveinn Einarsson, leikhússtjóri, af hálfu Félags islenzkra leikara Klemenz Jónsson, leikari, af hálfu Reykja- vikurborgar Jón G. Tómasson, skrifstofustjóri. Formaður var skipaður, án tilnefningar, Vilhjálmur Þ. Gislason, formaður þjóðleikhúsráðs. Sveinn Einarsson óskaði þó ekki að starfa i nefndinni. Tilnefndi I.eikfélag Reykjavikur engan i hans stað, þrátt fyrir beiðni ráðuneytisins um það i bréfi 30. september 1969. Nefnd þessi skilaði áliti til ráðuneytisins 9. febrúar 1970, en ekki var það i frumvarpsformi. Ritaði ráðuneytið nefndinni 23. marz 1971, og fór fram á, að nefndin felldi tillögur sinar i frumvarpsform og sendi ráðu- neytinu. Nefndin hefur ekki skilað sliku formi til ráðuneytisins. Frumvarp framsóknar- manna um skólann A Alþingi 1968-69 (á 89. lög- gjafarþingi) fluttu þeir Einar Ágústsson, Páll Þorsteinsson og Ólafur Jóhannesson frumvarp til laga um leiklistarskóla rikisins. F’rumvarpi þessu var visað til rikisstjórnarinnar samkvæmt til- lögu I nefndaráliti meiri hluta menntamálanefndar, þar sem upplýst var, að menntamálaráð- herra hefði 20. janúar 1969 beðið um tilnefningu i nefnd til þess að athuga um sameiningu leiklistar- skólanna og áætlun um stofn- og rekstrarkostnað. M jög aökallandi fram- æmd". eð bréfi 6. febrúar 1970 skip- þáverandi menntamálaráð- nefnd til þess að endur- skou.i lög og reglugerð um þjóð- leikhús og áttu sæti I henni Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri, for- maður, dr. Þórður Eyjólfsson, fyrrv. hæstaréttardómari, og Baldvin Tryggvason, framkvæmdastjóri. Þessi nefnd skilaði frumvarpi til laga um þjóðleikhús 23. marz 1971 og var það lagt fyrir Alþingi, sem stjórnarfrumvarp skömmu fyrir þinglok 1971, en varð ekki útrætt, og siðan flutt á þvi þingi, er nú sit- ur, þá af menntamálanefnd efri deildar Alþingis, að beiðni menntamálaráðherra. I 20. gr. frumvarps til laga um þjóðleikhús segir svo: ,,Komið skal á fót sérstökum leiklistar-, sönglistar- og listdans- skóla rikisins, og setur mennta- málaráðuneytið nánari ákvæði um hann i reglugerð”. f greinargerð segir, að það sé mjög aðkallandi framkvæmd að koma á fót slikum skóla. Þjóð- leikhúsið hafi á undanförnum ár- um rekið leiklistarskóla og ballettskóla, en sjálfsagt virðist, að slikur skóli sé sjálfstæð stofn- un. Nefndin taldi rétt, segir i greinargerðinni, að setja i þetta frumvarp ákvæði um stofnun sliks skóla, þótt reynslan kynni að leiða i ljós, að réttara væri að setja um hann sérstaka löggjöf siðar. Ef frumvarp til laga um þjóð- leikhús verður samþykkt á þessu þingi með ákvæðinu um stofnun leiklistarskóla, er fengin nægileg heimild til þess að koma skólan- um á fót og láta hann þróast smátt og smátt, en eins og i greinargerð frumvarpsins er tek- ið fram, kann reynslan að leiða i Ijós, að réttara væri að setja um skólann sérstaka löggjöf siðar. í nánu samræmi viö nor- ræna leiklistarskóla Megintillögur nefndar þeirrar, sem menntamálaráðuney ti skipaði 15. júli 1969 og áður er um getið, eru þær, að rikið reki leik- listarskóla i Reykjav., óháðan leikhúsum og undir yfirstjórn menntamálaráðuneytisins og setji honum þriggja til fimm manna stjórn, þar sem tekið yrði tillit til þess, að sérfræðileg list- þekking og þekking og reynsla á fjármálum njóti sin. Tilgangur skólans yrði sá, að veita nauðsyn- lega undirbúningsmenntun á eins viðtækum grundvelli og unnt er, þeim er stunda vilja islenzka leik- list. Telja nefndarmenn, að skól- inn ætti að vera i nánu samræmi við evrópska og einkum norræna leiklistarskóla um skipulag og námskröfur, eftir þvi sem islenzkar aðstæður krefjast eða leyfa. Skólinn verði þriggja ára skóli og möguleiki til fjögurra ára skóla, að fenginni reynslu, ef ástæða þykir til, eða fé er veitt til sérstaks framhaldsnáms, t.d. fyrir leikstjóra. Skólinn starfi átta mánuði á ári með venjul- egum leyfum, að undangengnu inntökuprófi. Hverju námsári ljúki með prófi og siðast fullnaðarprófi. Inntaka i skólann verði bundin við 17-25 ára aldur, að undangengnu t.d. gagnfræða- prófi, landsprófi eða áþekkum prófum. Einnig telur nefndin, að strangari inntökuskilyrði kæmu til greina þegar i upphafi. Með Jón Skaftason: AFNEMA A HEIMILD TIL RAÐHERRA AÐ Akveða VEGGJALD EB—Reykjavik. Er vegaáætlunin fyrir 1972 — 1975 var til umræðu á Al- þingi i fyrradag, deildi Jón Skaftason (F) hart á sam- gönguráðherra fyrir að ætla áfram að innheimta veggjald á Reykjanesbraut. Lagði Jón áherzlu á, að landsmönnum yrði ekki mismunað með inn- heimtu veggjalds. Jón Skaftason sagði m.a., að ekki ætti að hafa heimild fyrir samgöngumálaráðherra að ákveða veggjald, eðlilegra væri^ að slikt yrði i höndum Alþingis, og um það ætti að setja almennar reglur. Þá sagði Jón, að þeir peningar, sem innheimtust vegna veg- gjaldsins á Reykjanesbraut, væru ekki aðalatriðið hjá hon- um, og þeim öðrum, sem berð- ust fyrir þvi,aðveggjaldið yrði lagt niður, heldur það, að ekki stæði til að leggja þetta gjald á aðrar brautir en Reykjanes- braut, þ.e.,að gjaldið yrði fellt niður, þegar vegir sambæri- legir Reykjanesbraut yrðu teknir i notkun. I vegaáætlun- inni væri ekki reiknað með veggjaldiá öðrum slikum veg- um á áætlunartímanum. "MEIRA VIRÐI AÐ TRYGGJA FRAMGANG FRUMVARPSINS EN DEILA UM EINSTÖK ATRIÐI” - segir menntamálanefnd neðri deildar um frumvarpið til nýrra höfundarlaga. EB—Reykjavik. Menntamálanefnd neðri deild- ar Alþingis hefur undanfarið fjallað um stjórnarfrumvarpið til nýrra höfundalaga. i áliti sinu, sem nefndin lagði fyrir þingið fyrr I vikunni segir hún, að i laga- bálki sem þessum séu að sjálf- sögðu mörg atriði, stór og smá, sem skoðanir kunni að vera skipt- ar um. Nefndin telji þó meira virði að tryggja framgang frum- varpsins, en stofna til deilna um einstök atriði þess og mæli ein- róma með samþykkt þess, án breytinga. Ennfremur segir nefndin i áliti sinu: „Islendingar búa við höfunda- lög frá árinu 1905 ein hin elztu i heimi. Hafa þau tekið litlum breytingum, enda þótt þróun þessara mála erlendis hafi verið ör. Er þetta varla samboðið list- elskri bókmenntaþjóð. Frumvarp þetta hefur verið til umræðu og endurskoðunar rúm- an áratug. Með lögfestingu þess mundi höfundaréttarmálum komið i nútimahorf á tslandi, svo að nálgast það, sem rikir i næstu löndum. Réttur höfunda mundi aukast nokkuð og verða betur tryggður en áður, margvisleg ákvæði samræmd aðstæðum samtiðarinnar, og loks yrði flytj- endum tryggður réttur til þókn- unar i fyrsta sinn. Meginástæða þess, að frum- varpið hefur ekki náð fram að ganga fyrr, hefur verið ótti Rikis- útvarpsins við stóraukin útgjöld vegna mikillar notkunar þess á hljómplötum. Af þessum sökum er farinn i frumvarpinu sá meðal- vegur, að veita aðeins islenzkum flytjendum rétt til þóknunar, en erlendum ekki fyrst um sinn. Hef- ur þannig náðst samkomulag þeirra aðila, sem málið snertir mest, en höfundar og flytjendur mæla að sjálfsögðu með sam- þykkt frumvarpsins”. hliðsjón af kröfum annarra Norðurlandaskóla á þessu sviði og reynslunni hérlendis segir nefndin, að námsgreinar ættu að vera þessar: taltækni, framsögn, leiktúlkun á sviði, i útvarpi, sjón- varpi og kvikmyndum, sviðs- hreyfingar, látbragðsleikur, leik- sköpun, leiktúlkun, andlitsgervi, skylmingadans, leikfimi, leik- listarsaga, söngur og ef til vill hljóðfæraleikur o.fl. Stofnkostnaður um 14 milljónir. Að þvi er varðar húsnæði fyrir skólann telur nefndin, að vel sé fyrir þvi séð með 775 m2 flatar- máli, en unnt mundi þó að komast af með minna, það yrði tekið til notkunar i áföngum. Að þvi er varðar rekstrar- kostnað, þá er um að ræða laun skólastjóra.kennaralaun, stunda- kennaralaun, laun til fyrirlesara, ljós, hita og ræstingu, umsj. o.fl. Samtals hefur nefndin áætlað stofnkostnað ca. 14 millj. kr6na miðað við verðlag á árinu 1970 og árlegan rekstrarkostnað miðað við sama tima, um það bil 1.3 millj. króna. Skólinn komist sem fyrst á fót. Þess skal getið, að fulltrúi Reykjavikurborgar i nefndinni tók fram i nefndarálitinu, að hann telji ekki, að tónlistarskólar og leiklistarskóli yrðu reknir á hlið- stæðum grundvelli fjárhagslega, þannig að bæjarfélagið greiddi þriðjung kostnaðar af rekstri leiklistarskóla eins og tónlistar- skóla. Sé þátttaka sin i undir- búningi málsins háð fyrirvara um slikt. Eins og þegar hefur verið tekið fram og öllum er kunnugt, er heimild i frumvarpi til laga um þjóðleikhús til þess að koma á fót leiklistar-, sönglistar- og listdans- skóla rikisins og er sú heimild miklu viðtækari en i þingmanna- frumvarpinu um leiklistarskóla frá 1969. Ég mun, ef þessi heimild verður samþykkt, leggja kapp á, að leiklistar- sönglistar- og list- dansskóli rikisins komist á fót sem fyrst eftir þvi sem fé verður til þess veitt af Alþingi. Gylfi Þ. Gislason þakkaði ráð- herranum svörin, og lagði um leið áherzlu á/ að rikisstjórnin tæki sem fyrst endanlega ákvörðun i málinu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.