Tíminn - 11.05.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.05.1972, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 11. maí 1972 TÍMINN 11 Umsjón: Aifreö Þorsteinsson Næturfundur um Iþróttakennaraskólann Alf-Reykjavik — í fyrrakvöld efndi stjórn íþróttakennarafélags íslands til fundar að Hótel Esju um málefni íþróttakennaraskólans. Var fundurinn mjög fjöl- sóttur, en á annað hundrað iþrótta- kennarar sóttu fundinn, sem stóð fram á nótt, en honum lauk ekki fyrr en á öðrum timanum. Á fundinum var einkum rætt um staðsetningu Iþróttakennara- skólans, hvort heldur hann ætti að vera i Reykjavík eða að Laugar- vatni'. Flestir þeirra, sem töluðu, mæltu með þvi, að skólinn yrði að Laugarvatni, en helzti talsmaður þess, að skólinn verði fluttur til Reykjavikur, var dr. Ingimar Jónsson, formaður Iþrótta- kennarafélagsins. Meðal þeirra sem töluðu á fundinum, var Ragnar Arnals, formaður menntamálanefndar efri deildar Alþingis. Lýsti hann þeirr. skoðun sinni, að skólinn ætti að vera að Laugarvatni og kvaðst hann mundu beita sér fyrir þvi, að frumvarp það, um Iþróttakennaraskólann, sem neðri deild hefur þegar sam- þykkt, verði að lögum á þessu þingi. Annar alþingismaður, sem mætti á fundinum, Ellert Schram, kvaðst ekkí hafa sannfærzt um það, að skólanum væri betur fyrir komið í Reykja- vik en að Laugarvatni. Meðal gesta á fundinum i gær voru m.a. Árni Guðmundsson, skólastjóri tþr.óttakennara- skólans, og Þorsteinn Einarsson, iþróttafulltrúi rikisins. Engin merki um hauskúpur - þegar íslendingarnir slógu! Fyrir síðustu helgi kom heim frá Skotlandi 88 manna hópur Islenzkra golfáhugamanna, sem dvalizt hafði i East Lothian I 9 daga. Þar var leikið golf á einum átta völlum, sem voru hver öðrum betri, enda eru á þessum slóðum einhverjir mestu og beztu golfvellir i heiminum. Ferðin var farin á vegum Flugfélags Islands, og var þetta þriðja ferðin, sem félagið stendur fyrir á þessar slóðir. Ekki mun þessi ferð hafa gefið hinum tveim fyrri neitt eftir, enda var keppzt viðaðgera öllum til hæfis. Veður- guðirnir voru þó ekki nógu hlið- hollir þessum hóp. Að visu var alltaf hlýtt i veðri, en eina þrjá daga var nokkur vindur, og hann er lftt vinsæll meðal þeirra, sem leika golf. Einn dagur var þó öllum öðrum betri, en það var þriðjudagurinn. Þá fór fram keppni um hinn vandaða Ferðabikar Fí, sem keppt er um i þessum ferðum. Þegar keppnin fór fram, var glaða sólskin og hiti yfir 20 stig. Leikið var á North Berwick East Links, sem er 18 holu völlur, 6100 yardar á lengd og hefur par 69. Þessi völlur var upphaflega gerður árið 1894 og er mjög góður og skemmtilegur, eins og reyndar flestir vellir þarna i nágrenninu. A þessum velli fannst fyrir all löngu beinagrind af einhverjum fornaldarmanni, og ekki alls fyrir löngu kom það fyrir, að maður, sem var að slá upp úr sandgryf ju, sló bæði bolta sinn og hauskúpu upp á flötina úr sandinum. Ekki kom neitt af slíku upp úr gryfjunum, sem Islendingarnir slógu úr i sinni keppni — enda fagurlega slegið af mörgum, sem voru orðnir vanir því að lenda i sandgryfjum. I keppnfnni tóku þátt á milli 70 og 80 keppendur, þar af einar 15 konur og tveir ung- lingar. Aðalkeppnin var um Ferðabikarinn, en hann var veittur fyrir sigur með forgjöf. Þá voru veitt verðlaun án for- gjafar, og svo verðlaun i kvenna- flokki. Úrslit i keppninni með forgjöf urðu þau, að Gunnar Þorleifsson, GR, sigraði á 63 höggum nettó. I 2. og 3. sæti urðu þeir jafnir, Vil- hjálmur Arnason, GR, og Þor- varður Arinbjarnarson, GS, á 65 höggum nettó, en Vilhjálmur sigraði i aukakeppninni. Annars varð röð efstu manna þessi: Gunnar Þorleifsson, GR 80-17 = 63 Vilhjálmur Arnason, GR 82-17 = 65 Þorvarður Arinbj.GR 86-21 = 65 Guðmund.Ófeigs.GR 86-19 = 67 Guðmund.Þórarinss.GV;79-H = 68 Bezta árangri náði Þorbjörn Kjærbo, GS, en hann lék völlinn á 76 höggum, sem er aðeins 7 yfir par. Hann hefur lægstu forgjöf allra Islendinga eða 2, og kom þvi inn á 74 höggum nettó. Hann var þrem höggum betri en næstu menn, sem voru þeir Pétur Antonsson, GS, og Vestmannaey- ingurinn Guðmundur Þórarins- son (Týrsi), sem léku á 79 högg- um. A eftir þeim kom svo sjálf kempan Gunnar Þorleifsson á 80 (slandsmeistararnir gegn Skotum í kvöld i kvöld, fimmtudagskvöld, leika tslandsmeistarar Keflavfkur, gegn skozka l.deildar liðinu Morton. Fer leikurinn fram á Laugardalsvellinum og hefst kl. 20. Verður fróðlegt að vita, hvernig tslandsmeisturunum vegnar gegn þessu skozka liði. A myndinni að ofan sjást Skotarnir „hreinsa" frá marki, en Hermann Gunnarson er í fremstu viglinu hjá fslenzka liðinu. (Timamynd Gunnar.) Sárabót fyrir Fram Knattspyrnumönnum Fram hefur bætzt góður liðsmaður frá Selfossi. Einn af beztu leik- mönnum Selfoss, Gylfi Gislason, mun leika með Fram i sumar, en hann mun dvelja i Reykjavik a.m.k. fram til haustsins. Gylfi er iþróttakennari að mennt, og er óráðið hvort hann fer til Selfoss i haust. Eins og kunnugt er, hefur Fram misst marga leikmenn út á land. Þykir Frömurum það nokkur sárabót að fá Gylfa i staðinn. Tjarnarboðhlaup KR er á sunnudag Tjarnarboðhlaup KR fer fram nk. sunnudag, en keppt er i 10 manna sveitum eins og áður. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að tilkynna þátttöku sina til Úlfars Teitssonar i sima 18000 i siðasta lagi föstud. 12.mai. I fyrra sigraði sveit KR i hlaupinu. Ford-keppninni lýkur í dag Otsláttarkeppninni á vegum Ford, lýkur i dag, en i henni tóku þátt eitt þúsund drengir á aldrinum 8 til 13 ára — Tiu stiga- hæstu drengirnir i hverjum aldursflokki keppa til úrslita og verður úrslitakeppnin á Laugar- dalsvellinum á laugardag kl. 15.00 — Þá mun hinn heimskunni knattspyrnumaður Bobby Charlton frá Manchester Unitéd afhenda verðlaun, en þrir efstu drengirnir i hverjum aldursflokki fá verðlaunabikara, en allir þeir, sem keppa til úrslita fá minja- gripi, svo sem áritaða mynd af Bobby Charlton, sérstakt heiðursskjal og búningatösku. Bobby Charlton er væntanlegur hingað til lands siðdegis á föstu- dag, og hann heldur utan aftur á sunnudag. Mót i dag A fimmtudaginn (uppstigningardag) fer fram 18 holu höggleikur hjá GR, og hefst keppnin kl. 13.30. A sama tima fer fram keppni um Nessbjólluna hjá GN á Seltjarnarnesi. Ekki er okkur kunnugt um fleiri mót þennan dag, enda hefur okkur aðeins borizt kappleikja- skrá sumarsins frá þessum tveim Rey kja vikurklúbbum. Þau hlutu öll 1. verðlaun I golfkeppni tslendinga f Skotlandi I siðustu viku. Taliö frá vinstri: Gunnar Þorleifsson, sem sigraði í keppninni með forgjöf. Agústa Guðmundsdóttir.sem sigraði Ikeppni kvenna og Þorbjörn Kjærbo, sem sigraöi I keppninni án forgjafar. höggum. 1 kvennaflokki röðuðu frúrnar frá Vestmannaeyjum sér í þrjú efstu sætin. Agústa Guðmunds- dóttir lék á 69 höggum nettó, Sigurbjörg Guðnadóttir á 71 höggi, Jakobina Guðlaugsdóttir á 77 höggum og i 4. sæti kom Guð- (Timamynd — klp — ) finna Sigurþórsdóttir, GS, á 81 höggi. Agústa náði bezta árangri bæði með og án forgjafar, en hún léká93höggum. -klp-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.