Tíminn - 25.05.1972, Qupperneq 8

Tíminn - 25.05.1972, Qupperneq 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 25. mai 1972. Yfir 250 börn hafa sótt reiðskóla Fáks í vetur KI,P-Ileykjavik. IVIikiA lif er i slarfsemi llesta- mannafclagsins Fáks um þessar mundir. Mikill fjiildi nýrra félagsmanna hefur bæt/.t vifi á þessu ári og mikill liugur er i þeim svo og iiftrum félögum,sem nú cru orönir iiátt a' sjiitta hundraö. Fákur er að byggja 4 ný hest- hús, auk þess sem einstaka félagar hafa byggt sér hús af miklum dugnaði upp við Viði- velli. Par hefur félagið einnig staðið i miklum framkvæmdum við áhorfendastæðin á hinum 1200 metra langa hringvelli smum. Iljá Fák hefur tamningastöð verið rekin i allan vetur, og jafnan verið fullskipuö. Hafa færri komizt að en vilja með hesta sina i stöðina, en yfirmaður tamninga hefur verið Sigurjón Gestsson. Þá hefur verið haldið námskéið með um 30 þált- takendum i hlýðni og fimi-þjálfun hesta, sem um leið er reið- mennskuþjálfun og leiðbeining knapa. Stjórnandi þessa nám- skeið s hefur verið Ragnheiður Sigurgrimsdóttir. Auk þess hefurreiðskóli verið starfræktur og hafa um 250 börn á aldrinum (! til 13 ára sótt hann i vetur og vor. Kennarar hafa verið þau Ingólfur Guðmundsson og Kolbrún Kristjánsdóttir. Við litum inn á eina æfingu hja Kolbrúnu, en hún er mikil hesta- kona og þegar orðin landskunnur knapi. Hún sagði okkur, að börnin væru á milli 50 og 60 talsins, sem nú sæktu námskeiðin. Hún skipti þeim i hópa 5 til 6 saman i hóp, og væru þau óvönu höfð saman, og svo hin lengra komnu. Hvert námskeið tæki 10 tíma og væru þau2tima íeinu á hverri æfingu. Kolbrún sagðist kenna þeim allt, sem hægt væri á þessum skamma tima, er við kæmi hesta mennsku og hestinum sjálfum. Það væri t.d. að ná hesti, beizla hann og leggja á, stiga á bak og fara af baki, teyma hesta, og svo allar varúðarráðstafanir auk ótal fleira. Námskeiðin væru bæði á daginn og kvöldin og væri áhuginn mikill meðal barnanna. Það leyndi sér ekki a' svip barnanna^að þau höfðu áhuga á þvi,sem þau voru að gera. Þau gældu við hestana á milli þess sem þau gjóuðu augunum til Kolbrúnar með von um,að hún gæti látið þessa kalia fara, svo þau kæmust aftur á bak sinum hesti'. Aðalfundur „Barnanna og þjóðfélagsins” ÞÖ-Reykjavik Fyrsti aðalfundur félagsins „Börnin og þjóðfélagið”, var haldinn i Reykjavik nýlega En markmiö þessa félags er að aðstoða foreldra eða aðra aðila til þess að þeir, eða börn þeirra, nái rétti sinum — samanber ákvæði laga og mannréttinda, einkum i málum, er varða umráð yfir persónulegum högum barna. 1 stjórn félagsins voru kosin. Sverrir Lúthers, Erla Guð- mundsdóttir, Sigurður Jónsson, Halldór Briem og Karl Eiriksson. Starf félagsins byggist á sjálf- boðavinnu, en félagsgjöld eru engin. 1 félaginu eru nú 39 manns. Félagið var stofnað um mánaðarmótin jan-febr.,og stofn- félagar voru 10. Á kappsiglara kringum Island ÞÓ—Reykjavik. Tveir ungir Bretar David Jarvis og George Rickman, eru lagðir af stað i siglingu kringum lsland á 20 feta kappsiglara. Þeir félagar reikna með, að veröa 3 mánuði á ferð sinni kringum landið, enda ætla þeir sér að dvelja 3—4 daga á sem flesum stööum á landinu. Foringi þeirra tvimenninga David Jarvis, sagði okkur áöur en þeir lögðu upp i ferð sina á mánudagsmorgunin að kappsiglarinn héti Harley og kæmi frá samnefndu fyrirtæki. Harley fyrirtækið er mjög stórt nafn i byggingu kappsiglara og skemmtisnekkja, og kostar fyrirtækið ferð þeirra kringum landið, enda er ferðin gerð með það fyrir augum, að augu Islendinga opinist fyrir þessu skemmtilega sporti. David sagðist hafa dvalið einn vetur á tslandi og þá verið i vinnu á Patreksfirði. A sumrin er hann vanalega i heimalandi sinu og gerir þá litið annað en að stunda siglingar. Þeir félagar voru hér smátima til að undirbúa ferðina, en kappsiglarann fengu þeir sendan með Detti- fossi frá Felixtove. David Jarvis t.h., og George Rickman um borö I skútunni sinni, skömmu áður er þeir lögðu af stað i hringferöina. Sjálf skútan er 20 feta löng en mastrið er helmingi lengra 40 fet. Timamynd Gunnar. Myndin er tekin við reiðskóla Fáks. Það er einn hinna lengra komnu nemenda, sem þarna lyKr hestinum fyrir Guðjón Ijósmyndara Tlmans. Einþáttungar eftir Birgi Engilberts frumsýndir á listahátíð Æfingar standa nú yfir i Þjóð- leikhúsinu á tveimur einþáttung- um eftir Birgi Engilberts og verð- a þeir frumsýndir á listhátiðinni eða nánar tiltekið þann 6.júni n.k. Einþáttungar þessir heita „Hversdagsdraumur” og „ösigurinn” Leikstjórar eru Benedikt Árnason og Þórhallur Sigurðsson, en höfundurinn sjálf- ur gerir leikmynda- og búninga teikningar. Birgir Engilberts er ungur að árum. Hann lauk námi i leikmyndagerð frá Þjóðleikhús- inu árið 1966,og strax það sama ár var fyrsta leikrit hans „Loft- bólur” frumsýnt i Þjóðleikhúsinu. Höfundurinn var þá aðeins 19 ára. Leikur þessi var siðar sýndur i Sjónvarp hér og á Norðurlöndum. Árið eftir frumsýndi Grima svo eftir hann leikritið „Lifsneisti”. Efnisþráður einþáttunga þeirra, sem nú verða sýndir i Þjóðleikhúsinu, er mjög nýstár- legur,mun eflaust koma mörgum á óvart. Leikendur i Hversdagsdraumn- um, eru aðeins tveir, Bessi Bjarnason og Margrét Guðmundsdóttir, en i ósigrinum eru leikendur sex að tölu og með helztu hlutverkin fara: Sigurður Skúlason, Hákon Waage, Flosi Ólafsson og Randver Þorláksson. Mörg umferðarslys í Reykjavík ÓÓ-Reykjavik Mörg umferðarslys urðu i Reykjavik um s.l. helgi, en ekkert þeirra alvarlegt nema bana- slysið, sem sagt er frá annars staðar i blaðinu. Á föstudagskvöld urðu tveir piltar á litlu mótorhjóli fyrir bil á Suðurgötu við Lynghaga. Meiddust þeir báðir, aðallega á fótum. Á laugardag varð slys á Tún- götu. Þar varð telpa á reiðhjóli fyrir bil. Sást ökumanni yfir, að þarna er einstefnuakstur og ók á móti umferðinni, en telpan hjólaði út úr húsasundi og átti ekki von á bil úr þessari átt og varð fyrir honum. Hlaut hún minni háttar meiðsl. Um hádegi á laugardag varð þriggja ára barn fyrir bil á Bergþórugötu. Meiddist barnið á höfði, en ekki er fullrannsakað, hve alvarleg meiðslin eru. Á móts við Hótel Esju á Suður- landsbraut varð harkalegur árekstur. Var bil ekið þar aftan á annan. Tvær konur fengu hnykk á hálsinn, eins og oft vill verða, þegar slikir árekstrar eiga sér stað. Voru þær fluttar á slysa- deild, en eru ekki alvarlega meiddar. Kl. 1.30 aðfaranótt sunnudags var ekið á mann á Miklubraut. Þar sprakk undir bil og voru bil- stjórinn og farþegi, sem með honum var, að skipta um hjól- barða. Bar þar að bil, og ók á annan manninn, sem var að bogra við hjólbarðaskiptin. Meiddist hann minna er ætlað var i fyrstu. Narfi setti met ÞÓ-Reykjavik Togarinn Narfi frá Reykjavik seldi 226 lestir af fiski i Grimsby i gær fyrir 31,669 sterlingspund, eða 7.2 milljónir isl. króna. Meðalverðið var 31,90 kr. Þessi sala Narfa er sú hæsta, sem islenzkur togari hefur gert i Bretlandi og átti Narfi gamla metið, er hann seldi fyrir um 30 þúsund sterlingspund fyrir nokkrum árum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.