Tíminn - 25.05.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.05.1972, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Fimmtudagur 25. mai 1972. Fimmtudagur 25. mai 1972. O Guðmundur Sveinsson, skólastjóri: ÆSKAN OG SAMTIÐIN Skólaslitaræða í Samvinnuskólanum Bifröst 1. mai 1972 Misorka cflir Asmund Svcinsson. Nemandi minn, sem héðan hverfur á brautu á þess- um degi, til þin vil ég að lokum beina nokkrum orðum. Ég geri það um leið og ég óska þér til hamingju með mikinn áfanga i lifi þinu, áfanga.sem ég veit að kostað hefur þig erfiði, átök, stundum valdið þér kviða og harmi. Ég geri það um leið og ég minnist veru þinnar á þessum staö, tveggja dýrmætra vetra, sem þú hefur fórnað að verða mættu sjálfum þér og öörum að óbrotgjörnum minningum, að titrandi streng sem ómaði og næði þvi tærari tónum sem hann væri meira þaninn eins og fiðlustrengur- inn. Ég geri það um leiö og ég biö þér blessunar og hamingju á æv- inni, sem framundan er. Þitt er vorið og heiðrikjan i meira en ein- um skilningi. Tækifærin biða þin. Megir þú bera gæfu til að hagnýta þau, lif þitt verða auðugt i þeim eina skilningi sem verðugt er mönnum, auðugt af innihaldi og sannri lifsnautn, auðugt af þeirri vissu að þú hafir engu brugðist sem þér er til trúaö. Megi aldrei um lif þitt verða sagt, að þú hafir kosið aö eyöa dýrum árum i ,,sal hins týnda fótataks”. Þin leið liggi hátt, þin sókn stefni fram. Minnstu á þess- um degi og alla daga heilræöanna fornu, sem enginn veit hvaðan eru komin: Gef þér tima til að §tarfa Þvi verði hlýturðu að kaupa árang- ur og afrek. Gef þér tima til að hugsa, þar er uppspretta máttar og styrks. Gef þér tima til leiks og unaðar, það er leyndardómurinn að varð- veita æsku og þrótt. Gef þér tima til lestrar, þar finnurðu lindir vizkunnar. Gef þér tima til tilbeiðslu, það er vegur lotningar og undrun- ar. Gef þér tima til vináttu, það er vegur hamingjunnar. Gef þér tima til að dreyma að þú fáir kynnzt fegurð himinsins. Gef þér tirna til að unna, og gera þig verðugan ástar, það eru for- réttindi^sem guðirnir tryggðu i ár- daga. Og minnstu þess lika, að við lifum aðeins einn dag i senn, en eilifðin getur búið i blessun og gæfu þess eina dags. * II. Ég hafði hugsaö mér nemandi minn, sem héöan hverfur á braut i dag, aðrifja upp nokkur atriði, sem brennt hafa sig i vitund mina á þessum vetri. Ég hef sjaldan um annað meira hugsaö á vetrinum en æskuna og samtiðina. Það verður efni og inntak ræðu minnar. Ég las snemma vetrar bókina Fried og Tabú, „Frelsi og bönn” eftir danska lögfræðinginn og rit- höfundinn Ulrich Holst Petersen. Nokkur stef þeirrar bókar hafa fylgt mér. Einn aðalþáttur bókar- innar nefnist: Um lýöræði. - Þeim þætti er skipt i þrjá kafla, kallast einn Lýðræði og múgsál, annar Æska og samfélag, en hinn þriðji Lýðræðið. Ég vek athygli þina á ör fáum ábendingum höfundarins, þeim sem fram koma i umræddum aðalþætti. — Höfundur greinir i upphafi þáttarins frá inntaki i kenningum þýzka fræðimannsins Hermanns Bochs, sem kunnastur hefur orðið fyrir rit sitt um ' "Sál- fræði múgsins”. „Sálfræði múgs- ins”er rit uDDeiörs oe átaka. Her- mann Boch ræðst gegn þeirri áráttu visindahyggju samtiðarinn- ar að hafna öllu gildismati, fella aldrei dóma um gildi eða siðfræði, en telja sig samt fjalla um raun- veruleik manns og lifs. 1 þvi er fólgin alger mótsögn að skoðun Bochs. Hann fullyrðir: „Aöeins hið siðræna er raunverulegf’.Og hann tekur dýpra i árinni: „Visinda- hyggja samtiðarinnar gerir dauð- ann að veruleika. 1 innsta eðli sinu er hin siðræna viðleitni og barátta mannsins einmitt voldug tilraun af hans hendi að yfirvinna dauðannog takist það, einmitt þá og aldrei fremur en þá hefur mennskur veruleiki orðið til. í þekkingarleit er maðurinn að þoka sér út úr nafn- laus ri og innihaldslausri veru eða tómi og skapa eilift verðmæti. Þekking og siðfræði eru tvær hliðar á sama máli. — ” Og höfundur heldur áfram: Saga mannkynsins vitnar um harða barattu. Sú bar átta er öðru fremur fólgin í þvi að átta sig á niðurrifsöflum. Manneðl- ið, sem svo er kallað, er ekki sjálf- skapað eða meðfætt. Það verður til i átökunum við hið ónáttúrulega, ó- mennska, óeðlilega. Þar eru hættur á hverju strái. Stærsta niðurrifs- hneigð mannsins er þrá hans að sigra miskunnarleysi hans „að fórna” mannslifum. Það er óeðli og ónáttúra. En i óendanlegri fjarlægð og i óljósri mynd greinir maðurinn „hið náttúrulega”, „hið eðlilega”, „frelsið”, það sem hafnar hinu ó- mennska. Þá veröur lika til vitund hans um kjarna sjálfs lýðræðisins, mannréttindin. Þau fela ekki að- eins i sér kröfur og rétt, heldur jafnhliða skyldur og ábyrgð. — Að áliti Ulrich Holst Petersens er það ógæfa mannsins mest að hafa gert „sigur” og „fórn” að meginburð- arásum menningar sinnar. Einmitt á þann hátt hefur hin svokallaða stéttabarátta orðið til. Hennar veg- ur endar í blindgötu. Það á ekki að hervæða eina stétt gegn annarri, einn hóp gegn öörum. Verkefnið, sem fyrir liggur, er miklu stærra: Að búa manninn til baráttu gegn hinu ómannlega, fyrst og fremst Halldór Kristjánsson: NÝJA SALMABOKIN Ný sálmabók er komin út. Hún er nefnd sálmabók islenzku kirkjunnar og Kirkjuráð er litgef- andinn. Aður hafa slikar bækur verið nefndar sálmabók til kirkju— og heimasöngs og verið gefnar út ál' íorlagi Prestsekkna sjóðs. Hér mun samt ekki rætt um þær breytingar, sem á þessu eru, né heldur á leiðbeiningum um al- menna guðsþjónustu, og væri þó sitthvað fróðlegt i þeim saman- burði. Þessi nýja sálmabók mun verða notuð eins og hinar fyrri ,, til kirkju— og heimasöngs”, en auk þess til lestrar, svo sem lengi heíur verið. Þessi sálmabók er mun minni en hin næsta á undan, 532 sálmar i stað 687. Auk þess hafa allmargir sálmar verið styttir. Mér telst svo til, að i þessari sálmabók séu 87 sálmar eftir Helga Hálfdánarson, en voru 147 áður og 82 eftir Valdi- mar Briem en voru 137 áður. Þessir mikilvirku höfundar hafa þannig misst tvo fimmtu hluta sálma sinna úr bók. Um nokkra aðra hina fyrirferðamestu höf- unda má geta þess, að Stefán Thorarensen var með 39 en er nú með 30, Páll JÓnsson var með 23 en hefur nú 16 og Björn Halldórs- son hafði 34 en á nú 21. Hall- grimur Pétursson og Matthias Jochumsson halda sinni tölu nokkurnveginn, en Friðrik Friðriksson hækkar úr 13 i 19. Svo er Sigurbjörn Einarsson kominn með 27 sálma, þannig að það eru aðeins 5 höfundar, sem eru með hærri tölu i þessari nýju sálma- bók. Um sálma biskupsins er annars það að segja, að meiri hluti þeirra er þýddur, og ber þar talsvert á fornfrægumsálmum Máþar fyrst nefna versið, sem við þekkjum af þýðingu Stefáns Thorarensen, Ó, guðs lamb synda sýkna, það sálmvers á sér annars langa sögu i sálmabókum á landi hér i mis- jöfnum þýðingum. I öðru lagi má nefna ,,Te deum”, sem var að visu i sálmabókinni 1589 en hefur lengi vantað i sálmabókina okkar. En svo hefur biskupinn þýtt sálma eftir samtiðarmenn okkar, þrjá eftir Frostenson, prest i Sviþjóð. Þéir sálmar eru allir prýði á sálmabók. Hann talar meðal annars þannig við guð sinn: t dagsins iðu, götunnar glaumi, greinum vér þig með ljós þitt og frið. Hvar sem ein bæn er be öin i hljóði beygir þú kné við mannsins hlið. 1 öðrum sálmi segir hann: Eigi stjörnum ofar á ég þig að finna. Meðal bræðra minna Min þú leitar, Guð. Hvar sem þrautir þjaka, þig ég heyri biðja. Viltu veikan styðja, vera hjá mér þar. Sigurbjörn biskup er smekk- maður á mál og skáldskap og kann þau tök á málstil, að fáir eru honum ritsnjallari. Af frumsömd- um sálmum hans nefni ég hér þann, sem svo byrjar: Þú, Guð, sem veizt og gefur allt, mitt geð er hvikult, blint og valt og hugur snauður, hjartað kalt— þó vil ég vera þinn. Og þú ert rikur, þitt er allt og þú ert faðir minn, Mér telst svo til, að i þessari nýju bók séu sálmar eftir 24 höf- unda, sem ekki voru taldir i þeirri siöustu, en 20 höfundar hafi verið felldir niður. Yfirleitt mun þessi breyting stuðla að þvi að færa bókina nær nútiðarsmekk og hugsunarhætti, en þó er i hópi hinna nýju höfunda Eysteinn As- grimsson, sem sennilega er annar i aldursröð innlendra höfunda i bókinni. Hér er heldur ekki allt sem sýnist. 1 nýju bókinni eru tveir sálmar eignaðir Jóni Þor- steinssyni, pislarvætti i Vestmannaeyjum. Þeir eru báðir i eldri bókinni, en þar er annar eignaður Helga Hálfdánar- syni en hinn Matthiasi Jochums- syni, sem hafa fært þá i samtiðar- búning. Þessi breyting gerir Jón pislarvott nýjan höfund en fækkar sálmum hinna. Með þessari nýju bók eru teknir i sálmabók þjóðkirkjunnar nokk- ir sálmar, sem bera svipmót samtiðarinnar i svo rikum mæli, að ekki hefði verið hægt að yrkja þá á öðrum timum. Þar má t.d. nefna þetta eftir Pál Kolka: Til þin, Drottinn hnatta og heima, hljómar bæn um frið. Veittu hrjáðum, hrelldum lýðum hjálp i nauðum, sekum grið. Þegar skjálfa skorðuð fjöllin, skeika flest hin dýpstu ráð, lát oss veika fá að finna fasta bjargið, þina náð. Mara kviðans mannkyn treður, mætt af þungri synd. Þjökuð veröld velkist milli vöku og svefns með augu blind. Það er lika fullkominn sam- tiðarsvipur á þessum erindum Þorsteins Valdimarssonar: Helju er veröld vigð, veit ei sin lausnarorð, sjáandi sér ei drýgö saklausra bræðra morð. Villtur um veg og ráð visar þar hver frá sér, allt þar til ógnin bráð yfir hann steypast fer. Þá mun ég vikja að þvi, sem niður er fellt. Meginhluti þess er þannig, að mér er litil eftirsjá að, yfirleitt vegna þess, að þar fann ég ekki annað en það, sem sagt er jafnvel, betur, eða á mér geð- felldari hátt i þvi, sem eftir stendur. En mér er eftirsjá að öðru, sem niður er fellt. Um það vil ég tala og reyna að færa rök að þvi, að sumt af þvi átti ekki að falla niður. Litum þá fyrst á þetta ljóð eftir Sigurð á Arnarvatni: Hún er svo dimm og döpur þessi tið, sem dauðamyrkur grúfi yfir lýð, og leiðin byrgð, sem lagði mannsins son. Þvi ljósið heims, ó, tendra hjartans von. Ég finn með hryggð, hve ævi- striðið allt er eigingjarnt og fátæklegt og kalt. Ó, Faðir, gleym hve skammsýnt barn þitt brást, hinu ómannúðlega. Engir menn eru i innsta eðli andstæðingar og fénd- ur, þeir eru þegar dýpra er skoðað bræður og systur. Það er firra að tala um sigur einnar mannveru yfir annarri. Það sem sigra þarf er nið- urrifshneigðirnar, vandinn mestur að sigra sjálfan sig. — Ógæfa mannanna er lika sú,að þeim hefur ekki hingað til lánazt að byggja samfélag sitt á innri samstöðu, eignast það gildismat á mannlegu verðmæti og mannlegri reisn að nægt hafi til að tryggja,að hópur og heildir héldust saman, sælla væri að gefa en þiggja. — Þar sem sam- heldnina hiö innra skortir, hlýtur hið ytra vald að taka við, — siðar valdbeitingin andleg og likamleg. — Svokölluö lausn iðnaðarsam- félaga Vesturlanda að gera gervi- þarfir, bætta efnahagsafkomu og meiri neyzlu að gildi lifs og inntaki, gera alla þessa umfangsmiklu starfsemi og iðju, sem drepur tim- ann og dreifir athyglinni, að lausn- arleið til að bæta úr sálrænni og siðrænni þörf og þrá, sem með hverjum heilbrigðum manni býr, öllu sliku er til einnar nætur tjald- að. Raunveruleg sálræn neyð verð- ur ekki læknuð eða henni liknað á þann hátt. — Einmitt vegna þessa horfir svo á okkar timum sem van- traustið og vanmatið tröllriði hús- um á Vesturlöndum. Enginn treystir neinum. Hinar gömlu frelsishugsjónir Vesturlanda hafa umhverfzt i heift og hatur. Einstaklingurinn, hinn sjálfstæði persónuleiki hefur stundum orðið þeirri samfélagsþróun, sem ætlaði honum að verða traustustu stoð og mestan styrk hins félagslega, að andfélagslegu illmenni, óaðvitandi um þann sannleik^að hann er aðeins til vegna heildarinnar, nýtur frelsis og tækifæra vegna hennar og fyrir hana. Það er sameiginlegt vanda- og brjóst mitt fyll af hreinni, djúpri ást. Og þegar nistir andann efinn sár, svo allt finnst tilgangslaust, jafnt bros sem tár, þá er min heitust hjartans bænin sú: Ó, heilagi faðir, auk mér, auk mér trú. Þetta ljóð túlkar mjög vel hug- raun og sálarstrið samtiðarinnar. Það er einmitt efinn „svo allt finnst tilgangslaust”, sem leggur margan samferðamann okkar i gröfina fyrir aldur fram, og þá oft eftir hörmulega hrakninga. Þessi banvæna tilfinning tilgangs- leysisins stafar oft af þvi, að mönnum finnst „ævistriðið allt” ,jeigingjarnt og kalt”, svo sem hætt er við að hljóti að verða, er brjóstið fyllist ekki „Hreinni, djúpri ást.” Þess vegna á þessi sálmur alveg sér- stakt erindi við samtið okkar. Ég finn ekki i nýju sálmabókinni neinn sálm, sem komið geti alveg i hans stað, eða sé honum fyllilega samsvarandi* að efni. Undarlegt er það, ef reyndir sálgæzlumenn kannast ekki við það hugarstrið, sem ljóðið túlkar. Ég tel það slys, að þessi sálmur Sigurðar á Arnarvatni er felldur úr sálmabókinni. Fellt er niöur miðerindið úr út- fararsálmi Sigurðar á Arnar- vatni. Segja má að visu, að það sé að nokkru i samhljóðan við þau orð, sem á undan eru komin: Móðir, bæði mild og hörð, mig þú tak i arma þina En þó er miklu meira i öðru erindinú. Fagra. dýra,móðir min, minnar vöggu griöastaður, mál allra heilda, frá hinni minnstu til hinnar stærstu að koma i veg fyrir stjórnleysi og árásarhneigðir. Þar er enn sem fyrr úr vöndu að ráða. — Það er hægt að hugsa sér að halda áfram hina þræddu slóö, beina öllum árásarhneigðum hóps- ins að þeim sem falla undir hugtök- in: Sekur og óvinur. Það er lausn mannfórnanna. I klæðum kristin- dómsins varð mannfórnin að sjálf- viljugri fórn hins saklausa, í bún- ingi visindanna hefur hún orðið að orsakasamhengi athafnar og dóms. — En til er önnur láusn, sjaldgæf en stór-brotin. Það er lausn samstill- ingarinnar samstöðunnar. Sú lausn blasir við i listtúlkun og listsköpun smærri heilda, litilla hópa: Kórinn, hljómsveitin, leikflokkarnir eru dæmi um það sem við er átt. t þess- um hópum hverfa átök einstaklings og heildar. Eitt fær ekki án annars verið. Einstaklingurinn, persónu- leikinn er ómissandi, lika sérkenni hans og sérstaða, en jafnframt er hann ekkert án heildarinnar, sem gefur honum tækifæri að sanna framlag sitt og getu. t listasköpun- inni, er list og lif eru hér nátengd, verður i senn um kröfumeira gildismat að ræða, svo og frelsi i fjötrum framlagsins. — Þannig kemur i ljós hinn félagslegi þáttur listarinnar svo og samstöðunnar. Hvort tveggja er voldugust við- leitni af mannsins hálfu að losa sig undan böli þeirrar árásarhneigðar, sem beindistað einstaklingi og hóp. Það er lika miklu fremur voldug viðleitni að losna undan hinu þunga fargi mannfórnarinnar, þeirri á- leitni að mönnum megi fórna, mönnum eigi að fórna. — Innst inni býr með mönnunum þrátt fyrir allt, sú sannfæring að hversu sakleysis- legum búningi, sem þessi áleitni klæðist er hún engu að siður vitnis- burður um þann sálræna sjúkdóm, Við skólaslitin. Yzt til vinstri eru skólastjórahjónin sira Guðmundur Sveinsson og frú Guölaug Einarsdóttir, en nær kennararnir Hrafn Magnússon, Björn Gunnarsson og llörður Haraldsson. sem fylgt hefur mannkyninu allt til þessa: Hugmyndin um tortimingu sjálfs sin. Mannkynið hefur aldrei eytt meira fé og meiri orku heldur en nú i það að finna leiðir til að fella ragnarök yfir sjálft sig og hina blessuðu jörð. Lögfræöingurinn danski Ulrich Holst Petersen gerir sér vonir um, að æskan muni hér breyta stefnu og gerast liðssveit lifsins og samstöð- unnar. Þá von byggir hann öðru fremur á þvi, að hinir ungu hafi annars vegar næmari og sárari til- finningu fyrir harmi og neyð, hins vegar séu draumar þeirra og hug- sýnir i senn fegurri og raunsærri. Éghugðist gera 2 öörum rit- um, sem urðu mér umhugsunarefni á siðari vetrinum, sem ég átti með ykkur, kæru brautskráðu nemend- ur, að umræðuefni, þar hlýt ég samt timans vegna aö fara fliótt yfir sögu. Annað þessa rita var bók eftir brezkan félagsfræðing Norman Cohn, fræðimann,er fjall- að hefur um alþjóðlega rannsókn á forsendum ofsókna og þjóðamorða. Bókin, sem mér býr i huga, heitir nú, er lifsins dagur dvin, dýra, kæra fóstra min, búðu um mig við brjóstin þin. Bý ég þar um eilifð glaður. Það er nú einu sinni svo, að æskustöðvarnar eru mörgum manni dýrmæt guðsgjöf og átt- hagaástin hefur mörgum hjálpað til að finna lifi sinu tilgang. Ég efa ekki að þá tilfinningar hafa orðið Sigurði á Arnarvatni drjúgar til varnar i þvi sálarstriði, sem fyrra ljóð hans ber vitni um. Og þessi tvö vers bæði saman eru til árétt- ingar þvi, sem kemur fram i þvi þriðja: Faðir lifsins, faðir minn, fel ég þér minn anda i hendur. Foldin geymi fjötur sinn. Faðir lifsins, Drottinn minn, hjálpi mér himin þinn heilagur máttur, veikum sendur. Ég sé eftir þvi, að þessi kveðju- orð manns, sem sveitin og starfs- sviðið þar, hefur hjálpað til skil- nings á fegurð og undri lifsins, eru slitin i sundur. Felld eru niður tvö ljóð þar sem eilifðartrú Matthiasar Jochums- sonar er dásamlega túlkuð. Hér á ég við erindið: Vér sjáum hvar sumar rennur og sálminn: Hvað er hel? Ég geri ráð fyrir, aö þessu sé þokað til hliðar vegna þess, að i þvi finnist ekki neinir evang- elsk—lúterskir trúarlærdómar. Ég er i hópi þeirra manna, sem meta þessi ljóð vegna þess, að þar kemur eilifðartrúin fram svo björt og örugg. Ég finn ekki, að i þeim sé gengið gegn kristnum boðskap, eins og ég þekki hann. Þvert á móti er það einmitt krist- in trú og kristin lifsskoðun, sem þar er túlkuð af skáldlegri anda- gift. Þá finn ég ekki, að það spilli neinu, þó að ljóðið gangi framhjá eða sé hafið yfir ýmsan minni- háttar ágreining. Ég tel, að sálmabókin nýja hefði batnað af þessum skáldskap. 1 sálmabókina 1945 var tekinn sálmur, sem Einar H. Kvaran þýddi eftir Chr. Richardt: A kross var lagður lausnari vor forðum. Hann er nú ekki hafður með. Litum á þessi tvö vers úr þesum sálmi: Já, krossins lofgjörð allar álfur bera, i innreið Jesú nú vill sérhver vera, með pálmum sýna honum heiðursvottinn. En hver vill bera krossinn fyrir Drottin? Að ætla krossinn öðrum, það er leikur, en eigi aö hera hann veröur margur smeykur. En ætlir þú að aftni Krists að vera, þú átt um daginn krossinn hans að bera. Nú er smekkur manna misjafn og þvi er örðugt að vita hvað veldur i hverju einstöku tilviki, þegar valið er og hafnað. Þó gæti verið. að þessum sálmi væri ýtt til hliðar vegna trúarskoðan a. Ég veit, að þvi er oft og einatt haldið fram, að trúin ein og náðin fyrir hana dugi til sáluhjálpar og andlegra heilla. Og þá skiptir engu máli, hvort krossinn hefur verið borinn. Ég hef hinsvegar skilið kristinn boðskap svo, að ekki sé nóg að segja: Herra! Herra! Það þurfi að gera. Og ég held, að i samræmi við það, hafi skáldið ályktað, að alltværi ónýtt þangaö til hugarfar manns væri svo snortið af samúð og góðvild, að hann legði eitthvað á sig til að bæta heiminn. Það sé að „bera krossinn fyrir Drottin”. Það er sama skoðunin og Einar Benediktsson orðaði svo: Verðmæti þitt gegnum lifið er fórnin. Framhald á bls. 19 Lcitin að þúsundárarikinu, The Persuit of the Millennium. Hitt var rit eftir bandariskan prófessor i lögvisindum við Yale-háskóla og heitir The Greening of America, þýdd á sænsku ber hún nafnið Mot en ny várld, A lcið til nýrrar ver- aldar. Bók Normans Cohns, Leitin aö þúsundárarikinu fjallar eins og nafnið bendir til um hugmyndir manna svo og tilraunir til að skapa fullkomið og óbreytanlegt sam- félag. Slikar tilraunir hafa margar verið gerðar og samt eru hug- myndirnar um þau samfélög enn fleiri. Allt þetta rekur Norman Cohn i bók sinni og verður ekki endursagt hér. Hitt er umhugsun- arvert á þessari stundu, að Cohn álitur að greina megi i leitinni að þúsundárarlkinu tvær stefnur og sé svo enn i dag. Aðra stefnuna kennir Cohn við úrval ofurmennanna,sem hafnir séu yfir alla siöfræði, An Elite of Amoral Supermen. Sú leit hefur einkennzt af þvi að gera for- ingjana að guðdómi, skapa mann- gerð,sem engu þurfti að lúta nema innri duttlungum, er veröi i imynd- uninni að hinu heilaga frábæra, sem með slikum búi. Allar múg- hreyfingar gundvallast, þegar dýpra er skoðað, á slfkum hug- myndum. — Hina stefnuna setur | Cohn i samband við imyndunina um algert réttlæti, algeran jöfnuð. Þar svifur ýfir vötnum hugmyndin um þúsundararikið, þar sem allir séu eins, The Egalitarian Millenn- ium.Svo fögur sem hugsjónin virö- ist vera er skuggi hennar sá,að „hinn sanni réttur” „hið sanna snið” er stakkur sem öllum skal skorinn. Vilji einhver ekki eða geti einhver ekki sætt sig við forskrift- ina, hlýtur sá eða sú að hverfa út i myrkrið fyrir utan, innan múranna er aðeins rúm fyrir rétttrúaöa, þá sem i engu vikja frá þvi sem eitt er satt og rétt, við hinum blasir for- dæming og útrýming. Enn i dag, segir Cohn,eru framin ódæði I nafni hinnar göfugu hugsjónar jafn- réttisins, þegar það er túlkaö á þann veg, að ein kenning sé rétt, ein hegðun sjálfsögð. Cohn á sér lika þann draum, að æskan geti á grundvelli reynslu horfinna kynslóða forðast viti fortiðarinnar, vikið fullkomnunarhugsýnunum til hliðar án þess að hafna hinni sönnu leit aö þvi,sem betra sé og göfugra. Siðasta ritið, sem hér skal gert aö umræðuefni, rit Charles A Reichs, A leið til nýrrar veraldar, The Greening of America kom út fyrir rúmu ári og greinir fyrst og fremst frá baráttu hinna ungu fyrir bætt- um heimi. Lifsgildi ofar efnahager grunntónn bókarinnar. Höfundur gerir efninu skil á þann hátt, að hann ræðir það sem hann kallar þrenns konar meðvitund á Vestur- löndum frá þvi á 19. öld. Meðvitund I var sú er Vesturlandabúar eign- uðust i byrjun 19. aldar og þróaðist öldina út. Sú meðvitund byggðist á óbifandi trú á auðmagni, einka^ framtaki, siðrænu hreinlifi, er skapaði harða og miskunnarlausa réttlætiskennd. Það er mannsins að vera sterkur i einsemd sinni. Þá getur hann lika með óbifandi vinnukergju orðið auðugur og vold- ugur. Hinn fátæki á við engan að sakast nema sjálfan sig. Eymd hans og niðurlæging vitnar gegn honum. Þrekleysi og ódugnaöur eru sjálfskaparviti. Meðvitund Ukom fram á Vestur- löndum eftir kreppuna miklu og hefur haldizt allt fram á þennan dag, verið i mörgum rikjum Vesturlanda að færast meira og meira i aukana. Þetta er meðvit- und þjóðarbúsins eða mætti kannski segja þjóðarheimilisins. Rikið og stjórnvöldin eiga aö hafa hönd i bagga með framvindunni. Meö þvi einu móti er hægt að tryggja það, að allir séu saddir og sælir og neyzlan fari vaxandi með hverju árinu. Meðvitund Iller nú sem óðast að brjótast fram á Vesturlöndum. Hennar er ekki að skapa auð og velsæld heldur gefa lffinu gildi. Til- gang og merkingu vantar. Unaður og hamingja eru ekki óháð og sjálf- stæö hugtök. Þau eru ekki eigin uppsprettur sjálfra sin. Þau stafa af, þau koma frá. Og það sem þau stafa af og koma frá er framlag, „vinna Drottins veröld til þarfa”. 1 harmiþrungnum huga æskufólks sér Charles Reich nýja von mann- kyni öllu. III Ég hef á þessum sérstæða degi I lifi þinu, nemandi minn, sem héöan brautskráist i dag, vakið athygli þina á fræðum og fróðleik, sem urðu mér sérstök ihugunarefni á liðnum vetri. Ég hef gert þaö ekki sizt fyrir þá sök, að þau fhugunar- efni lúta aö hinum miklu vonum sem við ykkur, hina ungu eru bundnar, að þið munið fús til að bæta og fegra. — thugunarefnið æskaog samtiðgefa lika til kynna, aö þaö er ekki fullkomið þjóðfélag, fullkomin veröld sembiðurykkar. A jörðu er ekkert fullkomið. Losið ykkur fyrst við þá imyndun, sé hún ykkar. Sumir segja þó, aö margt bendi til bjartari tima. Til marks um það eru eftirfarandi fullyrðing- ar. „1 upphafi 20. aldarinnar sner- ist öll hugsun manna um sælu og unað, um miðbik 20. aldar var þörfin voldugust að búa yfir mætti og styrk, nú er þráin heitust að lifið öðlist tilgang og merking”. A þessu ári eru 90 ár liöin frá upphafi samvinnuhreyfingarinnar á tslandi og 70 ár frá stofnun heild- arsamtaka samvinnumanna. Birta og vorhugur einkenndu i upphafi þá félagsmálahreyfingu, sem þessi skóli er reistur og rekinn af. Það er æskunnar aö varðveita birtu og vorhug. Það er hennar að umskapa og endurskapa. Sagt er,að enskt útgáfufyrirtæki hafi eitt sinn heitið verðlaunum fyrir bezta skilgreiningu á hugtak- inu „vinur”. Þúsundir svara bár- ust, en skilgreiningin sem hlaut fyrstu verðlaun var á þessa leið: „Vinur er sá, sem gripur inn i lif manneskju um leið og veröld henn- ar hrynur”. Vináttu þinnar er viöa þörf. Krafta þinna og kunnáttu biða ótal verkefni. Megi birta vors fylgja ykkur inn i gróandi sumar. Góði Guð blessi ykkur, börnin min. Samvinnuskólanum Bifröst er slitið. Guðmundur Sveinsson Bifröst

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.