Tíminn - 30.05.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.05.1972, Blaðsíða 10
1Q TÍMINN Þriðjudagur 30. mai 1972. Ég nenni ekki að leita ártala i sambandi við þá kenningu, að matvælavopn mannkynsins lægi I hafdjúpunum. Þar átti að ala upp hvali og svif, fjöTga fískum og byggja heimkynni. Nú er skipt um svið. Varla sést svo blaö, að ekki sé talað um höfin sem einn alheimsspítala, og um suma parta þeirra virðist það eitt eftir að veita þeim nábjargirnar. Hér þarf ekki að sökum að spyrja, þvi að þótt náttúran eigi til aö sóða sig út og hafi getað bætt fyrir það sjálf, er henni fyrirmunað að verjast þeirri eitrun, sem dælu- kerfi stórveranna skyrpir frá sér. Heyerdahl hugöist mundu sigla um blikandi haf, en sá á ólik- legustu stöðum olíu- og tjöru- flekki og er ekki vitað, hvort þau útskít öll voru af mannavöldum. Sé aðeins eitt dæmi athugað má benda á hinar óvirkjuöu ollulindir I Johnston Creek i Alaska, en þar eru tugir slikra brunna (seep) sem hafa fleytt oliu úr sér svo skiptir millj. tonna samantalið á hinni jarösögulegu tiö. Sama hefir gerzt á ýmsum nærliggjandi stöðum, t.d. Robinson Mountain, Umiat o.v. Mr. Irven F. Palmer jr. segir frá þvl ifræöiriti.hvernig vötn og rennsli þarna beri oliu- tauma og tjöruklepra til hafs, og segirjafnframtiaö aldrei á hinum fengsælu vatnasvæðum hafi fundizt sjúkur fiskur. Sama sé að segja um hreysti landdýranna. Náttúruunnendum getur ekki leynzt, hvernig flókin verndaröfl hennar viöhalda hinu líffræöilega jafnvægi, eins og sannazt hefir þarna á norðurslóðum, né fteldur, hvernig llf og gróður byggir hvort annað upp, en þvi hefi ég minnzt á þennan verndarkraft nú, að ég vil itreka hvillkur vitaösgjafi þurr- lendiö er, og aö ollan verður fyrst drepandi eftir að hún hefur orðiö fyrir Ihlutun og gusugangi mannsins. Samt eru um þaö ráöa- geröir að setja olluhreinsunarstöö inn við Sund, og má vera að eitt- hvað kunni að bjáta á um himin- blámann þar, ef slys eiga eftir að ske, svo sem sagnir fara af á betri og rýmri leiðum. Það er ekki til að undrast yfir, þótt framtakssamir menn sækist eftir stórbrotnum verkefnum, e n það þarf llka hugrekki til að meta vandkvæöin og viö höfum vissu- lega ýmislegt I að horfa. Hafiö er að gefa sig og landiö að blása upp, aö sögn. Sumariö eftir aö Hekla gaus siöast kom ég að hrauninu, sem þá myndaöist. Umhverfis þaö svæði var svæðiö sundurflett eftir bila og mannaferöir höfðu troðiö jöröina, svo niöur I auön, að hvegi sást stingandi strá. Fast upp við kolsvarta, þverhnipta hraunkambana, þar sem sparkiö hafði ekki náö til, var örmjó ræma grasi vafin og jafnvel blómum skrýdd, en hið efra bjöstu við fagurgræn beitilönd og niðri I Þjórsárdal leita ég augum það, sem ég haföi aldrei séð áður, krækiberjalyngiö spennti langa lóörétta fingur upp úr vikur- hulunni. Eftir aö hafa séð hvernig gróandinn þarna var að sigra hinn svarta dauöa, varð mér enn ljósar hvlllkt búfjárland Island Undaneldisnaut, sem ársgamalt vóg 565 kg. t.d. Bandarikjamönnum i koll, þvi a.m.k. 13 þjóðir banna inn- flutning á þess háttar kjöti og eru Sviar, V-Þjóðverjar, Frakkar og Italir þar i fararbroddi, en þassar þjóðir kaupa bandariskt nauta- kjöt i stórum stil. Islenzka gróðurmoldin þarf ekki að láta- hormóna endurbæta áhrif sln. Samskipti gripa og jarðar munu i hendi bóndans viðhalda henni sem heilsulind, meðan enn gefst hlé lil að verjast stóriðjunni, sem draumarnir snúast um, en sem er i bland mannkynsins bölvun og kviði. Ég ætla að enda þessar llnur með þvi að vitna til mjólkurmála, sem eru umræðuefninu skyld. Það er ekki hlaupið að þvi að koma I mjólkurstöð, sem fram- leiöir beztu mjðlk I heimi, en það hefi ég tvisvar á æfinni gert, þ.e. Fraser Valley Milk Producers Association. Hið fyrra sinn skömmu eftir að landbúnaðar- ráðherra Rússa, ásamt föruneyti var þar og fékk teikningar af húsum og kerfi sér til glöggvunar. er, þótt mér sé enn óljóst hvernig auðnarmelarnir við Reykjavlk geta varizt gróðri. Þaö hefir tekið tfmann sinn aö fá leyfi fyrir holdanautarækt hér- lendis. Þótt varkárni okkar bú- vísindamanna sé afsakanleg, er vont aö skilja hana, og enn sfður einstrengingsháttinn, sem við- hafður er, þegar takið loks er linað. Samt ber að þakka þaö, sem gert var, og blða átekta. Furöulegt þykir, að tilraunir á að gera með aöeins eitt nautakyn, ekki sizt vegna þess, aö Páll Sigurbjörnsson ráöunautur o.fl. hafa rökstutt fyrir þingnefnd ný sjónarmið, eftir því sem hann segir I ágætri Tímagrein 15.marz s.l. En viö urðum snemma hræddir, einnig fyrir aðra. Þannig var það 1942, að land- búnaöardeild háskólans I Minne- sota, undir umsjón dr. Wilkins og I samráði við prófessorana Matthias Thorfinson og Skula Rutford, skrifaði isl. stofnun og bað um hrútasæði vegna tilrauna með sauðfé. Einn nemandi skólans frá þessum tima sagöi mér I sept. sl. að þessu bréfi hefði aldrei verið svaraö. Vlst geta sjúkdómar borizt með sæði, en þeir eru misnæmir og skulu ekki nefndir hér, enda kann ég illa við aö kveða að þeim, hvaö þá stafa án orðabókar. Af afspurn þekkjum við gin- og klaufaveiki, Bangs sjúkdóminn o.fl. Erl. fræöimönnum eru hætturnar kunnar, en með þrotlausum til- FALLEGAR kristalsvörur FALLEGAR trévörur ÚRVALSVÖRUR á verði fyrir alla Litið inn Skólavörðustig 16, Simi 13111 raunum og samstarfi hafa áunnizt ómetanlegar niðurstööur, sem Islendingar hefðu getað lagt til hávisindalegan skerf fyrir til- stilli ótitlaðs bónda. Það vakti heimsathygli þegar vlsindamenn I Canada Department of Agriculture’s Animal Diseases Research Institute I Quebec sendu, 19. marz 1970, frjógvuð gyltuegg til Weybridge I Englandi sem grædd voru I gyltu á vegum Central Veterinary Laboratori, sem er I umsjá enska landbúnaðarráðuneytisins. Að baki þessa undirbúnings eru menn á mörgum stöðum, með marga titla og mikla frægð, sem enn óx, þegar þrlr fullburöa grlsir fæddust. En löngu áður, hafði skarpvitur bóndi, Magnús á Blikastöðum, dregið úr dauða- dæmdri skozkri kú bolakálf, sem var sama og að flytja inn lifandi grip. Þótt þetta naut gæti aldrei lasnazt né áfkomendur þess, megnaði ekki sú staðreynd aö lina freöiö I nei-öldinni hér á landi. Bændur I Kanada, eyða árlega þúsundum dollara fyrir nautgripi fra’ Evrópu, en eggjafærslan minnkar kostnað og sjúkdóma hættu. Þessi aðferð, sem einnig gildir um nautgripi, ryður sér injög til rúms og hafa háskólarnir átt þar stóran þátt. Samstarfi University of Illinois og MacDonald College in Quebec er viðbrugðið. (skýrsla I okt. 1971). Ég hef aðeins Seð myndir af þessum frægu grlsum, en til þess að koma ekki úr sömu átt og Páll Sigurbjörnsson, ætla ég aö vitna til Langleystöðvarinnar I Kanada. Þar áá ég 1969 tvo franskættaða bolakálfa af Charolaiskyni, innflutta frá Sviss. Þá var taliö, að þetta væri bezta kyniö, en þarna er ekkert „kjarnavinarfélag” sem fast - setur, að eitt kyn sé agætt en önnur óhæf, án rannsókna. Ég kom þarna aftur 1971 og þá voru þar nýir bolar frá Sviss, þar á meðal tarfur af Simmentalkyni, talinn svo ágætur, aö sæðis- skammtur úr honum er seldur á 15 dollara, en sæði úr lakari kynjum fer niöur I tvo dollara. Ég sá afkvæmi þessa bola I saman- burði við önnur, og var á þeim talsverður sjónarmunur. Ekki var Galloway þarna mikils metiö, en talið vel ræktað kyn og I áliti t.d. á Bretlandseyjum, en þeirra reynsla var slæm, þvi að gripirnir voru alltof seinþroska og afurðáli’tlír. Ég fékk skýrslu| um kjötsýningu af hálf- blendingum, sem sýndi afurða- stig fyrir hin einstöku kyn. Nær helmingur sýningarinnar, 26 stk. var af Charolais, sem hlaut aö meðaltali 2,5 (yield grade) og enginn skrokkur annarra kynja, samtals 27stk. náði þvi meöaltali. Næst kom Angus og Hereford meö 3,2 en lestina rak Shorthorn meö 4,1. Talan 5 var sett sem lág- mark (least desirable) Aðra skýrslu sá ég um fituprófun, en fita telst óheppileg. Var um að ræða 52 hálfblendinga. Fjórtán Charolais fengu stigatöluna 34, þrettán Angusar fengu 54, tiu Hereford 48 , sex Shorthorn 49 og níu Simmental fengu 32, og var það besta hlutfalliö. Þá var Charolais fært það til gildis, hve buröur væri léttur. Sennilega er það afleiöing ranns’ókna og skýrslugerða, að hvergi brá Galloway fyrir, og sá ég þó nauta- hjarðir m.a. I Texas nyrzt I Bandarikjunum og viða I B.C. i Kanada. Upp til fjalla I 2000 feta hæð skammt frá Williams Lake eru holdanautabændur með sto'rar hjarðir, og það sem ég sá af hag- lendi I sept. s.l. virtist mér ótrú- lega lélegt. Asetningsnautin ganga úti allt árið, og ef þau geta ekki krafsað niður úr fönn og áfreða, er heyi kastað til þeirra úr flugvélum. I vetur voru harðindi i B.C., svo að vegir voru I kafi, ising braut skógartré og skaðar urðu á raflinunni, sem liggur eftir endilöngu landinu norðan frá Bennett Dam og hér yrði senni- lega kolluð „hundur að sunnan”. Þrátt fyrir erfiðan vetur gekk allt vel, en síðustu fréttir til min eru dags. 4. apr. Það sé fjarri mér að telja mig vita betur en okkar ábyrgu menn, og ég vona, að enginn láti sér þaö til hugar koma. Þeir eru fjárvana og kannske ekki nógu tann- hvassir, þótt illa sé þvi trúandi um Pál I Gunnarsholti, en svo er vísindunum fyrir aö þakka, að okkar gömlu slys eru ekki málefnaleg lengur. Satt að segja datt mér I hug, þegar ég I Kamloops, frétti, að þar væri upprunastaöur regnboga- silungsins, að Skúli á Laxalóni heföi orðið að smygla honum vegna þverúöar hér. Forvitni min I þessu falli er i samræmi við innræti smalans, sem fylgt hefir mér alla tið. Þessari forvitni hefi ég að nokkru leyti getað svalað vegna ánægjulegrar fyrirgreiöslu og kynningaferða, sem fyrir annarra tilstilli eru einsdæmi. Athuganirnar hafa sannfært mig um, að rannsaka þurfi.hvaða tegundir muni falla bezt að okkar staðháttum, og „áhættan” er hin sama, hvort sem prófaðar eru fleiri en ein gripategund. I Tlmagrein 4.mai 1971 ræddi ég um þessa nýju búgrein, og þótt ástæða væri til endurtekninga, skal það ekki gert. Úr þvl aö sklman er komin, þótt rifan sé þröng, mun starfssviðið vlkka aö sjálfu sér, þegar fram liða stundir. tsland með sínar víðáttur, grasauðgi og sumar- björtu gróskunætur eru þjóðarinnar Superstar. Sumir kjötframleiðendur telja sig þurfa að spreka sinni framl. til með hormónagjöf. Þetta hefir komiö Þarna er mjólkin ekki metin eftir fitu, eins og hér, heldur hreinlæti og koma bændur yfirleitt með mjólk, sem er margfalt betri en sölulögin ákveða. Ég veitti þvl eftirtekt að neyzlumjólkin er 2% feit og virðist það regla I Norður- Amerlku. Þetta er gert skv. áliti heilbrigðisyfirvalda.sem þekkt er hér af upplýsingum próf. Sigurðar Samúelssonar. Þessari afgangsfitu er m.a. og raunar fullunnu smjöri breytt I smjörollu og gefið hjálparstofnunum, þvi að þótt fólk á ýmsum stöðum kunni ekki að neyta smjörs, fellur til ýmislegt nasl, sem það getur bleytt I ollu. Ef lagt yrði i þann kostnað hér að mæta þörfum neytenda og hafa á boðstólum fitutempraða mjólk, myndaðist „verðlaust úrfall, og þar með hefi ég opnað mjólkurmálunum leið inn I þessi skrif. Mikil alúð hefir verið lögð I það, einnig hér, að framleiða kálfafóður, sem gæti komið I stað hins fyrsta eldis. Ég hefi ekki þekkingu á þvl, en við uppeldi kálfa, t.d. hálfblendinga,sem ekki mega ganga undir kúnum, er mjólkurgilt fóður nauðsynlegt. Nautgripabúskapur hér verður ekki I upphafinu stór og hann yrði laus við mikinn gný, en gripum mun fjölga um leið og ræktun eykst. Hjarðbúskapur gæti siðar komiö til, en mörgu búi yrði góö stoð að eiga á vordögum nokkra kjilfa, sem gætu tekiö sinn sumar- vóxt á ræktuðu landi. Ný skýrsla yfir hálfblendingskálfa af Angus Charolais-, Hereford- og Simmentalkyni sýnir svo ótrú- lega kjötsöfnun, að ég vil ekki nefna tölur, nema að kynna mér aðstæðurnar betur, en þótt ekki væri um að ræöa meira en 600 gr. á dag, liggur ljós fyrir, hverju úr- tölurnar hafa áorkað. Það er þó staöreynd, aö blendingstarfur 486 daga gamall vóg á fæti 472 kg, er hann var deyddur og innvigtin til bóndans á fallinu (carcass) var 299 kg. Þess er að geta, að kanda- dískur sérfræðingur áléit, áö Is lendingar ættu að kaupa nauta- sæði frá Sviss. Ég biðst afsökunar á þvl að skrifa um mál, sem mér kemur ekkert víö. Og þó. Þegar snúizt var við málefnum bræðranna Runólfs og Páls eins og um tiktúrur væri að ræða, og aö framkoma stjórnvalda var dæmi um það, hvernig ekki á að sinna framtiöarmálum, snertu vinnu- brögðin alla þjóðina. Að visu má telja, að nú væri mál aö þegja fyrst haugurinn er rofinn, en til þess eru vitin að varast þau, og hver veit nema slðar meir komi fram valdhafar, sem eru tilbúnir að blindlakka fyrir skilningar- vitin, ef þeir fengju frið til þess? Það þarf ekki karlmennsku til að kvitta fyrir kaupi, en það þarf manndáð til að vinna fyrir þvl. Friðrik Þorvaldsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.