Tíminn - 30.05.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.05.1972, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 30. mai 1972. TÍMINN 0 ...... .............................................. Úlge'fáttdl; Fraw*6t<tt»rtíotó;urírtn Fr«rr>kvæn>d»»ti<iri;Kflstfánfl«nedlkfsSött, "ftjtíljörsrt :tt6rarirttl:: :: Þárartnssott f&W, Attdrés: KfMJiíwsort, iörv Hdijaíftrt, EnctrlSí 6. Þorst-ðjnsíon og T<Sm«j. Ki>r(ssott. AirgtýsJnstaítióri: Sfeln- grífrtur <jis!asott. RttsfíórnarskTjtstofur f €ddu7>úsirtU/ *fm«r iéaðð ’— 1A3Q6. Skriístofur Pankðstrœti 7. AfgrítSslusfmi 13333.. Augiýsingasimj 17513^ ASrar skrifstofyr simi T$300, ÁskttWtargíald kr, -22Í,ÓQ á mánuSi innantaniís. I tattsa$rf<r kri tíJ» airtUktS. — BUSiþrsnt h.f. (Öffsat) Orlof húsmæðra Á Alþingi i fyrravetur fluttu tveir þingmenn Framsóknarflokksins frumvarp um að hækka framlag rikissjóðs til orlofs húsmæðra úr 10 kr. i 100 kr. fyrir hverja húsmóður i landinu. Frumvarp þetta náði ekki fram að ganga, en það var eitt af fyrstu verkum núverandi rikis- stjórnar að taka þetta mál til meðferðar. 1 septembermánuði siðastl. skipaði Hannibal Valdimarsson félagsmálaráðherra fimm kon- ur i nefnd til að endurskoða lögin um orlof hús- mæðra. Nefndin samdi frumvarp til nýrra laga um þetta efni, og var það samþykkt að mestu óbreytt á nýloknu þingi. Aðalbreytingin, sem felst i hinum nýju lög- um, er sú, að framlag rikisins til orlofs hús- mæðra er hækkað i 100 kr. á hverja húsmóður i landinu. Framlag rikisins verður þvi um 5 millj. kr. árlega, þar sem húsmæður eru taldar um 50 þús., og skiptast þær þannig, samkvæmt manntalinu 1970, að giftar konur voru 38.824, konur i óvigðri sambúð voru 1.680, en einstæðar mæður, ekkjur og fráskildar konur 9.500. Sam- kvæmt fyrri lögum nam heildarframlag rikis- ins ekki nema 500 þús. kr., en hafði verið hækk- að i eina millj. kr. á fjárlögum ársins 1971. Þá er i nýju lögunum ákveðið, að framlag sveitar- félaga skúli' vera 50% af framíagi rikisins, og getur það þvi orðið á þriðju millj. króna, en ár- ið 1970 nam framlag sveitarfélaga um einni millj. króna. Samkvæmt þessu munu opinber framlög til orlofs húsmæðra aukast verulega og umrædd starfsemi vaxa að sama skapi. í hinum nýju lögum segir, að sérhver kona, sem veitir heimili forstöðu, án launagreiðslna fyrir það starf, eigi rétt á að sækja um orlof. Þegar valið er úr umsóknum, skulu viðkom- andi orlofsnefndir hafa til hliðsjónar barna- fjölda, aldur barna og aðrar félagslegar að- stæður þeirra. Konur, sem hafa tvö börn eða fleiri innan 7 ára aldurs, skulu njóta forgangs- réttar. Orlof skal helzt ekki vera styttra en 7-10 dagar. Heimilt er orlofsnefndum að nota allt að 20% af framlagi rikis og sveitarfélaga til þess að greiða kostnað vegna barna orlofskvenna á barnaheimili, eða annars staðar, meðan á or- lofsdvöl stendur. Bifreiðatryggingar Það var upplýst á nýloknum aðalfundi Sam- vinnutrygginga, að tap þeirra á bifreiðatrygg- ingum nam 24 millj. kr. á siðastl. ári. Hagnað- ur af öðrum tryggingum varð hins vegar það mikill, að heildartapið varð ekki nema tæpar 5 millj. króna. Bersýnilegt er af þessu, að ið- gjaldagrundvöllur bifreiðatrygginga er brost- inn, þvi að ekki getur talizt eðlilegt, að aðrir iðgjaldagreiðendur séu látnir greiða hallann af bifreiðatryggingum. Aðalfundur Samvinnu- trygginga beindi lika áskorun til rikisstjórnar- innar um endurskoðun á tryggingaupphæðum og iðgjaldagrundvelli ábyrgðartrygginga bif- reiða fyrir 1. mai 1973. Stefán Valgeirsson: St j órna ra ndstaða n 1 ÞEIM löndum, þar sem stjórnarfar er likt og hjá okk- ur islendingum, er hlutverk stjórnarandstöðunnar yfirleitt talið mjög mikilvægt. En það er fyrst og fremst f þvi fólgið, að veita valdhöfunum hæfilegt aðhald. Það getur svo verið álitamál, og nánast matsatriði hvers tlma, hvernig stjórnar- andstaðan á að halda á málum til að ná fram þeim markmiö- um, sem til er ætlazt. Þá ætti það að liggja ljóst fyrir hverj- um manni, að það er engan veginn vandalaust að vera vakandi yfir hverju spori, hverri ákvörðun stjórnar- valda, taka afstöðu, túlka hana og skýra, varpa Ijósi á flestar hliðar hvers máls, eftir þvi, hvernig þaö er valiö. Aöalatriöið er þó, aö mála- tilbúnaöur allur sé þannig, að þjóðin taki mark á stjórnar- andstöðunni og telji hana ábyrga. En eigi að vera einhver von til þess, verða þeir, sem þar eru i málssvari, að hafa þekk- ingu á þeim málum, sem þeir fjalla um, hafa skilning á, hvað langt má ganga, svo þaö fari ekki aö verka öfugt við það, sem tii er ætiazt. Hafa skilning á þvi að láta andstæð- ingana njúta viðurkenningar þegar það á við og þeir hafa til þess unnið, en þá er lika frek- ar óhætt að vera óvæginn, þegar tiiefni gefst. AÐUR fyrr mun stjórnarand- stöðu oft hafa verið mislagðar hendur, og menn alls ekki á eitt sáttir, hvernig það tókst til, frekar en hjá valdhöfun- um. En um hitt held ég að flestir séu að verða sammála, að stjórnarandstaðan nú sé sú vesælasta, sem um getur I is- lenzkum stjórnmálum, og það i fyllstu merkingu þess orðs. Það væri hægt að tiifæra mýmörg dæmi til að renna stoðum undir þessa fullyrð- ingu en að þessu sinni læt ég nægja að draga fram þrjú dæmi, eitt frá hverju dagblaði stjúrnarandstööunnar nú sið- ustu daga, er gefa til kynna, hvernig komið er fyrir þessum flokkum. Ekki er mér ljóst, hver ástæðan er fyrir þessari nið- urlægingu þessara biaða, hvort þaö er sprottið af virð- ingarleysi og vanmati á þjóð- inni, eða hvort um er að kenna vanþekkingu og skilningsleysi þeirra, sem penna þar stýra, nema hvort tveggja sé. Hver sem ástæöan er, liggur það ljóst fyrir, að þeir sem ráða ferðinni, hafa algjörlega brugðizt. Þeir hafa komið þeim stimpli á stjórnarand- stöðuna, að hún sé marklaus og óábyrg. LAUGARDAGINN 20. þ.m. birtist á baksiðu Morgun- blaðsins frétt með eftirfarandi fyrirsögn: „Agreiningur i stjórninni um húsnæðismála- frumvarpið tafði þingslit. Ilannibal Valdimarsson hótaði tvivegis að segja af sér. Hrossakaup milli hans og Magnúsar Kjartanssonar.” Leiðari blaösins helgaði sér þetta efni þennan dag. Allir, sem fylgdust meö þingfréttum dagana á undan, vissu, að þingslitunum varð að fresta vegna málþófs Sjálf- stæðismanna í þessu máii. Þeir munu hafa áttað sig á,að tilburöir þeirra til að hindra afnám visitölubindingar á húsnæöismálalánum mundi ekki mælast vel fyrir, og gripu þvi til þess að reyna að hag- ræða tii sannleikanum. A Alþingi þennan sama dag uröu umræður um þessi skrif Morg- unblaðsins og kom þar fram hjá báðum ráðherrunum, að þessi skrif væru algjörlega úr lausu lofti gripin, enda vissu Stefán Valgeirsson. þar allir, hvað tafði þingslitin, og fór ekki á milii mála. Fimmtudaginn 25.mai, s.l. birtist i Visi grein eftir Geir R. Andersen. Aður hef ég séð nafn hans á siðum Visis, en er ekki ljóst, hvort hann hefur sér það til lifsviöurværis aö fylla út ákveðið rúm þessa blaös, eöa hvort þessi skrif hans eru tóm- stundaiöja. Eftir lestur þessara«greinar, mætti þó ætla, að fyrri tilgáta min sé liklegri. Tvennt liggur þó ljóst fyrir þessum skriffinni Vísis, og það er að 60 menn eiga sæti á Alþingi og þinglausnir hafi fariö fram á iaugardaginn fyrir hvítasunnu. En þá er lika upptaiið. Úr þessari grein er cftirfarandi setning: „Ekki tókst að afgreiöa kosningarloforö stjórnar- flokkanna um afnám visitölu- bindingar húsnæöismála- lananna.” En það var einmitt síðasta mál þingsins, sem afgreitt var að afnema þessa visitölu- bindingu húsnæöislána við- reisnarinnar. Þó er fullyrt, að það hafi ekki verið gert. Og þá er komiö aö garminum honum Katli, það er aö segja Alþýðublaðinu, sem gengur lengst I blekkingunum, eins og vænta má. i leiöara þess 26. þ.m. sem hefur að yfirskrift.: „Allt tekið, sem hægt er að taka,” segir m.a.: „Með þeim nýju skatta- lögum^scm samþykkt voru á Alþingi I vetur að tilhlutan rikisstjórnarinnar fara u.þ.b. 55% af tekjum hvers skatt- borgara I landinu til sameigin legra þarfa. Fimmttu og fimm aurar af hverri krónu, sem launþeginn vinnur sér inn, fara til hins opinbera/i ikis og sveitarfélaga.” og síöan segir: „En fólkið i landinu er ekki aðeins rukkað um beina skatta til rikisins. Það þarf einnig að borga dulin opinber gjöld, hina svonefndu óbeinu skatta, svo sem aðflutnings- gjöld og tolla, leyfisgjöld, söluskatt og fl. slikt. Þannig tekur rikið tii sin hluta af þeim 45 aurum sem launþeginn á eftir af hverri þeirri krónu, eftir að hann hefur greitt sina beinu skatta til hins opin- bera.” A eftir þessu heldur Alþýðublaðið þvi fram, að maður sem hefur 400 þús. krónur i brútto tekjur, eigi nú að borga i beina skatta til rikis og sveitarfélaga um 22 þús. krónur. Fyrr má nú vera. Er nú liklegt að þetta met Al- þýðublaðsins i fullyrðingum um skattpiningu verði af þeim tekið, þótt hin stjórnarand- stööublöðin hafi oft gengið langt i þvi efni. Og mér er spurn? Getur það verið, að þetta blaö ætlist til þess.að al- menningur i landinu taki mark á þvi eftir svona mái- flutning. Og þar sem ég hefi orðið var við, að ýmsir eru kvfðafuilir yfir sköttunum sinum á þessu sumri, og fullyrðingar stjórnarand- itööunnar hafa sannariega ekki verið á þann veg að draga úr þeim kviða, tel ég rétt að koma hér með nokkur dæmi, sem gefa til kynna, hvernig skattálagið mun verða, miðað við aðstæður, sem tilteknar eru i hverju dæmi. SÉU ÞESSI dæmi skoðuð af raunsæi þá kemur I ljos, að skattprósentan hlýtur að veröa innan við 21% af meðal- tekjum, eða langt innan við helming af þvi, sem Alþýðu- blaðið fullyrðir, aö hún verði. Eða ailt frá þvi að verða sama og eki neitt og upp i 30% nema i örfáum tilvikum þar yfir. Sem dæmi um hreina undantekningu frá þessari meginreglu, hafa verið reiknaðir skattar og útsvar á einhleyping, sem haf i haft i brúttótekjur 1750 þúsund, og er ekki sjómaður. Reiknað er með i þessu dæmi, að útsvarsálagningin sé með álagi eða 11%, þótt þvi veröi tæpast trúaö, að slík hcimild verði notuð, að minnsta kosti af þeim, sem mest skrifa nú og skrafa um ó- heyrilega skattpiningu. Heildarskattar á þessum manni mundu verða um 730 þús. krónur eða um 41,60% af brúttótekjum. Hann ætti þó eftir 1020 þúsund krónur. Hjón með 2 börn, konan vinnur ekki úti.: Brútto tekjur kr. 400.000.- - alm. frádr. Ca. 20% 80.000.- sk.sk. tekjur kr. 320.000.- persúnufrádráttur 280.000,- Tekjur.sem tsk.rk.af 60.000.- Samkv. ofanrituðu greiða þessihjón kr.16.000.- Sömu hjón greiða i tekjuútsvar 11% af kr. 400 þús. 44.000,- -pers.frádr. á útsv. 9.000,- 35.000,- eöa alls kr. 51.00.- eða 12.75% af brúttútekjum. Einhlcypur maður með sömu tekjur, kr. 400.000.- með ca. 10% frádrátt eða Skattsk. tekjur kr. 360.000,- Hér frádregst persónufrádráttur 145.000,- sem tekjusk. reiknast af kr. 215.000.- eða kr. 82.850,- og tekjuútsvar n% 44-5000. 39.000.- eða samtals kr. 121.850.- eða 30,46% af brúttótekjum. Hjón með 2 börn, kr. 800.000.- (konan vinnur ekki úti) brúttótekjur kr. -20% alm. frádr. 800.000,- 160.000,- 640.000.- - persónufrádráttur 280.000.- 360.000.- Tsk. kr. 146.650.- Tekjuútsv. 11% 88.000 79.000.- -persónufrádr. 9000 eða 28.20 % 225.650,- Ef konan ynni fyrir 300 þús. og eiginmaöurinn fyrir 500 þús„ yröi tekjusk. kr. 66.000.- lægri eða heildarútgjöld kr. 159.650 eða 19.96%. Frh. á bls. 15 ÞRIÐJUDAGSGREININ Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.