Tíminn - 30.05.1972, Blaðsíða 21

Tíminn - 30.05.1972, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 30. mai 1972. TÍMINN 21 Atli Héðinsson, hinn marksækni sóknarmaður KR, sækir hér að marki Vais. Sigurður Dagsson og Heigi Björgvinsson eru tii varnar. (Tlmamyndir Róbert). Ungu óska- start í íslands mótinu — unnu Val óvænt með 2:1 Hið unga og liflega KR—lið fékk heldur betur óskastart i 1. deildinni á sunnudaginn — þegar liðið sigraði Val 2:1 i spennandi leik. Þessi sigur var kærkom- inn fyrir liðið, sem er ungt og mjög efnilegt, og á eflaust eftir að binda liðið betur saman til af- reka i sumar. Sigurinn var samt ekki réttlátur — jafntefli hefur verið réttlát úrslit i leiknum, en gamla KR—heppnin var með hinu unga KR—liöi i leiknum og þegar hún er með liðinu, er það illsigrandi. Fyrri hálfleikur var með dauf- ari lagi — hvorugu liðinu tókst að finna leið að markinu — það var ekki fyrr en á 41. min7að knött- urinn komst i mark. Það voru Valsmenn, sem komu honum þangað — Alexander Jóhannes- son, tókst að vippa knettinum yfir Magnús Guðmundsson, mark- vörð KR, efir að hann hafði fengið stungubolta inn i vitateig. Góð byrjun hjá Val— og næstu min- útur gáfu til kynna, að þetta gæti orðið léttur dagur fyrir Vals- menn, þvi að framlina Vals ógn- aði stöðugt. Mark Alexanders, dugði þó ekki Valsmönnum i baráttunni við hina ungu, en lif- legu KR—inga. A 2. min siðari hálfleiks jafna KR—ingar 1:1 með góðu skoti Björns Péturssonar — knötturinn hafnaði út við stöng, óverjandi fyrir Sigurð Dagsson, markvörð Vals. Við þetta mark færist fjör i leikinn og tveim min. siðar kemst Hermann Gunnarsson, i gott færi, en Magnús markverði KR, tekst að slá skot hans frá, knötturinn berst fyrir markið aftur — til Ingvars Eliassonar, sem á við- stöðulaust skot að marki, knött- urinn er á leið i markið, en á sið- ustu stundu tekst bakverði KR— liðsins að bjarga á linu. Aftur komst mark KR—liðsins i hættu — það var á 18. min, sem Ingi B. Albertsson, var farinn að fagna marki, en skotið frá honum hafnaði 4 stöng. bá voru Vals- menn heppnir að fá ekki á sig mark á 25. min.,þegar Gunnar Guðmundsson átti hörkuskot, knötturinn small i samskeytunum og hrökk út á völlinn aftur. Og Gunnar var á ferðinni aftur á 33. min., — hann komst með knöttinn upp að endamörkum, gaf hann fyrir Valsmarkið, þar sem Atli Héðinsson var á réttum stað, hann skallaði knöttinn i mark Vals og tók þar með forustuna fyrir KR i leiknum 2:1. Eftir það gerir Valsliðið ör- væntingarfullar tilraunir til að jafna, liðið sækir stöðugt og loks- ins þegar jöfnunartækifærið kom — og 20. sek. voru til leiksloka, spyrnir Ingi Björn, yfir i dauða- færi við markteig. Á þessu tima- bili eiga KR—ingar tvö hættuleg upphlaup — i bæði skiptin kemst Hörður Markan, einn inn fyrir vörnina, sem var komin of framarlega, en honum tókst ekki að skapa sér færi. KR—liðiö komst vel frá leikn- um, það gafst aldrei upp og liðs- menn þess voru sivinnandi. Vörnin var betri en i Reykja- vikurírrótinu og Magnús mark- vörður, greip oft vel inn i. Sóknin með Atla, sem bezta mann, hefur oft verið betri en i leiknum. Hef ég trú á/að KR—liðið komi með til að bla'nda sér i baráttuna um íslandsmeistaratitilinn i ár, — en til þess verða hinir ungu leikmenn liðsins, að leggja hart að sér. Það er sama sagan hjá Valslið- inu og var i fyrra, samvinnan hjá sóknarmönnum liðsins er mjög litil, þegar framlinuspilararnir komast að vitateig reyna þeir sjálfir aö skora, heldur en að gefa á fria leikmenn, sem eru i miklu betra færi en þeir. Ef liðið ætlar að vera með i baráttunni i ár, verður það að geraþarna breyt- ingar á. Hannes Sigurðsson, dæmdi leikinn og kom hann vel frá hon- um — einnig linuverðirnir, sem voru mjög hreyfanlegir. Nú þýðir ekki að deila við dómarann! Þeir áhorfendur, sem sáu leik Vals og KR á sunnudag- inn, urðu vitni að þvf,aö Hann- es Sigurðsson, dómari leiks- ins, tóku mjög strangt á brot- um leikinanna. Áminnti hann tvo ieikmenn i leiknum. Astæðan fyrir þvi að svona 'strangt er tckið á brotum, er að nú er veriö aö reyna að fyrirbyggja grófa knattspyrnu og óþarfa ruddaskap leik- inanna. Hefur nú verið ákveð- iö að taka upp aöferðina, sem var allsráöandi i HM-keppn- iniii I Mexikó — aö sýna leik- mönnum gul (áminning) og rauð (brottrekstur af leik- velli) kort.ef þeir sýna grófan leik. Þessi aðferð var til þess, að knattspyrnan, sem leikin var þar, varö til fyrirmyndar.. Hér á eftir birtum við helztu minnisatriði, varðandi fram- komu og hegöun leikmanna á leikvelli — ef leikmenn fara eftir þeim, er ekki að efa, að við fáum að sjá betri knatt- spyrnu i sumar. 1) Leikmenn skulu hafa i huga, að skv. ákvæöum 12. gr. knatt- spyrnulaganna er dómurum skylt að veita áminningar fyr- ir eftirfarandi leikbrot: a) Agreiningur við dómarann látinn I ljósi með orðum eða athöfnum. (Fyrirliöar eða for- ráðamenn liðanna eru ekki undanþegnir þessu ákvæði.) b) Sifelld brot á leikreglum. c) Óprúðmannleg framkoma. 2) Athygli leikmanna og forráöa- manna liöanna skal vakin á þvi, að skv. 5 gr. knattspyrnu- laganna hefur dómari óskorð- aö vald til aö áminna leik- menn, sem gerast sekir um hvers kyns yfirsjónir eða óprúðmannlega framkomu, og ef leikmenn láta sér ekki segj- ast, visa þeim af leikvelli. (Forráðamenn liöanna eru ekki undanþegnir knatt- spyrnulögunum.) Algengustu leikbrot af þessu tagi eru þessi: a) Brögð og hrindingar af ásettu ráði, þegar knötturinn er ekki i leikfæri. b) Hrottalegur leikur. c) Viljandi leiktöf. d) Hindrun eða viljandi töf viö framkvæmd aukaspyrnu. e) Óprúðmannleg framkoma i orðum eða athöfnum og ögr- andi framkoma. 3) Þá er vakin athygli á svohljóð- andi ákvæði 12. gr. knatt- spyrnulaganna: „Leikmaður, sem sýnir óprúðmannlega eöa hrotta- lega framkomu, hvort heldur hann er innan leikvallar eða utan, og hvort sem slik fram- koma beinist að mótherjum, samherjum, dómara, linu- vörðum eöa öörum, er sekur um lagabrot og skal dæmdur skv. eðli þess brots.” Ósæmilegur munnsöfnuður fellur að öllu leyti undir þetta ákvæöi. 4) Þá er að lokum vakin athygli á þeim nýmælum, að dómarar i leikjum 1. og °. deildar munu gefa til kynna áminningar með gulum spjöldum og brott- rekstur af leikvelli með rauð- um spjöldum, en þeir munu að sjálfsögðu einnig rita niður nöfn hinna seku sem fyrr. K.D.S.I. —K.S.l. S.O.S. Hér skorar Atli sigurmark KR. Páll og Siguröur fá engum vörnum viö komiö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.