Tíminn - 30.05.1972, Blaðsíða 24

Tíminn - 30.05.1972, Blaðsíða 24
r ENN EITT TILRÆÐI í BANDARÍKJUNUM NTB-Raleigh, Karólinu Vopnaður maður skaut tvo til bana, særði 7 manns skot- sárum og framdi sið- an sjálfsmorð á kosn- ingafundi i Raleigh i Norður-Karólinu i Bandarikjunum i gærkveldi. Kosninga- fundurinn var haldinn af öldungadeildar- þingmanni fylkisins, demókratanum B. Everett Jordan, sem er 75 ára gamall og sækist eftir endur- kjöri i öidungadeild- ina i kosningunum i haust. Jordan særðist ekki, en hafði i sömu andrá snúið sér frá manni, sem hann var að heilsa og særðist maðurinn alvarlega. Ekki er vitað, hvort tilræðismaðurinn sóttist eftir lifi Jor- dans. Sjónarvottar lýsa tilræðismannin- um sem snyrtilegum og vel klæddum hvit- um manni. Einn aðstoðarmanna Jor- dans varð fyrir skoti, svo og aðrir, sem ný- lega höfðu heilsað þingmanninum, þar á meðal maður með tvo syni sina, sem einnig urðu fyrir skoti. Sjónarvottur sagði, að maðurinn hefði verið ákaflega róleg- ur á meðan hann skaut, og raunar hefði hann aldrei séð ró- samari mann. Skothriðin átti sér stað fyrir utan verzlunarhús, þar sem Jordan hélt ræðu. — fveir biðu bana og sjö særðust í skotárás á öldungardeildarþingmann N- Svart: Reykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guö- mundsson. ABCDEFGH Hvitt: Akureyri: Sveinbjörn Sigurbssonog Hólmgrimur Heiðreksson. 21. leikur Akureyringa: Dc2 NATO fundur hefst í Bonn í dag NTB—Bonn Búizt er viö, að utanrikisráö- herrar NATO-landanna 15, scm halda fund i Bonn i þessari viku, muni gefa grænt Ijós af sinni hálfu fyrir þvi, að öryggismála- ráðstcfna Kvrópu vcrði haldin. Kru fyrir þcssu bornar „áreiðanlcgar, diplómatiskar heimildir" I vestur-þýsku höfuð- borginni. Sömu heimildir segja einnig, aö NATO-rikin séu reiðubúin að hefja undirbúningsviðræður fyrir ráöstefnuna. Fari fundur þeirra fram i Helsingfors siðar á þessu ári og sé ætlun ráðherranefndar- innar, að komast að grunn—sam- komulagi um ráðstefnuna. Hún yrði sjálf siöan haldin 1973. Ráðherrarnir hefja vorfund sinn i dag og er búizt við, að fyrir- huguð öryggismálaráð.stefna verði fyrst og fremst til umræðu. Andrúmsloftið i Bonn er sagt vera gott, og eru gefnar fyrir þvi tvær ástæður: Viðræður Nixons við sovézka ráðamenn og undirskrift griöarsáttmálanna við Pólland og Sovétrikin. Utanrikisráðherra Banda- rikjanna, William Rogers, kom til Framhald á bls. 7. Ræfilslegur glæpur brezks forstjóra OV— Reykjavik. Það er ekki sjaldan, að auðugir menn, atvinnurekendur og opin- berir starfsmenn, eru ásakaðir um svik, glæpi og allskyns ósóma. Sjaldnast tekst að klekkja á þeim mönnum, enda hafa þeir lögin sin megin — að sögn. Nýlega var þó brezkur for- stjóri.sem sagður er hafa um það bil 9 milljónir islenzkra króna i árstekjur, dæmdur i 22.000 króna sekt i heimalandi sinu. Var hann dæmdur sekur fyrir aö hafa sett franskan smápening i stöðumæli, og að vonum lýsti dómarinn verknaðinum sem „hræsnisfullu" afbroti og engum til skaða nema þessum virðulega forstjóra. Frá samningaviðræðunum I Moskvu. Bandarikjamenn vinstra megin, Sovétmenn hægra megin. Nixon teygir sig ákafur fram—til að hlusta á samræöur sovézku leiðtoganna? (Mynd APN) Framhaldsviðræður í sumar NTB—Washington, Moskvu Aðalsamningamaður Bandarikjanna í SALT-við- ræðunum, Gerard C. Smith, ambassador, kom til Washington á laugar- daginn beint frá Moskvu. Sagði hann við komuna, að „Gerði konungdóminn að lifandi raunveruleika” - sagði Heath, forsætisráðherra, um hertogann af Windsor NTB—London, Paris Lik hertogans af Windsor verður flutt með flugvél brezku konungsfjölskyldunnar til Knglands á morgun. Her- toginn, sem lézt aðfaranott sunnudags, á heimili sinu i Frakklandi, mun siðan liggja á viðhafnarbörum í kapellu heilags Georgcs við Windsor- höll. Búizt er við þúsundum á þúsundir ofan til að votta hinum hinztu virðingu. Elisabet Bretadrottning gaf út yfirlýsingu á sunnudag, þar sem sagði: ,,Ég er djúpt snortin yfir andláti frænda mins.” Sendi drottningin skeyti til ekkju hertogans, þar sem sagði einnig: „Philip og ég sendum yður okkar dýpstu samúðaróskir. Ég veit, að þegnar minir munu ávallt minnast hans sem elskaðs þjóðhöfðingja og hugrakks manns. Þau skylduverk, sem Hertoginn af Windsor, áður Ját- varður VIII Englandskonungur. hann innti af hendi fyrir þjóð sina f striði og friði, munu aldrei gleymast og ég er mjög glöð yfir þvi að hafa hitt hann i Paris fyrir 10 dögum siðan.” Drottningin hefur fyrir- skipaðhirðsorg i tvær vikur og sömuleiðis hefur verið fyrir- skipuð sorg i öllum deildum brezka hersins. Fáni veröur i hálfa stöng á öllum opinberum byggingum i Bretlandi þar til 10. júni. Heath, forsætisráöherra Bretlands, fór lofsamlegum orðum um hertogann og sagði hann hafa gert konungdóminn að lifandi raunveruleika i ferðum sinum um allan heim. Brezk blöð voru uppfull af greinum um hertogann, fyrrum Játvarð konung VIII, og fóru þau öll mjög hlýjum orðum um hann. Útförin verður gerð á mánu- daginn frá Frogmore-Mauso- leet, sem er i garði Windsor- hallar. Fer útförinn fram i kyrrþey. Hertogaynjan hefur þegið boö drottningar um að búa framvegis i Buckingham Palace. Sjá grein á bls. 5. Bandarikin myndu mjög fljótlega halda áfram viö- ræðum viö Sovétríkin um takmörkun kjarnorku- vopnabúnaðar. Smith treysti sér ekki til að segja um hvar og hvenær viðræðunum yrði haldiðáfram, en benti á, að ráðgjafi Nixons í öryggis- málum, Henry Kissinger, hefði látið að því liggja, að viðræðurnar myndu senni- lega verða á þessu ári. Talsmenn stjórnarinnar í Washington sögðu á laugardaginn, að viðræð- unum yrði líklegast haldið áfram síðari hluta sumars og að öllum líkindum í Vinarborg. Nixon hélt frá Sovétrikjunum i gær, eftir að hafa komizt að sam- komulagi við Bresjnéf um fram- tiðargrundvöll sambúðar rikj- anna. Viðræðum fulltrúa rikjanna um verzlun og viðskipti miðaði heldur seint áfram, þar sem Sovétrikin fóru fram á mikil lán með óvenju litlum vöxtum. Tals- menn Bandarikjastjórnar sögð- ust ekki geta fallizt á þá kröfu, þar eð hún gæfi slæmt fordæmi til handa þjóðum, er hefðu mikil viðskipti við Bandarikin. Enginn samningur var þvi undirritaður um verzlun og viðskipti, en gefin Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.