Tíminn - 30.05.1972, Blaðsíða 18

Tíminn - 30.05.1972, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Þriöjudagur :10. mai 1972. SAMEININGARMÁLIÐ Hlutafélag um þurrkun á þangi, þara og heyi stofnað í Austur-Barðastrandarsýslu OEO-Króksfjarðarnesi. Stofnað hefur verið hlutafélag i Austur-Barðastrandasýslu undir nafninu Sjávaryrkjan h.f. Til- gangur félagsins er að byggja og starfrækja að Reykhólum verk- smiðju til þurrkunar og vinnslu á þangi, þara og heyi, og nýta til þess jaröhita á staðnum. Þátttaka i félagsstofnun þess- ari er mjög almenn i héraðinu og gengur söfnun hlutafjárins vel. Fóstruskóla Sumargjafar var sagt upp laugardaginn 20. mai 1972 i Atthagasal Hótel Sögu að viöstöddum nemendum, kennur- um og ýmsum gestum. Meðal gesta voru fóstrur brautskráðar fyrir 20 árum og fyrir 10 árum og færðu báðir hóparnir skólanum myndarlega fjárupphæð að gjöf til bókakaupa. 1 skólaslitaræðu greindi skóla- stjórinn, frú Valborg Sigurðard. frá þvi, að skólinn hefði starfað i 3 deildum i vetur eins og undanfar- in ár og hefðu nemendur alls ver- ið 116. 1 undirbúningsdeild voru teknir 53 nemendur eða næstum V0RM0T HRAUNBÚA í KRÍSUVÍK Þann 2.-4. júni n.k. halda Hraunbúar i Hafnarfirði sitt ár- lega vormót. Þetta er i 32. sinn, sem skátar i Hafnarfirði standa fyrir vormóti,og nú sem ávallt áður er búizt við mikilli þátttöku, A undanförnum árum hafa ver- ið gerðar tilraunir með þurrkun á þara i tilraunaverksmiðju á Reykhólum á vegum Rann- sóknarráðs rlkisins. Arið 1970 var byggt hús fyrir væntanlega verksmiðju á Reyk- hólum fyrir forgöngu Kaupfélags Króksfjarðar og Sveitarsjóðs Reykhólahrepps, en þeir aðilar leggja nú fram verulegan hluta hlutafjárins. helmingi fleiri en venjulega. Verður þvi I. bekkur tviskiptur næsta vetur og er það i fyrsta sinn i sögu skólans. 33 fóstrur voru brautskráðar að þessu sinni. Hæstu einkunn i bóklegu námi hlaut Jóhanna Ragnarsdóttir. 1 verklegu námi hlutu I. ágætis- einkunn þær: Jóhanna Ragnarsdóttir Anna Soffia Danielsdóttir Ester Jónsdóttir Hildur Gisladóttir Ragnhildur Ragnarsdóttir Þórdis Asgeirsdóttir Valgerður Knútsdóttir en stundum hal'a allt að 800 skátar tekið þátt i þessum mótum, viðs vegar að af landinu. Mótið verður haldið i Krisuvik, en þar hefur bæjarstjórn Hafnarfjarðar látið félaginu i té stórt landsvæði, og er áætlað að þar verði skipulagt útilifssvæði i'yrir skáta. Mótið verður sett föstudaginn 2. júni og dagskrá er mjög fjöl- breytt, margs konar keppni, leikir og þrautir ásamt göngu- ferðum um nágrennið og á laugardagskvöld verður varð eldur. Laugardaginn 3. júni er mótið í stjórn félagsins voru kjörnir, Bragi Þórarinsson, Ingimundur Magnússon og Sigurður Hallsson, efnaverkfræðingur. Talin er góð aðstaða til öflunar þangs og þara við Reykjanes, og sölumöguleikar á þangmjöli nú með besta móti. Vænta héraðsbúar góðs árang- urs af þeirri starfsemi.sem hér er ráðgerð. opið lyrir foreldra skátanna og aðra þá, sem kynnu að hafa áhuga á að heimsækja mótið. Sérstakar búðir eru fyrir þá eldri skáta, sem verða á mótinu með fjölskyldur sinar og eru þær einnig ætlaðar foreldrum þeirra skáta, sem dveljast á mótinu. SUM- FÉLAGAR SÝNAí HÖFN Á fimmtudaginn var opnuð is- lenzk sýning á Den Frie i Kaup- mannahöfn. Þátttakendur eru 5 félagar Súm þeir: Guðbergur Bergsson, Jón Gunnar Árnason, Magnús Tómasson, Tryggvi Ólafsson og Vilhjálmur Bergsson, og eins og venja er til á sam- sýningum Súm er utanfélags- mönnum boðin þátttaka, að þessu sinni er það Hringur Jóhannesson listmálari. A sýningunni er 56 verk, bæði málverk, ljósmyndir, ljóðskúlptúr, environmetal skúlp- túr og smáhlutir. Sýningin stend- ur til 6. júni. Gefin verður út vönduð sýningarskrá með upp- lýsingum og ljósmyndum um sýnendur og starfsemi Súm. Sýningin nýtur styrks frá Menntamálaráði. Framhald af bls. • 13 ara til vinstri i islenzkum stjórn- málum. Flokkurinn hefur beitt sér fyrir lýðræðislegri félags- hyggju, jafnrétti meðal þegnanna og áætlanagerð i þjóðarbúskapn- um. Þessi stefna birtist ótviræð i þeirri grundvallar'ályktun, sem gerð var á siðasta flokksþingi: „Framsóknarflokkurinn leggur liöfuðáherzlu a að vcrnda og efla menningarlegt, efnalegt og stjórnarfarslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Fra msóknarflokkurinn stefnir að: — jafnrétti og jafnræði allra þegna þjóðfélagsins. — félagslegri samstöðu um lausn þjóðfélagsvandamála. — skipulegri uppbyggingu efnahagslifsins og nýtingu is- lenzkra auðlinda. — jafnri aðstöðu til mennt- unar. — framför landsins alls. — auknum almannatrygg- ingum. — óskertuin yfirráðarétti landsmanna yfir atvinnutækj- unum. — viðnámi gegn yfirdrottnun fjármagns og ócðlilegum af- skiptum rikisvalds. — útrýmingu misréttis milli stétta og kynja og milli þegn- anna eftir búsetu. Frainsóknarflokkurinn vill fara nýjar leiðir til að gera lýðræðið virkara i fram- kvæmd og tryggja áhrif þegn- anna, ekki aðeins i kosningum lil löggjafaþings og sveitar- stjórna, heldur og i skólum, hagsmunasam tökum, fyrir- tækjum og rikisstofnunum.” Auk sjálfstæðis þjóðarinnar eru jafnrétti, félagshyggja, skipulag og virkt iýðræði á öllum sviðum grundvallarhugsjónir þessarar stefnu. Stjórnmálayfirlýsing sið- asta flokksþings Framsóknar- flokksins ber það greinilega með sér, að flokkurinn er stefnulega af sama toga spunninn og iýðræðis- legir jafnaðar- og samvinnu- mannaflokkar i Vestur-Evrópu. Grundvallaráherzlur hans eru i öllum meginatriðum þær sömu og þessir flokkar setja nú á oddinn. Það er þessi stefna, sem ungir framsóknarmenn hafa barizt fyrir, og á undanförnum árum hefur laðað fjölda ungs fólks til liðs við Framsóknarflokkinn. Þetta kom greinilega fram á ráð- stefnunni um F'ramsóknarflokk- inn i nútið og framtið. Þessi stefna setti i upphafi svip sinn á ráðstefnuna og var grunntónninn i ályktun hennar. Þorsteinn Geirsson, formaður FUF i Reykjavik, lýsti þessari stefnu i setningarávarpi sinu, þegar hann minnti á „hugsjónir flokksins: lýðræði, samvinnu og jafnaðar- stefnu”. Þeir menn, sem núna vilja færa Framsóknarflokkinn i miðflokksham, ættu að hugieiða vandlega þessi ávarpsorð. Þau geta ef til vill visað þeim veginn i átt að réttum skilningi á eðli Framsóknarflokksins og stöðu hans i islenzkum stjórnmálum á okkar dögum. Þau geta vonandi orðið upphafið að þvi, að þeim verði ljóst hvers vegna það er i senn eölilegt og rétt að Fram- sóknarflokkurinn taki þátt i við- ræðum um mótun „sameiginlegs stjórnmálaafls allra þeirra, sem aðhyllast hugsjónir jafnaðar, samvinnu og lýðræðis”. SÖLUTJÖLD Á ÞJODHÁTÍDARDAGINN í KÓPAV0GI Þeir sem hyggjast sækja um leyfi til að setja upp sölutjöld á þjóðhátiðardaginn 17. júni n.k. snúi sér til félagsmálastjóra Kópavogskaupstaðar á bæjarskrifstofum Kópavogs fyrir 6. júni n.k. Þjóðhátiðarnefnd. 33 FÓSTRUR BRAUTSKRÁÐAR Ef þér viljið áhrifamiklar auglýsingar og Vh mánaðar greiðslufrest þá leitið til Tígris. Vinsamlega hringið í síma 13000. TÍGRIS Auglýsingastofa Baldursgötu 6.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.