Tíminn - 10.06.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.06.1972, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Laugardagur 10. júni 1972. Lauggrdagur 10. júni 1972. TÍMINN 11 Um 6 þúsund íslendingar munu ferðast á vegum Sunnu á þessu ári Jf Mjög færist í vöxt, að félagasamtök láti skipuleggja hópferðir fyrir félaga sína Sunna hefur 600 gistirúm á Spáni fyrir farþega sína Frá baöströndinni á Magaluf. Þar söla tslendingar sig ásamt ferðafólki frá öörum löndum Evrópu.' Eitt af hinum glæsilegu hótelum á Mallorca, sem Sunna býöur far- þegum sinum. Spánar í sumar Sunnu-farþegar, undir leiösögn Islenzks fararstjóra, sjást hér koma í land eftir skemmtisiglingu. Jf Vikulegt leiguflug til Ungar blómarósir á baöströnd. öll þjónusta á Mallorca er rómuö. Scð yfir Palma, höfuöborg Mallorca. ÚTLIT FYRIR METSUMAR HJÁ SUNNU ALLTAF • • FJ0LGAR ÞEIM, SEM BREGÐA SÉR I SUMARLEYFI TIL S0LARLANDA - Rætt við Guðna Þórðarson, forstjóra, um skipulagningu orlofsferða og fleira en hefur nú einnig fast leiguflug i sumar til Costa del Sol. Sunna hefur góða aðstööu á þessum suölægu slóðum, vegna ára- langra viðskipta og kunnugleika, og hefir nú forgangsrétt að samtals um 600 gistirúmum á Mallorca og Costa del Sol, bæði á hótelum og i ibúðum. Hótelin eru mörg meðal eftirsóttustu hótela á Mallorca, og á Costa del Sol, og ibúðirnar eru sömuleiðis i ýmsum mjög eftirsóttum ibúðarblokkum. Guöni Þórðarson, forstjóri Sunnu. Sifellt fjölgar þeim íslendingum, er bregða sér út yfir pollinn, eins og það er stundum kallað, til að njóta sumars og sólar. Að sögn Guðna Þórðar- sonar i Sunnu, er allt útlit fyrir metár hjá ferðaskrifstofu hans en fyrsta leiguflugið á vegum Sunnu til Mallorca i sumar verður 15. júni n.k. Ferðaskrifstofan Sunna mun vera stærsta ferðaskrifstofan á tslandi. Umsetning fyrirtækisins á siðasta ári var yfir eitt hundrað milljónir króna. Á skrif- stofum fyrirtækisins í Reykjavík og á Kefla- víkurflugvelli starfa meira en 20 manns, en auk þess hefur Sunna fastráðið starfsfólk er- lendis. Fimm starfs- menn eru á skrifstofu Sunnu á Mallorca, tveir á Torremolinos og þrir i Kaupmannahöfn, þegar starfsfólk er flest yfir sumarið. Alls eru starfs- menn Sunnu þvi 31, auk lausráðinna fararstjóra i einstökum ferðum. Hefur sú þjónusta, sem Sunna veitir ferða hópum sinum erlendis, með þvi að hafa eigin skrifstofur og islenzkt starfsfólk, mælzt mjög vel fyrir. 600 gistirúm handa Sunnu-farþegum á Spáni Engir ferðamálafrömuðir á íslandi hafa jafnmikla reynslu að baki við skipulagningu orlofs- ferða suður á boginn og Guðni Þórðarson, forstjóri Sunnu. — Hvað er langt siðan Sunna fór að skipuleggja ferðir erlendis, Guðni? — Sunna hefur um 14 ára skeið leigt flugvélar með farþega sina, sem tekiðhafa þátt I skipulögðum orlofsferðum erlendis. Sunna fór fyrsta leiguflugið til Mallorca 1958, og nú er svo komið, að i sumar leigir Sunna stórar DC-8 þotur til vikulegra ferða milli Islands og Mallorca. Ennfremur efndi Sunna til fyrsta Islenzka leiguflugsins til Kanarieyja, og leigði þangað flugvélar með íslenzka farþega, ein ísl. aðila árum saman áður en aðrir fóru I slóðina. Sunna hefur einnig i nokkur ár efnt til einstakra ferða til Costa del Sol og Costa Brava, Of ódýrar ferðir! — Nú hafið þið hjá Sunnu einnig efnt til leiguflugs til Norðurlanda? — Fyrir nokkrum árum tókum við upp þá nýbreytni að efna til ódýrra orlofsferða með leiguflugi til Norðurlanda, svo að íslendingum gæfist einnig tæki- færi til þess að komast á ódýran hátt til frændþjóðanna þar. Vegna þess, hve þessar ferðir hafa orðið vinsælar, hafa miklu færri komizt enhafa viljað. Sunna hefur einnig skipulagt sérstaklega fjölmennar hópferðir til Norðurlanda fyrir félög og stéttasamtök, svo sem BSRB, félög stjórnmálaflokk- anna, Búnaðarfélag íslands og ótal aðra aðila. Þessar ódýru utanlandsferðir hafa hlotið vinsældir almennings, sem kunnað hefur að meta þessa þjónustu. Hins vegar hefur ekki alltaf verið hægt að segja það sama um stjórnvöld, sem hvað eftir annað hafa reynt að fá Sunnu til að hækka verðið á utanlands- ferðunum, jafnframt þvi, sem reynt hefur verið að takmarka fjölda þeirra og draga leyfis- veitingar fyrir lendingarleyfum flugvéla og gjáldeyrisyfirfærslum jafnvel stundum svo, að við- komandi stjónvöld hafa lent I úti- stöðum við erlend yfirvöld, sem stundum hafa orðið að hjálpa Sunnu til að koma I veg fyrir að íslenzk yfirvöld gengju á gerða samninga við aðrar þjóðir. Skipuleggja ráðstefnur á íslandi — Nú eru haldnar margar ráö- stefnur á Islandi með þátttöku erlendra gesta. Skipuleggja islenzkar ferðaskrifstofur þessar ráðstefnur? — Sunna hefur nokkur undan- farin ár starfrækt sérstaka ráð- stefnudmld,og annast hún margar ráðstefnur hér á landi, liklega um 80% af öllum ráðstefnum, sem hér eru haldnar, enda er Sunna aðili fyrir Island I Alþjóölega ráð- stefnusambandinu, og hefur á að skipa sérþjálfuðu starfsfólki til að annstþessi vandasömu störf. Auk þess hefur Sunna fastar 7 daga ferðir um tsland fyrir útlendinga, auk feröa sérpantaðra hópa. Þannig munu á þessu ári koma 5000 útlendingar til tslands á vegum Sunnu, en tslendingar, sem fara til útlanda á vegum skrifstofunnar, verða sennilega nokkru fleiri á þessu ári , eða um 6000. Ferðir til Afríku og Asíu — Sunna hefur skipulagt ferðir til Afriku og Asiu? — Jú, auk leiguflugsins til Mallorca, Costa del Sol og Kaupmannahafnar, bjóöum við fjölda annarra skipulagðra hóp- ferða, til hinna Norðurlandanna, flestra Evrópulanda, Asiu og Afriku. Þessar ferðir eru farnar með islenzkum fararstjórum. Auk þess er mikill og vaxandi þáttur af starfi skrifstofunnar i þvi fólginn að skipuleggja feröir einstaklinga og hópa, sem ferðast eftir séróskum. Mörg fyrirtæki og stofnanir, jafnt sem ein- staklingar, láta Sunnu annast undirbuning ferða sinna. Reynist það þessum aðilum auðveldara, öruggara og ódýrara, enda er Sunna viðurkennd af IATA til að gefa út og selja farseðla hvert sem er i veröldinni. Talsverður hluti af starfsfólki Sunnu er að jafnaði bundinn við störf af þessu tagi, sagði Guðni Þórðarson að lokum. ~alf •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.