Tíminn - 10.06.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.06.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Laugardagur 10. júni 1972. ÖRl’ZY GREIF4FRÍ: Króknr á móti bragði strymdu úr augum hans. Var hann yfir höfuð likari fuglahræftu en mennskum manni, svo Tournefort hnykkt við, er hann sá hann. „Borgari Tournefort!” hrópaði öldungurinn. „Hver ósköpin sjálf! Hvað eruð þér að gera hér á þessum tima sólar- hringins og i þessu ólátaveðri? Komið inn, komið sem fljólast inn” — Hann snerist á hæli, staui- aðist inn i innra herbergið og kom i'ram með oliulampa, er hann setti á borðið. — „Ég held að Amélie hafi skilið eftir dropa af heitu kaffi á könnunni frammi. Hcr þurfið sannarlega að fá kaffi- sopa”. Ilann var i þann veginn að hiikta fram i eldhúsið, þegar Tournefort greip harkalega fram i: „Engan slikan þvætting, Grosjean. Hvar er aðalsfólkið?” „Aðalsfólk, „aristos”, borgari?” „Bertin og hin náðuga greifafrú,” svarðaöi Tournefort hryssingslega. „Ég heyrði þau lala saman hér fyrir slundu”. „Yður hel'ur verið að dreyma, borgari Torunelort,” svaraði gamli maðurinn um leið og hann rak upp hásan hlátur „Reyndu ekki að leika á mig, Grosjean, hrópaði Tournefort i skyndilegu reiðikasti. ”Ég segi þér að ég sá Ijósið og heyrði aðals hyskið tala saman. Maðurinn var nefndur Bertin, en konan var kölluð „náðug greifafrúin.” Ég fullyrði, að hér var áðan verið að hrugga eitthvcrt djölullegt svika samsæri gegn stjórninni og ætt- jörðinni. bú, Grosjean, munt fá að gjalda þess.ef þú reynir að hlifa þessum svikurum.” „En, borgari Tournefort,” svaraði gamli dyravörðurinn vesaldarlega. „Ég fullvissa yður um, að ég hefi enga „aristos” séð né heyrt hér. Dyrnar á svefn- herbergi minu stóðu opnar og lampinn var hjá rúminu mínu. Amélie var líka alveg nýiega háttuð. Spyrjið bara hana. Ég sver yður, að hér hefur enginn veriðaðkomansi,—alls enginn.Ég hlyti að hafa orðið þeirra var.” ,,Við skulum bráðum ganga úr skugga um það,” svaraði Tourne- fort snúðugt. - En bráðum komst hann að raun um, að nú var það hann sjálfur, sem ástæðu hafði til að undrast. Hann leitaði vægðar- litið um allt hið fátæklega hús, sneri við húsgögnum, dró Amélíe, sonarddttur Grosjean, fram úr rúminu og leitaði bæði i þvi og undir. Hann leit jafnvel upp i reykháfinn, ef einhver kynni að hafa falizt þar. Grosjean horföi rólega á allar þessar aðfarir. betta voru undar- legir timar, en liklega var borgari Tournefort eitthvað truflaður á geði i þetta skiptið. Gamli, æru- verði dyravörðurinn sneri sér nú alveg að þvi, að búa til kaffiö. begar Tournefort, öskuvondur og vonsvikinn kastaði sér niöur i gamla hargindastólinn, og blótaði hroðalega um leið, sagði Grosjean kuidalega: „Ég skal nú segja yður, borgari, hvað ég held að trúlegastsé i þessu efni. Ef þér hafið staðið við dyrnar á kofanum minum, þá voru bakdyr hallar- innar rétt á bak viö yður. Veggirnir eru þunnir, og dyrnar þar eru sjaldan notaðar. Enginn efi er á þvi, að raddirnar, sem þér heyrðuö tala, voru þar, en ekki hér. Auðsætt má vera, að hefði þetta höfðingjadót verið hér inni, þá gat það ekki hafa horfið upp um reykháfinn.” bessi rökfærzla virtist vera ómótmælanleg. En Torunefort var i illu skapi, bauð hann Grosjean að taka ljósið og sýna sér úridyraþrepin og dyrnar, sem voru svo sjaldan opnaðar á stór hýsinu Hlýddi dyravörður- inn þess ari skipun möglunarlaust Hann var ekki vitund hræddur eða truflaður, þrátt fyrir allan bægslagang Tourneforts. Aðeins óttaðist hann að sér versnaði kvefið við að vera þannig rifinn upp úr rúminu fram i hráslaga kuldann. En hann þekkti Tourne- fort frá fyrri tið, vissi að hann var i reynd vænsti maður, en var orðinn nokkuð stórsnúðugur og mikill i förum siðan hann gerðist embættismaður hjá byltingar- stjórninni. Grosjean gætti þeirrar varúðar að klæða sig nokkru betur og vefja teppinu fastarjim axlirnarog hálsinn. Eftiraö hann hafði fengið sér vænan teyg af heitu kaffi tók hann lampann og fylgdi Tournefort út fyrir dyrnar. Storminn hafði nú alveg hægt, ljósið á lampanum blakti varla, þegar Grosjean hélt honum uppi yfir höfði sér. „Litið nú á hérna, borgari Tournefort,” sagöi hann um leið og hann sneri fyrir hús- hornið til vinstri handar. En allt i einu rak hann upp undrunaróp. „Dyrnar hérna..... bessar dyr hafa aldrei verið notaðar, siðan ég kom hingað,” tautaði hann fyrir munni sér. „Og vissulega voru þær lokaðar, þegar ég hallaðist þar upp viö dyrastaf- inn,” sagði Tournefort og lét fylgja blótsyrði, „annars hefði ég áreiðanlega veitt þeim athygli.” Rétt hjá dyravarðarkofanum voru hálfopnar bakdyr á stór- hýsinu. Tourngfort gekk inn um þær, og fylgdi Grosjean honum fast eftir með ljósið. beir voru nú staddir i gangi, sem hafði engar dyr til hægri hliðar, en á vinstri hlið var stigagangur upp á loftið. Koldimmt var þarna að undan- skilinni daufri glætu frá lampa Grosjeans. Loftið var rakt, og mygluþefur þarna i ganginum, eins og þar hefði hvorki veriö þvegið né sópað árum saman. „Hvenær sástu þessar dyr síðast lokaðar?” spuröi Tournefort hryssingslega. Hann var i illu skapi og langaöi til aö láta það bitna að nokkru á karlinum. „Ég hef ekki veitt þeim eftirtekt nú i nokkra daga, borgari,” svaraði Grosjean dálitið hikandi. „Ég hef leg.iö i kvefi og ekki komið út fyrir húsdyr siðan á mánudaginn var. — En nú skulum við spyrja Amélie,” bætti hann við. — En Amélie gat nú samt ekki varpað neinni birtu yfir þetta undarlega mál. Hún sópaði að visu daglega dyraþrepin úti fyrir og stigann upp á loftið, en ekki var henni skylt að þrifa ganginn. Hún kvaöst hafa ærinn starfa, ekki sizt nú, þegar hún þurfti að hjúkra afa sinum. Hún fór að venju út i morgun til að kaupa i matinn, en veitti þvi enga eftirtekt þá, hvort dyrnar, sem sjaldan voru opnaðar, höfðu verið hreyfðar eða ekki. Grosjean þótt mjög fyrir þessu vegna vinar sins Tourneforts, sem barst mjög illa af. Hann hafði lika allmiklar áhyggjur sjálfs sin vegna, þvi út af þessu 1127. Lárétt. 1) Iðrast.- 6) Vafa,- 8) Auð.- 10) Hriðarél.- 12) Bor.- 13) Röð,- 14) tlát.- 16) Keyra.- 17) Kveða við.- 19) Dýr.- Lóðrétt 2) Tek.- 3) Ofug röð.- 4) Dreif.- 5) Yfirhöfn,- 7) Tið- ar.- 9) Strák.-ll) Vonarbæn.- 15) Blóm 16) Eins.- 18) Röð.- Ráðning á gátu No 1126 Lárétt 1) Vetur,- 6) Gón.- 8) Ung.- 10) 111,- 12) Mý,- 13) Aa,- 14) Ata,- 16) önn,- 17) Rár,- 19) Smána.- gátu orðið vafningar og óþægindi, sem mundu verða mjög hvimleið. bess var heldur ekki langt að biða, að óþæginda yrði vart. bað leið ekki á löngu eftir að Tourne- fort var farin að hann kæmi aftur og hafði hann nú með sér lögreglufulltrúa ásamt nokkrum hjálparkokkum hans. Hvert mannsbarn i húsinu, konur jafnt sem karlar og sömuleiðis börnin, voru rifin upp úr rekkjum sinum meöan nákvæm húsrannsókn fór fram. Allír urðu að sýna skirteini sin, vegabréf og önnur skilríki. Allt var sett á annan endann i húsinu, hirzlur og skápar brotnir upp og húsgögnum fleygt úr einu horninu i annað. bað var komið langt yfir mið- nætti, þegar þessari næturheim- sókn var lokið. Enginn vogaði sér að kvarta yfir þessu harki i hibýlum sinum vegna ótta við ákæru frá nefndum eða ónefndum laumunjósnara. A þessum timum varð að taka sérhverri fyrir- skipun með undirgefni við stjórnarvöldin, og þola útsendur- um þeirra margt illt. Grosjean varð feginn að komast i rúmið um miðnættið, enda hafði lögreglu- fulltrúanum skilizt, að hann væri ekki hættulegur maður. En enginn maður eða kona i húsinu gat gefið nokkrar minnstu upplýsingar um mann, sem nefndist Bertin, né um greifafrú de Sucy. Enginn hafði séð þau, og enginn heyrt, nema herra Tournefort lögreglunjósnari. II En borgari Tournefort var ekki einn þeirra, sem gefast upp, þótt Lóðrétt 2) Egg.- 3) Tó.- 4) Uni,- 5) Sumar,- 7) Bland.- 9) Nýt- - 11) Lán,- 15) Arm.- 16) örn,- 18) AA.- HVELL Við erum förumenn sem ^ En nú munum við ^ Drekkið til heiðurs) lifum á exinni og i eignast raunverulega, drottningunni! D R E K I iilli lli I Laugardagur 10. júní 7.00 Morgunútvarp Laugardagslög kl. 10.25, svo og orðsendingar frá umferðarráði. Fréttir kl. 11.00 „I hágir”: Jökull Jakobsson bregður sér i ökuferð með ferðafóninn i skottinu. Siðan leika Art Tatum og Duke Ellington létt lög á pianó. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 Stanz Arni Ólafur Lárusson og Jón Gauti Jónsson stjórna þætti um umferðarmál og kynna létt lög. 15.00 Fréttir. 15.15 Laugardagstonleikar: Frönsk tónlist 16.15 Veðurfregnir% A nótum æskunnar Pétur Steingrimsson og Andrea Jónsdóttir kynna nýjustu dægurlögin. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 tJr feröabók borvalds Thoroddsens Kristján Arnason les (9). 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Söngvar i léttum dúr Sven Bertil Taube syngur. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Dagskrárstjóri i eina klukkustund Jóhann Hafstein fyrrverandi forsætisráðherra ræður dagskráinni. 20.30 Frá listahátið i Reykja- vik: John Williarns gitar- snillingur frá Ástraliu leikur i Háskólabiói 21.20 Smásaga vikunnar: „Gamli maðurinn á bak við” eftir Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli. Hjalti Rögnvaldsson les. 21.35 Blanda tals og tóna Geir Waage sér um þáttinn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. . 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 10. júní 18.00 Brezka knattspyrnan Landsleikur Skota og Wales- búa. 19.30 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Hve glöð er vor æska. Brezkur gamanmyndaflokk- ur. Potter endurborinn. býðandi Jón Thor Haraldsson. 20.50 Nýjasta tækni og visindi. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.15 Kasakka Finnskur skemmtiþáttur. Viktor Klimenko og Marion Rung syngja og gera að gamni sinu. (Nordvision — Finnska sjónvarpið) 21.50 Sjöunda ferð Sindbaðs Bandarisk ævintýramynd frá árinu 1958, byggð á sögunni um Sindbað sæfara úr bús- und og einni nótt. Leikstjóri Nathan Juran. Aðalhlutverk Kerwin Mathews, Kathryn Grant og Richard Eyer. býðandi Dóra Hafsteins- dóttir. Sinbað, prins af Bag dad, leggur af stað i sjóferð, eins og oft áður. Að þessu sinni er ferðinni heitið til eyjarinnar Kolossa, þar sem risafuglinn Rok á hreiður sitt og fleiri fornir þjóð- sagnavættir búa. Astæðan fyrir þessari ferð er sú, að Parisa prinsessa hefur verið beitt göldrum og eina lyfið sem henni getur orðið til hjálpar er skurnið af eggi Roks. 23.15 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.