Tíminn - 10.06.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 10.06.1972, Blaðsíða 17
Laugardagur 10. júni 1972. TÍMINN 17 Umsjón: Alfreð Þorsteinsson RAGNHiLDUR BÆTTI METIÐ f 1500 METRA HLAUPI UM 19,5 SEK.! ÖE-Reykjavik. Tvö íslandsmet og eitt glæsilegt unglingamet sáu dagsins ljós á siðari keppnisdegi Júnimóts FRÍ, sem lauk á Laugardalsvelli i fyrrakvöid. Veður var svipað og fyrri dag mótsins, logn en sólar- laust. Ragnhildur Pálsdóttir, UMSK bætti met sitt i 1500 m hlaupi stór- lega og hljóp þó algerlega keppnislaust. Hún náði þvi marki að hlaupa á betri tima en 5 min. eða 4:57,7 min. sem er að nálgast það að vera boðlegur timi á mót- um erlendis. Gamla met hennar var 5:17,2 min. Gaman verður að sjá Ragnhildi i keppni við dansk- ar á Laugardalsvelli eftir mánuð, en danskar stúlkur eru góðar i millivegalengdum. Anna Har- aldsdóttir, 1R hljóp einnig og náði sinum langbezta tima, 5:22,9 min. og vantaði litið á gamla met Ragnhildar. Boðhlaupssveit UMSK bætti og met sitt i 4x400 m boðhlaupi kvenna, hljóp á 4:14,7 min. Gamla metið var 4:19,4 min. í sveitinni voru Kristin Björnsdótt- ir, Ragnhildúr Pálsdóttir, Björg Kristjánsdóttir og Hafdis Ingi- marsdóttir. Sveit Ir hljóp á 4:49,3. Friðrik Þór Óskarsson, ÍR tók einn þátt i þristökkinu og hann vann það ágæta afrek að bæta unglingamet sitt um 25 sm og stökkva 14,89 m. Allt bendir til þess að Friðrik Þór stökkvi vel yfir 15 metra i sumar og nálgist jafnvel OL-lágmarkið, sem er 15.70 m. Agúst Asgeirsson, ÍR hafði yfir- burði i 1500 m hlaupinu og náði sinum langbezta tima 4:05,5 min. Einar Óskarsson, UMSK var heldur lakari en á EÓP-mótinu, en Ragnar Sigurjónsson, UMSK hljóp á sinum bezta tima. Timi Bjarna Stefánssonar KR i 400 m hlaupinu var ekki eins góð- ur og margir bjuggust við, en þó hálfri sek, betri en á EÓP-mótinu, en úthaldið var ekki nægilegt enn. Það kemur seinna. Vilmundur Vilhjálmsson, KR og Lárus Guð- mundsson, USA hlupu báðir vel. Borgþór Magnússon, KR vann Valbjörn aftur i 110 m grind, en þeir Borgþór og Valbjörn ættu báðir að hlaupa á betri tima en 15 sek. i sumar. Erlendur gerði beztu köst sin ógild en náði bezt i úrslitum 55,45 m i gildu kasti. Kringlukast: Erlendur Valdimarss.tR 55,45 Hreinn Halldórss.HSS 44,58 PállDagbjartss.HSÞ 44,30 Óskar Jakobss.lR 39,61 Guðm. Jóhanness.lR 38,76 GrétarGuðmundss.KR 37,52 400 m hlaup: Bjarni Stefánss.KR 48,7 Vilm. Vilhjálmss.KR 51.0 Lárus Guðmundss.USAH 51,5 Magnús G. Einarss.lR 56,0 3000 m hlaup: Niels Nielson.KR 9:42,6 Helgi Ingvarss.HSK 9:43,4 Leif österby.HSK 10:23,8 1500 m hlaup: (a-riðill) Ágúst Asgeir-ss.lR 4:05,5 Einar Óskarss.UMSK 4:14,7 Ragnar Sigurjónss.UMSK 4:18,4 Július Hjörleifss.UMSB 4:19,4 Högni Óskarss.KR 4:28,6 Framfarir augljósar í mörgum greinum ó Júní móti FRÍ 1500 m hlaup: (b-riðill) Bjarki Bjarnass.UMSK 4:27,0 Steinþ. Jóhanness.UMSK 4:33,0 Böðvar Sigurjónss.UMSK 4:38,3 Kristján Magnúss.A 4:39,3 Þorkell Jóelsson,UMSK 4:47,6 Guðm. Guðmundss.íR 5:07,3 110 m grindahlaup: Borgþór Magnúss.KR 15,3 Valbj. Þorlákss.A 15,5 Stefán Hallgrimss.KR 16,0 Hafst. Jóhanness.UMSK 17,2 100 m hlaup: Sigurður Jónss.UMSK 11,0 Vilm. Vilhjálmss.KR 11,2 Valm. Gislas.HSK 12,0 Gunnar Jóakimss.IR 12,5 Már Vilhjálmss.KR 12,6 Stangarstökk: Guðm. Jóhanness.lR 3,90 m Sig. Kristjánss.IR 3,00 m Hér sést hin efnilega frjálsfþróttakona Lára Sveinsdóttir, stökkva i langstökkskeppninni. 1000 m boðhlaup: Kringlukast: Sveit KR 2:04,3 min. Arndis Björnsd.UMSK 29,58 Sveit IR 2:09,2 min. Ólöf Ólafsd.A 27,96 SveitUMSK, 2:16,3 min. 400 m hlaup. KONUR: Unnur Stefánsd.HSK, 63,1 Lilja Guðmundsd.IR 63,8 Langstökk: Asta B. Gunnlaugsd.IR 65,9 Sigrún Sveinsd.A 5,43 m Hafdis Ingimarsd.UMSK 5,37 m 100 m hlaup: Lára Sveinsd.A 5,22 m Lára Sveinsd.A 12,7 Asa Halldórsd.A 4,86 m Sigrún Sveinsd.A 12,8 Fanney Óskarsd.IR 4,70 m Anna Kristjánsd.KR 13,9 María Guðjohnsen,IR 4,24 m Asta Gunnlaugsd.íR 13,9 Þessi skemmtilega mynd, sem Ijósmyndari Tfmans, Gunnar, tók á Júnimóti FRl, sýnir startið i 100 m hlaupi kvenna. Lára Sveinsdóttir, sem sigraði i hlaupinu er önnur frá hægri. Stórfurðuleg ókvörðun yfir- manna Laugardalsvallarins - leyfðu ekki sleggjukösturunum, að 6 leikir í 1. og 2. deild I dag verða leiknir tveir leikir i 1. deild og fjórir f 2. deild. Það verður leikið á keppnisvöllum allra helztu kaupstaða landsins. 1. Deild: Vestmanneyjavöllur kl. 16.00 IBV-Vikingur Akranesvöllur kl. 16.00 tA-Breiðablik. 2. Deild: Akureyrarvöllur kl. 16.00 IBA-Selfoss Hafnarfjarðarvöllur kl. 16.00 Haukar-FH Melavöllur kl. 14.00 Þróttur-Ármann Isafjarðarvöllur kl. 16.00 IBI-Völsungar. MÍ í frjálsum íþróttum hefst kl. 2 í dag I dag kl. 2 hefst fyrsti hluti Meistaramóts íslands i frjálsum iþróttum á Laugardalsvelli. Keppt verður i tugþraut og 4x800 m boðhlaupi karla og fimmtar- þraut kvenna. Tug- þrautin er einnig úrtökumót fyrir landskeppnina við Spán og Bret- land, sem fer fram i Laugardal 26. og 27. júni. Boðhlaupið, 4x800 m verður á sunnudag Það vakti tölverða athygli á Júnimóti FRI á fimmtúdaginn, er tilkynnt var, að sleggjukastarar- nir, sem skráðir voru til leiks, tækju ekki þátt i keppninni, þar sem ekki hefði verið leyft að sleggjukastið færi fram á Laugardalsvelli. Heldur var ætlunin að þeir færu vestur á Melavöll. Þetta hefur viðgengizt á öllum mótum hér undanfarin ár nema Meistaramóti tslands og i landskeppni. Þessi ákvörðun yfir- manna vallarins er nánast stór- furðuleg, og við spurðum Orn Eiðsson, formann Frjálsiþrótta- sambandsins frekar um þetta. „Við i Frjálsiþróttasam- bandinu erum afar óánægðir með ákvörðun og finnst skritið að ekki skuli vera hægt að kasta sleggju á stærri mótum, sem fram fara i Laugardal, þar sem kunnáttu- menn telja auðvelt að lagfæra far eftir sleggju, a.m.k. er það hægt eftir Meistaramótið. Einnig skal þess getið, að erlendis, þar sem ég þekki til og það er viða, þá fer þessi grein sleggjukastið ávallt fram á sama stað og aðrar grein- ar. — Það stendur mikið til hjá ykkur i sumar i FRI? — Já, ekki er þvi að neita, það er bæði landskeppni i tugþraut og unglingalandskeppni við Dani hvorttveggja i Reykjavik og svo landskeppni i Noregi og fleiri mót, bæði alþjóðleg og innlend. Annars eigum við i vandræöum með fleiri greinar en sleggjukast- ið, þvi miður. Sem dæmi skal ég nefna það, að Guðmundur Jóhannesson, IR hinn góðkunni stangarstökkvari okkar getur nánast ekki æft sina iþrótt. Hann kasta d vellinum vinnur til kl. 7 á kvöldin, eins og margir íslendingar. Stangar- stökkið er nær eingöngu æft i Laugardal, þar lýkur æfingum kl. 7,30 þannig að þegar Guðmundur er kominn á vettvang, er verið að reka íþróttamennina útaf vellin- um. Enda er nú svo komið, að þessi iþróttagrein, stangarstökk- ið, er að verða sú lélegasta hér. Einnig eru stórvandræði með spjótkastið. Nýju spjótin kosta þetta 6 til 8 þúsund krónur og iþróttamennirnir vilja ekki eiga það á hættu að kasta þeim á Melavelli og brjóta þau. Þvi mið- ur fá þeir ekki að æfa i Laugardal, aðeins keppa. Já, þau er mörg vandamálin, en vonandi verða þau leyst sem fyrst annars má þvi miður búast við afturför eða a.m.k. stöðnun i vissum greinum. * Iþróttadagur á Akranesi Sunnudaginn 11. júni 1972 gengst iþróttabandalag Akraness fyrir sér- stökum íþróttadegi. Dagskráin hefst með þvi, að á iþróttavell- inum á Jaðarsbökk- um verður mótsetn- ing kl. 13.00 Kepp- endur verða á annað hundrað og munu gestir af Reykjavík- ursvæðinu og úr Borgarfirði m.a. þreyta keppni við Skagamenn Þ jóðhátíða rmótið í Reykjavík Þjóðhátiðarmótið 1972 i Reykjavik fer fram á Laugar- dalsvellinum 16. og 17. júni. Keppt verður i eftirtöldum grein- um: Karlar, 100, 400, 1500, 200, 800, 3000 m hlaupum, 110 m grind, 400 m grind, 4x100 m boðhlaupi, hástökki, langstökki, þristökki, stangarstökki, kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti, sleggju- kasti og 100 m hlaupi sveina. Konur, 100, 200, 400, 800, 4x100 m boðhlaupi, 100 m grind, kringlu- kasti, spjótkasti, kúluvarpi, hástökki, langstökki og 100 m hlaupitelpna. Þátttökutilkynningum ber að skila i siðasta lagi á mánudags- kvöld, 12. júni á Melavöllinn v/Suðurgötu til vallarvarðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.