Tíminn - 10.06.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.06.1972, Blaðsíða 15
Laugardagur 10. júni 1972. TÍMINN 15 Það er snyrtilegt um að litast á Hvolsvelli. VORHREINGERNINGAR í RANGARÞINGI Það eru ekki neinir sóðar, sem eiga heima á Hvolsvelli. 1 mörg ár hefur það verið siður fólksins þar að hefjast handa einhvern vordaginn og gera hreint i kring- um sig. Fréttaritari Timans á Hvols- velli, Pálmi Eyjólfsson, tjáði blaðinu, að þessi árlega hrein- gerning hefði farið fram i unaðs- fögru veðri á mánudagskvöldið. Gerðu menn fyrst hreint fyrir sin- um eigin dyrum, hreinsuðu lóðir sinar og lendur, en siðan kom röð- in að götum og auðum svæðum i þorpinu. Loks var tekið til hendi með- fram þjóðveginum, alla leið út að Eystri-Rangá, um fimm kfló- metra leið, og niður undir Þverá, um þriggja kilómetra leið. Ekki verður þó látið við þetta sitja. Innan skamms mun Rotaryfélag Rangæinga gangast fyrir gagngerðri hreinsun á öllu svæðinu meðfram þjóðveginum milli Hvolsvallar og Hellu. Geri aðrir jafn vel eða betur, segjum við hér fyrir neðan heiði. Frá aðalfundi Hagtryggingar hf. Abyrgðartjón BIFREIÐA HÆKK- AÐI UM 37% - og meðaltjón hústrygginga um 55% EB-Reykjavik. „Halli af reksti ábyrgðartrygg- inga bifreiða einna sanian reyndist vera rétt um 4 milijónir króna. Kom fram á fundinum, að þróun þcssarar tryggingar- greinar var mjög slæm á árinu. Fjöldi tjóna jókst um 17,2% og meðaltjón hækkaði um 17,1%. Samanlögð hækkun ábyrgðar- tjóna bifreiða varð þannig um 117% á liðnu ári. Mcðaltjón hús- trygginga hækkaði um 55% frá siðasta ári og i hinni n ýju rúðu- tryggingu cr tjónafjöldi það mik- ill, að vafasamt er að núverandi 450 króna iðgjald sé raunhæft”, segir I fréttatilkynningu frá aðal- fundi Hagtryggingar h.f., sem haidinn var 27. mai siðast iiðinn. Á fundinum gerði fram- kvæmdastjóri Hagtryggingar, Valdimar J. Magnússon, grein fyrir rekstrarhorfum á hessu ári. Hann kvað m.a. verða að lita á ákvörðun rikisstjórnarinnar um að lögleiða sjálfsábyrgð trygg- ingartaka i tjónum sem virð- ingarverða tilraun til að stemma stigu við hinni ógnvekjandi þróun umferðaróhappa, þó svo að þessi tilraun hafði ekki ennþá borið þann árangur, sem vonazt hefði verið til, þ.e. að fækka umferðar- óhöppum almennt. Heildartekjur Hagtryggingar h.f. 1971 voru rúmar 43 milljónir kr. og höfðu iðgjaldatekjur aukizt um 6,5 milljónir frá árinu áður. Rekstrartap félagsins reyndist tæplega 3,i milljón króna, þegar afskrifuð hafði verið rétt um 1 milljón króna, og greiðir félagiðhluthöfum þaraf leiðandi engan arð fyrir s.l. ár. A aðalfundinum voru allir sömu menn endurkjörnir i trúnaðar- störf fyrir félagið. Stjórn skipa þeir Ragnar Ingimarsson for- maður, Bent Sch. Thorsteinsson varaformaður, Sveinn Torfi Sveinsson ritari, Arinbjörn Kol- beinsson og Þorvaldur Tryggva- son meðstjórnendur. Náttfarapening- urinn í byggðasafn Þingeyingarnir, sem létu gera Náttfarapeninginn, seVn við birtum af mynd á dögunum, hafa sent byggðasafni Þingeyinga á Húsavik mótin til eignar og varð- veizlu. Sú kvöð ein fylgir gjöfinni, að mótin verði ekki notuð til af- steypu fyrr en eftir niutiu og átta ár, á tólf alda afmæli byggðar i landinu, ef þeir, er þá verða uppi, kynnu að vilja láta móta nýtt upplag. Sýslumaður Þingeyinga hefur þegar þakkað þessa gjöf af hálfu safnsins, sem og minnispeninga þá, er fylgdu mótunum. Dalvík: Vantar meira vatn í hitaveituna SB—Reykjavik Það var ekki verulega gott hljóðið i Hilmari Danielssyni, fréttaritara okkar á Daivik, er við hringdum til hans i gær. Hann var nýkominn frá Akureyri og sagði, að vegurinn væri „djöfullegur”, sem raunar er aíls ekki ný saga. Auk þess var kalt á Dalvik og litill afli hjá bátum. Hilmar sagði, að afli stóru togbátanna tveggja væri nú helmingi minni en á sama tima i fyrra. Litlu bátarnir fengu einhvern afla, sem þeir lönduðu um helgina. Meira er um gatna- og holræsagerð á Dalvik i sumar en áður, og af öðrum fram- kvæmdum má nefna, að bygging heimavistar hefst i sumar, og alltaf er verið að byggja eitthvað af ibúðar- húsum. Um hitaveituna 'nýju sagði Hilmar, að hún reyndist vel, það sem hún væri, en vatnið væri svo litið, að ekki væri unnt að lofa húsbyggjendum heitu vatni i hús sin, sem til- búin yrðu á næstunni. Væri nú verið að athuga, hvað gera skyldi i málinu, en borholan I Hamarslandi er nú fullnýtt. Að lokum sagði Hilmar, að Aðalsteinn Loftsson útgerðar- maður væri búinn að semja um kaup á pólskum skuttogara, 800 lesta, sem afhendast ætti 1974. Kaupverð skipsins er áætlað 146 milljónir króna. Eins og áður hefur verið skýrt frá, er væntanlegur annar skuttogari til Dalvikur, eign Útgerðar- félags Dalvikinga. Reyðarf jörðu r: Ungu stúlkurnar atvinnulausar SB — Reykjavík Undanfarinn hálfan mánuð hefur verið hálfgert leiðinda- veður á Reyðarfirði, norðaustan átt og kalt. Að sögn Marinós Sigurbjörns- sonar fréttaritara eru vegir með bezta móti, enda lá ekki á þeim snjór i allan vetur, og enginn klaki komst í þá. Tveir stórir bátar eru gerðir út frá Reyðarfirði. Annar þeirra, Snæfugl, er nýfarinn á þorskfiskveiðar, en hinn, Gunnar, er i slipp, en losnar bráðlega. Verið er að búa trillurnar undir veiðar, og gera trillukarlar sér góðar vonir um aflann. A Reyðarfirði hafa karl- menn góða atvinnu, en ekkert er þar að gera fyrir kvenfólk. Sérstaklega gengur illa að finna verkefni fyrir ungu stúlkurnar. Annað hvort gera þær ekkert, eða fara burt. Marlnó taldi þó ekki liklegt, að þetta ástand héldist lengi, þvi að eitthvað verður væntan- lega að gera i fiskinum, þegar bátarnirfara að koma að. Þá er von á skuttogara á næsta ári, sem Reyðfirðingar eiga i félagi viö Eskfirðinga, og hafa þá hraðfrystihúsin, sem nú eru orðin tvö, væntanlega nægilegt hráefni. Annars sagði Marinó, að það sem helzt vantaði, bæði á Reyðar- firði og viðar, væri einhver iðnaður, svo að allir gætu unnið. Varanleg gatnagerð er nú i undirbúningi á Reyðarfirði, og er verið að leggja holræsin. Verkfræðingar eru svo væntanlegir austur á næstunni til að leggja á ráðin um fram- haldið. í sumar er ætlunin að hefja byggingu sundlaugar á Reyðarfirði, en fram til þessa hefur hreppurinn látið flytja skólabörn i sund til Eski- fjarðar eða að Eiðum. Þá er i undirbúningi að byggja fjög- urra ibúða verkamanna- bústað, sem verður raðhús. Samgönguleysið háir Trékyllingum: Hvað verður um kýrnar? SB— Reykjavik Guðmundur Valgeirsson bóndi i Bæ i Trékyllisvik sagði sinar farir ekki sléttar, eða öllu heldur kúnna sinna, er við ræddum við hann i gær. Samgönguerfiðleikarnir eru svo miklir að hann býst ekki við að fá tvær kýr, sem hann keypti vestur við Djúp, fyrr en einhvern tima i næsta mánuði. Að visu liður kúnum vel hjá sinum fypri eiganda, en sá mun bregða búi alveg á næsf- unni og verða þá kýrnar heimilislausar. —Ég sé ekki fram á annað en þær verði að fá inni á hótelinu á tsafirði, ef þar er þá ekki verkfall, sagði Guð- mundur og hló við. Af öðrum fréttum úr Trékyllisvik er það helzt, að reki á fjörum þar hefur svo til enginn verið núna, en undanfarin ár hefur alltaf rekið þó nokkuð. Sauðburði er lokið, og gekk hann vel, en misjafnlega frjó- samt var hjá bændum, eins og gengur. Verið er að gera við veginn, sem hefur verið slæmur i vor, svo að samgöngur á landi fara að lagast. Vonandi komast samgöngur á sjó lika i lag, svo að kýrnar hans Guðmundar geti komizt i nýju heima- hagana sem fyrst. Kirkjubæjarklaustur: Verið að laga vegi og brúa tvær ár SB—Reykjavik Óvenjumikil umsvif eru um þessar mundir i grennd við Kirkjubæjarklaustur, að þvi er Einar Valdimarsson, fréttaritari Timans, sagði okkur i gær. Verið er að bera ofan i veginn milli Klausturs og Núpsstaðar, og brúar- vinnuflokkar eru að brúa tvær ár Geirlandsá og Fossála. Við þá fyrrnefndu er 20—30 manna flokkur úr Reykjavik og mun það verða talsvert mikil brú, sem þar ris, en minni yfir Fossála. Ekkert er enn farið að bóla á ferðafólki á Klaustri, enda kemur það venjulega ekki fyrr en upp úr miðjum mánuðinum. Eddu-hótelið i nýja skólanum verður væntanlega opnað 1. júli, og er þar ágætis aðstaða fyrir ferðalanga. Svarfaðardalur: Úrkoma óvenju mikil SB-Reykjavik Óvanalega mikil úrkoma hefur verið i Svarfaðardal undanfarið, að sögn Frið- björns Zóphoniassonar, bónda á Hóli. Kvað hann úrkomuna hafa tafið mjög fyrir áburðar- dreifingu. óttast menn, sem voru búnir að bera eitthvað á tún sin, að rigningin hafi skolað áburðinum burtu. Friðbjörn sagði, að þau tún i dalnum, sem varin hefðu verið, litu vel út, og væri kom- ið á þau sæmilegt gras. Fram- kvæmdahugur er i bændum i Svarfaðardal. Að minnsta kosti þrjú mikil fjós verða byggð þar á næstunni og eitt- hvaðaf minni byggingum. Að íoKum sagði Friðbjörn, að menn i dalnum væru mjög bjartsýnir núna, eins og raunar ævinlega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.