Tíminn - 17.06.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.06.1972, Blaðsíða 7
Laugardagur 17. júni 1972. TÍMINN 7 Audlitið á þeim sterka saumaft saman — án de.vfingar! verðum fyrir. öllum þessum 200 finnst þeirra tilfelli náttúrulega vera mjög sérstakt og áriðandi, og þvi finnst mikill óþarfi og jafn- vel dónaskapur að biðja um nafn og aðrar nauðsynlegar upplýsing- ar áður en við gerum að sárum þess. Atriðið er bara það, að i fæstum tilfellum liggur þessu fólki svo mjög á. Auðvitað flýtum við okkur eftir megni, en hand- leggsbrotinn maður er náttúrlega ekki að dauða kominn. — Nú hefur deildin kvartað mjög yfir átroðningi eituræta og ölvaðs fólks hér og hefur manni skilizt á ummælum talsmanna deildarinnar, að hér sé vart vinnufriður á stundum, sagði ég. — Já, svaraði Ólafur, — Það er alveg rétt. Um helgar er yfir- gnæfandi meirihluti ..kúnnanna” fólk undir áhrifum áfengis, og eins þurfum við stundum að pumpa ýmsum töflum og lyfjum upp úr sama fólkinu einu sinni i viku eða hálfum mánuði. Þá er náttúrlega ekki von nema maður verði svekktur. Svo er annað stórvandamál, sem við eigum við að striða, hélt Ólafur áfram. — Fólk virðist alls ekki gera sér grein fyrir raun- verulegum tilgangi þessarar deildar. Eins og ég sagði þér áð- an, þá er okkar hlutverk að taka hér á móti nýjum sárum á þess- um slysavöktum, en hingað er að koma fólk með allskonar kvilla, sem heimilislæknar eiga auðvitað að sjá um. Það er með magaverk, höfuðverk, tannpinu og yfileitt allt, sem nöfnum tjáir að nefna. Svo þegar við segjumst ekkert geta gert fyrir það, og visum þvi 'til heimilislæknis sins, verður það öskureitt og skrifar iesendadálk- um dagblaðanna. Og þetta fólk er ekki að velja heppilegan tima til að koma, heldur kemur það helzt um miðjar nætur og gjarnan um helgar. Þróunin hér er þvi að verða sú, að slysadeildin er að verða einskonar ,,poly-klinik”, þangaðsem fólk kemur með hvað sem er. Kannski má til sanns veg- ar færa, að slik klinik sé nauðsyn- leg, en hún á alls ekki að vera hluti af slysadeildinni. Það hringdi skyndilega frammi við dyr og gangastúlkan stökk til. Það var litill drengur, 7-9 ára, sem sagðist eiga að láta taka úr sér saum. — Þú átt að koma á morgnana til þess, sagði hjúkrun- arkonan. En sá stutti var að fara i sveit* ina daginn eftir og gatekki komið að morgni. Spjaldið hans var leit- Texti og myndir: m Omar Valdimarsson að uppi og i ljós kom, að 11 dagar voru liðnir frá þvi að hann var saumaður: æskilegast er að ekki liði nema vika. Ja, hjúkrunarkonan fór með hann inn og lagði hann á bekk. — Hvaðkom fyrir þig? spurði ég. — Varstu sleginn niður? — Neihei, svaraði hann kot- roskinn — Það var hent i mig spytu. Hár var farið að vaxa yfir sárið og hrúður var orðið gamalt, svo plokka þurfti það af, áður en saumurinn var tekinn úr. Poliinn ætlaði vestur i sveit og sagðist hlakka til. — Áttu að vera kúa- smali? spurði ég, þegar ég sá aö hjúkrunarkonan var að munda töngina til að taka i sauminn. — Já, svaraði hann. — Heldurðu að það verði ekki gaman? Og um leið kippti hjúkrunar- konan i sauminn! Sá stutti hefur greinilega fundið sárt til, þvi hann hrópaði stór NEI! við spurningu minni. En um leið átt- aði hann sig og sagði jú. Tveir saumar enn og niðurbældar stun- ur komu frá stráksa. Svo reis hann upp, hristi höfuðið og brosti mannalega. Hann kvaddi og rek- ur nú beljur fyrir vestan, hress og kátur með samansaumað höfuð. Það var komið töluvert fram yfir miðnætti,þegar hér var kom- ið sögu og heldur rólegt á slysa- vakt. Starfsfólkið drap timann við lestur. spil og annað það, sem bið fylgir. Sjúkrabill kom að með pilt og stúlku, sem lent höfðu i árekstri. Pilturinn var ómeiddur og stúlkan reyndar lika, en hún hafði fengið smávægilegt lost og haldið var, að hún væri með heilahristing. Einnig kvartaði hún um verki i hálsi og brjósti, svo var hún send upp á aðra hæð, þar sem röntgenmyndir voru teknar. Hún var ofsahrædd, fékk grátkastog svimaði stöðugt, enda hafði billinn oltið. Niðurstaðan úr myndatökunni varð þó sú, að hvergi var hún brotin, heilahristingurinn fyrir- fannst ekki og á endanum var hún send heim. — En ef þér fer að verða óglatt eða liða illa á ein- hvern hátt, sagði Ólafur, — Þá skaltu hafa samband við okkur strax. Tveir enn komu i myndatöku. báðir sjómenn. Annar kvaðst reyndar vera fiskimaður. Hjúkrunarkonan leit upp og þeg- ar hann tilkynnti um stöðu sina. — Það er sjaldgæft að heyra þetta, sagði hún og brosti. Og þegar sjómaðurinn sagðist vera á sildarbát litu fleiri upp. Það var enn sjaldgæfara. Hann hafði verið að gera klárt, nýkominn i land, þegar hann mis- steig sig um borð i bátnum. Siðan voru liðnir 30 timar og öklinn orð- inn illa bólginn og blár. Möguleiki var á, að hann væri brotinn — en sjómaðurinn (fiskimaðurinn, af- sakið!) hafði gengið á bólgnum öklanum allan timann. Daginn eftir ætlaði hann i Norðursjóinn, svo eitthvað varð að gera i mál- inu. Myndatakan leiddi i ljós, qjb hann var óbrotinn en tognaður, svo hann fékk bindi um öklann og siðan sendur heim. Ólafur ráð- lagði honum að taka það rólega næstu daga — en sjómaðurinn ætlaði i Norðursjóinn. — Ég sit á siglingunni, sagði hann rólega og glotti, Hinn hafði dottið á dekkinu og lent með öxlina á tunnu. Kona hans var með honum og gaf góð og greið svör við spurningum hjúkrunarkonunnar og enn var myndað á efri hæðinni. öxlin var óbrotin, en honum ráðlagt að fara rólega. Þessi sjómaður ætlaði lika út á sjó daginn eftir. — Ekki er að spauga með islenzkt sjó- mannsblóð, og svo framvegis. Klukkan var farin að ganga þrjú, dansleikjum að ljúka og parti i hámarki. Allt i einu var hringt, frammi var kengfullur maður i verkamannaklæðnaði með bundið um fingurna. í ljós kom, að þetta var bila- málari, sem hafði staupað sig i vinnunni og siðan reynt að stöðva viftu með hendinni. Viftan tók þeim atlotum eitthvað hvefsið — og með þeim afleiðingum, að nokkrir fingur voru illa tættir, helzt þó visifingur vinstri handar. —Jæja, hikk, sagði bila- málarinn, - ég er heppinn. Ég vinn - hikk - nefnilega mest með hægri hendinni. Hendur mannsins voru allar út- ataðar i lakki og málningu. Hann hafði verið i miðju kafi við að sprauta bil, þegar viftan af- þakkaði faðmlög hans og auð- vitað gal hann ekki hætt við að klára bilinn. Töluverður timi fór i að hreinsa sárin og á meðan spjölluðum við saman. —Þetta er svosem ekki i fyrsta skipti sem maður liggur á svona - hikk - borði, sagði bilamálarinn. Ó, nei. Ég er gamall maga- sjúklingur og það er bara búið að taka úr mér hálfan magann. Ég hef verið alhraustur siðan. Hann notaði heilu höndina til að kippa upp skyrtunni og sýna mér á sér ör, sem náði þvert yfir kviðinn og frá brjósti og niður að nafla. —Þetta er sko - hikk - fallegur saumur, ha? sagði hann og brosti: augun visuðu i sitt- hvora áttina, þannig að ef til vill var ekki svo mikil þörf á að deyfa hann. —Já, sagði hann, lokaði augun- um og hnykkti til höfðinu, eins og maður gerir til að fá augun eða hugsun sina i fókus. -Ég er allt annar maður eftir að það var gert við magann á mér. Nú get ég etið eiginlega hvað sem er. Ekki samt harðfisk, ekki nema bara litið? —Hákarl og hvað? spurði ég. —Það sagði mér einu sinni læknir, kunningi minn, svaraði bilamálarinn, - að ég mætti borða allan þann hákarl, sem mig langaði i. Hann þagnaði aðeins og hristi sig aftur i fókus. -En, sagði hann svo og sleikti iengi á sér lakkaðar varinar, - en mér finnst hákarl bara svo djöfull vondur. Þar með var merkilegri kenningu læknisfræðinnar koll- varpað, þótti mér. —Finnst þér góður hákarl? spurði hann svo. —t hófi, svaraði ég. —Jæja, sagði hann og kyngdi nokkrum sinnum. — Ég borða nú yfirleitt allan mat. En skötu borða ég ekki. Saltfisk skal ég borða, en ekki skötu. Konan min er vitlaus i skötu og ég hef oft sagt við hana: —Heyröu ástin min, ef þú ert með skötu, þá er ekkert annað að gera fyrir þig en að hringja i mig og segja mér að ég þurfi ekki aö koma heim i mat. —Og gerir hún það? spurði ég. Hann andvarpaði mæöulega. - Nei, sagði hann svo með lokuð augun. -En, sagði hann og galopnaði þau aftur, - en ég borða hana ekki, ónei, heldur ét ég ekki neitt. Það var búið að hreinsa upp sárin, klippa i barmana og verið var að taka siðustu sporin. Bila- málarinn lét móðinn mása um mat, málningu, sildveiðar árið 1947, skurðlækningar og maga- saum. —Þú mátt alls ekki bleyta þetta, sagði Ólafur. —Nei, það er allt i lagi, svaraði bilamálarinn. —Ég vinn aðallega með hægri hendinni, sjáðu til. Ég get bara fengið mér gúmmivettling á þá vinstri og þá er allt i lagi. —Þú ert nú sennilega heppinn, sagði ég, að halda fingrunum. Hann brosti elskulega og hristi sig i fókus. -Já, hikk, svaraði hann. -Ég geri þetta bara aldrei aftur. Einhverjir biðu hans frammi og svo voru þeir farnir. Við fengum kaffi og smurt brauð með kæfu, sild og eggjum. Starfsfólkið talaði enn um ann- rikið nóttina áður og ég var dá- litið leiður yfir að hafa misst af hasarnum. -Hafðu ekki áhyggjur, sagði ólafur. -Partin eru búin, þau fyrstu að minnsta kosti. Og partiin voru búin. Áður en við vissum af, hafði fjölgað tölu- vert á slysadeild. Stúlka, á að giska 18—19 ára kom og kvartaði yfir þvi, að pipar hefði verið skvett i andlitið á sér. Hún sagði mér, að það hefði verið i parti. - Ég var bara að tala, sko, sagði hún, -og þá sko vissi ég bara ekkert fyrr en það var hent i mig pipar. Mig sviður alveg agalega i Framhald á bls. 8. Reynslan hefur sannað og mun sanna yður framvegis — að hagkvæmustu viðskiptin gerið þér ávallt hjá kaupfélaginu. SELJUM allar fáanlegar nauðsynjavörur á hagstæðu verði. KAUPUM islenzkar framieiðsluvörur. slAturfélagið Örlygur GJÖGRUM $^§§jj> tírvals hjólbarba Flestar gerbir ávali fyriríiggjanc F(jótoggóÖ þjónust ff ■Wa V m % Kaupfélag V \ HERADSBUA j EGILSSTÖÐUM ÍN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.