Tíminn - 17.06.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.06.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 17. júní 1972. TÍMINN n L'tgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Heigason, Tómas Karlsson, :::::::: Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans). Auglvsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur í Edduhúsinu við I.indargötu. simar 18300-18306. Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusfmi 12323 — auglýs- ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjald 225 krónur á mánuöi innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-ij$:í:j takiö. Blaðaprent h.f. Stærsta sjálfstæðismálið Það er óumdeilanlegt.að stærsta sjálfstæðis- mál þjóðarinnar um þessar mundir er útfærsla fiskveiðilögsögunnar. Afkoma þjóðarinnar mun i náinni framtið byggjast að mestu leyti á þeim afla, sem verður dreginn úr skauti hafsins, og úrvinnslu hans. Verði fisk- Stöfnunum við landið eytt að mestu eða öllu, hættir ísland að vera byggilegt land. Meiri hætta vofir nú yfir fiskstofnunum við ísland en nokkru sinni fyrr. Nýjustu rann- sóknir visindamanna hafa leitt i ljós, að þegar er um ofveiði að ræða. Að óbreyttum ástæðum munu þó veiðarnar aukast og fleiri skip og öflugri veiðitæki koma til sögunnar. Það er þvi ekki aðeins lifsnauðsyn þjóðarinnar að ráð- stafanir séu gerðar til að vernda fiskstofnana við landið, heldur er þetta einnig mikið hagsmunamál þeirra þjóða, sem njóta þeirrar læöu, sem ner er um aö tetla. Reynslan hefur sýnt, að ekki er til önnur örugg leið til verndar fiskistofnunum æn lög- saga viðkomandi strandrikis yfir fiskveiðunum við landið. Raunhæft alþjóðlegt samstarf um þessi mál hefur enn ekki heppnazt og er út- rýming hvalanna ömurlegt dæmi um það. Það er ekki fyrr en nær alger útrýming hefur átt sér stað, að alþjóðleg samvinna hefur náðst um þessi mál og þá helzt um veiðibann. Með út- færslu fiskveiðilögsögunnar i 50 milur eru ís- lendingar ekki heldur að taka eitthvað af öðrum, sem þeim ber. Það er viðurkennd regla að landgrunnið sé hluti viðkomandi strandrikis og þess vegna hafi það rétt til að nýta öll auð- æfi, sem finnast þar i botninum. Sama hlýtur einnig að gilda um þau auðæfi, sem eru yfir honum. Fiskveiðar erlendra þjóða á fiski- miðum fjarlægs strandrikis eru ekkert annað en angi nýlendustefnunar, sem er að syngja sitt siðasta vers i heiminum. íslendingar vilja hins vegar taka sanngjarnt tillit til þess að erlendir sjómenn frá vissum fiskibæjum i Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi hafa um alllangt skeið stundað hér veiðar á fiskiskipum, sem eru ekki stærri en það, að þau hafa verið miðuð við veiðar nálægt landi, t.d. íslandi. Það er ekki nema sanngjarnt, að þessir aðilar fái hæfilegan umþóttunartima en þó að sjálfsögðu innan þeirra marka að ekki sé of nærri fiskstofnunum gengið. íslendingar hafa átt frumkvæði að samningum við Breta og Þjóðverja um slikan umþóttunartima, þeim til handa og voru i siðasta mánuði lagðar fram sanngjarnar tillögur af hálfu Islendinga um lausn þessa máls. Það væri óvinafagnaður, ef viðkomandi er- lendir aðilar mettu samningsvilja íslendinga sem merki um undanhald. Áreiðanlega hefur Einar Sigurðsson útgerðarmaður orðað rétti- lega afstöðu islenzks almennings, er hann sagði i Mbl. á sunnudaginn var: ,,Þó að vikingablóðið sé farið að kólna i æðum Is- lendingsins, þá myndi hann taka þvi, sem að höndum bæri, hvort sem það væri nýtt þorska- strið eða viðskiptastrið, heldur en að láta hlut sinn i landhelgismálinu”. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Aflýsir Pompidou fundi æðstu manna tvfveldanna? Mikill ágreiningur er um framtíðarmálefni Efnahagsbandalagsins Pompidou Mjög þykir nú tvi- sýnt hvort haldinn verður fundur æðstu manna stækkaðs Efna- hagsbandalags Evrópu, eða tiveldafundurinn svonefndi, en Pompidou Frakklandsfor- seti boðaði til sliks fundar i ágústmánuði i fyrra, og var þá gert ráð fyrir, að hann yrði haldinn i Paris i októbermán- uði 1972. Ástæöan er sú, að horfur þykja nú á, að slikur fundur verði tilgangslitill að sinni. Þegar Pompidou forseti hoðaði til fundarins, bentu lik- ur til, að fjögur ný riki myndu bætast i Efnahagsbandalagið á fyrra helmingi þessa árs og þátttökurikin væru þá orðin tiu. Eðlilegt framhald á þessu þótti það, að æðstu menn rikj- anna kæmu saman til fundar og þar yrðu markaðir nýir áfangar til aukins samstarfs i náinni framtið. Enn er ekki loku skotið fyrir það, að þátt- tökurikin verði orðin tiu i byrj- un október eða að það verði a.m.k. oröið augljóst þá, að þátttökurikin verði 10, þótt öll- um formsatriðum hafi ekki verið fullnægt fyrir þann tima. Funduræðstu manna rikjanna þarf þvi ekki að tefjast af þessum ástæðum. Hinsvegar hefur enn ekki tekizt að ná neinu samkomulagi um dag- skrá fundarins og enn siður um væntanlegar ákvarðanir hans. Þessvegna hótar nú Pompidou að hætta við að kalla fundinn saman. Þetta lét hann koma ótvirætt i ljós, þeg- ar hann ræddi við belgiska ráðherra siöastl. föstudag. Hann sagði þá m.a., að hann vildi ekki bera ábyrgð á að kveðja niu rikisleiðtoga til Parisar til þess eins að sam- þykkja einskisveröa ályktun, sem ekki markaði nein spor fram á við i starfsemi banda- lagsins. AGREININGURINN um fundarefnið virðist mjög mik- ili. Pompidou forseti leggur áherzlu á, að fundurinn fjalli fyrst og fremst um aukið efna- hagslegt samstarf og aukið samstarf i gengismálum. Hann telur það sérstaklega aðkallandi, að Efnahagsrikin samræmi gjaldmiðla sina og fylgi sem samræmdastri stefnu i gengismálum. Hin löndin eru hins vegar treg til að fallast á þetta, ekki sizt Vestur-Þýzkaland. Þau leggja m.a. áherzlu á, að samráð verði haft við Bandarikin um gengismálin, en Bandarikja- stjórn verði vart til viðtals fyrr en eftir forsetakosn- ingarnar i nóvember og jafn- vel siðar, ef forsetaskipti verða. Sú röksemd lætur þó áreiðanlega ekki vel i eyrum Pompidous, að Efnahags- bandalagið eigi eitthvað að biða eftir Bandarikjunum i þessum efnum. Efnahags- bandalagið verði að hafa sam- ræmda stefnu i gengismálum hvað sem öðrum liður. 1 Af hálfu hinna rikjanna, einkum Benelux-rikjanna, er lögð áherzla á að fundurinn fjalli um endurskoðun á skipu- lagi og starfsháttum banda- lagsins með það fyrir augum, að einstök riki hafi ekki sama vald og áður, heldur verði vald bandalagsins aukið. Þannig komi til mála að afnema neitunarvaldið, sem einstök riki hafa nú á ráðherrafund- um, en i staðinn verði meiri- hlutinn látinn ráða. Þetta má Pompidou ekki heyra nefnt. Iiann heldur fast við þá stefnu de Gaulles, að bandalagið verði ekki riki heldur banda- lag sjálfstæðra þjóðrikja. i ÞESSU sambandi er mikið rætt um, hvort samræma skuli stefnu bandalagsrikjanna i utanrikismálum.öll rikin eru meira og minna fylgjandi þvi, að aukin verði samráð þeirra um utanrikismál, en Frakkar vilja lara gætilegast i þeim efnum og aísala sem minnstu af sjálfsákvörðunarrétti sin- um. Sennilega munu Bretar einnig hallast á þá sveif. ÖLL rikin virðast sammála um, að sett skuli á laggirnar sérstök stofnun, sem annist stjórnmálalegt samstarf rikj- anna og samræmingu á stefnu þeirra út á við. Frakkar virð- ast leggja mikið kapp á, að þessi stofnun verði i Paris, en önnur riki virðast vilja hafa hana i Brússel, þar sem aðal- miðstöð bandalagsins er. Ann- ars eru stofnanir bandalagsins nokkuð dreifðar. Þannig held- ur þing þess fundi sina i Strassbourg, en skrifstofa þess er i Luxemburg. Frakkar segja, að það muni draga úr óeðlilegu miðstöðvarvaldi, ef stofnun bandalagsins sé hæfi- lega dreift. Allmikla athygli hafa vakið tillögur, sem Pierre Hamel, utanrikisráðherra Belgiu', hef- ur borið fram um aðstoð Efna- hagsbandalagsins við þróunarlöndin. Hann hefur lagt til, að Efnahagslöndin veittu til slikrar efnahagsað- stoðar jafnhárri fjárhæð og þau verja nú til vigbúnaðar, eða um 4% af þjóðartekjun- um. Hamel telur, að Efna- hagsbandalagið eigi að taka forustuna af bæði Banda- rikjunum og Sovétrikjunum i þessum efnum, enda hafi Efnahagsbandalagsþjóðirnar miklu meiri þekkingu á mál- efnum þróunarlandanna en Bandarikjamenn og Rússar. Þessar tillögur Hamels hafa enn ekki hlotið mikinn hljóm- grunn i bandalagslöndunum utan Belgiu. BERSÝ NILEGT er, að Efnahagsbandalagið á eftir að hafa miklar breytingar i för með sér i málefnum þessara þjóða, sem taka þátt i þvi. Sið- asta dæmið er það, að siðastl. föstudag höfðu starfsmenn Dunlop-Pirellisverksmiðj- anna, sem starfa á Bretlandi og ltaliu, samtimis verkfall i báðum löndunum. Verkfallið var háð til að mótmæla fækk- un starfsmanna. Það er nú orðin regla fyrirtækja, sem starfa i mörgum löndum að auka reksturinn i einstök- löndum eða draga úr honum ettir pvi, hvernig kaupgjaldið og ástandið á vinnumarkaðnum er. Þetta vilja verkalýðssam- tökin hindra og þvi eru þau að hefja samstarf yfir landa- mærin, sem ekki hefur áður þekkzt. Þannig stendur þessa dagana yfir fundur i Geríf', þar sem mættir eru fulltrúar frá starfsmönnum við Ford-verk- smiðjurnar i Vestur-Þýzka- landi, Frakklandi, Belgiu, Hollandi og Bretlandi. Til- gangur fundarins er að sam- ræma kröfur um kjör og að- búnað i öllum þessum löndum. Þannig eru hinir alþjóðlegu auðhringar nú einnig að gera verkalýðssamtökin alþjóðleg. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.