Tíminn - 17.06.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.06.1972, Blaðsíða 9
Laúgardagur 17. júni 1972. TÍMINN 4 Alltaf vex mengunin i Japan Japanir verða æ áhyggjufyllri vegna mengunarinnar i landi sinu. Mengunin hefur vaxið svo að segja með degi hverjum, og nú er svo komið, að Japanir verja sömu upphæð til þess að berjast gegn menguninni og fjárlög landsins hljóðuðu upp á fyrir 12 árum. Þessar stað reyndir komu fram i skýrslu, sem nýlega var birt opinberlega i Tokió. i skýrslunni segir, að kostnaðurinn við að draga úr mengun nemi 372 milljörðum króna eða sömu upphæð og fjar- lögin voru 1960. Fjármunum þessum hefur eins og fyrr segir verið til þess varið að draga úr menguninni, og einnig hefur rikið þurft að greiða bæði bændum og fiskimönnum skaðabætur vegna siaukinnar mengurnar, sem hefur orðið til þess að þessir sömu aðilar hafa misst að öllu, eða nokkru leyti atvinnu sina. 1 skýrslunni var sagt, að menn vonuðust ein- dregið til þess að umhverfisráð- stefnan sem nú stendur yfir i Stokkhólmi, ætti eftir að finna einhverja varanlega lausn á mengunarvandamálunum, þvi allir gætu séð, að slikt væri orðið lifsnauðsynlegt. Bakaði nýjar tegundir af brauði Paul Année, bakari i Amster- dam, var orðinn þreyttur á að sjá alltaf þetta venjulega brauð, sem bakarar baka, og þvi ákvað hann að breyta til og baka nú éitthvað nýtt og óvenjulegt. Hér á myndinni sjáið þið hann við vinnu sina, og er hann að leggja Siðustu hönd á brauð, sem vissulega likjast hvorki fransk- brauði eða normalbrauði þvi, sem við eigum að venjast dags- daglega. Année hefur notað afrikanskar grimur, sem mót fyrir brauðin sin. Mörgum finn- ast brauðin hans Année svo óvenjuleg, að þeir vilja helzt hengja þau upp á veggi, og tima ekki að borða þau, og nú er Année orðinn einn vinsælasti bakari i Hollandi. Hann segir um sjálfan sig: — Þegar ég var þrjátiu og eins árs fannst mér ég ekkert komast áfram i lifinu, en — það var jú fyrir einu ári! Gamla Baku endurgerð Unnið er nú að skipulagsupp- drætti að Bakú, höfuðborg sovétlýðveldisins Aserbajdsjan við Kaspiuhaf. Þýðingarmikill liður á áætluninni er endurreisn hins fagra, gamal bæjar, sem var umluktur múrum gömlu virkjanna Sijirvansjanhallar- innar, sem er frá 15. öld, hins helgisögulega „Jómfrúarturns” og hinna mörgu, gömlu tyrk- nesku mjóturna og bænhúsa. Hús, sem spilla mynd gamal bæjarins verða rifin niður og arkitektarnir munu sjá til þess að tekhúsin og gömlu litlu austurlenzku matstofunnar sem til eru i þessum bæjarhluta, verði lagfærð til samræmis við heildarsvip bæjarins. Nær 100 friðuð svæði Friðlýst landsvæði innan marka Sovétrikjanna eru nú orðin nær eitt hundrað talsins. Nú siðast var þjóðgarður nr. 92 settur á friðlýsingaskrá og er hann i Visimki-héraði i Oral.nær 6000 hektarar lands að flatarmáli. Ætlunin er að friðlýsa enn fleiri landsvæði i framtiðinni og meðal þeirra sem næst koma i röðinni eru héruðin i nágrenni Khanka-vatnsins norðan við Vladivostok, borgina á Kyrra- hafsströnd Sovétrikjanna. Þar eru varpstaðir margra fugla- tegund, storka, álfta og japanskra trana, svo dæmi séu nefnd, og þar er einnig að finna margar sjaldgæfar plöntuteg- undir, m.a. villt lótus-blóm. Blaðamennirnir drukku 140 1 af vodka í Nixon- heimsókninni Þegar Nixon brá sér til Sovét- rikjanna nú fyrir skömmu fylgdi honum mikill fjöldi blaðamanna, eins og venja er, þegar ráðamenn stórþjóða bregða sér i heimsókn milli landa. Frá þvi var skýrt eftir þessa Sovétför, að blaðamenn þessir hefðu drukkið, hvorki meira né minna en 140 litra af vodka, 35 litra af armenisku koniaki og 9654 bolla af kaffi á barnum i blaðamiðstöðinni, þar sem þeir héldu sig mest. Það eru sovézk yfirvöld, sem skýrt hafa frá þessu. ,,Ég hef reynt að hætta að rey*kja og éta sælgæti i staðinn, en þér ættuð bara að vita,hvað það er erfitt að kveikja i súkkulaði- staur” ,,..Og svo klippti hann hár úr halanum á Búkollu, og svo segir pabbi þér framhaldið á morgun og farðu nú að sofa væni minn. Skipti, bless” DENNI DÆMALAUSI ,,Svo snýrðu þvi við aftur, og færð þrjár minúturnar þinar aftur.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.