Tíminn - 17.06.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.06.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Laugardagur 17. júni 1972. Blaðamaður Tímans á slysavakt í borgarsjúkrahúsinu „ÉG ÞEKKI SKO TILFINNINGAR 11 Næturlif Reykjavlkur á sér margar hliöar. Þeim heíur aö nokkru verið lýst af fréttamönn- um Timans i blaoinu aö undan- förnu, og hefur mörgum góðborg- aranum orðið bilt við. Svo virðist sem fólk hreinlega trúi ekki, að ýmislegt misjafnt eigi sér stað i Reykjavik — svo og öðrum borg- um og bæjum um allan heim — cftir að skyggja tekur og þeir heiðvirðu hafa gengið til livilu. Slysadeild borgarsjúkrahússins i Reykjavik hefur að undanförnu sætt töluverðri gagnrýni, og til að svara þeirri gagnrýní hefur yfir- læknir deildarinnar, Haukur Kristjánsson, gefið nöturlegar Saumað. Það er mikið saumað á slysavakt. Þeir sem verzla i kaupfélaginu TRYGGJA EIGIN HAG Seljum á hagstæðu verði allar fáanlegar nauðsynjavörur Kaupum islenzkar framleiðsluvörur Tryggingaumboð fyrir Samvinnu- tryggingar og Andvöku. kaupféug Tálknf irðinga TALKNAFIRÐI ° upplýsingar um ásókn fólks á j deildina. Þangað koma ýmsir j undir ýmsum áhrifum, og er þá ekki aíltaf höfð i heiðri sú regla, að hljótt skuli haft i kringum sjúkrahús. Til að kynna okkur þann þátt næturlifs Reykjavikur, sem að slysadeildinni snýr, fengum við leyfi Hauks Kristjánssonar til að vera á einni slysavakt, aðfaranótt sl. sunnudags. Klukkan var um það bil 10 á laugardagskvöldi, þegar mig bar að. Kannski er ljótt að taka svo til orða, en vel bar i veiði. Þegar ég gekk inn á slysadeildina var væl- andi sjúkrabifreið ekið upp að spitalanum og inn keyrðar að minnsta kosti tvennar sjúkrabör- ur. Ólafur Ólafsson hét lækna- kandidatinn á vakt, og var mér — fyrir hans tilstilli — fenginn hvit- ur sloppur, svo að ég gæti fylgzt með inn á skiptistofunni (nafn sitt dregur hún af þvi, að þar er skipt um umbúðir og þess háttar á fólki). Sjúkrabifreiðin var að koma með fólk, sem lent hafði i árekstri inná Kirkjusandi. f öðrum bilnum, sem lent hafði i árekstrinum, var fernt: hjón, sonur þeirra og móðir eiginkon- unnar, sem sýnu mest var slösuð. ! hinum bilnum hafði verið einn maður og slasaðist hann smá- vægilega. Eiginmaðurinn var einnig með skrámu en sonur, hjónanna og tengdamóðirin höfðu sloppið. Bilstjóra „hins" bilsins og eiginkonunni var ekið inn á skiptistofuna og kom þar i ljós, að maðurinn var aðeins með litinn skurðá hné.en konan varskorini andliti og á fæti. Enga stund tók að gera að sári bilstjórans,og fékk hann að þvi búnu að fara heim, en lengri tima tók að gera að sárum konunnar. Á enni hennar var ljót- ur, djúpur skurður, efri vörin var tætt og á hné nokkrar rispur. Olafur kandidat sagði mér, að mjög algengt væri, að fólk slasað- ist á hnjám i bilslysum: sennilega rækist það upp undir mælaborðið en yfirleitt vissi það ekkert hvernig þau sár yrðu til. Konan unga var þó með fuliri meðvitund og mundi gjörla hvernig slysið hafði viljað til. Hinn billinn hafði allt i einu komið fyrir þau á gatnamótum og áður en hægt var að fá nokkuð við ráðið, skullu þeir saman að framan. Báðir bilarnir voru mikið skemmdir. Þegar stúlkan var komin inn og farið var að kanna meiðslin, kvartaði hún um kulda. Hjúkrun- arneminn brá skjótt við og setti yfir hana rafmagnað ullarteppi, dregnar voru upp tengur, skæri, nálar og ýmislegt fleira, sem leikmaður þekkir ekki mikil deili á og loks var hafizt handa við að loka sárum og þrifa þau. Eftir aö skuröúrinn ljóti á enni konunnar hafði verið hreinsabur, kom iljósað töluvert varrifiðupp ¦ úr sárinu, tægjur héngu á þvi og sagði Ólafur ekki miklu muna,að hanri gæti sýnt mér hauskúpu. Og eftir langar vangaveltur og umræður á fagmálinu við hjúkr- unarkonu oghjukrunarnema, var ákveðið að skera burtu flipana og tægjurnar, enda auðvelt aö teygja húðina á miðju enni. Þegar hnifnum var brugðið fór ég að kyngja. Oft. — tsköldu munnvatni. En það leið hjá eftir hressandi kaffi á vaktstofunni og þegar ég kom aftur blasti við stórt, gapandi sár á miöju enninu. —Þú veröur dálitið bjartsýnni á eftir, sagði ólafur glettnislega við konuna. — Verður þetta ekki ægilega ljótt ör? spurði hún áhyggjufull. — Ein hrukka enn, svaraði hann. — Það tekur enginn eftir þvi,þegar þú ert orðin fertug. Stúlkan, rétt um tvitugt, þagði. Greinilega vissi hún ekki, hvort þetta var sagt i grini eða alvöru. Eftir dálitla stund sagði Ólafur: — Nei, i alvöru þá verður þetta allt i lagi. Eftir tvær til þrjár vik- ur verður þú jafngóð. Undan k-lútnum, sem settur hafði verið yfir andlitið, kom dauft já, en svo þagði hún aftur. Olafur saumaði, bað hljóðlega,en ákveðið uni það, sem hann vant- aði, og útskýrði fyrir mér ástæð- una fyrir þessum saumi og hin- um. Svo var löng og djúp þögn. Ég horfði ofan i holuna, sem hálf- vegis var búið að loka og fylgdist með fimm fingrum, sem brugöu lykkjur á þráðinn. Allt i einu sagði stúlkan: — Mérliður miklu betur núna. Frammi á vaktstofunni sat lög- regluþjónn, Haraldur Árnason. Um helgar hefur lögreglan vakt á slysadeildinni, — til að fylgjast með hérna, sagði Haraldur. — Oft getur þurft á aðstoð að halda, sumir eru órólegir, sér- staklega þeir drukknu, og um helgar er mikið af þeim. Eftir miðnætti má segja, að nær allir séu ölvaðir meira eða minna: ég myndi gizka á, hélt Haraldur áfram, — að ekki meira en 10- 15% af helgargestum hér væru allsgáðir. — Er órólegt hér um helgar spurði ég. — Já, það er það, svaraði Har' aldur. — Að visu er yfirleitt mjög rólegt hér þegar ég er á vakt, hvernig sem á þvi stendur, en i gærkveldi (föstudagskvöld og að- faranótt laugardags sl.) var mik- ið að gera hér, að þvi að mér skilst. Einnig voru heilmikil læti viða um bæinn. Upp við Þórskaffi varð til dæmis heilmikill hasar, slagsmál og læti og við réðum eiginlega ekki við neitt. Einhverj- ir krakkar lokuðu sig inni sendi- ferðabil og neituöu að koma út. Þetta byrjaði svona eins og venjulega, einhver var með ólæti og þegar átti að taka hann varð allt vitlaust. A meðan við Haraldur spjölluö- um saman, kom annar lögreglu- maður skyndilega inn. Hafði hann verið fenginn til að lita við á slysadeildinni einhverra erinda. — Ert þú að sækja manninn hérna? spurði Haraldur. — Hvaða mann? — Það er hér maður, sem var sleginn og þarf að komast heim. Ég var búinn að hringja og biðja um að þeir sendu hingað bil eftir honum. — Nei, nei, svaraði aðkomni lögregluþjónninn. — Við höfum meira en nóg með það, sem við erum i. Það er segin saga, að þeg- ar er fullt tungl eða nýtt eins og núna, þá er allt brjálað. Mér þótti þetta skritin yfirlýs- ing og gerði við hana vantrúar- lega athugasemd. — Jú, sagði lögregluþjónninn. — Þetta er staöreynd. Ég hef margoft rekið mig á þetta. Hann staidraði ekki lengur við en fór. Um allan bæ voru árekstr- ar, smáir og stórir, ölvað fólk, átök i heimahúsum og á götum úti: Nótt i borg. Maðurinn, sem Haraldur gat um, var stór og digur, töluvert ölvaður. Hann hafði fengið óvægi- legan „gúmoren á latinu" en var ósár. Nú hafði hann verið skoðað- ur og vildi komast heim. Peningalaus var hann og þótti ekki nema sjálfsagt að lögreglan sæi sér fyrir öruggri heim- keyrslu. Hvað eftir annað kom hann inn á vaMstofuna, fékk að tala við lögregluþjón, lækni, hjúkrunarkonu, gangastúlku — og fréttamann frá Timanum i hvitum læknaslopp. — Andskot- ans ósvifni, sagði hann. — Ég held þessir fjandar séu ekkert of góðir til að keyra mann heim. Maður þessi bjó ekki langt frá Borgarsjúkrahúsinu og var á endanum sagt að ganga heim, þegar útséð var um, að lögreglan mætti vera að þvi að koma. Litil hætta var á, að hann kæmist ekki af sjálfsdáðum, þvi biðin hafði orðið til þess, að hann var orðinn sæmilega gáður. Hann kvartaði um höfuðverk, varla undarlegt, fékk verkjatöflur og fór. Inn á skiptistofu var búið að sauma saman skurðinn á enni ungu konunnar og verið var að hreinsa sárið á efri vör hennar. Það var aðallega innaná og þurfti þvi ekki að hafa áhyggjur af öri. — Það er ekki nóg með að mað- urinn þinn fái bjartsýnni konu, sagði Olafur kandidat, — heldur fær hann einnig nýjar varir! Tennurnar höfðu litillega tætt vörina og þvi var klippt dálitið. Siðan var saumað, gengið frá skrámunni á hné stúlkunnar, henni ráðlagt um sjálfsmeðferð og innan tiðar var hún reiðubúin til að fara heim. — Við sjáum ekki beinlinis ástæðu til að hafa þig hér i nótt, sagði Ólafur. — Haltu þig við rúmið næstu daga, komdu aftur <;ftir viku og þá tökum við saumínn. Eftir 3 vikur verður þú algÉð. Á meðan vörin á konunni hafði verið saumuð, var gert að nokkuð djúpu, en litlu sári á hné manns hennar i öðrum bás á skiptistofu. Þar var annar kandidat. — Sjáðu, sagði hann og glennti upp sárið. — Hér er hvit glans- himna fyrir innan. Jú, ég sá hana. — Þetta er hnéskelin, sagði hann. Augun á manninum glennt- ust litillega upp. — Hefði höggið verið meira, hélt kandidatinn áfram, — væri hné- skelin brotin. — Það er vist ekkert grin aö vera með brotna hnéskel, sagði maðurinn rólega. Kandidatinn brosti. — Nokkuð til i þvi, sagði hann. Kandidatinn bað um deyfisprautu og stakk henni i sárið. Maðurinn á bekkn- um lyfti höndunum og kandidat- inn leit á hann. — Er þetta sárt? spurði harin. — Nei, svaraði maðurinn — og setti hendurnar undir hnakka sér. Fljótlegt var að sauma sárið saman og hjónin studdu hvort annað út. Foreldrar þeirra biðu fyrir framan. Þau gengu út i bil og þvi var lokið. — Enn sem komið er er þetta heldur rólegt, sagði ólafur, þegar við vorum öll setzt inn á vaktstof- una. — Það fer þó áreiðanlega að færast hreyfing i þetta upp úr miðnættinu, þegar dansleikjum er lokið og svoleiðis nokkuö. Olafur ólafsson lauk prófum frá Háskólanum i febrúar '71 og hefur unnið á slysadeildinni siðan i febr. sl. Hann á þar eftir um það bil tvo mánuði en siðan heldur hann til tsaf jarðar, þar sem hann verður aðstoðarlæknir á sjúkra- hiisinu og héraðslæknir með að- setur á Suðureyri. Siðan heldur hann utan til að sérmennta sig. — Nei, ég er nú ekki búinn að ákveða i hvað ég fer, sagði hann, — en ég finn mér áreiðanlega heilmikið á þessu eina ári þarna fyrir vestan. Olafur sagðist hafa lært mikið á veru sinni á slysadeildinni. Starf- ið er mjög fjölbreytilegt, eins og gefur að skilja, en vitaskuld erf- itt, vaktir strembnar. Fyrsta daginn vinna kandidatarnir frá 8- 5, siöan 8-8 og þriðja daginn heil- an sólarhring, frá 10 að morgni til 10 næsta morgun. — Á slysadeildinni er okkur einungis ætlað að meðhöndla ný sár, sagði Ólafur þegar hann sýndi mér um. — Við tökum hér á móti slösuðu fólki og á morgnana koma hér á milli 100 og 200 manns I skiptingu. Það getur verið ástæð- an fyrir þeirri gagnrýni, sem við

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.