Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 1
IGNIS ÞVOTTAVtLAR RAFIÐJAN — VESTURGOIU 11 19294 RAFTORG V/AUSTURVOLL 26(560 140. tölublað — Sunnudagur 25. júni 1972 — 56. árgangur. Kæli- skápar 30/t£Lttc€/ur££eUí. A./" RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Simar 18395 & 86500 LEIKARIÐ dansað ÚTA TJARNARBAKKANUM Starfsemi Leikfélags Reykjavikur hefur verið ó- slitin listahátið s.l. vetur. Eins og hæfir, er slikri hátið lýkur var listaverki brennt i hátiðarlok. Fórsú athöfn fram á bakka Tjarnarinnar framan við Iðnó aðfaranótt laugar- dags, en þá léldu leikarar og annað starfsfólk LR upp á afarfarsælt leikár, sem nú er lokið. Að venju sáu senumenn um lokahátið og stóðu litt að baki þeim, sem leikhúsgestir sjá á senunni að öllum jafnaði. Sjálfsagt kannast margir leik- húsgestir við gosbrunninn, sem tæpt er á i leikritinu Dóminóeftir Jökul Jakobsson, en persónur koma sér ekki saman um hvort til var eða ekki. En i listahátiðarlok var hann til og þó ekki, þvi gos- brunnurinn var brenndur með vatni og öllu saman. Er þvi enn hægt að halda sýningum á Dóminó fram og deila um til- vist gosbruhnsins, á fjölunum i Iðnó. I hátiðarlok afhenti ,for- maður Leikfélags Reykja- vikur Steindór Hjörleifsson, nýkjörnum heiðursfélögum þeim Þóru Borg og Val Gisla- syni, skrautrituð skjöl, og Þórólfur Danielsson, for- maður Hins islenzka prentarafélags, færði félaginu að gjöf málverk af Þorvarði Þorðvarðarsyni, prentara, sem á sinum tima var stofn- andi stéttarfélags sins, Leik- félags Reykjavikur, og fleiri félaga og fyrirtækja, sem enn lifa góðu lifi. Á myndinni til hliðar er eldur borinn að gosbrunninum FISCHER 0G FONTEYN KOMAA MORGUN OÓ-Reykjavik f gærkvöldi fór til New York vél frá Loftleiðum og kemur hún aftur i iyrramáliö meo engu ómerkilegri persónur en „krón prins" manntaflslistarinnar, Bandarikjamanninn Bobby Kischer, og „drottningu" ballett- dansara, Dame Margot Fonteyn. Lendir vclin, flug LL 508, á Keflavikurflugvelli um klukkan sjö i fyrramálið og verður væntanlega margt um manninn til að taka á móti þessu heims- fræga fólki, sem gistir Island næstu daga, vikur og mánuði. Má i þvi sambandi benda á, að er Boris Spasski, heimsmeistarinn i manntafli, lenti á Keflavikurflug- velli á miðvikudagskvöldið, var þar samankominn slikur fjöldi fréttamanna, erlendra og inn- lendra, að sjaldan eða aldrei hefur annað eins sézt hér á landi. ()g nú er spurningin: Kemur Fischer'? ALDREI 0F MIKIL HEY I GARÐI BÓNDANS ..Hugtakið nóg hey ætti I raun- inni ekki að vera til i huga þeirra, sem eiga fyrir búpeningi að sjá", sagði Halldór búnaðarmálastjóri við blaöið i gær. Þetta fannst honum timabært að segja nú, þegar menn geta með gildum rökum gert sér vonir um mikinn heyfeng, ef viðhlitandi þerrir bregzt ekki. „Menn eiga ekki að draga af sér við heyskapinn, þótt þeir geri meira en fylla hlöður sinar, heldur setja það hey, sem ekki kemst undir þak, saman i fúlgur", sagði hann ennfremur. „Það er ekki langt siðan hey- skortur var i landinu, og það getur runnið upp sá dagur, að ekki sé lakara að eiga riflega fyrningar. Annars er það aft. segja, aft sláttur er enn " óvifta hafinn. Spretta er tæpast eins góft og mátt SLASAÐIR GRÆN- LENDINGAR FLUTTIR TIL REYKJAVÍKUR KJ—Reykjavik I gærmorgun kom Vorið úr sjúkraflugi til Grænlands með tvo slasaða Grænlendinga, sem lagð- ir voru á sjúkrahús i Reykjavik. Hafði annar slasast af voðaskoti, en hinn slasaðist við vélavinnu. Alræðismanni Dana á tslandi barst i gærkvöldi seint beiðni um að senda sjúkraflugvél til Kulu- suk, þvi maður hafði slasast við vélavinnu i Angmagsalik, og er flugvöllurinn á Kulusuk næsti flugvöllur. Knútur Óskarsson flugmaður hjá Flugþjónustunni lagði upp á Vorinu upp úr hálf tvö og lenti skömmu fyrir háli fimm á flugvellinum i Kulusuk. Á meðan Vorið var á leiðinni, barst til- kynningum að maður hefði orðið fyrir voðaskoti i nágrenni Kulu- suk, og beið flugvélin til klukkan átta i gærmorgun eftir að komið væri með þann mann. Flogið var siftan með báða mennina til Reykjavikur, þar sem lent var laust fyrir klukkan ellefu. Með flugvélinni fór héðan Birna Sveinsdóttir hjúkrunarkona, og önnur hjúkrunarkona kom með frá Grænlandi. hefði vænta, þegar til þess er litið, hve allur þeli fór snemma úr jörð. Valda þvi þurrviðri i sumum landshlutum og svo kuldi og ur- felli nú siðustu viku. Auk þess eru tún mjög viða beitt á vorin, svo að þess er ekki aft vænta, að þau verfti snemma slæg. .Annars hafa allviða i sveitum veriö slegnar skákir, sem hafa verið varðar, sums staðar fyrir löngu, og hér og þar eru bændur, sem búnir eru að hirða fyrstu tugguna fyrir þó nokkru. Þegar hlýnar, mun grasið þjóta upp, og sums staðar er raunar komið kafgras, þótt sláttur hafi frestazt vegna þess, að ekki hefur verið þerrilegt. Þess verður þvi tæpast langt að biða, að fariö verði aft skára völlinn, ef svo má að orði komast á þessari vélaöld, og dráttarvélar og heyþyrlur og önnur heyskapartæki sjást á hverju túni. En Halldór vill minna menn á það enn og áftur að afla sem mestra heyja, et bændum geiast veðrin blið og blessuð grösin verða óspör á vöxt sinn. —JH. EKKERT GENGUR I RAFVIRKJADEILUNNI ÖV-Reykjavik Samningafundur i rafvirkja- deilunni var haldinn i fyrrakvöld og stóð hann fram undir miðnætti, en án árangurs. Magnús Geirsson, formaður Félags raf- virkja, sagði i viðtali við frétta- mann Timans i gærmorgun, að ef eitthvað væri, þá hefði heldur dregið tir samkomulagshorfum. Annar sáttafundur hafði ekki verið boðaður og sagði Magnús, að þeir gerðu fullt eins ráð fyrir löngu og ströngu verkfalli. Magnús vildi ekki taka undir þá skoðun, að verkfallið yrði stutt, þar eð stærstu verktakarnir í byggingariðnaðinum færu að þrýsta á samtök vinnuveitenda. „Tak mjaöjurt um lágnætti sjálfa Jónsmessunótt....." Þannig hefst gamalt þjóðráð, þó einkum hentugt þeim, sem einhverju hefur verið hnuplað frá. Maöjurtin er látin i vatn, og þá birtist mynd af sökudólgnum. Maðjurtin blómgast yfirleitt héldur siðla sumars, og þess vegna var ekki auðhlaupið að þvf að finna hana útsprungna. En allt má með lagni takast, og nú vitnm við um konu, scm hefur töfragrasið i pússi slnu. Vantar rannsóknarlög- regluna ekki hjálp? Grein um undur Jónsmessunæturinnar er á þriðju slðu blað- sins i dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.